Síða 1 af 1

Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 05.apr 2014, 18:22
frá elnonni
góðan dag ég er buinn að vera pæla að breyta Dakotunni minni og er svona að pæla hvað öðrum finnst að ég ætti að gera 38" eða fara allaleyð í 44" eða eitthvað svoleiðis ... en ég vill allavega hafa hann á gormum allan hringinn og að hann fjaðri vel . og er líka að pæla hvernig hásingar væru bestar (þetta er klava bíll að framan) ég er ekki viss hvort afturhásingin sé nógu sterk. held samt að hún ætti að duga
bíllin lítur svona út

Image

þetta er mjög vel farinn bíll og ekkert rið er í honum en hann er kominn í rúmmlega 270þús mílur og það er ekki svo létt að selja svoleiðis bíl á íslandi akkurat nuna... sem er með V8 vél sem eiðir 15lítrum á hundraði og er keyrður svona mikið ...þannig datt mér í hug að breyta honum og eiga hann bara ..en ég hef bara ekki svo mikla hugmynd hvernig ég vill hafa hann svo mér vantar hugmyndir ...en ég vil allavega að þetta verði alminnilega gert og ekki bara klippa og setja stór dekk

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 05.apr 2014, 18:25
frá elnonni
Image

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 05.apr 2014, 19:24
frá thor_man
elnonni wrote:Image

270 þús mílur og þetta vel útlítandi, hvernig er það hægt?

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 05.apr 2014, 19:28
frá elnonni
haha fyrri eigandi keyrði hann aldrei yfir 80Km/h og hann bónaði hann einusinni í viku... hann hefur reyndar tjónast aðeins á vinstrafram horninu þannig það var skift um ljós og kannski stuðara en er bara ekki viss... en þessi bíll hefur bara verið í höndum alvöru bíla lover

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 05.apr 2014, 19:36
frá elnonni
herðu það var smá innsláttar villa þarna hann er bara keyrður rúmlega 170þúsund mílur ég ruglaðist á mílum og kílometrum 170þúsund mílur eru sirka 270þúsund km

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 05.apr 2014, 19:49
frá elnonni
hef mikið pælt líka í að gera svona

Image

bara hækka aðeins og setjann á 35" og gera fjöðrunarkerfið gott

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 06.apr 2014, 01:44
frá thor_man
elnonni wrote:herðu það var smá innsláttar villa þarna hann er bara keyrður rúmlega 170þúsund mílur ég ruglaðist á mílum og kílometrum 170þúsund mílur eru sirka 270þúsund km

Já, en allavega, þessa bíla sér maður nánast bara þreytta og frekar sjoppulega svo þetta er flott eintak.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 06.apr 2014, 07:47
frá jongud
elnonni wrote:hef mikið pælt líka í að gera svona


bara hækka aðeins og setjann á 35" og gera fjöðrunarkerfið gott


Þetta er ameríska leiðin sem mér finnst snarvitlaus. Þarna er hækkað upp út öllu valdi og ekkert klippt úr.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 06.apr 2014, 22:43
frá Subbi
Boddy hækka Klippa passlega úr setja Dana 60 aftan og framan :) fína kanta 44 tommu og svo seinna dísilvæða Cummins fullþung í svona léttan vagn 6.5 flott ábyggilega en er tölvustýrð sem er ókostur meðan Cummins er full manual mótor :)

Ert þá með bíl sem væri með mikið flot og góðan kraft :)

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 06.apr 2014, 23:23
frá RunarG
Subbi wrote:Boddy hækka Klippa passlega úr setja Dana 60 aftan og framan :) fína kanta 44 tommu og svo seinna dísilvæða Cummins fullþung í svona léttan vagn 6.5 flott ábyggilega en er tölvustýrð sem er ókostur meðan Cummins er full manual mótor :)

Ert þá með bíl sem væri með mikið flot og góðan kraft :)


Það er eitthvað við þetta jeppaspjall sem mér finnst orðið ægilega fyndið, það er eins og þessir cummins kallar poppi alltaf upp þegar það er verið að spyrja "hvað ætti ég að gera við þenna bíl" eða "hvernig vél ætti ég að fá mér í þennan" og kemur alltaf sama svarið cummins,cummins,cummins, eins og það sé ekki til nein vél lengur í heiminum nema þessi blessaða cummins vél....

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 06.apr 2014, 23:28
frá Freyr
cummins eða 6,5 gm + fullsize hásingar, þá er betra að kaupa bara þannig bíl, ábyggilega ódýrara og auðveldara. Þetta yðri hvort eð er klettþungur bíll eftirá

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 06.apr 2014, 23:40
frá Kiddi
Um að gera að halda original mótornum ef hann skilar bílnum áfram þokkalega
Það er ekki beint lítið vesen sem maður stendur í við þessi vélarskipti og þá þarf ávinningurinn að vera sæmilegur svo þetta borgi sig ooooog það er varla spennandi að eyðileggja þetta með því að setja 500 kg akkeri í húddið. Þá er bíll sem var áður skemmtilegur kominn með aksturseiginleika á við 20 feta gám á göngugrind.
Neinei síðan er það auðvitað eigandinn sem ræður en þetta er mín skoðun fyrst menn voru að bera þetta upp!

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 14:06
frá Subbi
Rúnar vertu ekki að væla þetta þetta var bara hugmynd varla fer hann að setja í Amerískan bíl ef hann hefur hann ekki bara bensínvæddan lc mótor eða Patrol hrísgrjónahræring

Það hlýtur að mega koma með hugmyndirr Cummins er notaður af Dodge og 6.5 er bara Detroit og ef þessar vélar fara svona í taugarnar á ykkur þá spyr maður hvað er að 90 % af vélarumræðuni hér á þessum vef er um bilaða toyota mótora og Nissan mótora þannig að þó menn mæli með cummins eða öðru þá þurfa menn ekki að hoppa upp á nef sér

Endilega komdu áfram inn og skemmdu annars skemmtilegan þráð með væli um hvað aðrir segja ,,,, komdu með eitthvað af viti ekki byrja að hrauna yfir fólk í annara manna þráðum maðurinn er að spyrja og spekúlera og ég er að því með honum hann svarar eflaust sjálfur ef þetta fer illa í hann


Þessi bíll verður aldrey klettþungur Klafadralsið viktrar helling þannig að það bætist lítið við og Munur á Dana 60 og þeirri sem er undir honum að aftan er sennilega um 40 kg ef ekki minna 6.5 mótor ef menn ætla að dísilvæða er léttur og hinn er ekki léttur nefnum ekki nöfn he he menn gætu orðið pirraðir en gæðamótor þó þungur sé

eftir breytingar á 44 tommu gæti svona bíll verið að vikta um 2.5 til 2.7 tonn fullbúinn á fjöll sem er bara létt miðað við marga aðra

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 15:06
frá Wrangler Ultimate
Flottur Dakota,

Finndu þér framhásingu undan Dodge ram 1500, ca 1995 módelið og stýris maskínu til að hásinga væða hann. Nota bene hún er dana44.

Síðan geturðu notað allar stífur og annað sem fylgja framhásingunni og sett þetta undir bílinn að framan... frekar einfalt modd. miðað við að smíða þetta allt nýtt....

Síðan hækkarðu hann um sirka 5" frá original stöðu, færir framhásinguna sirka 10cm fram, kaupir þér kanta og smellir 44" undir hann. Menn hafa nú aldrei drifið neitt á 44" dekkjum miðað við stærð þerirra en það er annað mál. Sumir sjá ekki sólina fyrir þessu gleðigúmmíi.

Afturhásingin er vonandi 9 1/4 og hún er feiki nógu sterk fyrir 44" dekk, framhásingin dugar , sérstaklega ef þú færð þér Torsen lás í staðinn fyrir loftlás eða nospin.

Þá ertu með 44" sem viktar um 2100 kg. sá bíll á séns á að drífa eitthvað...

kv
gunnar

ps 20ft gámur með göngugrind..... heheheheheh grét af hlátri..

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 15:56
frá Freyr
.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 15:57
frá elnonni
þetta eru allt flottar hugmyndir en mér fynst bara 44" aðeins of stórt held ég fari ekki yfir 40"... en hvar finnur maður flotta bretta kanta á svona bíl?

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 16:24
frá Stebbi
Byrjaðu á því að tala við Gunnar Ingva í Brettakantar.is hann á örugglega eitthvað sem passar. Og ekki láta einhvern sótsjúgandi apa plata þig í að setja dísel vél í svona gæða vagn, þessi 4.7 vél er algjör snilldarmótor í jeppa. Ef hann er með 45RFE skiptinguni athugaðu þá í Bíljöfur með hvort það sé ekki hægt að uppfæra hana í 5-45RFE til að geta notað lægri drif við verknaðinn.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 17:35
frá elnonni
haha ég ætlaði mér aldrei að setja diesel vél í þenna ... ég set frekar túrbínu eða supercharger á hann ef það vantar meira power

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 17:54
frá andrig
Subbi wrote:Rúnar vertu ekki að væla þetta þetta var bara hugmynd varla fer hann að setja í Amerískan bíl ef hann hefur hann ekki bara bensínvæddan lc mótor eða Patrol hrísgrjónahræring

Það hlýtur að mega koma með hugmyndirr Cummins er notaður af Dodge og 6.5 er bara Detroit og ef þessar vélar fara svona í taugarnar á ykkur þá spyr maður hvað er að 90 % af vélarumræðuni hér á þessum vef er um bilaða toyota mótora og Nissan mótora þannig að þó menn mæli með cummins eða öðru þá þurfa menn ekki að hoppa upp á nef sér

Endilega komdu áfram inn og skemmdu annars skemmtilegan þráð með væli um hvað aðrir segja ,,,, komdu með eitthvað af viti ekki byrja að hrauna yfir fólk í annara manna þráðum maðurinn er að spyrja og spekúlera og ég er að því með honum hann svarar eflaust sjálfur ef þetta fer illa í hann


Þessi bíll verður aldrey klettþungur Klafadralsið viktrar helling þannig að það bætist lítið við og Munur á Dana 60 og þeirri sem er undir honum að aftan er sennilega um 40 kg ef ekki minna 6.5 mótor ef menn ætla að dísilvæða er léttur og hinn er ekki léttur nefnum ekki nöfn he he menn gætu orðið pirraðir en gæðamótor þó þungur sé

eftir breytingar á 44 tommu gæti svona bíll verið að vikta um 2.5 til 2.7 tonn fullbúinn á fjöll sem er bara létt miðað við marga aðra

Maðurinn var bara ekkert að spyrja um hvaða mótor hann æti að setja í bílin

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 17:54
frá andrib85
44" er málið. ég prófaði fyrst að vera á 38" og það er stór munur á drifgetu á bíl sem er yfir 2 tonn. ef þig vantar kanta þá á ég mót af köntunum sem ég er með á bílnum hjá mér og það er lítið mál að búa til sett fyrir þig á sanngjarnan pening. það þarf samt að steypa þá á bílinn til þess að baklhliðin passi, en það er ekki mikið mál. ég fór í patrol hásingar, millikassa og stýrismaskínu. það er ekkert mál að fá það úr bíl sem verið er að rífa. þá ertu líka með læsingu að aftan.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 18:04
frá sukkaturbo
andrib85 wrote:44" er málið. ég prófaði fyrst að vera á 38" og það er stór munur á drifgetu á bíl sem er yfir 2 tonn. ef þig vantar kanta þá á ég mót af köntunum sem ég er með á bílnum hjá mér og það er lítið mál að búa til sett fyrir þig á sanngjarnan pening. það þarf samt að steypa þá á bílinn til þess að baklhliðin passi, en það er ekki mikið mál. ég fór í patrol hásingar, millikassa og stýrismaskínu. það er ekkert mál að fá það úr bíl sem verið er að rífa. þá ertu líka með læsingu að aftan.



Sammála þessu þetta kemur til með að virka handbremsan á millikassanum drifhlutföll 4:64:1 og læsing að aftan gormafjöðrun svo til klár og þetta stein liggur og bíllinn heldur svo til sömu þyngd og drífur helling á 38 til 44 dekkum kanski nota orgina millikassan sem milligír kveðja guðni á Sigló

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 18:59
frá Subbi
andrig enda var ég ekki að segja það sagði ef menn D´silvæða Seinna andskotans menn sem leggja manni orð í munn

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 19:24
frá Stebbi
Subbi wrote:andrig enda var ég ekki að segja það sagði ef menn D´silvæða Seinna andskotans menn sem leggja manni orð í munn



Image

Passa orðbragðið. :)

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 07.apr 2014, 22:22
frá Subbi
ekkert a ð því að Bölva hlýt að mega segja andskotinn ef menn leggja mér orð í munn menn ættu bara að passa bullið

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 08.apr 2014, 11:34
frá kári þorleifss
Ég ætla nú bara að stinga uppá hásingu að framan og 38 - 42" breytingu, held að það sé alveg sultu fínt fyrir svona dakotu.
Það var allavega eitthvað svoleiðis sem ég las út úr fyrstu pælingum og skrifum hjá eigandanum..

Held að sumir ættu að koma sér aðeins niður á jörðina inná þessu þessu spjalli. Alltaf gaman að koma með klikkaðar og skemmtilegar hugmyndir en þetta var bara ekkert í áttina að því sem maðurinn var að leitast eftir.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 08.apr 2014, 12:26
frá Hjörturinn
Þessi 4.7 vél á ekki eftir að eiga í neinum vandræðum að hreyfa þennan bíl á 44" og það bara nokkuð hratt.
Þekkji ekki hásingina að aftan en svona partol búnaður er mjög solid og mikið til í þetta (nema hlutföll og læsingar kosta sitt nýtt), best að fá rör með því sem þig vantar.

Með dekkjastærð fer það alveg eftir því hvað þú ætlar að ferðast mikið á fjöllum, ef það er ekki mjög mikið mæli ég með 38" eða 41" radial dekkjum, ef þú ætlar að nota hann mikið til fjallaferða er 44" alfarið málið.

Bara mín 2 cent.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 08.apr 2014, 13:08
frá Hrútur1
Ef ég væri að pæla í þessu, og ég hef oft verið að pæla i þessum kosti með Dakotuna, færi ég alla leið í 44 tommu breytingu og td Patrol hásingar, drifhlutfallið í þeim myndi henta snúningsvæginu í þessari vél einstaklega vel á 44 tommum.
Það er nánast sama smíði og sama vinna fyrir 38-42 eða 44 tommur þar sem aðalvinnan verður að koma framhásingunni fyrir í staðinn fyrir klafadótið.
Þú færð bara miklu skemmtilegri og drifbetri bíl þannig.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 08.apr 2014, 17:27
frá Valdi B
úff alltaf sömu mennirnir sem eyðileggja þetta spjallborð finnst mér með sinni miklu snilligáfu(t.d. einn dálítið ofar í þessum þræði)...

líst vel á að þú breytir þessari dakotu á 44" til dæmis eða 46" !

ef vel væri staðið að verki og flottir kanntar settir á og flott smíði á fjöðrun gæti þetta orðið alveg svakalega fallegur bíll á 44" dekkjum eða þar um kring :)

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 09.apr 2014, 09:24
frá elnonni
ja það sem ég er að pæla í að gera er að setja hann á 38-44 tommu og klippa frekar meira úr heldur en að hækka boddýið mér finnst fallegra þegar boddýið er lægra þannig að bíllin virkar ekkert rosalega hár ... og hafa gorma fjöðrun allan hringinn og setja flotta kastaragrind framan á hann og aukabúnað eins og aukatank og siðan á ég litla loftpressu sem er ætlað að vera í bíl .... en hvað kostar svona úrhleypi búnaður ???

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 09.apr 2014, 09:40
frá Hjörturinn
Fer rosalega eftir því hvernig úrhleypibúnað þú vilt vera með, minnir að mitt kerfi hafi kostað 40 þús en þú getur auðveldlega farið í 200 þús með spóluloka og dýra mæla.

En fyrir mitt leiti myndi ég ekki setja svona bíl á 46", étur einfaldlega of mikið afl.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 09.apr 2014, 14:30
frá elnonni
en hvernig er það að setja turbo eða supercharger á þessa vél ?? veit einhver hvort það þurfi að uppfæra vélina alla .. á hún ekki að þola nokkur pund ánþess að uppfæra hana

en krafturinn í þessari vél er nú góður finnst mér ég dró nú eitt stikki 1988benz sem er ca2 tonn á bíla kerru frá Reykjavík - Egilsstaða og fann nú ekki mikið fyrir því ... en það var nú veskið sem fann mest fyrir því.... því hann eyddi næstum 2X meira en venjulega

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 09.apr 2014, 14:42
frá Hjörturinn
Málið er bara að ætla sér ekki of mikið í einu, klára að breyta honum áður en þú ferð að pæla í að fikta í vélinni, annars ef þig langar í 300+hö þá er ég á því að menn eigi þá bara að kaupa þannig mótor, allt svona tjúnn og fikt kemur niður á endingartíma og bilanatíðni, en það er samt bara ég.

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 09.apr 2014, 15:21
frá elnonni
hann er orginal 235HÖ þannig 50-70 í viðbót væri held ég í lagi

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 11.jún 2014, 00:25
frá bfmagnusson
Hefur lengi verid pinu skotinn I ad breyta svona dakotu.. min hugmynd var eins og einhver kom her fram med ad rulla undir ad framan d44 ur 2gen 1500 Ram.. eini "gallin" er vacuum actuatorinn sem vaeri gott ad vera an.. en med nyjum slongum er thetta bara til frids mestallan timann..annars er til manual kapall ef menn vilja thad...
Personulega myndi eg ekki thora ad blasa inn a 4.7 nema thad se H.O motor.. hann er med hertann kjallara og er drop in replacement fyrir venjulegu 4.7 velina
En upp a smidina ad gera tha thyrfti ad eiga svolitid vid grindina ad framan til ad koma thessu rett fyrir ... hun er hrikalega throng vid motorinn... min paeling var einfaldlega ad taka hana I sundur nedan vid hvalbak og breikka hana... tha opnast lika betri moguleigar til ad koma fyrir betri pustgreinum og turbo ef uti thad er farid

Re: Dodge Dakota 2002 4,7L V8

Posted: 11.jún 2014, 08:39
frá jongud
bfmagnusson wrote:Hefur lengi verid pinu skotinn I ad breyta svona dakotu.. min hugmynd var eins og einhver kom her fram med ad rulla undir ad framan d44 ur 2gen 1500 Ram.. eini "gallin" er vacuum actuatorinn sem vaeri gott ad vera an.. en med nyjum slongum er thetta bara til frids mestallan timann..annars er til manual kapall ef menn vilja thad...
Personulega myndi eg ekki thora ad blasa inn a 4.7 nema thad se H.O motor.. hann er med hertann kjallara og er drop in replacement fyrir venjulegu 4.7 velina
En upp a smidina ad gera tha thyrfti ad eiga svolitid vid grindina ad framan til ad koma thessu rett fyrir ... hun er hrikalega throng vid motorinn... min paeling var einfaldlega ad taka hana I sundur nedan vid hvalbak og breikka hana... tha opnast lika betri moguleigar til ad koma fyrir betri pustgreinum og turbo ef uti thad er farid


Mig minnir að það sé líka hægt að fá heilan öxul í staðin fyrir vakúm-dótið. Þá fækkar maður veiku hlekkjunum um einn.
EDIT árans! ég ruglaði saman RAM og Dakota.
Það er í Ram sem hægt er að fá heila öxulinn