Síða 6 af 8

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 08.okt 2015, 22:28
frá svarti sambo
Krilid wrote:Sæll Elías. Þú verður aðeins að útskýra þetta betur með dósaborinn. Ætlar þú ða skera rörið í stífuna með að nota dósabor. Fá rétt snið svoleiðis. Er þetta rétt skilið.


Sæll Gústi.
Já, ekkert mál.
Þar sem að stífufóðringar endarnir eru 60mm að utanmáli, þá er svo þægilegt að nota 60mm dósabor til að fá réttan suðufláa á stífurörið sjálft. Þá byrja ég á því að miðjumerkja röralengjuna í rennibekknum ( s.s. rissa miðjuna í röralengjuna ). Síðan merki ég fyrirfram áhveðna lengd á stífu, þvert á miðjumerkið, þar sem að lengd stífunnar, miðast við mitt í mitt gat. Og bora svo með 60mm dósabor í gengum rörið, sem er 42,5mm. Þá fer miðjuborinn í dósaborinum í gegn, þar sem að mitt í mitt mælingin er á stífu, og tekur því réttan suðufláa á rörið og rörið í sundur samtímis. Þá er ég laus við að saga rörið fyrst í lengdir og slípa svo suðufláa á rörið, til að minnka samdrátt við suðu. Þannig að þegar að ég sýð fóðringarhólkana á sitthvorn endann á stífurörið, þá er þessi fíni flái á rörinu sjálfu.

Ég vona að þetta sé nægilega skýrt, svo sem flestir skylji hvað ég er fara. Ef ekki, þá er bara að biðja um frekari útskýringu.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 08.okt 2015, 23:21
frá ellisnorra
Já það er oft gert þannig, til sérstakar græjur til að dósaborasaga rör.
Meira um það hér, einhver handahófskennd síða sem google sýndi mér. http://www.jmrmfg.com/tag/notcher/

Image

Image

Hér fylgist ég alltaf spenntur með. Alvöru vinnubrögð á ferð, eitthvað til að læra af!

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 08.okt 2015, 23:46
frá Polar_Bear
Gaman að sjá þegar það er vandað til verka :)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.okt 2015, 10:10
frá svarti sambo
Takk fyrir hrósið stákar.
En ég á ekki svona fína dósaboragræju, þannig að ég verð að láta súluborvélina duga. :-)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.okt 2015, 17:23
frá emmibe
Það er búið að vera frábært að fylgjast með þessum þræði og sjá hlutina svo vel gerða, snilldar vinnubrögð.
Kv. Elmar

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 10.okt 2015, 00:28
frá svarti sambo
Takk fyrir það Elmar.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 23.okt 2015, 00:09
frá svarti sambo
Jæja, eitthvað smá að gerast.

Heildregið rör komið í bekkinn, til að merkja hvar skal bora með dósabornum. Það er svo þægilegt að taka miðlínuna svona ( krossinn ), þar sem á að bora. Bara rissa í rörið með stálinu.

DSC04908.JPG
DSC04908.JPG (416.78 KiB) Viewed 18206 times

DSC04911.JPG
DSC04911.JPG (416.68 KiB) Viewed 18206 times


Gleymdi að taka mynd af boruninni.

En ég skellti í suðumót, til að einfalda uppsetninguna fyrir suðuna á stífunum.

DSC04914.JPG
DSC04914.JPG (421.52 KiB) Viewed 18206 times


Búið að stilla upp og punkta.

DSC04916.JPG
DSC04916.JPG (458.54 KiB) Viewed 18206 times


Rörið fasað fyrir suðu, til að fá gegnumsuðu

DSC04915.JPG
DSC04915.JPG (385.95 KiB) Viewed 18206 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 15.nóv 2015, 21:48
frá svarti sambo
Það hefur ekki verið mikill tími í þetta verkefni, uppá síðkasti. En ég náði þó að gera eitthvað á hlaupum. Kláraði að sjóða langstýfurnar að aftan og smá meira. Læt myndirnar tala sýnu máli.

Full soðnar langstýfur að aftan.

DSC04920.JPG
DSC04920.JPG (300.45 KiB) Viewed 17999 times


Þar sem að þetta var soðið lítið í einu, til að minnka samdrátt, þá þurfti að slípa enda suðanna, svona fyrir augað.

Suðuendar slípaðir og kaldzinkað.

DSC04921.JPG
DSC04921.JPG (376.76 KiB) Viewed 17999 times


Síðan voru fóðringarnar pressaðar í, og var átakið orðið tæp 4 tonn, þegar að fóðringin var komin á sinn stað. Ætti ekki að losna. :-)

Svona lýtur þetta út þarna.

DSC04922.JPG
DSC04922.JPG (311.51 KiB) Viewed 17999 times

DSC04923.JPG
DSC04923.JPG (299.06 KiB) Viewed 17999 times

DSC04924.JPG
DSC04924.JPG (274.45 KiB) Viewed 17999 times


Síðan var þetta málað með pallakvoðu. Ákvað að prófa að nota pallakvoðu á þetta, þar sem að ég held að hún ætti að þola grjótkastið, sem þetta verður fyrir í akstri. Er vonandi ekki of hörð.

Svon lýtur þetta út í dag.

DSC04925.JPG
DSC04925.JPG (540.19 KiB) Viewed 17999 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 16.nóv 2015, 10:50
frá Óttar
Sæll Elías, Þetta er glæsilegt hjá þér! Hvar fékkstu fóðringar og í hvernig bíl eru þær?

Kv Óttar

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 16.nóv 2015, 12:16
frá svarti sambo
Sæll Óttar og takk fyrir það. Þetta eru Benz fjaðrafóðringar úr t.d. O309 og O609. Fékk fóðringarnar í fjaðrabúðinni Partur og eru kallaðar þar, stífufóðringar fyrir 18mm bolta.

Bus-mercedes-0609.JPG
Bus-mercedes-0609.JPG (37.31 KiB) Viewed 17891 time

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 17.nóv 2015, 22:10
frá plummerinn
hrikalega flott.. :) gaman að sjá metnaðinn í þessu

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 18.nóv 2015, 09:05
frá svarti sambo
Takk fyrir það Haukur.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 18.nóv 2015, 22:31
frá svarti sambo
Var að fá í hús, svona snildar tæki, til að auðvelda mér stillinguna á pinnion hallanum, þegar að maður fer að stilla þessu upp.
Þetta er digital hallamál, með segli.

Lítur svona út:

DSC04927.JPG
DSC04927.JPG (404.47 KiB) Viewed 17628 times

DSC04929.JPG
DSC04929.JPG (325.16 KiB) Viewed 17628 times

https://youtu.be/Tb5UCiDNaBU

Þar sem að ég kann ekki að setja inn video, þá tókst mér ekki að sýna virknina. En það er hægt að klikka á linkinn.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 20.nóv 2015, 09:53
frá svarti sambo
Smíðaði mér svona stól, til að stilla liðhúsinu upp í fræs. Ætla að fræsa ofan af liðhúsinu, fyrir nýjan stýrisarm.

Svona lítur það út.

DSC04936.JPG
DSC04936.JPG (306.65 KiB) Viewed 17525 times

DSC04937.JPG
DSC04937.JPG (338.62 KiB) Viewed 17525 times


Svo er bara að fara að fræsa, til að geta klárað þessa framhásingar hönnun.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 25.nóv 2015, 17:43
frá svarti sambo
Jæja. þá er búið að plana liðhúsin, fyrir nýjum stýrisarm og fá stýrisupphækkun í leiðinni.

DSC04939.JPG
DSC04939.JPG (811.23 KiB) Viewed 17427 times


Þannig að nú þarf maður að fara að hanna og smíða þessar felgur næst, sem á að nota, svo það sé hægt að máta þetta allt saman og hanna nýjan stýrisarm í kjölfarið.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 25.nóv 2015, 20:24
frá Magni
svarti sambo wrote:Var að fá í hús, svona snildar tæki, til að auðvelda mér stillinguna á pinnion hallanum, þegar að maður fer að stilla þessu upp.
Þetta er digital hallamál, með segli.

Lítur svona út:

DSC04927.JPG

DSC04929.JPG

https://youtu.be/Tb5UCiDNaBU

Þar sem að ég kann ekki að setja inn video, þá tókst mér ekki að sýna virknina. En það er hægt að klikka á linkinn.



Hvar fær maður svona græju?

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 25.nóv 2015, 20:34
frá ellisnorra
Magni wrote:
svarti sambo wrote:Var að fá í hús, svona snildar tæki, til að auðvelda mér stillinguna á pinnion hallanum, þegar að maður fer að stilla þessu upp.
Þetta er digital hallamál, með segli.

Lítur svona út:

DSC04927.JPG

DSC04929.JPG

https://youtu.be/Tb5UCiDNaBU

Þar sem að ég kann ekki að setja inn video, þá tókst mér ekki að sýna virknina. En það er hægt að klikka á linkinn.



Hvar fær maður svona græju?


http://www.ebay.com/itm/NEW-0-360-Angle ... SwyQtV2uEy

Ég var að panta mér svona :)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 25.nóv 2015, 21:38
frá svarti sambo
Magni wrote:
svarti sambo wrote:Var að fá í hús, svona snildar tæki, til að auðvelda mér stillinguna á pinnion hallanum, þegar að maður fer að stilla þessu upp.
Þetta er digital hallamál, með segli.

Lítur svona út:

DSC04927.JPG

DSC04929.JPG

https://youtu.be/Tb5UCiDNaBU

Þar sem að ég kann ekki að setja inn video, þá tókst mér ekki að sýna virknina. En það er hægt að klikka á linkinn.



Hvar fær maður svona græju?


Ég verslaði mína græju hér: http://www.aliexpress.com/item/DIGITAL- ... 15627.html

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 26.nóv 2015, 11:42
frá Kiddi
Þetta fæst líka í Logey á ca 5000 ef ég man rétt.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 01.des 2015, 21:15
frá svarti sambo
Þá eru komnar efri loftpúðafestingar að aftan og klárar til uppsetningar.

DSC04941.JPG
DSC04941.JPG (349.64 KiB) Viewed 17113 times

DSC04940.JPG
DSC04940.JPG (422.09 KiB) Viewed 17113 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 01.des 2015, 21:44
frá ellisnorra
Áttu ekki fræs til að jafna suðuna innan í líka? :D hihihi

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 01.des 2015, 23:00
frá svarti sambo
elliofur wrote:Áttu ekki fræs til að jafna suðuna innan í líka? :D hihihi


Fræsinn er enn í búðinni, en er kominn með augastað á einn, en ætli það þurfi að fræsa þetta að innan, nema að þú ætlir að fara að troða hausnum hálfa leið inní grindina, til að taka þetta út. :D
Þegar að suðurnar eru svona sléttar fyrir, þá slípast þetta svona fallega til, þegar að maður er að hreinsa suðulúsina, með pappaskífunni. :)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 01.des 2015, 23:13
frá ellisnorra
Ég bara varð :)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 01.des 2015, 23:20
frá jeepcj7
Þetta er alveg helflott hjá þér Elías ,fer ekki að styttast í aðgerð á kvikindinu allt að verða klárt í það er það ekki?
Smíðar þú ekki örugglega tvö sett af öllu ss.1 fyrir mig líka. ;*)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 02.des 2015, 09:21
frá svarti sambo
elliofur wrote:Ég bara varð :)


Mig grunaði það. Enda tók ég þessu skoti ekki alvarlega.

jeepcj7 wrote:Þetta er alveg helflott hjá þér Elías ,fer ekki að styttast í aðgerð á kvikindinu allt að verða klárt í það er það ekki?
Smíðar þú ekki örugglega tvö sett af öllu ss.1 fyrir mig líka. ;*)


Takk fyrir það.
Jú, þetta styttist með hverju stykkinu. Á eftir að gera demparafestingarna klárar og aðeins að forvinna stífuvasana, en þá er allt klárt fyrir afturhásinguna, eins og hægt er fyrir uppsetningu. Hrólfur það er lítið mál að græja svona sett fyrir þig. Allar skurðarteikningar til, og suðumót o.s.fr.
Langar að klára 1st gen. af liðhúsa útfærslunni fyrst, áður en að ég set kvikindið á skurðstofuna. En það er allt að verða komið líka.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 24.jan 2016, 19:06
frá svarti sambo
Jæja, það hefur lítið verið gert í smíðinni. Var að skríða undir bílnum og rak höfuðið svo hressilega í, að ég fór og keypti mér fjögurra pósta lyftu,í þetta bílagame. Og þar sem að ég var farinn á smá eyðslufyllerí, þá náði ég mér einnig í fræs og stóra iðnaðarhurð, svona í leiðinni. Er þessa dagana að setja það dót upp. En það gerðist þó smá.

Ákvað að henda saman demparafestingunum, og gera þær klárar í uppsetningu.
Og svona lýtur það út, eins og er, en það á eftir að bora götin í neðri festinguna, þar sem að hún verður færanleg.

Demparafestingar.JPG
Demparafestingar.JPG (462.94 KiB) Viewed 16787 times


Þannig að þá er bara eftir að græja stífuvasana sjálfa eins og hægt er, en það er mjög takmarkað, sem er hægt að forvinna þá. Og þá er allt klárt fyrir afturhásinguna í forvinnu.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.feb 2016, 17:18
frá svarti sambo
Jæja,
Vegna notkunarleysis á bíl, uppá síðkasti, þá þurfti ég að skoða bremsurnar að aftan, vegna óhljóðs í þeim. Þar sem að klossarnir voru tiltölulega nýlegir, þá var ég ekki sáttur við endinguna á þeim, þar sem að þeir voru ónýtir öðru megin og sá lítið á þeim hinu megin. Þá var farið í það að kanna líklega orsök. þar sem að bremsudælan var ný, þeim megin sem klossarnir voru verr farnir. Talið var að stimplarnir hefðu líklega verið farnir að stirna, því sleðinn var í lagi, og þar sem að þessi búnaður er víst mjög verkstæðisvænn og á það til að festast.
Þar sem að ég er ekki mjög hrifinn af verkstæðisvænum bremsum, þá var farið í það að endurhanna þetta dót. Tók ég mig þá til og renndi nýja stimpla í þetta, úr 316st, og ætla að vona að það verði til friðs. Svo framalega sem sleðinn sé í lagi.

Svona líta þeir út:

Bremsustimplar að aftan.JPG
Bremsustimplar að aftan.JPG (221.9 KiB) Viewed 16617 times

Bremsustimplar að aftan..JPG
Bremsustimplar að aftan..JPG (224.06 KiB) Viewed 16617 times


Stimplarnir voru léttir, eins og ég þorði. Og eru þeir 300g þyngri en orginalinn per/stk. Sem eru úr fiber.
Pantaðir voru nýjar þétingar, klossar og diskar. Og er ég að bíða eftir því, sem stendur.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.feb 2016, 20:15
frá ellisnorra
Úff, meiri fjaðrandi vigt, þetta var nú skref afturábak! (kaldhæðni)

:)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.feb 2016, 20:25
frá Fordinn
Það littla sem ég hata bremsurnar á þessum bílum.... buinn að eiga minn siðan 2006 og það er alltaf á hverju ári verið að laga bremsurnar á þessu eða alveg þangað til ég fékk nýja stál stimpla í þetta....

Eitt sumarið kom eg hingað heim í frí, tok bilinn lagaði allt sem eg vissi að var að, stífbónaði bílinn og dreif mig með hann af stað uppá skoðunarstöd, billinn nelgdist fastur i bremsu að framan á leiðinni og svo vel að hjólið nánast dróst með.... sneri við og dröslaðist heim til að finna að báðir stimplarnir brotnuðu i frammdælu.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.feb 2016, 21:06
frá svarti sambo
elliofur wrote:Úff, meiri fjaðrandi vigt, þetta var nú skref afturábak! (kaldhæðni)

:)

Já, Elli. Þetta er alveg svakalegt að fá þessi 1200g til viðbótar. Er þá nokkuð annað að gera, en að stækka bara dekkin. :-)
Eða láta þessi grömm hverfa með flatjárnunum, þegar að þau verða tekin undan.

Fordinn wrote:Það littla sem ég hata bremsurnar á þessum bílum.... buinn að eiga minn siðan 2006 og það er alltaf á hverju ári verið að laga bremsurnar á þessu eða alveg þangað til ég fékk nýja stál stimpla í þetta....

Eitt sumarið kom eg hingað heim í frí, tok bilinn lagaði allt sem eg vissi að var að, stífbónaði bílinn og dreif mig með hann af stað uppá skoðunarstöd, billinn nelgdist fastur i bremsu að framan á leiðinni og svo vel að hjólið nánast dróst með.... sneri við og dröslaðist heim til að finna að báðir stimplarnir brotnuðu i frammdælu.


Mikki, Voru nýju stimplarnir, copy and paste, eða fórstu í einhvern gramma leik.

Að öllu gamni slepptu, þá er ég ekki að horfa í einhver grömm í eiginþyngd bílsins. Það sem ég var aðalega að spá í. Er hversu þungt stimplarnir myndu liggja í þéttingunum, upp á lekavandamál.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.feb 2016, 23:42
frá Fordinn
svarti sambo wrote:
elliofur wrote:Úff, meiri fjaðrandi vigt, þetta var nú skref afturábak! (kaldhæðni)

:)

Já, Elli. Þetta er alveg svakalegt að fá þessi 1200g til viðbótar. Er þá nokkuð annað að gera, en að stækka bara dekkin. :-)
Eða láta þessi grömm hverfa með flatjárnunum, þegar að þau verða tekin undan.

Fordinn wrote:Það littla sem ég hata bremsurnar á þessum bílum.... buinn að eiga minn siðan 2006 og það er alltaf á hverju ári verið að laga bremsurnar á þessu eða alveg þangað til ég fékk nýja stál stimpla í þetta....

Eitt sumarið kom eg hingað heim í frí, tok bilinn lagaði allt sem eg vissi að var að, stífbónaði bílinn og dreif mig með hann af stað uppá skoðunarstöd, billinn nelgdist fastur i bremsu að framan á leiðinni og svo vel að hjólið nánast dróst með.... sneri við og dröslaðist heim til að finna að báðir stimplarnir brotnuðu i frammdælu.


Mikki, Voru nýju stimplarnir, copy and paste, eða fórstu í einhvern gramma leik.

Að öllu gamni slepptu, þá er ég ekki að horfa í einhver grömm í eiginþyngd bílsins. Það sem ég var aðalega að spá í. Er hversu þungt stimplarnir myndu liggja í þéttingunum, upp á lekavandamál.


Ég held þetta hafi bara verið svipað. þeir létu mig fá þetta uppi í stál og stönsum, orginal dótið má bara ekki hitna... ef það hitnar einum of einu sinni þá eru stimplarnir bara ónytir.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 09.feb 2016, 23:55
frá svarti sambo
Fordinn wrote:Ég held þetta hafi bara verið svipað. þeir létu mig fá þetta uppi í stál og stönsum, orginal dótið má bara ekki hitna... ef það hitnar einum of einu sinni þá eru stimplarnir bara ónytir.


Það er akkurat málið. Ef að það hleypur rolla fyrir bílinn og maður nauð hemlar, í staðinn fyrir að ná sér í vegalamb á grillið. þá eru stimplarnir ónýtir.
Er einmitt að spá í að uppfæra að framan líka.

En það er bara spurningin, hvort að ég þurfi þá að skylja nestisboxið eftir heima, ef ég ætla á fjöll, þar sem að það verður afturför við að þyngja bílinn. :-)
Smá skot á þig elli. :-)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 10.feb 2016, 18:42
frá ellisnorra
svarti sambo wrote:En það er bara spurningin, hvort að ég þurfi þá að skylja nestisboxið eftir heima, ef ég ætla á fjöll, þar sem að það verður afturför við að þyngja bílinn. :-)
Smá skot á þig elli. :-)



Þú getur nestað þig vel bara ef þú ert vel skitinn þegar þú leggur af stað ;)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 11.feb 2016, 08:44
frá svarti sambo
Auðvitað. :-)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 11.feb 2016, 22:21
frá svarti sambo
Nýju stimplarnir komnir í dælurnar og nýjar þéttingar. Lofar vonandi góðu.

Bremsudæla aftan.JPG
Bremsudæla aftan.JPG (341.63 KiB) Viewed 16274 times

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 12.feb 2016, 21:06
frá Óttar
Er myndin að blekkja en er eru ekki götin í nýju stimplunum stærri eða eru þeir eins? Þess vegna skil ég ekki gramma umræðuna hehe :)

Já sé núna línua um að þú hafir létt þá ;)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 13.feb 2016, 16:02
frá svarti sambo
Sæll Óttar.
Jú, það er rétt hjá þér að holurnar eru með meira þvermál, heldur en orginalinn. Byrjaði á því að copy and paste, en var ekki sáttur við þyngdarmismuninn. Fór þá í það að reyna að létta þetta eins og ég þorði, án þess að veikja þetta niður fyrir orginal styrk. Það er nefnilega talsverður munur á eðlismassa fíbers og ryðfrítt stál. Og var ég þá eingöngu að hugsa um líftíma á þéttingunum, þar sem að ryðfríu stimplarnir liggja talsvert þyngra í þéttingunum, heldur en fíber stimplarnir, og gætu frekar aflagað þéttingarnar, vegna eigin þunga eða mis stlitið þeim.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 20.mar 2016, 21:24
frá svarti sambo
Jæja.
Náði loksins að losa hendurnar úr handbremsu, vegna tímaleysis. Ákvað að hafa smá Ford helgi núna.
Ráðist var í að skifta öllu bremsudótinu út fyrir nýtt dót og nýju ryðfríu stimplarnir settir í einnig.

Nýjir diskar, bremsuklossar og færsluboltar + öll gummí og þéttingar.

DSC04973.JPG
DSC04973.JPG (424.34 KiB) Viewed 15866 times


Búið að hreinsa allt í burtu.

DSC04974.JPG
DSC04974.JPG (552.28 KiB) Viewed 15866 times


Svona leit dælan út eftir ca: 10.000 km.

DSC04975.JPG
DSC04975.JPG (479.65 KiB) Viewed 15866 times


Annar fiber stimpillinn var svo fastur, að hann hreyfðist ekki við 8 bara loftþrýsting og fór ekki af stað, fyrr en ég var búinn að mylja hann svolítið niður og veikja hann.

DSC04977.JPG
DSC04977.JPG (402.62 KiB) Viewed 15866 times


Nýjir færsluboltar og þéttingar settir í.

DSC04978.JPG
DSC04978.JPG (510.33 KiB) Viewed 15866 times


Einnig var handbremsan tekin í yfirhalningu og svo var þetta allt sett saman aftur.

DSC04976.JPG
DSC04976.JPG (495.32 KiB) Viewed 15866 times

DSC04979.JPG
DSC04979.JPG (481.08 KiB) Viewed 15866 times


Vona að þetta bremsudót verði til friðs í bili, eða þangað til að klossarnir eru búnir. Einnig var bremsukerfið skolað út í leiðinni og nýr vökvi settur á.

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 30.mar 2016, 18:58
frá svarti sambo
Jæja. Þá er komið að því að fara að afsveina sig í felgusmíði, þar sem að mig vantar felgur fyrir sumardekkin.
Byrjaði á því að valsa flatjárn og búa til tvö suðu og smíðamót, til að auðvelda mér uppsetninguna.
Síðan var plötuefnið tekið og valsað í ca: rétt mál.

Og svona lýtur þetta út sem stendur.

DSC04991.JPG
DSC04991.JPG (635.58 KiB) Viewed 15718 times

DSC04992.JPG
DSC04992.JPG (478.84 KiB) Viewed 15718 times


Fleiri myndir koma jafn óðum og verkið vinnst, ef guð lofar. :-)

Re: 2003 Ford F350 Yfir á ?

Posted: 30.mar 2016, 22:06
frá svarti sambo
Þá er búið að stinga miðjurnar úr felgunum, þar sem að þetta eru landrover felgur 16x5" sem ég nota í grunninn.
Síðan eru nýju miðjurnar ( botnarnir ) frá N1.

Svona lýtur það út.

DSC04993.JPG
DSC04993.JPG (385.93 KiB) Viewed 15672 times

DSC04994.JPG
DSC04994.JPG (376.58 KiB) Viewed 15672 times