Síða 1 af 2

46" Rover í Extreem Makover uppfært 20-11´16

Posted: 26.sep 2014, 22:54
frá Kristinn
Sælir félagar. Nú er vitleysan byrjuð á ný .(Er ekki hægt að fá eitthvað við þessu ? ) Ætla að fara að skipta um boddy á bílnum mínum og er kominn með gjafa ! 88 árg af Range Rover Vouge SE classic 4 dyra. Ég ætla að strípa hann alveg og láta sandblása skelina og sink grunna áður en smíðavinnan hefst . Sefnan er að lengja boddýið um 62 cm að aftanverðu og um 20 cm að framan , þannig að lenging á milli hjóla yrði 72 cm , einnig að reyna að lækka boddýið á grindinni og klippa meira úr.(Tók 6 Kvöld um páskana að rífa hann til grunna)Núna 25-09-2014 fór boddý í sandblástur og grunnun. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 26.sep 2014, 23:32
frá ellisnorra
Þetta verður ofboðsleg vinna Kiddi, og gaman að fylgjast með :)
Hefuru skoðað sódablástur? Ég var að forvitnast um daginn, þeir voru að blása eitthvað boddy fyrir 160þús m/vsk um daginn. Hvað kostar að sandblása þetta?
Skjóttu svo á áætluð verklok, bara til gamans :)

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 26.sep 2014, 23:36
frá jeepcj7
Alveg þrælmagnað verkefni alltaf gaman að vera aðeins öðruvísi verður örugglega djöfull töff,eins og hann er reyndar núna líka ekkert nema flottur.

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 26.sep 2014, 23:52
frá stjanib
Þetta er bara snilld,, verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér..

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 27.sep 2014, 02:32
frá svarti sambo
Lýst vel á þetta hjá þér. Svona á að gera þetta, og þú átt heiður skilið, fyrir að nenna þessu. En svona er bara þessi veiki. Veit ekki til þess að það sé búið að finna lyf við þessu, nema þá kannski aðsetur í hvíta húsinu, með rauða þakinu :-)
Það verður gaman að fylgjast með þessu.

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 27.sep 2014, 09:35
frá ellisnorra
Kiddi er með flotta aðstöðu. Einnig ef ykkur vantar allskonar dót, olíur, legur, glussaslöngur græjaðar og feira þá er Kiddi með flottan lager af svoleiðins góssi og selur á fínum verðum. Og er á BESTA stað, í Borgarfirðinum :)

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 27.sep 2014, 23:24
frá Kristinn
Takk fyrir þessi ummæli. Ég geri mér grein fyrir að þetta verður drjúg vinna að föndra þetta saman , því ég mun nýta ýmislegt úr 2 dyra boddýinu í það 4 dyra (til dæmis bæði framm og afturbretti) einnig er nokkur ryðbæting / smíði . Læt til gamans eina mynd fylgja hvað bíður ! Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 28.sep 2014, 08:26
frá jongud
VÁ!
Þetta kallar maður að strípa almennilega!

En hvernig er það, ytri skelin á RangeRover er úr einhverju áli ekki satt-
Þarf ekki einhverja sér aðferð ef það á að sjóða það eitthvað?
Hvernig er annars yrti skelin fest utan á boddýið?

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 28.sep 2014, 10:54
frá Kristinn
Ytri skelin á Range Rover er bæði skrúfuð og boltuð utan á burðargrindina , td toppurinn er bara festur með skrúfum og þéttingin er tjörusvampur. Ytriskel er sambland af áli og stáli Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 28.sep 2014, 14:03
frá gunnarb
Kristinn wrote:Sælir félagar. Nú er vitleysan byrjuð á ný .(Er ekki hægt að fá eitthvað við þessu ? ) Ætla að fara að skipta um boddy á bílnum mínum og er kominn með gjafa ! 88 árg af Range Rover Vouge SE classic 4 dyra. Ég ætla að strípa hann alveg og láta sandblása skelina og sink grunna áður en smíðavinnan hefst . Sefnan er að lengja boddýið um 62 cm að aftanverðu og um 20 cm að framan , þannig að lenging á milli hjóla yrði 72 cm , einnig að reyna að lækka boddýið á grindinni og klippa meira úr.(Tók 6 Kvöld um páskana að rífa hann til grunna)Núna 25-09-2014 fór boddý í sandblástur og grunnun. Kv Kristinn


Að það sé eitthvert vit í hlutunum er ofmetið og maður á ekki að reyna að fá neitt við þessu :-) Þetta er flott hjá þér :-)

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 13.des 2014, 10:58
frá Kristinn
Jæja nú 12.12´14 er boddýið komið úr sandblæstri og epoxy grunnun , þannig að pælingar á breytingu geta farið að hefjast einnig mælingar og hönnun á hlutum sem þarf að sérsmíða í blikksmiðju. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover

Posted: 13.des 2014, 21:37
frá Ford F250
dugnaður á þér verður gaman að fylgjast með

46" Rover í Extreem Makover

Posted: 16.des 2014, 23:04
frá Kristinn
Til gamans , þegar ég sótti boddý úr sandblæstri , þá rendi ég við á vigtinni á Kjalarnesi og sá að boddý+grind og afturhásing vigtuðu 470 kg hangandi aftan í öðrum bíl (Hann lá um 50-70 kg á krók) þannig að það verður gaman að sjá hvað er hægt að smíða hann léttann ! Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover update 31-12´14

Posted: 31.des 2014, 22:28
frá Kristinn
Góðir hlutir gerast hægt ! (Allavegna vona ég það !) Áætluð færsla á afturhásingu að aftann er 79 cm. næst á dagskrá er að sjóða grindar lengingu saman og smíða gormaskálar að aftann þvi næst er að saga grind í sundur og lengja um 64 cm.... Bestu áramótakveðjur til ykkar spjallverjar . Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover update 31-12´14

Posted: 01.jan 2015, 10:44
frá birgthor
Þarftu ekki snúa aftasta hluta grindar á hvolf?

Annars er þetta virkilega flott verkefni

Re: 46" Rover í Extreem Makover update 31-12´14

Posted: 01.jan 2015, 10:56
frá Kristinn
Grindin verður lengd það mikið að staðsetning á gormaskálum verður um 15 cm aftar en orginal, síðan verður 64 cm bætt við þar fyrir framann þ.e afturhluti á grind verður 64 cm aftar en myndin sýnir en hásing á þessum slóðum. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 24-1´15

Posted: 24.jan 2015, 21:49
frá Kristinn
Nú eru eitthvað búið að gerast. Lenging á grind að aftanverðu og smíði á gorma/púða skálum lokið, líka einnig er eitthvað af boddý varahlutum komið úr blikksmiðju og einnig að utan. Ég grunna allt nýtt járn sem fer í grind þrátt fyrir að hún verði galvanhúðuð í restina. Næst á dagskrá er að festa orginal RR hásinguna undir til að dæmið sé færanlegt. Síðan á önnur hásing að koma undir til varanlegar vistar. þá verður spurningin hvort á að nota radíusaarma eða 4(5) link fjöðrun með púðum að aftan ?? Heildar færsla á afturhásingu er 80 sm. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 24-1´15

Posted: 25.jan 2015, 13:41
frá sonur
Gaman að sjá svona alverlegar aðgerðir

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 24-1´15

Posted: 25.jan 2015, 19:14
frá svarti sambo
Lýst vel á þetta hjá þér, og góðir hlutir gerast hægt. en seturðu svo zink spray yfir þessa rauðu menju, eða hvað.

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 24-1´15

Posted: 25.jan 2015, 20:00
frá Kristinn
Grindin verður heitgalvanseruð að lokum eftir allar breitingar sem verða á henni. Þannig að hún verður þá sandblásin líka. rauði grunnurinn er bara ryðvörn þangað til.

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 24-1´15

Posted: 25.jan 2015, 21:56
frá svarti sambo
Og, ég sem hélt að ég væri ýktur í pjattinu :-)
Það er gott að það séu fleiri en ég þannig :D

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 31-1´15

Posted: 31.jan 2015, 21:52
frá Kristinn
Smá uppfærsla.. Er búinn að gera við afturhornin á burðarvirkinu og tengja það við frammhlutann á ný einnig nýr crossmember biti.inntabretti komið öðrumegin á sinn stað. Það er að síast inn hvað hann er að verða langur! Hjólskálar verða gerðar þegar endanleg afturhásing verður kominn undir. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 31-1´15

Posted: 31.jan 2015, 23:01
frá ellisnorra
Jahá. Eins og ég sagði við þig um daginn Kiddi, nú verður þú bara að fara að fjölga þér duglega til að fylla í bílinn!

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 8-2´15

Posted: 08.feb 2015, 22:02
frá Kristinn
Smá er þetta að potast. innribretti að aftan eru klár fyrir utan hjólskálar, orginal hásingin er kominn undir á réttan stað en mun víkja fyrir annari seinna ! Hvaða hásing það verður er ekki 100% ljóst en patrol kemur sterklega til greina bæði aftan og framan . setti afturbretti á með þvingum rétt til að sjá afstöðu á lengd og hásingu.. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 8-2´15

Posted: 08.feb 2015, 23:00
frá svarti sambo
Þetta verður sjálfsagt flott sófasett á hjólum.

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 8-2´15

Posted: 08.feb 2015, 23:27
frá sukkaturbo
flott bara mjög athyglis vert verður gaman að fylgjast með þessu

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 8-2´15

Posted: 08.feb 2015, 23:30
frá Svenni30
Verulega flott hjá þér. Er ekki spurnig um að bæta annar afturhásingu við ? :)

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 8-2´15

Posted: 09.feb 2015, 00:18
frá jeepson
Flott hjá þér. Það verður spennandi að sjá útkomuna :)

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 6-3´15

Posted: 06.mar 2015, 22:57
frá Kristinn
Nú er loks eitthvað að gerast !( Flensan tekur toll af þoli og vilja). Smíði af aftari hurðarbogum komin af stað, en endursmíði er að verða stærri hluti heldur en ég vonaði, en bara ryðbætingin !! læt nokkrar myndir tala máli mínu til stuðnings. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 6-3´15

Posted: 07.mar 2015, 13:15
frá jongud
Þú hefur ekki viljað fara út í að losa þig við hjólbogann og láta afturhurðinar vera alveg kantaðar eins og á "double cap" bílum?

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 6-3´15

Posted: 07.mar 2015, 13:38
frá Kristinn
Það eru búnar að fara miklar pælingar framm um það, aðal vandamálið er að þá verður bara hægt að hafa 2 manna sæti að aftan verðu vegna sveigju á grindinni á þessum stað,ég vil helst halda í orginal aftursætin (en þau koma 15 cm aftar en orginal) þannig að niðurstaðan endaði á að láta hjólbogana halda sér, en gólfi fyrir innan er breitt fyrir heldur betra aðgengi. líka er gott að geta notað orginal hluti í stað sérsmíðara/hannaðra hluta

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 6-3´15

Posted: 07.mar 2015, 14:46
frá villi58
Virkilega flott smíði.

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 6-3´15

Posted: 07.mar 2015, 16:57
frá jeepcj7
Glæsilegt Kiddi bara þrælflott.

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 24-3´15

Posted: 24.mar 2015, 21:43
frá Kristinn
Lítið er nú búið að gerast í boddý smíði síðustu daga, það hafa farið mikil hugarbrot framm og aftur um afdrif 2 dyra bílsins og það er kominn sú niðurstaða að hann fær að halda sér eins og hann er. Ég bara hreinlega tími ekki að fórna honum í rif. þannig að 4 dyra bíllin verður bíll númer 2 sem verður settur á 46" og fyrri bíllinn verður gerður upp þegar þessi verður tilbúinn !! En eitthvað er þó að frétta , Fór og sótti nýja hjartað í dag sem er 5.2l mopar magnum mótor ættaður úr cheeroki 1997 (ekinn um ca 30-50Þ km) með beinni insp. þannig að mikil spagetti vinna þarf að fara framm til að hjartað fari af stað. Einnig er ég kominn með skiptingu úr cheeroki sem ég held að heiti 46RH ( Sem er 3g með overdrive ) aftan á hana kemur lolo og síðann millikassi úr patrol. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 4-5´15

Posted: 04.maí 2015, 22:24
frá Kristinn
Lítð hefur gerst í ryðbætingum síðustu vikur. en altaf er nú samt eitthvað að gerast. Ég festi kaup á hásingum þannig að nú er ekki aftur snúið , fyrir valinu urðu Y60 patrol hásingar, með 5.42 hlutfalli og arb loftlás bæði aftan og framan , þannig að nú er leitin hafin að felgum sem henta fyrir 46". Einnig eru væntanlegar úr sérpöntun ryðfríar flækjur á mopar mótorinn. Þannig að næst er að láta smíða logírinn sem er úr Np231 millikassa sem og milliplötu fyrir patrol millikassann og láta styrkja og breyta convertinum í skipingunni fyrir meiri átök. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 5-10´15

Posted: 04.okt 2015, 20:55
frá Kristinn
Sælir félagar. Nú er hugurinn farinn af stað að með að halda áfram með smíðina. Er kominn með 16" felgur klárar fyrir 46" dekk ,heitgalvanseraðar og með krana sem og festingu fyrir spöng. Ryðfríar flækjur og ryðfríir hljóðkútar eru einnig komið, stýfusmíði bæði að framan og aftan komið í vinslu, þá er næst að fara að herða sig upp á að halda áfram með ryðbætingu/nýsmíði á boddýi. Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 4-11´15

Posted: 04.nóv 2015, 18:57
frá Kristinn
Jæja nú er vinna aðeins hafin aftur, er kominn með dekk á felgur til að máta og smíða eftir hjólskálar og brettakanta (en það er nokkur handtök eftir áður en það fer framm). Frammstífur eru nokkuð klárar ,sandblástur og lökkun eftir, en lengdar munur er nokkur miðað við orginal . næst á dagskrá er að klippa frammenda af og setja hásingu og gormaskálar á sinn stað og áhveða hversu mikið frammendi mun lengjast(áætluð lenging er um 40 cm).ég held að hann endi nokkuð langur. Læt 2 myndir fylgja með þessum pistli.Kv Kristinn

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 4-11´15

Posted: 04.nóv 2015, 20:28
frá kroni
Þetta er glæsilegt hjá þér og gaman verður að fylgjast með þessu :)

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 4-11´15

Posted: 04.nóv 2015, 23:14
frá Járni
Ævintýranlega klikkað!

Re: 46" Rover í Extreem Makover uppfært 4-11´15

Posted: 05.nóv 2015, 04:50
frá grimur
Maður fær halfgert flashback við að sja þetta, eg gerði upp stuttan Range Rover 81 model veturinn 96-97. Tok hann alveg i gegn fra hvalbak og afturur. Heilsprautun og settur a 38.5" sem var það skásta sem eg hafði efni á í þá daga. Mikið var það skemmtilegur bíll. Þessi verður svooo mikið skemmtilegri!
Flott verkefni og takk fyrir að deila þessu með okkur.

Grímur