Síða 1 af 1
Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 25.aug 2014, 23:06
frá solopungur
Minn fyrsti jeppi keypti þennan fyrir 2 dögum. Hann er með 2.4 Toyota disel vél.
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 26.aug 2014, 07:55
frá sukkaturbo
Sæll flottur bíll
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 26.aug 2014, 11:57
frá reyktour
Þessi er flottur. Til hamingju með gripinn.
Er hann turbovæddur?
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 26.aug 2014, 12:27
frá hobo
Með athyglisverðari bílum hér inni. Til hamingju með hann.
Það væri frábært að fá meiri upplýsingar um hann og sögur.
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 26.aug 2014, 14:58
frá Járni
Svalur!
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 26.aug 2014, 17:54
frá TDK
logsins er 2.4 kominn í bíl sem hann ræður við
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 29.okt 2014, 13:03
frá Gutti
Til hamingju með þennann, pabbi átti þennann bíl í mörg á og lét breyta honum fyrir sig og díselvæða hann, það er fátt sem stoppar þennann get ég sagt ykkur.
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 19.des 2014, 10:01
frá Gutti
Til að byrja með var þessi með Volvo b20 mótor og fjaðrirnar settar ofaná hásingum, seinna var þessi 2,4 toyota mótor settur í úr Hiace turbolaus. Þá var hann gormavæddur líka, minnir að það sé volvokassi í honum og orginal súkku millikassi, hann er á orginal hásingunum. En hvað er annars að frétta af gamla rauð, er hann ekkert að leika sér í snjónum þessa dagana???
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 20.des 2014, 15:28
frá alexanderfox
hann er núna lagður fyrir utan verkstæðið sem ég vinn á, hann fer inn í dag og verður tekið hart á til að gera hann tilbuinn í fjöllinn.
hann er hvorki með vaccum bremsukerfi né vökvastýri svo keyptur var í hann glænýr altenator 90A(úr pajero eða patrol man ekki alveg) með dælu aftaná sem fer núna í hann og þá þarf bara að henda vaccum kút í hann. síðan verður farið í að vökvastýra hann. við erum búnir að taka allt gólfið í gegn og teppaleggja hann. og er verið að bíða eftir sendingu að utan, ef mig minnir rétt var pantað í hann fyrir 110.000kr án sendingarkostnaðs bara til að fína hann upp ný klukka,hurðastopparar,húddfestingar,nýtt elemnt fyrir hita og kuldastýringu og nýja rúðu mekkanisma báðum megin og nýja lista og heilan helling í viðbót og hun kemur vonandi í byrjun januar.
síðan er búið að taka rafkerfið í honum í gegn og setja í hann höfuðrofa.
við erum að fara kaupa ný dekk undir hann 35'' hann er núna á 38 slitnum.
síðan erum við að fara kaupa nýja dempara og gorma undir hann( hann er svo mjúkur að þú getur ýtt honum með einum putta)
svo er ég örruglega að gleyma einhverju.
hann er með hiace mótor og gírkassa, súkku millikassa og súkku hásingar. næsta sumar verður farið í að setja stærri hásingar undir hann og vonandi læsingar í drif ef peningar leyfa til.
hann á eftir að fara helling á fjöllinn í vetur og gaman verður að sjá hvað þetta á eftir að drífa.
ég mun henda inn einhverjum myndum af honum á eftir.
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 28.des 2014, 13:48
frá sonur
Hef alltaf verið mjög skotinn i þessum fox bílum helst þessum með lengra húsinu því afi átt einn svona
í mörg ár og seldi hann svo innan fjölskyldunnar hann endaði lif sitt á ólafsvík þar sem menn skemmtu
sér að því að eyðileggja hann í torfærum og svo var honum fargað :/
Þessi jeppar eru snilldar bílar í snjó!!
Re: Suzuki Fox 1984 38"
Posted: 28.des 2014, 16:31
frá svarti sambo
sonur wrote:Hef alltaf verið mjög skotinn i þessum fox bílum helst þessum með lengra húsinu því afi átt einn svona
í mörg ár og seldi hann svo innan fjölskyldunnar hann endaði lif sitt á ólafsvík þar sem menn skemmtu
sér að því að eyðileggja hann í torfærum og svo var honum fargað :/
Þessi jeppar eru snilldar bílar í snjó!!
Var það í rally-inu hérna um árið. Kringum 1980-85. Man ómögulega eftir þessum bíl. Átti sjálfur svona samurai sem ég var byrjaður að breyta fyrir 33" dekk, þegar að ég velti honum á þjóðveginum, á 40km hraða. Var með snjósleðakerru aftan í honum og kerran var vitlaust lestuð. Kerran tók völdin og hristi bílinn og hann prjónaði svo að aftan, með þeim afleiðingum að hann endaði á hliðinni. Sjálfsagt eini Íslendingurinn, sem hef velt bíl á 40km hraða á þjóðveginum.
En gæjalegur bíll hjá þér Sólmundur.