Wrangler 33" svo 38" svo 44" Nýtt 12.01.2011


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Wrangler 33" svo 38" svo 44" Nýtt 12.01.2011

Postfrá ToyCar » 01.nóv 2010, 00:50

Hérna er minn 1991 Jeep Wrangler. Hann er með 4.0L High Output vélinn og er beinskiptur. Keypti hann á 33" og fjöðrum, setti hann svo á 38", gorma og 4link að framan og aftan, loftlæsingar og 4.56 hlutföll. Var þannig í tvö ár, svo var mig farið að gera eitthvað meira. Flutti inn dana44 hásingar undan 2006 Rubicon með lásum, keypti 5.13 hlutföll í þær. Þegar var verið að smíða þær undir var ákveðið að breyta honum þannig að maður gæti mögulega sett undir hann 44". Var á 38" í ca 2 vikur og keypti þá 44" :) Þegar þessi breyting var gerð voru settir loftpúðar undir hann að aftan og Walker Evans demparar, svo voru settir Bilstein glussasamsláttur undir hann allan. Svona var hann í 1 og hálft ár. Núna er búið að lækka hann um 7cm, hækka frambrettin um 6.5cm, þynna húddið, klippa meira að aftan og lengja hann um 25cm. Það er verið að klára boddyvinnuna núna og verið að fara breyta um lit á honum. Og núna eru þessar breytingar hættar..... shiiiit :)

Hérna eru myndir sem ég á af honum.... í ca tímaröð.

Image
Image
Image
Image
Image

Hérna eru fremri turnarnir og stífur.
Image

Og hérna koma svo aftur turnarnir og stífur.
Image

Hérna eru svo dempararnir sem ég ætla að nota að aftan með loftpúðunum, og svo verð ég með svona "bump stop" að framan og aftan.
Image

Við færðum framhásinguna um 2 cm framar en hún var, afturhásinguna aftar um 3 cm ( var búið að færa hana slatta áður) og hækkuðum hann um 3 cm. Svo er bara að mæla hversu langt er orðið á milli hjóla.

Það var búið að færa hásinguna eins aftarlega og hægt var þannig að núna þurfti að gera eitthvað í tankamálum...... hummm..... hey sniðugt, tankurinn er úr plasti....... úr með hann, tökum úr hlífinni, hitum tankinn og mótum hann svo að hann sleppi við hásinguna..... og viti með það gekk bara svona rosa vel...
Image

Hérna koma svo nokkrar myndir þegar það var búið að festa hann í sinni raunverulegri hæð.... þá 44" hent undir til að sjá hvernig þetta kæmi út.
Kom bara hel... vel út, getur beygt í botn ( rekst ekkert í).
Ætla samt að færa framstuðarann aðeins framar.
Þarf að vinna smá í kanntamálum, lengja og breikka smá.

Þarna eru dekkin á 14,5" breiðum felgum en eiga eftir að fara á 16" breiðar... og svo á eftir að dunda í stigbrettum, brúsafestingum, kassa á hlerann, boga á toppinn og eitthvað fleira.....

Image

Image

Image

Image

Image

Hérna eru svo myndir af smá leikaraskap þegar hann er komin á 44"
Image
Image
Image
Image

Hérna brotnaði afturrúðan og svona var þessu reddað fyrir næsta túr.... krossviður og plexigler :)
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Hérna eru svo myndir af sýningum....
Image
Image
Image

Og hérna eru svo myndir af breytingunum sem standa yfir núna.....
Image

Image

Image

Image

Núna er 2,75 á milli hjóla....

Image

Image


Lækkuðum hann um 7cm, hérna var ég að klippa meira úr honum... fór alveg upp að innri brettum.
Image

Hækkaði frambrettin um 6,5cm
Image


Verið að ath hvort það sé búið að klippa nóg...
Image

Image

Image


Verið að sjóða styrkingar fyrir hliðarnar... þurfti að bæta inní hjólabogann
Image

Image

Búið að sjóða inní þessa hlið.... og henda slatta af sparsli í hann .... hehe... það á að vísu eftir að pússa þetta slatta niður :)
Image

Búið að klára boddyvinnu, búið að hækka brettin og klára smíða og suðuvinnu í kringum grillið, búið að þynna húddið og það verður klárað að sjóða styrkingar og kant á það eftir helgi :) Búið að lengja húsið, setti 1.5mm blikk innan í það, festi með hnoðum og trebba. Fyllt síðan að utanverðu með einhverjum spes bátatrebba sem var keyptur í bátasmiðju í Hafnarfyrði.

Hérna koma fleiri myndir....

Image

Image

Image

Image

Image

Image

hérna er komin smá heildarmynd á þetta....

Image


Vonandi lýst ykkur á þetta..... sjáumst svo á fjöllum í vetur....

kv,
Ágúst.
Síðast breytt af ToyCar þann 14.jan 2011, 10:56, breytt 1 sinni samtals.


_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Snæland » 01.nóv 2010, 11:13

Glæsilegur og skemmtileg myndasaga sem að fylgir.

Ætlar þú að halda 4.0 l vélinni eða ferðu í eitthvað stærra? Félögum sem og öðrum finnst ekki mikið til koma þegar ég segist vera með 4,7 l vél í mínum 38" Willys. Ég þekki 4.0 l vélina vel þar sem að ég átti gamla cherokee á 38" og sló hún aldrei fail-högg ef svo má að orði komast og er ég frekar hrifinn af henni en það væri gaman að heyra hvernig hún höndlar 44".


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 01.nóv 2010, 12:52

Planið er að skipta um vél... en hvenær það verður gert er ekki ennþá búið að ákveða. Ég er með 351W úr 1996 stóra Bronco, mig vantar bara gírkassa við hana.... ef ég ætti hann væri ég nú sennilega búinn að skipta.
4.0L vélin er alveg að höndla þessi 44" dekk. Þetta er mjög skemmtileg vél, hún togar fínt og snýst hátt.
Eyðslan er líka ekki mikil, ég er með KN síu og svo er ég með sverara púst og þetta er bara að virka vel hjá mér. Verð nú sennilega með þessa vél aftur í vetur nema maður detti niður á gírkassa fyrir V8 vélina.

kv,
Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá arnisam » 01.nóv 2010, 18:35

Það liggur við að manni langi til að losa sig bara við TJ-inn og fá sér aftur YJ Wrangler :) Þetta er glæsilegt hjá þér, hlakka til að sjá hann tilbúinn.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ellisnorra » 01.nóv 2010, 22:05

Vá þetta er alveg magnað hjá þér, þvílík breytingasaga :) Fátt eftir original nema skráningin og mótorinn :) Þetta verður þrælflott, hvenær eru áætluð verklok?
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 01.nóv 2010, 23:46

Stefnan er að hann verði klár um áramótin... aðalföndrið er samt eftir, koma fyrir tökkum, talstöð, hátölurum og svona smádóti. Tengja kastara á toppinn, smíða miðjustokk, klæða toppinn að innann og þess háttar :)

kv,
Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Stjáni Blái » 01.nóv 2010, 23:55

Þetta er orðið ansi vígalegt hjá þér, Gaman að skoða ferlið í heild sinni !
Vigtaðiru bílinn eins og hann var fyrir lengingu á körfuni ?
Varstu búinn að ákveða lit á græjuna ?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá jeepson » 02.nóv 2010, 14:33

Gústi þú hefur hann bara bleikann :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 02.nóv 2010, 19:09

Já ég er búin að velja lit á hann... hann verður grænn.... já GRÆNN :)

Frekar erfitt að segja fólki að ég ætli að hafa hann grænan.... fólk sér þá bara fyrir sér venjulegan ljótan grænan lit.



Hann verður svona á litinn :
Image
Image
Image
Image
Image

Hvernig lýst ykkur á þennann lit... húsið verður svart, miðjan á húddinu (þar sem myndin er) verður svört, felgur svartar en beatlock hringurinn grænn.

kv,
Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá hobo » 02.nóv 2010, 19:31

Þetta er með flottari litacomboum. Það er einn Rubicon á 35" sem er svona á litinn, mjög flottur. Svo er það súkkan hans Gíslasvera hérna á spjallinu, hún er með sama combo en annar litablær.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=25&t=104
Mynd af Rubiconinum er neðar í þræðinum


Maddi
Innlegg: 68
Skráður: 25.aug 2010, 20:09
Fullt nafn: Marvin Einarsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Maddi » 02.nóv 2010, 21:47

Hvað eru þessar 4l HO vélar að eyða miklu, ca?


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 02.nóv 2010, 21:49

hobo wrote:Þetta er með flottari litacomboum. Það er einn Rubicon á 35" sem er svona á litinn, mjög flottur. Svo er það súkkan hans Gíslasvera hérna á spjallinu, hún er með sama combo en annar litablær.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=25&t=104
Mynd af Rubiconinum er neðar í þræðinum


Já þetta er flott combo... en ég reikna með að hafa kantana græna líka...
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 02.nóv 2010, 22:02

Maddi wrote:Hvað eru þessar 4l HO vélar að eyða miklu, ca?


Hef nú aldrei mælt minn.. en tankurinn sem er orginal ennþá og tekur að mig minnir 80L dugar í dagstúr.

Fyrir þá sem vita hvar þriðja ríki er. Þá fór ég í jeppaskrepp einn laugardag sem endaði síðan í 18 tíma ferð og þá varð ég bensínlaus... og var dreginn í skála við þriðja ríki. Þar fékk ég 20L brúsa hjá einhverjum sleðaköllum til að setja á bílinn hjá mér, ætlaði svo að taka bensín á leiðinni heim. Fórum frá skálanum og keyrðum línuveginn og komum inn á þjóðveginn rétt fyrir ofan Gullfoss og Geysi. Ég var á 44", þrír í bílnum og loftið í ca 12 pundum. Svo var ákveðið að keyra þjóðveginn heim (klukkan orðin 4 um nóttina), taka átti bensín á Selfossi. Þegar við erum nýkomnir fram hjá Laugarvatni er kallað í stöðina hjá okkur um aðstoð á Lyngdalsheiðinni... Ford Explorer fastur þar, þá var snúið við og farið inn á Lyngdalsheiðina og leitað af jeppanum. Fundum hann og drógum hann upp, farið svo yfir heiðina í miklum snjó og ennþá í 12 pundum... fram hjá Þingvöllum, yfir Mosfellsheiði og ekki ennþá búnir að pumpa því það var brjálað veður og nægur snjór á veginum. Svo var rent í Mosó þar sem ég bý og jeppanum lagt... og já ennþá á þessum 20 lítrum :)

Þetta er líka ein ástæðan að ég sé ekki ennþá búin að skipta um vél... er að ferðast mikið með V8 bílum og maður fær sér bara kakó þegar þeir stoppa til að fylla á með brúsum :)

kv,
Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá gislisveri » 02.nóv 2010, 22:49

Líst skrambi vel á litinn.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá jeepson » 03.nóv 2010, 19:04

Þessar 4 lítra vélar eru að mínu mati alveg frábærar. Sjálfsagt ekki allir sammála því en hver hefur sína skoðun. Cherokeeinn sem að ég átti var á 38" 4.88 hlutföll og eyddi um 22 á hundraði á svona 130 í langkeyrslu. En það vantaði heldur aldrei aflið.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Stjáni Blái » 03.nóv 2010, 19:24

jeepson wrote:Þessar 4 lítra vélar eru að mínu mati alveg frábærar. Sjálfsagt ekki allir sammála því en hver hefur sína skoðun. Cherokeeinn sem að ég átti var á 38" 4.88 hlutföll og eyddi um 22 á hundraði á svona 130 í langkeyrslu. En það vantaði heldur aldrei aflið.


Mér finnst þetta einmitt gallinn við þessar sleggjur, hversu máttlausar þær eru.


Eiríkur Örn
Innlegg: 35
Skráður: 06.feb 2010, 18:07
Fullt nafn: Eiríkur Örn Jóhannesson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Eiríkur Örn » 03.nóv 2010, 20:04

Stjáni Blái wrote:
jeepson wrote:Þessar 4 lítra vélar eru að mínu mati alveg frábærar. Sjálfsagt ekki allir sammála því en hver hefur sína skoðun. Cherokeeinn sem að ég átti var á 38" 4.88 hlutföll og eyddi um 22 á hundraði á svona 130 í langkeyrslu. En það vantaði heldur aldrei aflið.


Mér finnst þetta einmitt gallinn við þessar sleggjur, hversu máttlausar þær eru.


Ég held að þarna hafi stjáni hitt naglann á höfuðið, ekkert vit í öðru en að drífa Fordinn ofaní húddið, veður allt annar bíll að losna við þetta 4 lítra dót úr vagninum.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Stjáni Blái » 03.nóv 2010, 21:43

Þrátt fyrir að þú sért þrítugur í dag Eiríkur þá held ég að skynsamlegast væri bara að keyra bílinn svona í vetur og fara í vélaskipti fyrir næsta jeppa season eða jafnvel bara þegar línu sexan hrynur því hún virðist alls ekkert vera að eyða miklu í þessum jeppa.


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 03.nóv 2010, 22:11

351W vélin er 220 eða 250 hð og eyðir hvað....
4.0 línan er 200 hö.... spurning hvað maður græðir á stock V8 vél, jú eitthvað tog en snýst ekki næstum eins mikið og sexan.

En þetta kemur allt í ljós.... kannski að maður kaupi eitthvað til að hressa V8 við áður en maður setur hana ofaní... en það þýðir að hún fer ekki ofaní þennann vetur.

kv,
Ágúst.

ps. á kannski einhver eitthvað sniðugt fyrir 351 hérna.... :)
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá jhp » 11.nóv 2010, 01:54

ToyCar wrote:351W vélin er 220 eða 250 hð og eyðir hvað....
4.0 línan er 200 hö.... spurning hvað maður græðir á stock V8 vél, jú eitthvað tog en snýst ekki næstum eins mikið og sexan.

En þetta kemur allt í ljós.... kannski að maður kaupi eitthvað til að hressa V8 við áður en maður setur hana ofaní... en það þýðir að hún fer ekki ofaní þennann vetur.

kv,
Ágúst.

ps. á kannski einhver eitthvað sniðugt fyrir 351 hérna.... :)

Ef þú gengur á öllum átta Gústi minn þá ferðu ekki að skipta um mótor fyrir þetta smotterí.
Finna frekar Gm og ganga í fullorðina manna tölu!
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37


PalliP
Innlegg: 50
Skráður: 04.mar 2010, 18:52
Fullt nafn: Páll Pálsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá PalliP » 23.nóv 2010, 13:48

Maður fær alveg CJ7 dellu á að skoða myndirnar, verður flottur grænn. En hann myndi drífa betur blár!!

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Ingaling » 16.des 2010, 20:42

ekkert vera að mixa tegundum í þessu. Fá þér bara 5.2 eða 5,9 úr grand cherokee, mér skilst að það sé lítið mál að tengja td mælaborðið úr YJ beint í tölvuna úr ZJ. sel það samt ekki dýrara en ég keypti það. Fá þér þá allavega frekar 350 heldur en 351...
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Stjáni Blái » 16.des 2010, 22:54

Eða bara nota þennan Ford mótor fyrst hann er til.
Ertu á móti því að hafa sjálfskiptingu í jeppanum Ágúst ?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá jeepson » 17.des 2010, 09:05

Það er nú ekki mál heldur að ná gífurlegu afli úr 351 mótornum frekar en einhverju öðru af þessu ameríska dóti.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 17.des 2010, 23:21

Jæja.... slatta mikið búið að gera síðan ég póstaði hérna inn síðast. Ákvað að rífa mælaborðið úr honum því það var alveg komin tími á að fara yfir rafmagnið á honum... mikið samtengt og margir þjófar... ekki gott.
Þegar allir plasthlutir og mælar voru farnir blasti við ryðguð mælaborðsplata :(

Image

En staðan í dag er sú að það er búið að mála bílinn, húsið var málað í dag og ég fæ það á morgun. Keypti nýja mælaborðsplötu og er að bíða eftir henni, fékk fullann kassa af nýjum þéttiköntum í dag ásamt nýjum "sínletrum" í hurðarnar. Búin að fá ný afturljós, var með evrópu ljós... orange stefnuljós, en er komin með þessi orginal núna. Búið að mála hann allann að innann líka.

Nú er verið að fara í brettakantana, keypti nýja aftur kannta hjá Gunnari (brettakantar.is) sem búið er að síkka fyrir HiLift kittið. En ég þarf að breyta framköntunum sjálfur þar sem þeir eru ekki til, þarf að breikka, lengja og síkka.

Hérna eru nýjustu myndirnar...

Image

Image

Image

Image

Svo á hann eftir að taka miklum breytingum þegar svartir brettakantar, stigbretti og svart hús verður komið á hann.

Vonandi lýst ykkur jafn vel á þetta og mér :)

kv, Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá beygla » 17.des 2010, 23:39

flottur :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá jeepson » 17.des 2010, 23:45

Flott að sjá þetta Gústi. Maður verður að fara að kíkja á ykkur og skoða almennilega. En hvað er að frétta í overland og jeepster málum annars??
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 18.des 2010, 00:28

jeepson wrote:Flott að sjá þetta Gústi. Maður verður að fara að kíkja á ykkur og skoða almennilega. En hvað er að frétta í overland og jeepster málum annars??


Það var verið að byrja aftur á Overlandinum... búið að leggja allar bremsulagnir og var verið að byrja á rafmagninu í gær. Þegar rafmagnið er komið er bara raða saman... búið að mála allt.

Jeepster... þar er verið að vinna á fullu. Búið að raða saman hurðum (allt innvols) setja þéttikanta og mælaborðið orðið klárt. Toppurinn verður málaður í næstu viku. Framendinn fer vonandi saman í næstu viku.

kv, Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá jeepson » 18.des 2010, 10:30

Gaman að heyra :) Þú verður að fara henda inn myndir af þessu öllu. Þú getur nú aldeilis sett upp flotta jeep mynda sýningu ;)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ellisnorra » 20.des 2010, 22:46

Sá þetta á f4x4.is

Til sölu 4 gíra tukkakassi extra lár fyrsti gír (ál toppur) og 205 millikassi kemur úr ford, var tekið úr bíl í ágúst, allt í fínu standi, ekið c,a 80 þús frá yfirferð.
fæst ódyrt eða saman á 55 þús

Sími 6903466
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 21.des 2010, 02:15

Takk fyrir þetta... en ég verð helst að fá 5 gíra kassa. Ég er á 5:13 hlutföllum þannig að hann yrði frekar lágt gíraður bara með 4 gíra....

elliofur wrote:Sá þetta á f4x4.is

Til sölu 4 gíra tukkakassi extra lár fyrsti gír (ál toppur) og 205 millikassi kemur úr ford, var tekið úr bíl í ágúst, allt í fínu standi, ekið c,a 80 þús frá yfirferð.
fæst ódyrt eða saman á 55 þús

Sími 6903466
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá ToyCar » 12.jan 2011, 20:22

Jæja... búið að gera slatta í honum núna... hérna eru nokkrar myndir í viðbót.

Hérna sést hvernig er tekið úr brettunum til að það sé hægt að hækka þau upp.
Svo eru öll gúmmí og þéttikantar nýjir...

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Fer bara alveg að fara á götuna.... ;)

kv, Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

Phantom
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 14:55
Fullt nafn: Svanur Dan

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Phantom » 12.jan 2011, 20:34

Þetta er bara flott, djöfull ertu búinn að vera iðinn.
GAZ69 (í smíðum)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá jeepson » 12.jan 2011, 21:47

Flott hjá þér Gústi. Ég sé að það er kominn hotrod stíll á overlandinn hehe :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" :)

Postfrá Einar » 14.jan 2011, 16:41

Image

Greinilega alvöru jeppamenn þarna, Jeepster og Overland, nammi nammm....

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" Nýtt 12.01.2011

Postfrá Freyr » 23.jan 2011, 22:51

Til hamingju með þennan glæsilega Wrangler, verður klárlega einn sá flottasti. Gaman að sjá hvað þú hefur verið duglegur í bílnum, magnað að nenna að ráðast aftur og aftur í svona miklar breytingar á svo stuttum tíma.

"Keep up the good work", Freyr

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" Nýtt 12.01.2011

Postfrá -Hjalti- » 24.jan 2011, 07:46

Suddalega flottur og nett að þú hafir haldið myndini á hoodinu , kemur bara vel út.
Hefði ekki verið flottara að lengja gluggan á húsinu í samræmi við lenginguna? Gæti kanski verið vitleisa í mér. Sé það ekki nogu vel á þessum myndum.
En drulluflottur !!
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" Nýtt 12.01.2011

Postfrá ToyCar » 27.feb 2011, 09:43

Hérna eru nýjustu myndirnar... búinn að láta beygja stigbretti á hann, bara eftir að setja þau á.
Aftaná hlerann kemur álkassi sem ég er líka búinn að láta smíða og fá í hendurnar, fer á eftir helgi. Þá fer þetta allt að verða klárt :)

Image

Image

kv, Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" Nýtt 12.01.2011

Postfrá Turboboy » 07.mar 2011, 02:43

Án efa topp 5 jeppi á íslandi hjá mér ! Þetta er fáranlega töff ! Sérstaklega að þú hafir ekki samlitað kantana !
Kjartan Steinar Lorange
7766056


SiggiEK
Innlegg: 16
Skráður: 13.okt 2011, 21:04
Fullt nafn: Sigurður E. Kristjánsson

Re: Wrangler 33" svo 38" svo 44" Nýtt 12.01.2011

Postfrá SiggiEK » 13.okt 2011, 23:20

Þetta er alveg fáránlega fallegur bíll !!!
Ford Ranger 91 33"
Toyota Landcruiser 90 33" seldur


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir