Síða 1 af 1

Land Cruiser 80

Posted: 26.jún 2014, 01:12
frá siggibjarni
Rétt fyrir páska ákvað ég að láta langþráðan draum rætast um að kaupa mér jeppa. fyrir valinu varð þessi forláti 80 cruiser en þar sem ég er alinn upp í mikilli toyotu fjölskyldu kom aðeins cruiser eða hilux til greina.

Þarsem þetta er fyrsti jeppi sem ég eignast er maður ekki alkunnur í öllum þessum fræðum... þarf þó helst að bæta mig í viðgerðum en ég hef þann hæfileika að þora ekki að rífa neitt í sundur afþví ég er svo hræddur um að geta ekki sett það rétt saman aftur :) en það kemur..

ég ákvað að skella mér bara beint í 44" breyttan bíl og sleppa öllum milliþrepunum sem menn eru í á 35-38 og aldrei almennilega ánægðir (alls ekki alhæfing).

Svona lítur gripurinn út, bíllinn er á púðum að aftan og einhverjum rosa fínum stillanlegum gasdempurum, þetta er svokölluð þýskalands týpa svo hann kemur ólæstur en það er víst kominn lás með lofttjakk í hann á framan en það er allt ótengt. vhf, 3"púst og einhvað svona fínerí..

Image

Örninn skrapp með mér í prufutúrinn.

Image

og svo mynd af honum þarsem hann rétt svo kemst inn í skúr.

Það sem þarf að græja fyrir næsta vetur er aðalega loftkerfi, þarsem að það er ekkert í honum, hann er á púðum en það þarf að pumpa í þá ofan á þeim, langar til þess að græja þetta sjálfvirkt innan úr bíl, tengja lásinn og vera með loft til að pumpa í dekk. Ef það er einhverjum hérna sem leiðist ægilega mikið um helgar þá væri ég alveg til í að fá þann aðila til þess að hjálpa mér að græja þetta í hann fyrir nokkra volga ;) væri einnig til í hugmyndir um hvernig loftdælu væri best að fá sér.

kannski ágætt að ég óski eftir hræ ódýrum dekkjum á felgum, vantar bara einhver ónegld dekk þarsem þessi eru nelgd og maður þorir nú ekki mikið að þvælast á honum á því.

Re: Land Cruiser 80

Posted: 28.jún 2014, 00:24
frá Bjarni Ben
Laglegur bíll, og ekkert vera hræddur við að rífa í sundur, ef þú kemur því ekki saman aftur þá er ekkert að gera nema hringja í einhvern félaga sem kann að setja saman! :)