Síða 1 af 1

Suburbaninn minn og pickupinn

Posted: 26.okt 2010, 03:08
frá 4wdlover
Ég er nýr hérna og heiti Arnar Helgi Óskarsson, ég á í augnablikinu einn jeppa og einn pickup ásamt fleirri bílum en þar sem þetta er jeppaspjall þá ákvað ég að koma hér með lýsingar og myndir af mínum fjórhjóladrifnu.

Jeppinn er gmc k2500 suburban fyrrverandi varnarliðsbíll,
Árgerð: 1997
Vél:7,4L bensín (454)
Skifting: sjálfskiftur
Dekk: 32"
Staða: á númerum og skoðaður fram til 2011.
Ég er búinn að eiga þennann jeppa síðan 2007 og er búinn að gera mikið fyrir hann, skifta um flest allt í bremsum að framan og er hann kominn með boraða bremsudiska og heavy duty bremsuklossa, einnig er ég búinn að skifta um flest í kveikjukerfinu einnig fékk ég notaðar felgur sem voru víst undan dodge ram pickup en þar sem þær voru of innvíðar pantaði ég mér frá ameríkuhrepp 2" spacera og kemur það ágætlega út svo var ég búinn að fá K&N lofthreinsara kit í hann notað frá einum sem fanst of mikill hávaði í því fyrir fjölslkildu rúntinn (lofthreinsaranum og rörinu að honum var stolið frá mér um daginn þegar brotis var inn í jeppann),
setti á hann ný afturljós fallegri en orginal
Þetta er mjög skemmtilegur jeppi mikið afl og draumur að aka en hann eyðir fremar mikið er um 30L/100km innanbæjar en fer alveg niður í 17L/100km í langkeyrslu.

Pickupinn minn er líka gmc k2500 og þekki ég sögu hans ekki mikið áður en ég eignaðist hann,
Árgerð: 1988
Vél: 5,7L bensín (350)
Skifting: Beinskiftur 4 gíra
Dekk: 33"
Staða: búinn að standa hjá mér síðan 2006 eða 2007.
Ég er með langann verkefnalista sem bíður eftir mér en þessi fer vonandi í uppgerð bráðlega það var farin í honum kúplingin og vesen á framhásingunni (10 bolta stutta skilst mér að þessar hásingar séu kallaðar)öxullinn bílstjórameginn dettur út að öðru leyti var hann í þokkalegu ástandi þegar ég var með hann í umferð.
Það sem mér finnst mest varið í þennan er að hann kemur orginal með 4 gíra trukka kassanum 1. gír extra lágur og ekki syncro skilst að þetta sú nánast ódrepandi kassar.
Hann er með einföldu húsi og bekk, ég er kominn með flesta varahlutina í hann ásamt því að ég pantaði mér eitt og annað í innréttinguna á honum ásamt flottari afturljósum.
Með tíð og tíma verður hann tekinn alfarið í gegn ætla láta sandblása boddy og grind og soðið í boddýið eftir þörfum en hann er með þessa venjulegu ryðveiki sem kom í þessum bílum, hornin aftanáhúsinu fyrir aftan hurðir og einnig í hjólbogunum á skúffunni, svo verður vélin tekin í gegn og kanski settur heitari ás flækjur og fleirra gotterí.

Ég búinn að eiga nokkra jeppanna í gegnum tíðina og einnig verið í kringum þónokkuð af jeppum og eru þeir eitt af minum möörgu áhugamálum,
hér er listi yfir þá sem ég hef átt sjálfur:
Nissan pathfinder ´95 31"
Jeep grand cherokee ´93 31"
Suzuki Sidekick ´92 33"
Jeep cherokee ´88 29"
Jeep Cherokee ´90 35"
Jeep cherokee ´86 33"
Ford Bronco ´66 36"

Re: Suburbaninn minn og pickupinn

Posted: 26.okt 2010, 09:32
frá ofursuzuki
Líst bara vel á þetta og svo er bara að drífa pikkann á 44" og þá ertu kominn með ágætis fjallabíll. :-)

Re: Suburbaninn minn og pickupinn

Posted: 26.okt 2010, 12:30
frá jeepson
ofursuzuki wrote:Líst bara vel á þetta og svo er bara að drífa pikkann á 44" og þá ertu kominn með ágætis fjallabíll. :-)


Er ekki 44" bara fyrir sliddu jeppa nú tildags?? á 54" með kvikindið :)

Re: Suburbaninn minn og pickupinn

Posted: 29.okt 2010, 10:27
frá 4wdlover
Ég væri nú reyndar sjálfur til í að fara með suburbaninn á 46" dekk frekar en pickupinn en það kostar haug af peningum sem ég á ekki til í atvinnuleysinu, en ég á svosem heila hásingu og hugsanlega eitt og annað í breytingu á til einn ´88 suburban án skráningar (gamall varnarliðsbíll) sem ég ætla að rífa og nota gírkassann og vélina yfir í pickupinn hef grun um að blokkin í pickupnum sé ekki orginal og gírkassinn í pickup dettur stundum úr 2 gír, það sem mig langar að gera með pickupinn er að setja hann á 18" low profile sprautann svartann fá mér körfustóla í hann í staðinn fyrir bekkinn sem er í honum og veltigrind og gerann svolítið gæjalegann en halda samt framdrifinu og losa mig við pallhúsið.
Spurnningin verður samt seinna meir ef ég lodsa mig við jeppann hvort ég fari með pickupinn á stærri dekk

Re: Suburbaninn minn og pickupinn

Posted: 30.okt 2010, 02:07
frá björninn2
sæll eg skal taka pallhusið hja þer kv. björninn 847-6648

Re: Suburbaninn minn og pickupinn

Posted: 21.nóv 2010, 11:27
frá beygla
Gaman að sjá að þú ert að dunda þer eitthvað dundi 1

Re: Suburbaninn minn og pickupinn

Posted: 22.nóv 2010, 11:17
frá -Hjalti-
kassinn í pikkanum hjá þér heitir Saginaw / Muncie SM465 og það er rétt hann er nánast óbrjótanlegur.. En mikið djöfull er leiðinlegt að keyra bíl með þennan kassa , Og er nánast ómögulegt ef þú ætlar þér að nota þetta sem fjallabíl í snjó, nema þú sért með þeim mun meira afl......það er svo langt milli gíra..

Er með góða reynslu af því haha

Annars lookar þetta vel og gangi þér vel með þetta :)