Willys, Cj5

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 22.okt 2010, 18:14

Willysinn er með ford 289 vél, C4 sjálfskiptingu, dana 18, overdrive (0.75), dana 41 að aftan og með dana 27 að framan. Ætla mér að setja LC 70 hásingar undir hann við tækifæri. Þær bíða þolinmóðar inni í skúr :) OME gasdempara og gorma að framan og aftan. Framhásing að aftan er færð um 6 cm og afturhásing um 10 cm.

Grindin í bílnum er frá 1946 en allt annað er frá um´77. Öllu var sem sagt hent nema grindinni og allt nýtt sett í hann. Þar að auki var cj5 body sett í staðinn fyrir hið gamla frá ´46. Bíllinn er keyrður 15 þús km, ryðlaus og fínn. Hann er fyrst skráður á götuna 1977.

Ég keypti hann óbreyttan og á fjöðrum árið 2006. Hann fór því strax í gormavæðingu og breytingu hjá Renniverkstæði Ægis og strax eftir það í heilsprautun. Því næst lét ég bólstra hann upp á nýtt. Sjálfskiptingin var tekin í gegn.

Hann er 1540 kg á 38" dekkjunum og er bara nokkuð sprækur með þessari vél.

Ég ætla mér ekki að setja undir hann LC hásingarnar fyrr en hásingarnar sem undir honum eru núna láti lífið eða að ég eignist smá aur. Það sem honum sárvantar eru læsingar en það verður lagað þegar LC hásingarnar fara undir hann.

Í dag er hann í góðu standi og nota ég hann daglega sem skólabíl, eða bara einfaldlega sem rúntara.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Síðast breytt af Snæland þann 08.nóv 2012, 21:19, breytt 2 sinnum samtals.



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Willys, Cj5

Postfrá jeepcj7 » 22.okt 2010, 18:22

Þetta er nú bara töff mubla hjá þér og ekki skemmir nú vélavalið fyrir. :)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá Karvel » 23.okt 2010, 18:29

mér myndi nú ekki hata það að rúnta um svona tæki :)
Isuzu

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Willys, Cj5

Postfrá Kiddi » 23.okt 2010, 18:46

Þessi er algóður og mun bara verða betri þegar fram líða stundir!

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Nokkrar myndir í viðbót.

Postfrá Snæland » 24.okt 2010, 14:38

Þakkir fyrir jákvæð skilaboð.

Hérna koma nokkrar myndir í viðbót sem að sýna hvernig hann var daginn sem að ég keypti hann og þær bornar saman við myndir eftir breytingar.


Image
Image
Alltaf gaman að sjá fyrir og eftir myndir.

Image
Hér sést hvernig hann var að innan og kannski skiljanlegt að ég lét bólstra hann allan upp á nýtt... :)
Image
Síðan eftir.


Image
Þetta er úr einni af nokkrum prufuferðum sem farnar voru á Nesjavallaleiðinni til að prufa hitt og þetta.

Image
Þarna er hann í dagsferð nálægt Gjábakkaveginum.


garnett91
Innlegg: 42
Skráður: 20.júl 2010, 22:06
Fullt nafn: Atli Fannar Skúlason

Re: Willys, Cj5

Postfrá garnett91 » 24.okt 2010, 15:58

rosalega flottur hjá þér!


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá Stjáni Blái » 25.okt 2010, 00:06

Núna þegar hann er orðinn svona flottur og góður, er þá ekki um að gera að leiðrétta vélarkostinn undir húddinu með einhverjum alvöru hreyfli. lesist Chevy.....

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Willys, Cj5

Postfrá jeepcj7 » 25.okt 2010, 03:19

Láttu ekki svona stjáni það er miklu betra að hafa áfram vél í jeppanum og geta notað hann. :)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 25.okt 2010, 13:38

Tja á meðan allt leikur í lyndi og bíllinn hreyfist, þá er mér nokk sama hvað vélin heitir :)

Mér þætti hins vegar mjög gaman að fá rökstuðning og upplýsingar af hverju ég ætti að skipta út fullkomlega góðri vél fyrir einhverja aðra. Ef ég myndi skipta út vél núna væri það helst út af eyðslu. Í bili þarf ég ekki meira afl þó að ég geri mér ljóst að þegar buddan leyfir það þá geta þær hugsanir breyst mjög fljótt ;)

Hins vegar er bíllinn rétt um 1500 kg og hef ég nú haldið í við óbreyttan grand cherokee 4,7l 2006 á götum bæjarins og tel það allgott miðað við algjörlega original vél frá 1966 með tveggja hólfa blöndung og það á 38".

Bestu kveðjur og von um rökstuðning,
Þorsteinn Snæland.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Willys, Cj5

Postfrá jeepcj7 » 25.okt 2010, 14:51

Meðan þú ert svona vel staddur með mótor eru engin skynsamleg rök fyrir vélaskiptum nema þá buddan leyfi stærri Ford í húddið.:) Þetta er ein léttasta og skemmtilegasta 8 an sem til er af gamla skólanum enda búin að vera framleidd í ca.40 ár og notuð í nánast allar stærðir og gerðir farartækja.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Willys, Cj5

Postfrá Einar » 28.okt 2010, 07:57

Myndi segja að þessi vél væri næst besti kosturinn í svona bíl, finnst þeim alltaf fara best að vera með Small Block Chevy :)
En það er líklega bara smekksatriði þetta eru hörku vélar líka. Ég hef aldrei skilið hvers vegna menn eru að setja þyngri vélar í svona bíla, það er hægt að ná nokkurnveginn eins mörgum hestöflum og togi út úr Winstor eða Small Block og mönnum langar í ef viljinn er fyrir hendi.
Þess má geta að Winstor vélafjölskyldan frá Ford var í framleiðslu og sett í bíla í 39 ár (1962-2001) en Small Block Chevy í 47 ár (1955-2002). Báðar er ennþá hægt að kaupa nýjar frá GM og Ford sem vara/aukahluti.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Willys, Cj5

Postfrá jeepcj7 » 28.okt 2010, 08:14

Málið er að það er í flestum tilfellum mikið ódýrara að ná afli út úr stærri mótor og minna viðhald líka. ;)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Willys, Cj5

Postfrá Einar » 28.okt 2010, 23:14

jeepcj7 wrote:Málið er að það er í flestum tilfellum mikið ódýrara að ná afli út úr stærri mótor og minna viðhald líka. ;)

Já það er líklega gild röksemd en ég held að ég myndi samt fara "Small Block" leiðina til að spara þyngd.
Chevy 383 er það sem ég vildi hafa í svona bíl, það er "strókuð" 350 með því að nota sveifarás úr 400 vél, meiri slaglengd=meira tog. Chevy setti þær aldrei í neinn bíl en selur þær samt sem aukahlut.
En þessi guli er sérlega falleg fimma.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá juddi » 29.okt 2010, 09:47

Halda mótornum hitt er bara vesen þarf að skipta út kassanum ofl og auka þyngd settu bara 4 hólfa millihedd og tor, síðan einhvern skemtilegan knastás svo er spurning um pústkerfi og kveikjukerfi svo er FORD það eina rétta í svona græju ef lengra er haldið má fara í álhedd ofl
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Willys, Cj5

Postfrá Dodge » 29.okt 2010, 11:02

Einar wrote:
jeepcj7 wrote:Málið er að það er í flestum tilfellum mikið ódýrara að ná afli út úr stærri mótor og minna viðhald líka. ;)

Já það er líklega gild röksemd en ég held að ég myndi samt fara "Small Block" leiðina til að spara þyngd.
Chevy 383 er það sem ég vildi hafa í svona bíl, það er "strókuð" 350 með því að nota sveifarás úr 400 vél, meiri slaglengd=meira tog. Chevy setti þær aldrei í neinn bíl en selur þær samt sem aukahlut.
En þessi guli er sérlega falleg fimma.


Ég mundi nú mæla með öllu öðru en 383 letta ef á að fara í stroker smallblock.
351 Windsor og 360 Chrysler eru í fyrsta lagi léttari og bjóða líka uppá mun stærri strókerkit.
Það er meiraðsegja hægt að fá yfir 390 kúbika stróker í 318 chrysler.

En auðvitað er alltaf tegundapólitíkin sem ræður :)


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá Stjáni Blái » 29.okt 2010, 11:37

Ætli það sé samt ekki best að notast við SBC útaf það er tiltörulega gott að fá í hana varahluti hér heima, Veit nú ekki til þess að það séu t.d. til álhedd á SBM í stórum stíl hér heima, þó svo að þau gætu vissulega verið til í Fordinn.
Ef menn ætla að fara í stórt kúbik í small block er lang best að gleyma þessu 383 dæmi strax og fara bein í 400 Cid SBC, Hana má stróka í 434 og ætti það að vera allgott í svona jeppabúr. Þó svo að það sé vissulega ekkert vitlaust að nota bara þessa vél sem er í honum núna ef hún er í góðu standi og er sanngjörn á eyðsluna, Því ég get nú ekki ýmindað mér að hann sé sprækur með henni... Þetta hefur þó vissulega sína kosti og galla. Bara eins og flest allt :)

Kv.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Willys, Cj5

Postfrá Einar » 29.okt 2010, 13:34

Stjáni Blái wrote:Ef menn ætla að fara í stórt kúbik í small block er lang best að gleyma þessu 383 dæmi strax og fara bein í 400 Cid SBC, Hana má stróka í 434 og ætti það að vera allgott í svona jeppabúr. Þó svo að það sé vissulega ekkert vitlaust að nota bara þessa vél sem er í honum núna ef hún er í góðu standi og er sanngjörn á eyðsluna, Því ég get nú ekki ýmindað mér að hann sé sprækur með henni... Þetta hefur þó vissulega sína kosti og galla. Bara eins og flest allt :)

Kv.

400 Small Block Chevy er þekktur vandamálagripur vegna kælingar. Mér var sagt að það væri vegna þess að það væri orðið svo stutt á milli stimpla að það hefði orðið að minnka vatnsgangana á milli þeirra og þess vegna mætti lítið út af bera með kælinguna. 383 er með 350 blokk og þar er þetta vandamál ekki til staðar.
289 Ford vel stillt og í lagi ætti að geta verið ágætlega spræk í svona léttum bíl þú að það megi að sjálfsögðu alltaf bæta við í hesthúsið.

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 31.okt 2010, 16:58

Gaman að sjá mismunandi skoðanir hjá ykkur og efast ég ekki um að ég geri eitthvað að þessu sem að ofantalið er. Hins vegar finnst mér alltaf jafn skondið þegar menn tala um að ég sé með litla vél í 1500 kg bílnum mínum þegar hún er 4,7l. Það virðist sem að Willysar eiga annað hvort að vera algjörlega original með ekkert afl eða með ofur kraft sem fáir fjöldaframleiddir bílar geta keppt við, a.m.k. afl vs. þyngd :)
Stjáni Blái wrote: Því ég get nú ekki ýmindað mér að hann sé sprækur með henni...

Þetta "quote" finnst mér því kostulegt.

En þá er komið að annarri spurningu, það er um hásingar. Hvað finnst ykkur sæma þessum bíl þannig að hann haldi léttleikanum en fái styrk og auðvelt viðhald. Þegar ég meina auðvelt viðhald þá meina ég að ég geti keypt varahluti í þær annað en ég get gert núna fyrir núverandi hásingar.. Einnig mega þær ekki vera of breiðar svo að hann missi original-lúkkið algjörlega.

Mín lausn er að henda undir hann LC 70 hásingar, sem gefur mér a.m.k. hásingar sem eru í réttri breidd fyrir kantana mína. Hann er frekar kiðfættur finnst mér að aftan, munstrið er um 2" innan við kantana hvoru megin. Þar sem að LC hásingarnar eru á milli 55"-56" þá ættu þær að smellpassa þar sem að núverandi hásingar eru 51". Þá passar hann líka örlítið betur í för, sem að hefur verið mjög pirrandi vandamál. Að lokum eru kúlurnar líka réttu megin og hlutföllin fara úr 5.38 í 4.88.

Hvað segja menn?


ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Willys, Cj5

Postfrá ToyCar » 31.okt 2010, 19:51

Ég flutti inn hásingar undan 2006 Rubicon undir minn 1991 Wrangler. Dana44, orginal með læsingum, gormaplöttum og festingum fyrir 4link fjöðrunarkerfi. Þær eru með diskabremsum.

ps. Þetta er mjög fallegur bíll hjá þér... ég myndi mála aftur svona svart á húddið eins og hann var áður, finnst það koma vel út á honum. Brýtur aðeins upp gula litinn.

kv,
Ágúst.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 31.okt 2010, 22:32

Já það væri náttúrulega draumurinn, en þá er hann orðinn svolítið mikið breiðari og breytist heildarlúkkið töluvert, hugsanlega of mikið.

Hvað kostaði þessi drauma-pakki annars fyrir þig, svona gamni? Hversu breiðar eru þær, 60"?


arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: Willys, Cj5

Postfrá arntor » 07.nóv 2010, 09:50

thessi er alveg stórglaesilegur, ekki allir bílar sem standa undir svona gulum lit;)


PalliP
Innlegg: 50
Skráður: 04.mar 2010, 18:52
Fullt nafn: Páll Pálsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá PalliP » 23.nóv 2010, 13:46

Stórskemmtileg umræða um vélamál að sjálfsögðu.
Hvað er að því að hafa Fordinn í? Þetta eru góðar vélar og léttar. Ef þú vilt stækka mótorinn og gera kúnstir að þá duga hásingarnar ekki og heldur ekki LC70 hásingarnar.
Notaðu þetta svona, settu þessar LC70 hásingar undir, afturkúlan er á réttum stað fyrir þig og þú hefur aðgang að notuðum varahlutum í 20ár í viðbót. Mér finnst þetta sniðugt að nota japanskar hásingar því það gengur betur að hafa þær þéttar fyrir vatni en þessar gömlu frá USA.
Svo ef þú ætlar að tjúna, myndi ég nota Windsor, hann passar í og er mjög sterkur, er ekki síðri vél en 350sbc en það er ekkert erfiðara er að fá tjún dót í hana en þú ert ekkert að tjúna á hverjum degi svo það þarf bara að kaupa inn í hana einu sinni og vanda þá valið.

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 26.nóv 2010, 17:14

Já líst vel á þessi framtíðarplön PalliP :)

(Fyrir þá sem að nenna ekki að lesa neðanritaðan texta þá er ég einfaldlega að spyrja hvaða læsingu ég ætti að fá mér sem kostar ekki endalaust mikið ;) )

Þá er það eitt sem að mér sárlega vantar en það eru læsingar. Hvað myndu menn gera í þeim málum? Ekki má þetta nú kosta skelfilega mikið þar sem að ég er nú einungis námsmaður. Þessar hásingar sem undir fara, koma undan LC 70, 2,4 turbo disel og ætla ég nota næstu mánuði til afla mér upplýsinga um hvaða læsing henti bílnum og veskinu best.

Nú hef ég ekki mikla reynslu varðandi læsingar en eitt og annað les maður og heyrir. Hef lesið mér til um torsen læsingar og þar virðist vera læsing sem að er fremur ódýr og án nokkurs viðhalds. Hún að vísu læsir kannski ekki eins og no-spin á ögurstundu en virðist geta mun betur en venjuleg tregðulæsing.

Ég var sjálfur með original tregðulæsingu í cherokee á 37" og lenti nokkrum sinnum í kröppum dansi á 90 km/klst algjörlega upp úr þurru ef hálka var og horft var út um hliðargluggann til að sjá hvert bíllinn var að fara.. Vil helst ekki lenda í slíku á enn þá styttri bíl auk þess að tregðulæsingin sveik alltaf ef maður náði að festa sig.

Af sömu ástæðu vil ég vil helst ekki no-spin eða álíka þar sem að mér er sagt að það gæti verið enn þá varhugarverðara í akstri, ekki síst fyrir bíl sem að er rétt um 216 cm á milli hásinga... eða hvað? Á móti þá bregðast þær ekki ef þær eru í lagi og eru ódýrar.

Nú og að lokum eru það jú manual-læsingar: Barka-, rafmagns- eða loftlæsing. Það er jú draumurinn og klárlega framtíðin en eru ansi dýrar og alls ekki viðhaldsfríar.

Hvað segja menn um að maður fái sér torsen læsingu? Þær virðast virka vel hjá einum sem er á þessu spjalli sem á cherokee.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=19&t=57

Eða er það bara bull og á maður að kaupa sér notaða rafmagnslæsingu og breyta fyrir loftlæsingu? Hvað kostar þannig pakki?


PalliP
Innlegg: 50
Skráður: 04.mar 2010, 18:52
Fullt nafn: Páll Pálsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá PalliP » 26.nóv 2010, 22:01

Það er ekkert vitlaust að nota tregðulæsingu ef þú færð hana ekki gamla og slitna. Ég myndi þá nota hana að framan, og reyna að redda rafmagnslás að aftan sem kemur orginal í Hilux dc frá 1991 til 2005, hann má fá fyrir 30-40 þús. Svo þarf að færa hlutfallið á milli, ég myndi svo fá lofttjakk til að læsa í stað rafmagnsmótorsins. Það einfaldar allar tengingar og rafmagnsmótorinn er hvoerteðer ekki í lagi í 90% tilfella.
Kv.
Palli

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Willys, Cj5

Postfrá Kiddi » 27.nóv 2010, 13:46

Mig minnir að ég hafi heyrt að Ljónin taki um 30 kall fyrir að setja lofttjakk á

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Willys, Cj5

Postfrá Hjörturinn » 27.nóv 2010, 14:31

Sælir.

Stórglæsilegur bíll hjá þér!
En varðandi læsingavalið þá hef ég alltaf verið mjög hrifin af sjálfvirkum tregðulásum, átti Hilux með diskalása að framan og aftan og þetta virkaði bara alveg prýðilega fyrir 98% tilfella, steinheldur kjafti og ekkert vesen með loftslöngur eða rafmagnsmótora...
Svo má líta á það sem kost finnst mér að þeir svíkja undir miklu álagi, í staðinn fyrir að brjóta eitthvað.

bara mín 5 sent.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 02.des 2010, 20:59

Já þetta eru áhugaverða pælingar félagar. Fer líklegast í manual lás að aftan en venjulega tregðulæsingu að framan til að byrja með.

Þegar ég prufa að googla tregðulæsingu, þá er mikið talað um torsen (tregðu)læsingar, eins og TrueTrack, í USA.

Hafa menn engar sögur um þær? Nú veit ég alveg hvernig hún virkar en það virðist vera lítil reynsla á Íslandi varðandi notkun á þeim, a.m.k. er lítið skrifað um þær miðað við venjulegu tregðulæsinguna en skv. lýsingum á getu torsen þá virðist hún vera ögn betri. Ekki síst ef menn nota bremsutæknina (sem reyndar virkar að einhverju leyti líka fyrir venjulega LSD).

Þá má nefna það að hún er enn þá töluvert ódýrari en manual læsing, án viðhalds, má nota venjulega olíu og tregðan minnkar ekki með notkun eins og í venjulegri tregðulæsingu þegar diskarnir "eyðast".

Ef einhvað má marka þenna texta um torsen á þessari vefsíðu þá er vert að skoða þessa lása ef menn vilja ekki no-spin og eiga ekki fyrir og/eða vilja sleppa við viðhald á manual læsingum.
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/drifgr/lasindex.htm

Ausið nú úr viskubrunni ykkar félagar!

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 11.jan 2011, 17:48

Það er greinilegt að fáir hafa reynslu af torsen.... fékk jú fyrir nokkru póst frá einum sem sagðist vera hæst ánægður með sinn lás að aftan í Blazer K5. Fínn í beygjum en heldur þó alltaf spennu.

Nú er ég að spá í að fá mér hús á hann, blæjan er orðin meira en 30 ára, stökk og ég treysti henni ekki í mikinn vind. Auk þess myndi er hún ekki mikil fyrirstæða fyrir almennilegum skafrenningi get ég ímyndað mér.

Mig langar rosalega til að útbúa hús á hann sem væri aðeins líflegra en þessi venjulegu hús. Ekki hafa toppinn sléttan heldur með hækkun nálægt miðju líkt blæjuútlitinu. Einnig að hafa afturhliðina með sama hliðarhalla og blæjan.

Image
Hérna er hann venjulegur með blæjuna. Reyndar teiknaði ég inn á þessa mynd til gamans toppgrind fyrir kayak eða skíði, efast um að ráðast á gluggastykkið þó eins og myndin sýnir..

Image
Svona myndi ég vilja hafa húsið í grófum dráttum. Hliðarnar væru að mestu beinar en með mjúkum hornum að aftan og því "auðveldari" í framkvæmd. Hurðirnar myndu leggjast inn í húsið betur ólíkt því sem þær gera í dag, þannig að hann yrði mun þéttari.

Vil helst hafa þetta sem blæjulegast og setja blæjudúk yfir húsið til að fá svona matt lúkk á það. Hins vega á eftir að ákveða hvernig þetta verður gert og erum við feðgar í upplýsingaleit og samræðum við ýmsa reynslubolta varðandi efni og framkvæmd.

Hins vegar langar mig til að fá smá umræðu hérna hvað menn myndu gera og hvort einhverjir viti af myndum til að skoða af svipuðum verkefnum.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Willys, Cj5

Postfrá jeepcj7 » 11.jan 2011, 19:23

Sæll
Svona er húsið á mínum gamla aftari hluti topps er beinn og svo er smá halli fram í gluggastykki það er úr járni og venst bara vel fyrst ætlaði ég að skera það af og henda en núna er hugmyndin að taka það af og gera það áboltanleg einhvern tíman þegar dugnaðurinn fer að angra mig. :o)
Image

Með torsen þá var það alveg snilldarlás meðan hann virkaði sem því miður var ekki mjög lengi með stórum hjólum.
Finnst ekkert fyrir þessu í stýri og virkar svo lengi sem hjólið er á jörðinni og ef það fer á loft er hægt að láta hana taka með að tipla á bremsu til að gera þvingun,en þessir lásar eru ætlaðir fyrir 33" og minni dekk og slitna hratt og brotna með stærri dekkjum.
True trac lásinn þekki ég ekki en á að vera sterkari og ef rétt er þá er það alveg glæsilegt,örugglega fínn lás virkar víst alveg eins og torsen.
En ef lásinn á að virka alltaf án undantekninga færðu þér nospin. :o)
Heilagur Henry rúlar öllu.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá juddi » 11.jan 2011, 20:31

Þú getur sprautað húsið með grjótmassa til að fá áferðina og sprautað svo yfir með möttu eða hálfglans lakki
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Willys, Cj5

Postfrá Einar » 11.jan 2011, 21:27

Persónulega finnst mér fimmurnar alltaf fallegastar með gömlu Egilshúsunum eða einhverju í þeim stíl.
http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=3680

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 12.jan 2011, 08:48

Hrólfur þetta er svona í grófum dráttum svipað og ég er að pæla, nema þá að hafa það sem líkast blæjunni sem ég hef núna og láta afturhlutann síkka aftur og hafa hliðargluggana beina næst hurðunum en með halla afturhlutans að aftan. Svona myndi þá glugginn vera á þínum bíl skv. mínum hugmyndum, breytti hliðarglugganum og síkkaði afturhlutann á húsinu örlítið, síkkunin sést frekar illa út af hvíta litnum að framan. MS paint er skemmtilegt ;)
Image

Hrólfur er húsið alveg til friðs í ójöfnum? Glamrar ekkert í því? Hvernig er það fest við skúffuna og gluggastykkið?

juddi wrote:Þú getur sprautað húsið með grjótmassa til að fá áferðina og sprautað svo yfir með möttu eða hálfglans lakki

Það er sniðugt, hef það í huga.

Einar wrote:Persónulega finnst mér fimmurnar alltaf fallegastar með gömlu Egilshúsunum eða einhverju í þeim stíl.
http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=3680

Mig langar til að hafa þetta aðeins líflegra, með léttara yfirbragði og nær blæjulúkkinu, þó að ég efast ekki um að margir hafi taugar til þessara húsa ;)

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 08.feb 2011, 21:02

Jæja loksins kom örlítill snjór og þá fór maður af stað. Sem betur fer þurfti ekki að fara langt til að lenda í ævintýrum og því var Þúsundvatnaleiðin á Hellisheiðinni valin auk þess að fara gamla línuveginn bak við Litlu Kaffistofuna.

Willysinn minn virkaði, þó ég segi sjálfur frá, alveg ofboðslega vel þrátt fyrir driflæsingaleysi, meira að segja festust 3 bílar í förunum mínum þar á meðal 44" björgunarsveitarbíll. Færið var jú hagstætt fyrir létta bíla ;)

Læt myndirnar tala...

Image
Byrjað á línuveginum..

Image

Image

Image

Image

Image
Toyotan pikkföst enda á maður að festa sig í jeppaferðum ;)

Image
Verið að leita að veginum á Hellisheiðinni rétt fyrir ofan Skíðaskálann.

Image
Ég fastur enda án læsinga...

Image
Komið að Hengladalsá

Image
Þetta var skemmtilegt þar sem að ís brotnaði undan framdekkjunum og hann sat fastur með stuðarann á árbakkanum og dekkin hangandi yfir litlum læk undir snjónum, sést illa á myndinni reyndar..

Image

Image

Image


olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Willys, Cj5

Postfrá olistef » 08.feb 2011, 21:48

Flottur bíll og fínar myndir.
Mig langar að spurja, hvar lést þú bólstra bílinn?
Kveðja Óli

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 08.feb 2011, 22:01

Já takk fyrir það Óli, hann var bólstraður hjá Bílaklæðningum á Kársnesbraut, tala við Ragnar Valsson. Hann sá um stólana en Lystadún Marco sá um hurðarspjöldin og hjólskálarnar.

http://ja.is/u/bilaklaedningar/
http://ja.is/hradleit/?q=lystad%C3%BAn-marco


haukur p
Innlegg: 142
Skráður: 01.feb 2010, 17:12
Fullt nafn: haukur pétursson

Re: Willys, Cj5

Postfrá haukur p » 08.feb 2011, 22:32

flottur bill hjá þér
kv haukur sem var á rauðu pæjunni
180325_10150183192024676_816279675_8868929_6331102_n[1].jpg

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 08.feb 2011, 22:50

Haha fyndið að hitta þig hérna líka, það var flott að fá að vera í samfloti með þér :) Var einhver sérstök ástæða fyrir því að þú snérir við með Grandnum? Við fórum alla leiðina, var býsna erfitt á köflum en frekar létt eftir að við komum að Hengladalsánni.

Þú varst nú helvíti duglegur þarna, ertu læstur að aftan?

Kv,
Þorsteinn Snæland


haukur p
Innlegg: 142
Skráður: 01.feb 2010, 17:12
Fullt nafn: haukur pétursson

Re: Willys, Cj5

Postfrá haukur p » 08.feb 2011, 23:09

heirðu já ég var með stubbana með mér og voru þeir ornir nett pirraðir þannig að ég fór bara heim.ég er bara ekki klár hvaða læsing er í þessum bilum en ég er bara nokkuð sáttur við hann.er orginnal 4.88 hlutföll

User avatar

Höfundur þráðar
Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Willys, Cj5

Postfrá Snæland » 28.nóv 2012, 13:13

Í sumar fékk ég loksins sílsapúst sitthvoru megin. Núna er hann með almennilegt hljóð og opið púst en það virðist vera erfitt fyrir mig að ná hljóðinu réttu á. Mun reyna að setja inn betri hljóðupptöku seinna á ferð. Hérna er þó fyrsta tilraun:

Fyrir þá sem vilja fara beint á youtube: http://www.youtube.com/watch?v=1YaiPVL9KF0

[youtube]1YaiPVL9KF0[/youtube]


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Willys, Cj5

Postfrá kolatogari » 28.nóv 2012, 13:55

hljómar eins og fínasta trilla.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir