Síða 1 af 1
Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 21.aug 2014, 23:05
frá Járni
Eftir mikla leit og miklar vangaveltur er ég aftur kominn á jeppa.
Kröfurnar voru miklar en ég vildi bæði mikið pláss og trausta, aflmikla vél. Einnig var það skilyrði að bíllinn væri þægilegur langkeyrslubíll.
Eftir mörg ár á Patrol hef ég vanist þægilegum, hægfara ferðalögum og vildi helst ekkert breyta því of mikið, nema hvað að geta kannski farið hraðar upp smá halla.
Hinsvegar...
Þá endaði ég á því að kaupa bíl sem uppfyllir voðalega lítið af þessum skilyrðum.
2000 árgerð af Land Rover Defender 130 með blæju og stiga á hliðinni.

- IMG_2042 - Copy.JPG (164.26 KiB) Viewed 11267 times
Mynd úr fyrsta ferðalaginu á honum. Bónusstig fyrir þann sem getur upp á því hvar myndin er tekin

- 2014-08-11 14.36.34 - Copy.jpg (183.19 KiB) Viewed 11267 times
Fínasti grillvagn
Og þá er að sjá hvort gamli draumurinn um að eiga 35" Defender sé af hinu góða eða algjör martröð. Þeir bílar sem ég hef keyrt eftir að hafa vanist þessum eru allir með pedanalega asnalega mikið hægra megin...
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 21.aug 2014, 23:48
frá Polarbear
til hammó! alltaf gott að eiga fjórhjóladrifið landbúnaðartæki.
efri myndina þekki ég ekki, (varla er þetta Einhyrningur frá undarlegu sjónarhorni?) en ég ætla að giska á að neðri myndin sé tekin einhversstaðar á leiðinni inní Fjörður, líklegast rétt eftir að maður fer útaf þjóðveginum...
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 21.aug 2014, 23:52
frá arni87
Til lukku með vagninn.
Ég myndi einnig skjóta á að þetta sé Einhyrningur.
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 22.aug 2014, 09:28
frá Járni
Sælir, Einhyrningur er þetta ekki og ekki var ég á leið inn í Fjörður.
Á sama landsfjórðungi má einnig finna tvo stóra ryðgaða sívalninga og stromp.

- 2014-08-12 17.40.14 - Copy.jpg (68.3 KiB) Viewed 11056 times
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 22.aug 2014, 12:04
frá biturk
Ertu inni flateyjardal?
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 22.aug 2014, 12:08
frá villi58
Flateyjadalur
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 22.aug 2014, 13:38
frá gislisveri
Að mínum dómi er þetta nú hinn opinberi Jeppaspjallsjeppi og ég sé fram á að við verðum að breyta logoinu.
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 22.aug 2014, 13:41
frá Járni
Nei, ekki er ég í Flateyjardal á neinni myndinni. Né er ég á norðurlandi, þetta fer að verða æsispennandi.
Fyrstu tvær eru teknar frekar nálægt hvor annari en hin er í um 60 km fjarlægð.
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 22.aug 2014, 15:52
frá Gilson
Loksins ertu orðinn gamall og leiðinlegur Landrovertáfýlustrumpur. Til hamingju með bílinn, eru einhverjar breytingar á stefnuskránni ?
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 22.aug 2014, 20:23
frá Járni
Táfýlan er vissulega óbærileg.
Engar stórvægilega breytingar áformaðar, en það fyrsta sem ég gerði var að setja loftdælu og kút í hann.
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 18:19
frá Magnús Þór
Er þetta kirkjufellið á efstu myndinni
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 18:53
frá villi58
Ert þú á Djúpuvík þar sem tankarnir eru og strompurinn ???
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 18:56
frá Járni
Magnús Þór wrote:Er þetta kirkjufellið á efstu myndinni
Sæll, gott gisk en nei, en ekki er þetta Kirkjufell.
Landhlutinn er Vestfirðir.
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 18:56
frá Járni
villi58 wrote:Ert þú á Djúpuvík þar sem tankarnir eru og strompurinn ???
Nei, en þú ert að hitna...
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 19:00
frá villi58
Járni wrote:villi58 wrote:Ert þú á Djúpuvík þar sem tankarnir eru og strompurinn ???
Nei, en þú ert að hitna...
Ég man bara eftir svona stromp í Ísafjarðardjúpinu.
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 20:22
frá Magnús Þór
suðureyri í tálknafirði
en kveiki enn ekki á fjallinu á efstu myndinni,,dettur í hug reykhólasveitin eða þar í kring ?
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 20:24
frá oggi
ertu í ingólfsfirði
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 02.sep 2014, 21:44
frá Járni
Magnús Þór wrote:suðureyri í tálknafirði
en kveiki enn ekki á fjallinu á efstu myndinni,,dettur í hug reykhólasveitin eða þar í kring ?
Ding Ding Ding!
Gamla hvalvinnslustöðin í Tálkafirði, rétt er það!
Fjallið er
Skálmarnesfjall
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 30.jún 2017, 22:38
frá Járni
Eitthvað hefur nú breyst frá síðasta innleggi.
Hvar er ég núna og hvað hefur breyst?

- IMG_20170630_205350.jpg (3.08 MiB) Viewed 8468 times
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 01.júl 2017, 01:58
frá Stjáni Blái
Þú ert týndur... jeppinn er hinsvegar kominn á 38" dekk. Kastaragrind að framan og camper á pallinn.. traust þitt á jeppanum hefur hinsvegar minnkað til muna og þess vega hefurðu brugðið á það ráð að taka reiðhjól með í ferðalagið :)
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 01.júl 2017, 01:59
frá grimur
Erfitt að átta sig á því nákvæmlega....það er komið einhvert neðra snorkel fyrirbrigði á hægra frambrettið frá fyrri myndum...annars sé ég ekki mikinn mun....
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 01.júl 2017, 02:01
frá grimur
....og ég hallast að því að myndin sé tekin á íslandi....
Re: Óopinberi jeppaspjallsjeppinn
Posted: 01.júl 2017, 09:28
frá Járni
Haha já, reiðhjólin eru til að komast yfir erfiðustu kaflana.
Við erum svosem ekki á mjög framandi stað, við Húsafell. Svo skulda ég smá uppfærslu í nánari myndum og máli.