Síða 1 af 1

Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 28.júl 2014, 21:11
frá vignirbj
Jæja þá er komin einhver mynd á apparatið.

Er búinn að vera í um 1 og hálft ár að velkjast um með þennan bíl og hvað ég á að gera við hann. Fékk hann upphaflega á sem svara 19.000 krónur og var hann þá búinn að standa hreyfingarlaus í fjölda ára. Ég eyddi svolitlum tíma í að græja hann fyrir skoðun og fékk hana en þá kom í ljós að framdrifið var ónýtt og það kostaði bara 50.000 að fá varahluti í ekk sterkara drif en dana 35. Datt ég þá niðurá hásingapar með hlutföllum og læsingum fyrir sama pening og ævintýrið hófst. Hér er svo niðurstaðan eða það sem verður líklega niðurstaðan. Bíllinn er að lang mestu leyti klár í breytingaskoðun. Þetta er ekki kirkja og þess vegna eyddi ég ekki miklum tíma í útlitið en reyndi að hafa innihaldið nothæft.

Kv. Vignir

Image2014-07-27 20.21.03 by vignirbj, on Flickr

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 28.júl 2014, 22:41
frá muggur
Flottur bíll og nafnið fyndið (Dora) viss um að dóttir minni þætti ekki leiðinlegt að eiga bíl með þessu nafni. Áttu ekki einhverjar myndir af lagfæringunum?
Kv. Muggur

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 28.júl 2014, 22:45
frá ellisnorra
Það var mikið að þú komst með þráð um þennan. Nú vantar bara smíðamyndirnar. Eru voru hásingarnar í lagi og eftir væntingum?

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 28.júl 2014, 23:10
frá Járni
Töff, vonum að Nappi nappi þessum ekki.

Einnig gott tækifæri á að minna alla á að nú er fínasti tími til að fara að huga að build-þráðum ársins!

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 29.júl 2014, 00:45
frá Freyr
"ææiiiii maður"

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 29.júl 2014, 09:07
frá vignirbj
Sælir

Ég var mjög lélegur í að taka myndir og því verður þetta fremur rýr smíðaþráður. Hinsvegar fer ég kannski í endurbætur á fjöðrunarkerfi allavega að aftan (fjaðrir) og kannski að framan líka og þá reyni ég að taka myndir.

Elli, hásingarnar stóðust fyllilega væntingar og þurfti lítið að gera við þær annað en að snúa framhásingu yfir á rétta braut í lífinu. Þó hún hafi byrjað lífið með drifið röngu megin þá frelsaðist hún og er komin yfir á beinu Ford brautina með kúluna bílstjóramegin :)

Nafnið á bílnum er í raun ekki komið frá mér heldur frá konunni minni og syni.

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 29.júl 2014, 13:28
frá andrig
Assgoti hugguleegur

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 29.júl 2014, 17:22
frá jeepcj7
Þrælflottur þessi.

Re: Þá er Dora the Explorer að verða klár :)

Posted: 29.júl 2014, 18:03
frá ellisnorra
Flott að halda því til haga að hásingarnar undir þessum eru ættaðar úr chevy :)