Síða 1 af 1

Patrol 44" 2001

Posted: 15.feb 2010, 16:48
frá Hagalín
Patrol 2001 módel 44" breyttur. 44" SuperSwamper. Hann er á loftpúðum allan hringinn stillanlegir innan úr bíl og svo eru hleðslujafnarar líka á stífum. Læstur framan og aftan og aukatankur svo fullt af tökkum dvd spilari ,boost mælir,skjár, vinnuljós á hliðum og þakbogar.
Búinn að fá á hann briddelbit grind að framan og fer hún á um leið og ég er búinn að breyta prófílbitanum að framan. Svo var ég að mála kassa sem ég fékk aftan á hann og fer hann á við fyrsta tækifæri.
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 15.feb 2010, 17:51
frá krissiTom
djöfull er hann flottur hjá þer:D

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 15.feb 2010, 21:00
frá gislisveri
Flottur. Hvernig hafa dekkin reynst?

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 15.feb 2010, 21:20
frá Hagalín
Bara ljómandi vel. Eru þung reyndar, dekk og felga viktar 72kg saman stk.
Mjög gott grip en maður passar sig bara að spóla sig ekki niður....

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 16.feb 2010, 01:01
frá loftpreza
Þetta er allveg frábær bíll í alla staði átti Þennan 2007 minnir mig en þá var kastara grind framaná kassi á Þakinu og aftaná honum.
Rosalega góð drifgeta og mjög gott að ferðast í honum.

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 16.feb 2010, 08:04
frá Hagalín
loftpreza wrote:Þetta er allveg frábær bíll í alla staði átti Þennan 2007 minnir mig en þá var kastara grind framaná kassi á Þakinu og aftaná honum.
Rosalega góð drifgeta og mjög gott að ferðast í honum.



Já hann er helvíti góður. Þegar ég fékk hann var búið að taka vinnuljósin,leitarljósið,kassana báða,og kastaragrindina af honum. Og MJÖG illa gengið frá öllum vírum. Bara klippt af og látið standa út í loftið. Vitið hefur ekki verið að þvælast fyrir þeim sem gerði það.

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 16.feb 2010, 09:39
frá HaffiTopp
Flottur Patrol. Hélt fyrst að þú værir að selja hann en leit svo betur og sá að þú hafðir sett þetta í "jeppinn minn" flokkinn. Hvað er verðmiðinn á svona bíl og hver sá um að breyta honum?
Kv. Haffi

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 16.feb 2010, 15:13
frá Hagalín
Veit ekki með verðmiðann á þessu í dag. Maður hefur séð allt frá 2.5 og upp í 4 mills ásett verð.
Þetta fer bara eftir búnaði og bíl. Í hversu góðu ástandi hann er í og svo framvegis.

Það var ferðaþjónusta sem átti hann fyrst að ég held og honum var breytt alla leið með skriðgír og öllu, sem reindar er ekki í honum núna :( en stendur til að bæta úr því í sumar. Það er allt klárt fyrir hann. Bara smella undir og stytta og lengja sköftin.

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 20.feb 2010, 12:14
frá Hagalín
Jæja var loks að koma kassanum aftan á bílinn.
Bara nokkuð sáttur við kassann......

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 17.apr 2010, 10:24
frá Hagalín
Sælir.
Þig getið kanski sagt mér smá sögu varðandi bílinn....

Þá aðallega varðandi púðasystemið undir honum, hvort að einhver viti hver setti það í og svoleiðis......

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 26.apr 2010, 00:17
frá loftpreza
Púðarnir og allt dæmið þar í kring var sett í hjá Ice cool á selfossi.....ef það eru einhverjar sp þá bara spurja held ég eigi að vita flest um þennan eðal grip sé enþá eftir að hafa selt hann!!!!!

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 26.apr 2010, 18:25
frá Hagalín
loftpreza wrote:Púðarnir og allt dæmið þar í kring var sett í hjá Ice cool á selfossi.....ef það eru einhverjar sp þá bara spurja held ég eigi að vita flest um þennan eðal grip sé enþá eftir að hafa selt hann!!!!!


Oki glæsilegt.
Hvað púðar eru undir honum???
Einnig virkar ekki auto takkinn fyrir púðana nema á einum púða, hvað gæti það verið???

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 02.jan 2012, 18:12
frá Hagalín
Jæja þá er maður aðeins búinn að eyða aur í Pattann síðan maður stofnaði þráðinn......

Mér fannst þeir kanntar sem voru á honum frekar mjóir og fékk kannta frá Formverk sem voru um 5sm breyðari og heilir, ekki með sér pörtum sem fara á stuðara. (Finnst þeir líka flottari) :)

Verslaði nýja koni dempara hringinn og lét breyta demparafestingunum að aftan aftur í orginal pinna. Það var búið að setja upp dæmið þannig að dempararnir voru með pinna uppi og niðri. Þeir demparar sem undir voru að aftan kostuðu 37þ kr stk sem mér fannst of mikið. Ég varð mér út um orginal festingarnar á hásingunni og lét setja þær aftur á og skar hitt dótið í burtu. Sem betur fer voru orginal festingarnar ennþá á bitanum milli grindar þannig að það var bara að skera hitt dótið að ofan líka í burtu..... Þannig að núna er maður kominn með þetta eins og það er orginal nema festingarnar á hásingu eru færðar ofar eins á á flestum breyttu jeppunum....

Svo var farið og verslaði fjórir nýjir hleðslujafnarar fyrir púðanna þannig að hann stendur loks réttur í fyrsta skipti síðan ég fékk hann.

Lét ég smíða á hann alvöru stigbretti úr gönguáli og festingar fyrir þau voru settar á grindina og er enginn smá munur að vera með alvöru stigbretti.

En það sem á eftir að gera er að setja þessa blessuðu kastaragrind sem ég á frá prófílstál framan á og þarf ég að breyta spilbitanum fyrst. Hef ekki komið mér í þetta enn :)
Svo þarf ég að verða mér út um nýja stífuvasa á langstífurnar að framan hjá mér því boltagötin öll eru kjöguð og hafa verið það síðan ég fékk hann. Sú sem átti hann á undan mér fannst hann svo hár að hún ók honum alltaf á samsláttarpúðunum og kjöguðust götin við það. Ætla ég mér að sjóða bara vasana utan á þá sem fyrir eru þannig að ég þurfi ekki að skera það gamla í burtu.

Hér eru myndir úr stórferðinni 2011.

Image

Image

Image

Image

Hér eru myndir úr Langjökulsferð í apríl 2011

Image

Image

Image

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 02.jan 2012, 21:21
frá gummiwrx
Finnst þessi alveg endalaust flottur hjá þér!

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 02.jan 2012, 21:51
frá Hagalín
gummiwrx wrote:Finnst þessi alveg endalaust flottur hjá þér!


Takk fyrir það.

Það sem vantar núna er lolo.
En hann kostar aðeins og spurning hvort maður fari bara ekki í fleiri ferðið í staðinn.

En lolo hefur þann kost líka með aukinni drifgetu að hlífa öllu draslinu við hjakki og svoleiðis.

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 02.jan 2012, 22:08
frá Svenni30
Virkilega flottur hjá þér.

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 08.jan 2012, 13:26
frá HaffiTopp
Millu reffilegri með þessa nýju kanta þótt mér hafi fundist hann nettari með mjórri kantana og á þessum vígalegu SS dekkjum. En er hitamælir á sjálfskiftingunni hjá þér?
Kv. Haffi

Re: Patrol 44" 2001

Posted: 08.jan 2012, 15:07
frá Hagalín
HaffiTopp wrote:Millu reffilegri með þessa nýju kanta þótt mér hafi fundist hann nettari með mjórri kantana og á þessum vígalegu SS dekkjum. En er hitamælir á sjálfskiftingunni hjá þér?
Kv. Haffi



Nei ég er ekki með hitamæli en hef spáð lengi að græja það. Það er á leiðinni afgasmælir í hann svo fer hinn í vinnslu eftir það.