Jeep Cherokee 38"

User avatar

Höfundur þráðar
atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Jeep Cherokee 38"

Postfrá atligeysir » 18.aug 2014, 15:37

Jæja þar sem að það var ekkert sumar að þá gerði jeppaveikin alveg óvenju snemma við sig.

Var búið að langa í Cherokee í dálítinn tíma og datt inn á þenna öðlings grip.
Skellti mér til Keflavíkur að ná gripinn á föstudagskvöldið.

En smá um djásnið.
Jeep Cherokee
1994 árgerðin.
38" breyttur.

Til þess að knýja öll herlegheitin áfram er staðsettur fram í húddi alveg stórmerkilegur AMC 150 kúpiktommu 4 sýlendra mótor.
Aftan á þennan mótor hengdu Jeep síðan beinbíttaðan kassa, eða ameríska þjófavörn eins og sumir vilja kalla það. Svo er millikassi þarna einhversstaðar með mjög sniðugum útbúnaði sem gerir mér kleift að velja 2WD, og síðan hátt og lágt 4WD.

0 til 100 km tími er óstaðfestur, ekki ennþá fundist nógu langur beinn kafli...

Svo stendur í misslitin 38" AT dekk. Sem planið er að skera í við tækifæri.

Fékk hann afhentann með bilaða stýrisdælu sem ákvað síðan í gær að yfirgefa partýið og ældi trissuhjólinu út úr sér. Fékk allavega staðfest að legan í dælunni er ónýt.
Ný er á leiðinni til landsins í þessum töluðu orðum, keypt í gegnum H. Jónsson og Co.


Vel með farinn að innan, þægileg leðursæti fyrir rassgatið á mér og þeim sem eru svo óheppnir að lenda með mér í bíl. Nema þeir sem eru aftur í, þeir verða að láta sér nægja hálfleðraðan bekk.

Síðan ákvað einhver missgáfaður einstaklingur að fara inn í djásnið þar sem það stóð við Laugarvatn og stela útvarpinu úr bílnum. Ekki mikill gróði þar, var víst bilað tæki.


Það er svosem ekki stórt planað fyrir djásnið nema bara keyra hann og sinna almennu viðhaldi.

Hérna eru síðan myndir af djásninu. En systir mín var mjög ánægð að þurfa ekki að finna nýtt nafn á þennan, hann tók við nafninu af gamla bílnum. Það elegance nafn Svartmann.

(Ef þið klikkið á myndina að þá kemur hún upp stærri ) :-)

Image

Image

Image

Image

Image


1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá sonur » 19.sep 2014, 09:55

Flottur er hann, hvaða hlutföllum er þessi gæddur? býð spenntur :D
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá atligeysir » 19.sep 2014, 13:37

Hef bara ekki hugmynd um hlutföll :)

Hvernig var aftur hægt að finna það út?
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is


Ásgeir Þór
Innlegg: 226
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá Ásgeir Þór » 19.sep 2014, 13:59

Strika á flangsin á drifinu og á drifið og svo aftur á dekkinu og á fastan punkt á bíl

Sem dæmi 4:62 drif Þá snýst drifskaftið 4 og aðeins meira en hálfan hring á meðan að dekkið fer einn hring, svona má reikna þetta út svona sirka.

User avatar

Höfundur þráðar
atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá atligeysir » 22.sep 2014, 16:30

Þakka :)
Grunar að hann sé bara með upprunalegu hlutfalli, 4.10, en á þó eftir að skoða það.
Væri gaman að versla í hann 4.88.

Allavega fann build sheet yfir bílinn.

Getið kíkt á þessa slóð ef þið eigið Jeep og flett upp hvernig hann kom frá framleiðanda
http://www.jeep.com/webselfservice/jeep/index.html

Hann var pantaður frá framleiðanda beint til landsins, hver var með umboðið þá?

Hérna fyrir neðan er listinn.
Fannst allavega gaman að finna þetta :)

VIN 1J4FJN8P8RL200264
Vehicle Description 1994 JEEP CHEROKEE
Monotone Paint
90 Amp Alternator
500 Amp Maintenance Free Battery
Power Front Disc/Rear Drum Brakes
Vinyl/Carpet Door Trim Panel
Rear Fold w/Removable Cushion Seat
Floor Carpet
Cargo Compartment Carpet
Cargo Tie Down Loops
Spare Tire Cover
Passenger Assist Handles
Command-Trac Part Time 4WD System
Dana M30/181MM Front Axle
4.10 Rear Axle Ratio
Corporate 8.25 Rear Axle
Tinted Windshield Glass
Front Door Tinted Glass
Tinted Rr Drs/Qtr/Liftgate Glass
Fixed Door Vent Glass
Heater w/Instrument Pnl Ventilation
Deluxe Insulation Group
Instrument Cluster w/Tach
Instrument Panel Black Bezel
STANDARD EQUIPMENT
1 09/22/14

200 KPH Primary Speedometer
Digital Clock
Cigar Lighter
Dual Note Electric Horns
DESCRIPTION NOT AVAILABLE
DESCRIPTION NOT AVAILABLE
Glove Box Lamp
Cargo Compartment Lamp
Halogen ECE Headlamps
Black Front Bumper
Black Rear Bumper
Black Windshield Moldings
Rear Qtr Solid Window Insert
Belt Moldings
Body Color Drip Trough Molding
Black Door Handles
Federal Emissions
EVAP Control System
20 Gallon Fuel Tank
Heavy Duty Engine Cooling
DESCRIPTION NOT AVAILABLE
Delete Radio
4 Speakers
Power Antenna
Power Steering
Leather Wrapped Steering Wheel
Heavy Duty Suspension
Front Stabilizer Bar
Rear Stabilizer Bar
2 09/22/14

Full Size Spare Tire
Inside Mounted Spare Tire
P215/75R15 OWL All Terrain Tires
Matching Spare Wheel
Tow Eye Brackets
Locking Fuel Filler Cap
Undercoating
Open Interior Features
Protective Coating and Remover
Build To Export Mkt. Specifications
Payload Rating - 1800#
Export Homologated
Zone 06-Export
Cloth Low-Back Bucket Seats
DESCRIPTION NOT AVAILABLE
European Equipment Group
Export Equipment Group
SE Decor Group
Jamboree Equipment Group
Power Equipment Group
Low Back Bucket Seats
Reclining Front Seats
Premium Leather Interior Trim I
Full Length Floor Console
All Manual Transmissions
5-Speed Manual Transmission
2.5L I4 Power Tech Engine
OPTIONAL EQUIPMENT
3 09/22/14
Rear Window Defroster
Left Power Mirror
Right Power Mirror
Power Mirrors
All Vehicles W/Power Mirrors
Remote Keyless Entry
Var Intermittent Windshield Wipers
Rear Window Wiper/Washer
Power Windows
Power Locks
DESCRIPTION NOT AVAILABLE
Body Color Grille
Lancia Flavia Badging
Roof Rack
DESCRIPTION NOT AVAILABLE
Tilt Steering Column
Goodyear Brand Tires
15X7 Aluminum Wheels
All Aluminum Wheels
9 Additional Gallons of Gas
Spring - Left Front
Spring - Left Rear
Spring - Right Front
Spring - Right Rear
Customer Preferred Package 2TA
Customer Preferred Package 23A
Intl. Price Protection A
Coso Spbr Not Required
Market Homologation
4 09/22/14

Export Ocean Freight
Export Insurance
Delete Domestic Warranty Manual
Export Option Requirements
Iceland Country Code
5
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is

User avatar

Höfundur þráðar
atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá atligeysir » 26.sep 2014, 13:32

Þessi fékk nýjan hljóðkút í gær. Frethljóðið búið.

Skellti í hann líka nýrri flautu.

Næst á dagskrá er að græja bremsurnar. Fara í brakebooster úr Grand Cherokee.
Mögulega fara líka í upptekt á dælunum að framan.

Svo er draumur að skipta um alla dempara, þeir eru orðnir slappir.

Er að gæla líka við að taka toppinn á bílnum í gegn, rífa framrúðuna úr og ryðbæta þar í kring. En það kemur allt í ljós.
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá sonur » 28.sep 2014, 11:31

Væri til í myndir af þeim gjörningi :D

Image
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá atligeysir » 30.sep 2014, 10:04

Tek alltof lítið af myndum þegar ég er að stússast í bílnum.

En hérna eru nokkrar myndir frá því þegar ég kíkti inn á Bláfellsháls og þaðan inn að Skálpanesi og síðan inn á Langjökul á sunnudaginn. Gaman að komast í fyrsta snjó vetrarins þó hann hafi ekki verið mikill.
Tók svo línuveginn til baka og kom inn Haukadalsheiðina niður að Geysi.

Inn í Haukadalsskóg
Image

Image

Image

Félagi minn fór með mér, þetta er tekið inn við vörðuna hjá gatnamótunum inn að Skálpanesi.
Image

Það var nú ekki farið langt inneftir, enda jökullinn stórhættulegur þarna. Mikið sprunginn. Rétt kíktum þar sem sleðarnir eru geymdir.
Image

Annars var alveg greinilegt eftir þessa ferð að það þarf að taka fjöðrunina í gegn að aftan. Sló saman við minnstu holu.
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá sonur » 01.okt 2014, 20:58

LIKE


Svo svalur jeep..

Herðu í sambandi við fjöðrunina í honum, gætiru tekið nokkrar myndir af honum hvað þú ert með undir honum að aftan og framan, erum með eins jeep ég og pabbi sem við erum að fara
að breyta fyrir 38"-44" núna í vetur og erum með ýmsar pælingar í kollinum en væri gaman að
sjá hvernig þinn er breyttur því hann lookar vel eins og hann er á þessum 38"
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Re: Jeep Cherokee 38"

Postfrá atligeysir » 02.okt 2014, 08:10

Þakka :)

Skal skella mér í það að taka myndir.
Svo er þér guðvelkomið að kíkja á bílinn ef þú vilt.

Verður gaman að sjá annan svona breyttan.
Það þarf samt að huga vel að hlutföllum, þessi sem eru í mínum eru alveg á mörkunum að vera hentug.

sonur wrote:LIKE


Svo svalur jeep..

Herðu í sambandi við fjöðrunina í honum, gætiru tekið nokkrar myndir af honum hvað þú ert með undir honum að aftan og framan, erum með eins jeep ég og pabbi sem við erum að fara
að breyta fyrir 38"-44" núna í vetur og erum með ýmsar pælingar í kollinum en væri gaman að
sjá hvernig þinn er breyttur því hann lookar vel eins og hann er á þessum 38"
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir