Síða 1 af 1
Musso
Posted: 25.mar 2014, 18:46
frá jongud
Keypti þennan,

Veit ekki hvort þessi kastaragrind fær að vera

35-tommu breyttur og álfelgur, 3,2 bensínvél og sjálfskipting

Loftlæsing í afturdrifinu.
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 10:00
frá jongud
Það eru miklar líkur á að þessi endi í pörtum eða brotajárni.
Eftir að hafa uppgötvað eftir ca. 30 km akstur að hann var búinn með 1,5 lítra af kælivökva fór ég með hann í tékk á Bifreiðaverkstæði Grafarvogs og þeir sögðu að heddpakkning væri farin.
Og þar sem svoleiðis er meira en 10 tíma vinna á verkstæði (gefið að heddið sé ennþá heilt) þá borgar svoleiðis viðgerð sig tæplega.
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 10:54
frá Svopni
Það væri öruglega einhver til í að kaupa hann eins og hann er og gera þetta sjálfur.
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 10:55
frá jongud
Svopni wrote:Það væri öruglega einhver til í að kaupa hann eins og hann er og gera þetta sjálfur.
Það er einn af möguleikunum í stöðunni...
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 10:58
frá myrkvi
ég á svona 2,9 D fór heddpakkning hjá mér og heddið sprungið það var ódýrara að skifta sjálfur um vél heldur en að kaupa annað hedd og allt sem því fylgir :-)
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 13:04
frá solemio
Sagði fyrri eigandi frá kælivokva leka????
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 15:33
frá jongud
solemio wrote:Sagði fyrri eigandi frá kælivokva leka????
nei-
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 20:30
frá toni guggu
Er þessi bensín eða diesel ?
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 20:39
frá toni guggu
toni guggu wrote:Er þessi bensín eða diesel ?
sorry sá það þegar ég las meira
Re: Musso
Posted: 05.apr 2014, 23:44
frá jeepcj7
Re: Musso
Posted: 06.apr 2014, 01:39
frá thor_man
jongud wrote:solemio wrote:Sagði fyrri eigandi frá kælivokva leka????
nei-
Það þyrfti að láta þann náunga finna til tevatnsins.. nei, ég meina kælivatnsins!!
Re: Musso
Posted: 06.apr 2014, 04:04
frá Hfsd037
Haha, góður! :)
Ég myndi hiklaust skila þessum gæðavagni aftur til fyrri eiganda og fá endurgreitt.
Re: Musso
Posted: 06.apr 2014, 07:48
frá jongud
Hfsd037 wrote:Haha, góður! :)
Ég myndi hiklaust skila þessum gæðavagni aftur til fyrri eiganda og fá endurgreitt.
Hann rífur bara kjaft...
Re: Musso
Posted: 06.apr 2014, 08:24
frá Navigatoramadeus
jongud wrote:Hfsd037 wrote:Haha, góður! :)
Ég myndi hiklaust skila þessum gæðavagni aftur til fyrri eiganda og fá endurgreitt.
Hann rífur bara kjaft...
þetta hljómar einsog svik af hálfu seljanda, varla hægt að vita ekki af svona miklum leka en það á ekki að skipta máli hvort sé galli eða svik (hvort seljandi hafi vitað/mátt vita af gallanum eða ekki).
talaðu við FÍB,
http://fib.is/?ID=4vottorð frá Bifreiðaverkstæði Grafarvogs og afsal sýnir samhengi tíma milli sölu og þess að gallinn er uppgötvaður.
yfirleitt taka menn sönsum þegar FÍB er búið að blessa málið og yfirvofandi lögfræðikostnaður við tapað mál framundan.
Gangi þér vel.
Re: Musso
Posted: 06.apr 2014, 09:42
frá jongud
Navigatoramadeus wrote:þetta hljómar einsog svik af hálfu seljanda, varla hægt að vita ekki af svona miklum leka en það á ekki að skipta máli hvort sé galli eða svik (hvort seljandi hafi vitað/mátt vita af gallanum eða ekki).
talaðu við FÍB,
http://fib.is/?ID=4vottorð frá Bifreiðaverkstæði Grafarvogs og afsal sýnir samhengi tíma milli sölu og þess að gallinn er uppgötvaður.
yfirleitt taka menn sönsum þegar FÍB er búið að blessa málið og yfirvofandi lögfræðikostnaður við tapað mál framundan.
Gangi þér vel.
Takk,
Úrskurðarráð Neytendastofu hefur tekið á svona málum, ég verð í sambandi við þá...
Re: Musso
Posted: 06.apr 2014, 12:20
frá gislisveri
Þú ert í nokkuð sterkri stöðu sýnist mér. Um að gera að reyna að leysa málin á friðsamlegan hátt ef hægt er, en þessi galli var augljóslega til staðar þegar þú tókst við bílnum.
Re: Musso
Posted: 06.apr 2014, 22:08
frá Fetzer
fáðu þér bara 1000l forðabúrstank af kælivökva uppá skíðaboga. málið leyst :)
Re: Musso
Posted: 10.jún 2014, 19:45
frá jongud
Jæja, það gengur hægt hjá Neytendastofu, en þeir hafa gefið út að ég geti gert það sem mér sýnist við jeppan hvernig sem þeirra úrskurður verður.
Tíkin fer með minna af kælivökva ef ég hef ekki þrýsting á kælikerfinu og keyri eins og gömul amma (sný ekki vélinni yfir 2500 sn/mín). Hann er líklega álíka sprækur þannig og túrbólaus díselmússó.
En hvað um það, hann hitaði sig ekki alvarlega í hitabylgjunni um Hvítasunnuhelgina og gengur enn. Líklega athuga ég hvort mótorinn hangi saman í sumar án þess að eyða miklu í hann.
Svo prófaði ég til öryggis að tjakka hann upp að aftan og athuga hvort loftlæsingin virkaði, og svei mér ef hún er ekki í lagi!
Svo kom ég við í Bílabúð Benna og gramsaði aðeins í hillu þar sem eru einhverjir afgangsdemparar.
Ég fann tvo af gerðinni RS5187. Eini munurinn á þeim og RS5115 sem passar undir Musso að aftan er sá að hringurinn að neðan er 6mm breiðari. Nokkuð sem er örugglega hægt að möndla. (ekki slæmt að fá tvo dempara og gúmmí á þá fyrir 11 þús.)
Re: Musso
Posted: 10.jún 2014, 19:53
frá Kiddi
Hefurðu kannað hvað það kostar að laga þetta?
Re: Musso
Posted: 10.jún 2014, 20:07
frá jongud
Kiddi wrote:Hefurðu kannað hvað það kostar að laga þetta?
Ég hafði samband við 4 verkstæði; Vélaland, Bílabúð Benna, Ljónsstaði og Bifreiðaverkstæði Grafarvogs.
200-240 þúsund, TAKK FYRIR !
Ég tími ekki að leggja svo mikið í tíkina, enda fer maður ekki út í svoleiðis nema maður vilji halda honum í minnst tvö ár.
Sem aftur þýðir að maður verður að ná honum í gegnum skoðun allavega þetta árið.
Og það þýðir ekki bara nýjir demparar, heldur líka:
nýjir bremsudiskar allan hringinn og klossar,
ný pönnupakkning í skiptinguna, (held að hún leki þar)
ný pakkdós í millikassann (eða eitthvað meira og verra),
líklega ný dekk.
Sem er of stór pakki til að kyngja.
Ég skrölti líklega áfram á tíkinni fram á haust eða þar til hún gefst upp.
Re: Musso
Posted: 28.jún 2014, 14:52
frá jongud
Skrúfaði demparana undir. Hann er allur annar í akstri á malarvegi...
Re: Musso
Posted: 07.júl 2014, 10:36
frá jongud
Tók góðan dagstúr í Landmannalaugar og Þjórsárdal með viðkomu í Hrauneyjum. Eyðslan var 15,3 á hundraðið. Einhver feilpúst í honum þegar maður ók í bæinn í mígandi rigningu. Var meira áberandi þegar maður var búinn að láta hann ganga lausagang. Annaðhvort var eitthvað blautt í kveikjukerfinu eða heddpakkningin farin að hrekkja meira.
Re: Musso
Posted: 10.júl 2014, 15:19
frá jongud
Skrapp skottúr á þriðjudag upp á Uxahryggi, hafði ekki ekið þá leið í 25-ár. Prumphljóðin í mótornum voru lítið skárri og hann missti greinilega mikið afl upp brekkurnar. Hann rétt hafði sig upp bröttustu brekkurnar á Nesjavallaleiðinni þegar við ókum til baka.
Núna í morgun setti ég hann í gang og mældi afgashitann út úr hverjum cylinder með innrauðum mæli (sniðugt apparat að eiga).
Hann var grunsamlega kaldur á tveimur þeirra, og þegar ég tók lokið ofanaf kertadótinu sá ég að þeir voru tengdir við sama háspennukeflið (wasted spark kerfi).
Þegar ég tók svo háspennuheflið upp sá ég að göndullinn sem smellur ofaná kertið var rennblautur.

Þetta var ekki kælivatn, litur og bragð minnti á jökulvatn, þannig að líklega má ég ekki þrusa jafn illilega í vöðin næst, þó að þau séu jafn grunn og á Landmannaleið.
Þá var bara að troða tusku ofaní með skrúfjárni og þurrka vel, og kippa upp kertinu (allt í lagi með kertið).
Eftir að hafa tékkað á hinum kertunum líka var skrúfað saman og sett í gang, og hann var allur annar.
Það er bara stórfurðulegt að allt vatnið skuli hafa safnast saman ofaní einu kertahólfi.
Re: Musso
Posted: 10.júl 2014, 15:37
frá grimur
Settu á hann WondarWeld, fékkst hjá Olís.
Tappa alveg af kælikerfinu, úr með vatnslásinn, setja þetta í með hreinu vatni og fara svo í smá æfingar:
Taka eitt kerti úr í einu og láta ganga í 15-20 mínútur án eins cylinders í einu. Þannig nær efnið að fara á móti þrýsting inn í glufur.
Leiðbeiningarnar með efninu eru nokkuð nákvæmar.
Ég hef bæði séð þetta virka og ekki virka(á dísilvélum reyndar), þannig að þetta er ekki skothelt frekar en annað skítafix.
kv
G
Re: Musso
Posted: 15.aug 2014, 17:34
frá jongud
Þessi gafst endanlega upp um síðustu helgi;

Við fórum nokkrir í umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4X4 inn í Setur. Þegar komið var að innri-Skúta heyrði ég glamur og leit í baksýnisspegilinn. Ég sá grunsamlega vel út, svo að ég stoppaði og sá að afturrúðan hafði farið af límingunum (bókstaflega) og lá snyrtilega og alveg óskemmd á veginum. Teip og plastpoki redduðu málunum til bráðabirgða, og svo var haldið áfram. Eitthvað bleytti kveikjan sig rétt áður en komið var í Kerlingafjöll en það hætti fljótlega.
Á bakaleiðinni byrjaði að sjóða á honum þegar maður var að paufast upp Bláfellshálsinn.
Það var stoppað og kælt og bætt á vatni og hökt áfram. Það gekk í mislöngum áföngum þangað til komið var framhjá Þingvöllum að Grafningsafleggjaranum, þar kviknaði smurljósið.
Þannig að nú endar þessi í portinu hjá Musso-varahlutum.