Síða 1 af 1
ford ranger 1992 verðandi lowrider!
Posted: 20.mar 2014, 19:35
frá braskari
Verkefnið er Ford ranger 1992 árgerð 4.l beingíraður ekinn til tunglsins og til baka, en planið með þennan er að slengja honum niður eins neðalega og hægt er.. mála hann og spóla á honum og fíflast í sumar, er búinn að skipta um hjólalegur að aftan og er að fara i bremsur núna, endilega komið með hugmyndir af því hvernig væri best að lækka bílinn og hvaða drifhlutfall myndi henta best til að spóla :) hef ekki hugmynd um hvaða hlutfall er í honum núna en ég er búinn að sjóða drifið og hann spólar allveg vel :D
myndir hér líka
https://www.facebook.com/adam.petursson ... 939&type=3
Re: ford ranger 1992 verðandi lowrider!
Posted: 20.mar 2014, 19:48
frá magnusv
sáttur með þig!
átti einn svona bíl að vísu með 3,0 v6 mótor en var beinskiptur þannig það var ógeðslega gaman að fíflast og spóla á þessu líka hrikalegur kostur þar sem þetta er svo létt að aftan að þetta slítur dekkjunum hrikalega hægt..
https://scontent-a-lhr.xx.fbcdn.net/hph ... 9213_n.jpgþað var alltaf planið að lækka minn en meira en þá hefði ég þurft að færa hásinguna að aftan og skera úr gormum
fer algjörlega hvort þú villt fara dýru eða ódýru leiðina.. ég mæli sterklega með ódýru leiðinni þar sem þetta spólsport er alveg hætt að vera gaman ef maður er búinn að leggja alltof mikinn pening í bíl sem er ekki mikils virði til að byrja með
bara googla og nota netið það kemur öllum langt áfram í dag
Re: ford ranger 1992 verðandi lowrider!
Posted: 20.mar 2014, 19:58
frá braskari
ég fer klárlega ódýru leiðina með þennan, veit að það er ekkert mál að lækka hann að aftan aðal hausverkurinn er að framan held ég
Re: ford ranger 1992 verðandi lowrider!
Posted: 20.mar 2014, 20:03
frá grimur
Hey vóóó!!! Þetta er sko engin klámsíða!!!!
:-)
Re: ford ranger 1992 verðandi lowrider!
Posted: 21.mar 2014, 13:03
frá Offari
Mér sýnist hann hafa fríkað tölvert hjá þér. :)
Re: ford ranger 1992 verðandi lowrider!
Posted: 21.mar 2014, 18:17
frá braskari
já hann skánaði helling við að rífa af honum límmiðana af hliðunum og fjarlægja merkingar af honum.. planið er svo að mála hann orange eins og novan sem brynjar nova átti ef þið vitið hvaða bíll það er. langar svo að skipta út stuðurum og grilli fyrir krómað
svo verður hann á 10" breiðum 15" með fólksbíladekkjum á (stretch) svo læt ég smíða fyrir mig sílsapúst sem koma út sitthvorumegin við endan á húsinu, á eftir að sounda fallega held ég :) 2,5" opið í gegn ;)
Re: ford ranger 1992 verðandi lowrider!
Posted: 21.mar 2014, 21:56
frá magnusv
ég man eftir einum svona lækkuðum með 4,0 minnir að hann hafi verið alveg í jörðinni, getur reynt að finna út hver það var og fengið ráð hjá honum.. átti ekkert erfitt með að spóla sá bíll