Síða 1 af 1

Patrol 38" 1989 2.8 í 3.3

Posted: 20.júl 2014, 21:27
frá hlynur96
jæja í fyrra byrjaði jeppadellan að síga inn sem Kristján Finnur bróður minn hefur verið að planta yfir árin. Hann byrjaði á því að gefa mér leiktæki sem hann átti þegar hann var á yngri árum land rover series II sem hann hækkaði í 38". Á meðan hann var að vinna í willis var ég eitthvað að reyna að vinna í land rover, í honum gerði ég nú mest lítið en tókst nú samt að skipta um tannhjól í aftur drifi og annað smotterý.
það fór svo að færast fjör í leikinn þegar að ég byrjaði að gera upp gamla patrol Finns bróður sem hafði alltaf verið eins og Guð í augum mínum. ég byrjaði á því að ryð hreinsa hann og heilsprauta, eftir það fór ég að laga bremsurör þar sem þau voru orðin frekar slöpp og farinn leka. Ég skipti um smá bremsurör stubb til að fá bremsur aftur í djásnið. þegar að því var lokið fór ég að skoða mótorolíu leka, þar fann ég út að það var gat á pönnunni. skipt var þá um pönnu og mikið vesen þar sem ég hafði aldrei áður gert neitt slíkt. fljótlega eftir að pannan var kominn á sinn stað var mig farið að þyrsta í að jeppast smá á bílnum sem mig hafði alltaf langað til að leika mér á og prufa þar sem hann virtist geta gert allt í höndum bróður míns. stutt entist gamanið þó því fljótlega tók hann upp á því að vera með truntugang og vera erfiður í gang, þá skipti ég um glóðarkerti, hráolíu síu og gaf honum nýtt dísel að drekka en ekkert batnaði. drakk vatn, reykti hvítu og var með truntugang þá ákvað ég að heddið væri farið enda ekki skrítið orðinn eitthvað um 400 þúsund keyrður á mótor. þá tók ég þá ákvörðun að stækka við mig þar sem ég gat fengið 3.3 mótor og allt heila klabbið hjá vinnufélaga mínum. nú er ég búinn að taka 2.8 úr og á bara eftir að taka 3.3 úr hinum bílnum og setja í djásnið.
-Hlynur snær

Re: Patrol 38" 1989 2.8 í 3.3

Posted: 20.júl 2014, 21:38
frá hlynur96
og auðvitað tókst mér að setja myndirnar inn í vitlausri tímaröð :)