Síða 7 af 8

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 02.apr 2016, 00:08
frá Robert
Rosalega skemmtilegt að lesa og fylgjast með þessum smíðum.
Hvaða árgerð af bíl er þetta og hvernig hásingar eru í honum?

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 02.apr 2016, 11:48
frá svarti sambo
Sæll og takk fyrir það.
Eins og fyrirsögnin segir, þá er þetta 2003 árg. með 7.3L. Einn af síðustu bílunum sem voru framleiddir með 7.3L vélinni. Þetta er upprunalega dually bíll, en lenti í smá tjóni á skúffu, þegar að það sprakk á einu dekkinu að aftan og hreinsaði aðra hliðina nánast úr skúffunni. Þá var sett venjuleg skúffa og hann settur á einfalt að aftan. Það er Dana80 að aftan og Dana60 að framan, með 4.10 hlutföll.
Þar sem að afturhásingin er 1 3/4" breiðari hvoru megin, þá var því eytt út með sitthvorri staðsetningunni á felgubotnunum í felgunum, til að hann myndi spora sig rétt.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 03.apr 2016, 02:13
frá svarti sambo
Jæja, tók mig til í dag og fór á felguna.
Sauð saman eina breikkun. Til að minnka áhrif suðusamdrátts, þá sýð ég breikkanirnar fyrst saman í mótinu, sem ég valsaði og renndi.

Og svona lýtur það út, eftir suðu.

DSC04995.JPG
DSC04995.JPG (388.2 KiB) Viewed 20095 times

DSC04996.JPG
DSC04996.JPG (346.25 KiB) Viewed 20095 times


Síðan setti ég klóplanið í bekkinn og klukkaði felguna inn, til að hafa þetta sem réttast, þegar að maður stingur hana í tvennt.

DSC04998.JPG
DSC04998.JPG (489.55 KiB) Viewed 20095 times



Þegar að ég var búinn að stinga felguna, þá var annar helmingurinn fínstilltur og planaður, ásamt því að fá stýringu fyrir samsetningu.

DSC04999.JPG
DSC04999.JPG (486.36 KiB) Viewed 20095 times


Síðan kemur stýring á móti í breikkuninni.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 15.jún 2016, 19:10
frá svarti sambo
Lítið verið að gerast í þessum, uppá síðkastið. En samt smá. Þar sem að það var farið að heyrast í bremsunum að framan, þá var ákveðið að halda áfram í bremsustimpla smíði. Renndi nýja stimpla í framhásinguna, og þá eru allir stimplar orðnir riðfrýir, bæði að framan og aftan.

DSC05010.JPG
DSC05010.JPG (272.13 KiB) Viewed 19826 times


Einnig voru dælur teknar og sandblásnar og málaðar og nýjar þéttingar settar í þær.

DSC05011.JPG
DSC05011.JPG (343.84 KiB) Viewed 19826 times


Fengnir voru nýjir diskar og klossar.

DSC05012.JPG
DSC05012.JPG (328.02 KiB) Viewed 19826 times


Og svo var allt sett saman.

DSC05013.JPG
DSC05013.JPG (421.84 KiB) Viewed 19826 times


Þannig að nú ættu bremsumálin að vera í lagi.

Fékk mér ný mont ljós á toppinn, hjá Alla frænda.

Og svona koma þau út.

DSC05014.JPG
DSC05014.JPG (442.66 KiB) Viewed 19826 times

DSC05015.JPG
DSC05015.JPG (435.83 KiB) Viewed 19826 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 03.aug 2016, 22:55
frá svarti sambo
Jæja.
Það er lítið að gerast í ford, þessa dagana, annað en að spreða peningum í hann og fjölga verkefnunum.
Lét verða af því að versla mér spil á hann, frá ameríkuhreppi, og var það að koma í hús.

Og svona lýtur það út.

DSC05018.JPG
DSC05018.JPG (532.27 KiB) Viewed 19599 times

DSC05020.JPG
DSC05020.JPG (443.35 KiB) Viewed 19599 times

DSC05019.JPG
DSC05019.JPG (435.46 KiB) Viewed 19599 times


Einnig verslaði ég mér svona húdd scope.

s-l500.jpg
s-l500.jpg (9.13 KiB) Viewed 19599 times

s-l1600.jpg
s-l1600.jpg (301.54 KiB) Viewed 19599 times


En það á eftir að sprauta það og setja á bílinn. Koma myndir af því síðar, ásamt spilinu á bílnum.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 04.aug 2016, 10:17
frá íbbi
þannig þetta er þà 7.3 með common rail, fràbær mótor

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 04.aug 2016, 17:11
frá svarti sambo
Já, en hálf common rail.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 05.aug 2016, 00:52
frá Fordinn
Hvernig leist þér svo á þetta spil ? búinn að spá í þessu i smá tíma... og hvað kostaði það heim komið??? agalegt úrval af þessu dóti og madur veit ekkert hvað á að kaupa.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 05.aug 2016, 02:45
frá svarti sambo
Það kostaði 75.000kr. hingað komið, með öllu. Var að vísu með fríann flutning.
Fannst ég fá mest fyrir aurinn í þessu spili.
Eftir smá vangaveltur, þá réðu þessir þættir valinu:
IP 68
Léttari en flest spil sem ég var að bera það við.
Var með öflugasta mótorinn, eða 6.6hp á meðan að Warn er t.d. að nota 4.6hp á sömu stærð.
aðeins meiri niðurgírun, þrátt fyrir stærri mótor.
Fjarstýring bæði þráðlaus og með snúru, bara taka snúruna úr sambandi.
Eilífðar ábyrgð á mekaníska hlutanum og þriggja ára ábyrgð á rafmagnshlutanum. Sem mér fansst benda til ákveðins gæðis, þar sem að allir eru í tómum málaferlum, þarna í Ameríkuhreppi reglulega.
Þetta á ekki að vera framleitt í Kína og þeir eru búnir að vera að framleiða þetta í 55 ár, þannig að það ætti að segja manni eitthvað. Þó svo að maður hafi aldrei heyrt neitt um þetta merki.

Þannig að ég ákvað bara að prófa þetta. Það var einhver tilfinning sem réð þessu aðallega.
Svo verður bara tíminn að leiða það í ljós, hversu góð tilfinningin var.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 15.aug 2016, 22:34
frá svarti sambo
Þá er maður aðeins dottinn í smá facelift.
Verslaði mér nýtt grill 2005-2007, sem er ætlað á 1999-2004 árg.Það sem að þeir gera þarna í ameríkuhreppi, er að þeir taka orginal 2005-2007 grill og fræsa neðan af því.

Svona lýtur það út.

DSC05022.JPG
DSC05022.JPG (487.32 KiB) Viewed 19326 times

DSC05023.JPG
DSC05023.JPG (394.88 KiB) Viewed 19326 times


Síðan var ætlast til að maður myndi bara strappa það að neðan, með rafmagnsböndum, en það var mér ekki að skapi.
Fór í það að útfæra og smíða festingu að neðan.

Svona lýtur hún út.

DSC05025.JPG
DSC05025.JPG (222.13 KiB) Viewed 19326 times

DSC05033.JPG
DSC05033.JPG (464.63 KiB) Viewed 19326 times


Síðan var grillinu bara skellt á, eins og gamla grillinu.

DSC05036.JPG
DSC05036.JPG (381.67 KiB) Viewed 19326 times


Það er líka hægt að fá þessa útfærslu í aftermarket grillunum.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 17.aug 2016, 00:33
frá Fordinn
Keypti einmitt frammenda á minn, gamli stuðarinn var farinn að ryðga i gegn innan frá, fekk nyrri stuðarann með plastinu að ofan, svo núna þegar við breittum bílnum um daginn þá færðum við stuðarann framm og þá kom þetta leiðinda gab á milli stuðara og grills/ljosa.... og núna er madur að spá í hvernig hægt sé að fegra þetta, finnst ekki passa að fá rifflað ál þarna á milli og í plastið.......


Enn þessi grill lífga vel upp á þá blessaða =)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 17.aug 2016, 10:49
frá svarti sambo
Ég er samála því. Ef að ég hefði verið með t.d. svona stuðara eins og þú, þá hefði ég sennilega gert þetta úr trefjaplasti og sprautað í sama lit.
Það eina sem ég held. Er að yfirborðið, þarf að vera hrúft. Ef að það er slétt, þá er það svo sleipt, þegar að það er snjór og þú þarft að príla uppá stuðarann.

Það er spurning, hvort að þú ættir samt ekki að smíða þetta úr táraplötuefni og fá mótið. Getur prófað að sprauta það eða pólýhíða í sama lit, ef það er hægt, eða láta svo taka mót af því og gera þetta úr trefjaplasti, þá færðu hrjúfu áferðina í þetta, og þetta er steypt sem eitt stykki. Sem er svo sprautað með trukkalakki.

Mér finnst þessi grillskifti, vera eins og að maður hafi skift um bíl. Ótrúlegt hvað þetta gerir mikið fyrir þá.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 01.sep 2016, 22:13
frá svarti sambo
Jæja, þá er faceliftinu á framendanum lokið í bili.

Svona kemur það út:

DSC05051.JPG
DSC05051.JPG (414.38 KiB) Viewed 19047 times


Svona til gamans, þá leit hann svona út, þegar að ég fékk bílinn:

Mynd 5.jpg
Mynd 5.jpg (73.05 KiB) Viewed 19047 times


Byrjaður að móta pall-lok:

DSC05052.JPG
DSC05052.JPG (339.99 KiB) Viewed 19047 times


Hér er það svo ósamsett. Bara búið að beygja efnið í fyrsta hlutann.

DSC05053.JPG
DSC05053.JPG (508.3 KiB) Viewed 19047 times


Svo er bara að sjá hversu hratt, pall-lokasmíðin á eftir að taka.

PS.
Skifti þessum út líka:

DSC05045.JPG
DSC05045.JPG (379.89 KiB) Viewed 19044 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 11.sep 2016, 23:30
frá svarti sambo
Jæja.
Ákvað að fara að skoða þessi breytingamál aftur.
Reif af einn 38" kantinn og fór að bera við 46-49" kantinn. Þar sem að það þarf aðeins að laga hann, eftir smá tjón.

DSC05057.JPG
DSC05057.JPG (414.57 KiB) Viewed 18916 times


Stefnan tekin á hásingafærsluna að aftan, loftpúðafjöðrun og kannski lóló í leðinni.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 10.jan 2017, 19:08
frá svarti sambo
Jæja.
Það hefur lítið verið að gerast í þessum, þar sem að ég hef þurft að vera að nota hann.
En áhvað nú samt að nota tímann í pantanir og sendingar.

Pantaði mér nýjan loftlás í afturhásinguna, frá ameríkuhreppi.

DSC05128.JPG
DSC05128.JPG (399.74 KiB) Viewed 18572 times


Og 4.88 hlutföll í framhásinguna.

DSC05129.JPG
DSC05129.JPG (453.12 KiB) Viewed 18572 times


Ásamt legum í framhásinguna.

DSC05130.JPG
DSC05130.JPG (529.11 KiB) Viewed 18572 times


Fékk mér líka smá ál, til að smíða lógír.

DSC05131.JPG
DSC05131.JPG (842.3 KiB) Viewed 18572 times


Þar sem að tímaskorturinn er algjör, þá gerast hlutirnir hægt.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 11.jan 2017, 06:06
frá ÓskarÓlafs
Gaman að fylgjast með ! Endilega haltu áfram að skella in myndum og uppfærslum!

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 11.jan 2017, 10:29
frá íbbi
Alltaf gaman að skoða þennan þráð, sérstaklega fyrir einhvern sem á slíkann bíl,

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 11.jan 2017, 18:29
frá jeepcj7
Flottur kallinn,ertu búinn að smíða og festa pallokið á ?

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 11.jan 2017, 19:03
frá svarti sambo
Nei, þurfti að setja húsið á aftur.
En læt fylgja með nokkrar myndir af þessu.

Byrjaði á því að sjóða saman hornin.

DSC05056.JPG
DSC05056.JPG (390.52 KiB) Viewed 18413 times


Síðan var þetta mátað.

DSC05055.JPG
DSC05055.JPG (489.52 KiB) Viewed 18413 times


Stillt upp og punktað saman.

DSC05060.JPG
DSC05060.JPG (601.81 KiB) Viewed 18413 times

DSC05054.JPG
DSC05054.JPG (394.43 KiB) Viewed 18413 times


Síðan er þetta bara soðið saman og settar í þetta styrkingar, áður en að opnanlegi hlutinn er settur.
Það munu koma myndir af því síðar, eða þegar að ég fer í það.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 12.jan 2017, 18:14
frá Járni
Auhj, þetta palllok er ýkt spennandi!

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 12.jan 2017, 19:07
frá svarti sambo
Takk fyrir það.
Stútaði einum millikassa, til að ná mér í hlutfall og varahluti.
Ætlaði aldrei að ná ytri hringnum fyrir plánetugírinn. En úr skyldi hann fara.
Þannig að þá er hægt að fara að hanna milligír, svo að ég þurfi bara að breyta drifskaftinu einu sinni ( vonandi ).
Millikassinn hét NP-273f

DSC05133.JPG
DSC05133.JPG (648.88 KiB) Viewed 18309 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 17.jan 2017, 12:48
frá svarti sambo
Ákvað að fara að reyna að hanna þennan milligír um helgina.
Búið að gróf renna þetta.

DSC05135.JPG
DSC05135.JPG (544.66 KiB) Viewed 18180 times


Eða svona nóg til að það sé hægt að fara að full renna þetta.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 21.jan 2017, 19:21
frá svarti sambo
Jæja,
Þar sem að það er verið að tala um að rífa upp jeppaspjallið, þá er best að reyna að leggja sitt af mörkum.
Er búinn að vera að renna mér svolítið og hér er útkoman úr því.

Búið að renna í mál fyrir legu og ytri hring á plánetugír.

DSC05137.JPG
DSC05137.JPG (486.11 KiB) Viewed 18107 times


Síðan þurfti ég að smíða mér bómu til að taka sporið fyrir hringsplittið.

DSC05136.JPG
DSC05136.JPG (612.61 KiB) Viewed 18107 times


Búið að taka sporið fyrir hringsplittið.

DSC05138.JPG
DSC05138.JPG (420.18 KiB) Viewed 18107 times


Verið að máta.

DSC05140.JPG
DSC05140.JPG (489.48 KiB) Viewed 18107 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 21.jan 2017, 20:22
frá solemio
Hvenær kemst þessi bíll yfir ánna einsog hann minnist á i upphafi

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 21.jan 2017, 23:19
frá svarti sambo
Sæll.
Það er nú ekki alveg vitað ennþá.
En til að hann verði ekki óökufær of lengi, þá mun ég klára milligírinn og framhásinguna fyrst, áður en ég set hann á skurðarborðið. Þar sem að ég hef mun minni tíma í þetta verkefni, heldur en að ég vildi, þá verður það bara að taka lengri tíma.
Stefnan var að hann færi á skurðarborðið í haust, en ætli það verði ekki frekar næsta haust. Vonum bara sem fyrst.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 22.jan 2017, 15:33
frá jongud
Fyrir þá sem hafa ekki aðgang að rennibekk þá eru þessir að smíða svona milligíra;
http://www.northwestfab.com/NWF-BlackBox-Underdrive_c_7.html

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 31.jan 2017, 17:30
frá íbbi
Hvernig er það, verða þessir 38" kantar til sölu :)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 31.jan 2017, 22:37
frá svarti sambo
íbbi wrote:Hvernig er það, verða þessir 38" kantar til sölu :)


Já. Reikna með því.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 25.mar 2017, 18:02
frá svarti sambo
Eitthvað smá verið gert í þessum.

Hér er verið að máta og spá og spegulera.

DSC05145.JPG
DSC05145.JPG (885.7 KiB) Viewed 17537 times

DSC05146.JPG
DSC05146.JPG (543.03 KiB) Viewed 17537 times


Síðan pantaði ég mér deiligír frá Kína, til að geta borað gatadeilingar án mikillar fyrirhafnar.

Hér er svo verið að taka rétta gatadeilingu fyrir endann á sjálfskiftingunni.

DSC05151.JPG
DSC05151.JPG (478.26 KiB) Viewed 17537 times



Einnig er búið að útfæra stólinn fyrir ABS-nemann í nöfin að framan.

Hér eru nokkrar myndir af því.

DSC05153.JPG
DSC05153.JPG (526.69 KiB) Viewed 17537 times

DSC05154.JPG
DSC05154.JPG (628.44 KiB) Viewed 17537 times

DSC05155.JPG
DSC05155.JPG (843.09 KiB) Viewed 17537 times

DSC05156.JPG
DSC05156.JPG (911.23 KiB) Viewed 17537 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 26.mar 2017, 09:10
frá jongud
Þetta er svakalega vandað! Ég held að þessi milligír gefi þessum frá North west fabworks ekkert eftir.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 26.mar 2017, 12:29
frá svarti sambo
Takk fyrir það Jón.
Milligírinn verður vonandi alvöru. Verð með aðra útfærslu á skiftirinum, heldur en ég hef séð hingað til.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 26.mar 2017, 18:08
frá sukkaturbo
Jamm uss hvað er gaman að skoða þetta hjá þér og þú ert með alvöru græjur. Meiriháttar vinnubrögð á öllu. Stórt LIKE á þráðinn

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 26.mar 2017, 22:22
frá svarti sambo
sukkaturbo wrote:Jamm uss hvað er gaman að skoða þetta hjá þér og þú ert með alvöru græjur. Meiriháttar vinnubrögð á öllu. Stórt LIKE á þráðinn


Stórt LIKE á það.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 29.mar 2017, 18:34
frá ellisnorra
Já tek undir það, mjög skemmtilegur þráður hér og flott vinnubrögð!

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 30.mar 2017, 00:52
frá svarti sambo
Takk fyrir það.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 16.sep 2020, 13:12
frá svarti sambo
Jæja!
Er ekki kominn tími á að það fari eitthvað að gerast hér.
Þar sem að þessi Ford var settur á hold, þá hefur lítið gerst síðan síðast.
Ætlaði að fara að skifta um framrúðu, en fékk vægt áfall í staðinn.
Þar sem að það bar ekki mikið á riði í kringum rúðuna, þannig að þá var ég alveg sultu slakur.
En það kom annað á daginn. Hann endaði á krabbameinsdeildinni.

Mynd 3.jpg
Mynd 3.jpg (371.97 KiB) Viewed 13529 times

Mynd 2.jpg
Mynd 2.jpg (460.28 KiB) Viewed 13529 times

Mynd 4.jpg
Mynd 4.jpg (414.43 KiB) Viewed 13529 times

Mynd 5.jpg
Mynd 5.jpg (515.22 KiB) Viewed 13529 times


Þannig að það var ekkert annað að gera en að taka fram sandblástursgræjurnar og byrja.

Mynd 1.jpg
Mynd 1.jpg (262.49 KiB) Viewed 13529 times

Mynd 6.jpg
Mynd 6.jpg (288.26 KiB) Viewed 13529 times


Og svo var pantað efni í riðbætingar.
Stefnt er að því að klára húsið í fyrstu adrennu.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 16.sep 2020, 16:48
frá Axel Jóhann
Alveg magnað hvað allir bílar vilja ryðga þarna einmitt.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 16.sep 2020, 19:51
frá svarti sambo
Axel Jóhann wrote:Alveg magnað hvað allir bílar vilja ryðga þarna einmitt.


Já, og það sem verst er, að það sást ekkert sem benti til þess að þetta væri komið í drasl.
Bara smá bólur á lakki í jaðrinum á kantinum.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 17.sep 2020, 11:52
frá Óskar - Einfari
Gaman að fylgjast með svona flottu smíðaverkefni.

Þetta er orðið leiðinlega algengt þetta rið og virðist ekki bundið við ákveðnar tegundir bíla eða framleiðsluland. Bílar (boddí og grindur) eru að riðga innanfrá á hinum og þessum földum eða lokuðum stöðum. Þetta í kringum frammrúðuna er einmitt algengt. Ef menn eru með eigulegan bíl og sjá riðtauma eða riðbólur í kringum gluggalista ætti ekki að bíða með að rífa upp listan og skoða ástandið.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 17.sep 2020, 13:53
frá Kiddi
Ég hef það eftir vönum manni í réttingabransanum að þetta sé býsna algengt eftir groddaleg framrúðuskipti þar sem menn skeyta engu um hvort þeir hafi skemmt lakkið eða ekki. Svo kemst alltaf vatn í þetta og þá byrjar ryðið