Síða 1 af 3

Nissan Patrol 46'' 4.2lc Haustverkinn Hafinn...

Posted: 25.des 2013, 15:31
frá Ásgeir Þór
Jæja Langaði að Prófa gera þráð um jeppan sem ég eignaðist í Febrúar í fyrra. Þegar bíllin var skoðaður var það gert frekar illa og komu margirgallar í ljós þegar betur var aðgáð og var ekki allveg sagt rétt um allt við sölu, en það þýddi ekki að tala um það heldur bara gera við hann.

Spec um bílinn :

Nissan Patrol

Árgerð : 1994

Vél : 4.2 1hd-t Toyota 6cyl diesel.

Breytting : 46'' breyttur, 19'' breiðar felgur með krana og tveimur ventlum.

Hlutföll : 5:42

Orginal Aftulás virkur

Arb framlás með Arb loftdælu

Reimdrifinn Aircondition loftdæla + 10l loftkútur

3'' ryðfrítt sílsapúst

Subaru 1800 bremsudælur að aftan með handbremsu juniti.Það sem gert var í sumar 2013 :


-- Grindinn í honum var handónýtt og illa ryðbætt svo ég fann mér aðra stráheila og skipti um hana

-- Síkkaðir voru stífuvasar fyrir framstífur og afturstífurnar en á eftir að ganga í það verkefni að síkka skástífurnar.

-- Bíllinn er hækkaður að aftan um 10cm klossa, en framan er einungis 3cm klossar og einhverjir aðrir gormar sem ég eiginlega veit ekkert undan hverju það kemur. Ákvað ég að boddyhækkan ekki en ég var búin að lesa um það í mörgum þráðum að það væri ekki vænlegt til endingar.

-- Stýrismaskínan lak heiftarlega þegar ég fékk bílinn svo reddað var annari.

-- Þegar ég fór fyrsta prufurúntin utanbæjar á honum kom í ljós að gírkassin var að hrynja 5 gírinn var ekki keyranlegur svo reddað var öðrum gírkassa og skipt um.

-- Smíðað var prófílbeisli að framan. Og smíðað bút til að hengja spotta í, einnig setti ég númeraplötuna á prófíl og stakk henni í beislið, það verður víst að nota þetta eitthvað. Svo er komið Prófílbeisli að aftan og einhver járnstubbur fyrir drullutjakk.

-- Afturljósum var skipt út þar sem þessi bíll kom með öllum ljósum í stuðara þá voru öll perustæðin ónýtt af drullu og svo hafði einhver farið að mixa þau þegar öryggi fyrir bremsuljósin sprungu. Svo ég henti mér út í verslunina trukkin á Akureyri og keypti mér fín díóðuljós sem ætluð eru á kerru og kom þeim fyrir í afturstuðara, en kosturinn sem mér fannst við þessa lausn er að það eru engin opin perustæði á því og vonandi minni afturljósavandamál. Þetta var ódýrari lausn en að panta afturljós með öllu upp í boddy á ebay, en það var rándýrt dæmi.

-- Skipt var út framljósum vegna ryðgaðra botna í þeim og einnig var búið að setja xenon sem ég var fljótur að rífa úr þetta drasl, þetta bæði lýsti ekki neitt og annað kjósið datt annaðslagið út og skipti ekki úr háa í láa geislan og eitthvað svo venjulegu perurnar fengu mitt atkvæði.

-- Skipt var um kross í framdrifskafti niður við framdrif og allt smurt.
-- Skipt var um olíu á öllum kössum þar sem eitthvað hafði komist þar inn vatn og einnig skipt á drifum líka.

Boddy :

-- Þegar ég reif allt inn úr boddy kom í ljós að bílstjóragólfið var ónýtt og lélegar kítti, álplötur og boddyskrúfur heldu boddyfestingu undir bílstjóranum saman. Og síðan komu mörg önnur göt í ljós svosem í hjólaskálum og allstaðar um gólfið en taldi ég um 20 göt í heildina. Einnig sat boddyið ekki almennilega að framan og var húddið alltaf á hreifingu þegar maður keyrði hann.

-- Boddyíð var híft upp í loft á skúr og farið að ryðbæta en ekkert kom til greina annað en að sjóða og var soðið í öll göt, skipt um boddyfestingar undirbílstjóranum og farþeganum að framan allveg.

-- Skipt var um bæði innri og ytri sílsa allveg, en þar sem sílsin var bara orðin lélegur allstaðar fannst mér mjög líklegt að hann væri byrjaður að ryðga innan frá einhverstaðar annarstaðar.

-- Skipt var um frambretti bílstjóramegin en mig vantar enþá hitt frambrettið.

-- Smíðuð voru innribretti úr gúmmí sem verður bara að koma í ljós hvernig þau endast.

-- Svo var tók ég öll teppin og þreif þau vel háþrýstiþvoði með sápu áður en þau öll voru aftur sett í.

-- Sílsar og inní var allt málað núna svart, grunnað fyrst, kíttað yfir allar suður og gengið vel frá öllu og svo málað svart. Síðast skellti ég svo glæru yfir til að verja þetta betur.

-- Síðasta umferðin var svo skellt grjótkvörn frá wurth yfir allt.


Aukahlutir :

-- Hella 4000 kastarar með 100w peru að framan ásamt parki

-- 18w Led ljós sem ég ætlaði sem bakkljós en setti þau að framan núna bara til að prófa, set þau að aftan seinna.

-- Ein gömul cb sem virkar þó

-- Aukarafkerfi var komið fram í húddi, sá kassi var svosem bara frumraun mín og kemur í ljós hvernig hann mun koma að notum, en það er ekkert meira pirrandi en að hafa rafkerfi út um allt í bílum. Innvols : 5. relay, öryggjaböx, og stórar deiliskinnur fyrir jörð og svo rafmagn.

-- Svo til gamans fékk ég á hann skyggni og þurfti að smíða það smá til svo það passaði almennilega. Einnig tók ég þar sem ég átti allveg auka sett af rúðum og dundaði mér að filma þær.


Framtíðarplön :

-- Nýja dempara hringinn.

-- Síðan nátturulega einhverntíman low – gír og fleira dýrt dót.

Lítið er til af myndum í sumar þar sem myndavélin virtist ekki vera til staðar. En ég er ekki voðalega tæknivæddur og ætla prófa setja hérna inn nokkrar myndir sem ég tók svona í restina. Megið endilega láta mig vita hvort myndirnar virki.

--Endilega setjið út á allt ef ykkur langar, en þetta er fyrsta uppgerð á bíl sem ég hef farið í og reyndi maður að gera sitt besta.


kv. Ásgeir Þór

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 25.des 2013, 18:48
frá helgierl
Sýnist þú vera að bjarga þessum bíl frá eyðileggingu sem annars hefði blasað við. Gott framtak.

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 25.des 2013, 19:15
frá dorijons90
sæll eg var að lesa þennan flotta pistil hja þer sem er herumbil skrifaður ur minu hjarta :) eg lenti i að kaupa svona bil sem var allt tipptopp og svo þegar var byrjað að rifa til að laga og eg endaði með að skifta um grind og svo nyja silsa og margt annað :)

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 25.des 2013, 19:17
frá dorijons90
fekst öruglega styrisdæluna hja mer :)

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 25.des 2013, 19:47
frá Ásgeir Þór
Takk fyrir þessi svör. En já bíllin virtist hafa lifað sýna tíð í reykjavík eða allavega einhverstaðara í salti og var botnin því svakalega illa farin.

Annars er ég með spurningu til patrol manna hér þar sem ég er í hraðamælisveseni í augnablikinu, þetta er semsagt rafmagnsmælir ekki barki, júnitio sem er utan á millikassanum virkar en samt kemur ekkert á hraðamælinn, eru pungarnir sem eru þarna utan á mikið í því að bila eða hvað gæti þetta verið ?

mbk. Ásgeir Þór

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 25.des 2013, 22:31
frá Kárinn
veit um allnokkur atvik þar sem mælaborðið sjálft bilar... hef nokkrumsinnum þurft að skipta um þau í bílum sem ég hef átt, hef hinsvegar ekkert skoðað hvað veldur gætu verið einhverjar lóðningar eða eitthvað sem eru að losna upp eða slíkt

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 26.des 2013, 01:02
frá Subbi
Laglegur

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 26.des 2013, 14:55
frá jongud
Ásgeir Þór wrote:... Þegar bíllin var skoðaður var það gert frekar illa og komu margirgallar í ljós þegar betur var aðgáð og var ekki allveg sagt rétt um allt við sölu, en það þýddi ekki að tala um það heldur bara gera við hann.


Maður lendir í svona ekki nema einu sinni, Þegar ég keypti einu sinni jeppa á bílasölu rak sölumaðurinn upp stór augu þegar ég mætti með vinnusamfesting, vasaljós, segul og minnisblokk og byrjaði að skríða undir og um allann jeppann.

Re: Nissan Patrol 38''

Posted: 26.des 2013, 17:15
frá Ásgeir Þór
tja já, þessi mistök voru dýr og aðallega í tíma. Tekur hrikalegan tíma að ryðbæta. Held ég taki þessa aðferð þína næst við skoðun á bíl, mest megnis grindarinnar gömlu fór í sundur þegar farið var með skrúfjárn undir bílinn...

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 27.jún 2015, 15:20
frá Ásgeir Þór
Jæja töluvert gert síðan síðast það sem er nýtt :

-- 5:42 hlutföll ásamt nýjum legum og pakkdósum í drifum

-- aircondition dælan komin í bílinn þarfnast smá lokafrágangs

-- bíllinn boddyhækkaður um 2''

-- 44'' kantar settir á hann þó í öðrum lit en stefni á heilsprautun seinna

-- 16'' Felgur sandblásnar og breikkaðar í 19,5''

-- Á næstunni er svo hásingarfærslur og hækkun svo bílinn verði keyrandi á 46''

Læt nokkrar myndir fylgja af mátun og byrjun á smíð á nýjum stífuvösum.

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 27.jún 2015, 18:05
frá Magnús Þór
vígalegt.

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 27.jún 2015, 19:24
frá Valdi B
hann kemur vel út á 46" en þarftu ekki að hækka hann eitthvað ?

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 28.jún 2015, 00:41
frá alex-ford
þetta er ekkert smá vigalegur patrol hjá þér

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 28.jún 2015, 22:57
frá Ásgeir Þór
Jú það var ekki mikill beygjuradíus eins og hann er svona þannig að hækkun um 13cm í viðbót og hásingarfærslur bæðu aftur og fram..

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 05.júl 2015, 14:57
frá Ásgeir Þór
Jææja smá uppfærsla gerist hægt og rólega en það sem ég er búin að gera

-- Færsla framhásingu fram um 5 cm og búin að færa gormaskálina líka fram um 5cm og niður um 9.5cm en mér finnst voðalega leiðinlegt þegar menn sleppa því og gormarnir eru skakkir fram mikið.

-- Smíðaði og setti nýja framstífuturna sem gera ráð fyrir 24cm heildarhækkun

-- Smíðaði afturstífuvasa sem færa afturhásinguna aftur um 3cm

Læt nokkrar myndir fylgja þetta eru þó bara lélegar símamyndir

Á næstunni er að setja upphækkun fyrir stýrisstöngina á liðhúsið og færa þá skástífuna upp í samræmi við það en svo þegar því er lokið fer ég að smíða ný gormasæti að aftan og græja hann þar.

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 01.sep 2015, 20:24
frá Ásgeir Þór
Jæja þá er þessi kominn af stað 46'' breyttur, ég er enn að glíma við gríðarlega jeppaveiki sem stendur sem hæst á rúmum 50km hraða en mig grunar að ég þurfi að setja í hann stýristjakk til þess að losna við hana, nýjar skástífufóðringar eru í öllu og ekkert slag í stýrisendum. Rann í gegnum skoðun athugasemdalaust svo ákvað að skella 38'' undir og fara á hreindýr.


En það litla sem búið er að gera :

--Færa framstuðara fram um 10cm ásamt að smíða álpall á milli boddy og bíls.

-- skipt um skáskífufóðringar að framan og aftan

--Samsláttarpúðar settir allan hringinn

--framhjólalegur teknar og þrifnar og smurðar upp á nýtt og skipt um pakkdós í framhásingu.

--Einnig öxuldró ég hann að aftan þar var komið los á rónni sem hélt legunni svo ég smurði í hana og herti betur upp á og skipti um pakkdós og það virðist enn vera í fínu lagi eftir rúmlega 1000km akstur.

--skipt um togstöng og sett togstöng með stillanlegum enda

--Að lokum var svo allur undirvagnin tectilaður að lokum..

-- Skipt og sett lengri bremsuslöngu að aftan

-- bremsuslanga að framan færð og lagt nýtt rör að henni


Það sem á eftir að laga fyrir veturinn er :

-- að stytta demparana aðeins þeir slá saman

-- síkka samsláttin meira að aftann

-- búa til nýja þverstífu af framan beina í von um að losna við jeppaveikina

-- lengja drifskaftið að framan, eru spacerar á því núna og það víbrar of mikið ekki nægilega vandaðir.

-- og að lokum setja stýristjakk en þá vonast ég til að losna við jeppaveikisvandamálið fyrir fullt og allt.

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 01.sep 2015, 23:46
frá grimur
Þessi samsvarar sér bara ansi vel á 46". Fínt verkefni, en svaka vinna í þessum bíl...ég verð að hrósa því. Vel gert.

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 26.okt 2015, 05:58
frá gummiwrx
Flottur! Mátt henda á mig línu ef hefur einhvern hug á að losa þig við hann eða langar yngja uppí breittan y61 :)
(Einn bjartsýnn)

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 21.nóv 2015, 00:16
frá Ásgeir Þór
Jæja smá dund síðustu daga, en ákvað að taka allar þynnurnar undan spindillegunum í von um að jeppaveikin lagist. Í leiðinni smíðaði ég beina þverstífu að framan í staðin fyrir þá bognu og þar voru fyrir nýjar fóðringar. Einnig er búið að fá í hann stýristjakk sem ég er að dunda mér að setja stýrisenda á og svona áður en ég set hann í. Vona svo að hann geti farið að keyra fljótlega án vandræða á 46''... :)

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 01.jan 2016, 15:39
frá Ásgeir Þór
Jæja þá hefur þessi sigrað jeppaveikina af mestu leyti þar sem styristjakkurinn reddaði öllu en i hann fór öflugur tjakkur með 20mm stáli.

Skrapp svo i gamlársruntar sem hleypt var ur niður i 3psi og virkaði billinn vel i alla staði.

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 01.jan 2016, 15:43
frá Ásgeir Þór
...

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 01.jan 2016, 18:43
frá Óttar
Flottur bíll hjá þèr . ég mundi skoða loftkút úr touareg eða sambærilegan.

Re: Nissan Patrol 38'' Uppfærsla á leið á 46''

Posted: 21.jan 2016, 21:00
frá Finnur
Þessi er flottur hjá þér.

Re: Nissan Patrol 46'', Update Líffæragjafin fundinn...

Posted: 21.feb 2016, 19:27
frá Ásgeir Þór
Jæja lítið að gerast í þessum annað en að jeppast smá. Fann um daginn líffæragjafa sem reyndist vera lc80 sem ég reif og er stefnan á að nota 4.2 vélina úr honum í patrolinn og ætla ég mér að setja hana ofaní húddið í sumar.

Þessi vél kom með sjálfskiptingu en eins og staðan er í dag hikst ég nota H55 gírkassa sem kemur í lc60 bifreiðunum þar sem erfitt er að finna lc80 kassa. Ég er að gæla svo við að nota kúplingshús og svinghjól af 4l 70 krúser en það passar. Vonandi kemur lógír þar aftaná en það er allt í skoðun ;)

Það sem er áætlað að gera við vélina sjálfa er að skipta um stangalegur, yfirfara túrbínu og skipta um tímareimasett, annars var hún í góðu standi og hrökk í gang eins og sönn toyotu vél.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 21.feb 2016, 19:54
frá olei
Ég mæli með því að þú notir sjálfskiptinguna. Bíllinn yrði allur skemmtilegri bæði á vegi og vegleysum.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 21.feb 2016, 20:10
frá jeepcj7
Ég er alveg sammála Ólafi held þú ættir að gefa skiptingunni séns fyrst hún er til staðar ótrúlega miklu skemmtilegri búnaður sérstaklega í snjó bara vera með örugga kælingu.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 21.feb 2016, 20:21
frá Ásgeir Þór
Ef einhver hér inni kann svo vel að hafa mixað svona skiptingar i patrol ma hann endilega heyra i mer. Mig langar að nota skiptinguna en rafmagnið i kringum hana dregur úr mer kjarkinn að nota hana þar sem þetta er nyrri skipting með meira rafmagni... ;) svo ef þið vitið um einhvern þá væri það alveg magnað.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 29.feb 2016, 20:33
frá Atttto
Getur prufað að heyra í pabba (Þorsteinn 892-2242) hann möndlaði 4,2 cruiser mótor með skiftingu í y61 patrol og notaðist áfram við patrol millikassann.

hann lenti í einhverju rafmagnsbrasi og á að mig minnir allar raf.teikningar af báðum bílum.

svo ef þú hefur í huga að nota patrol millikassan áfram, þá fékk smári í skerpu alla mátana sem þarf til að smíða milliplötuna á milli 80 toy skiftingar og patrol millikassans, ásamt því að hann smíðaði millihólkinn sem þarf á milli. algjör fagmaður þar á ferð.

kv. Atli Þ

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 24.mar 2016, 10:46
frá Ásgeir Þór
Smá jeppaferð síðustu helgi. Kemur virkilega vel út lent i í smá affelgunarvandamáli svo fyrir næsta vetur ætla ég klárlega að líma dekkinn á felgurnar.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 24.mar 2016, 13:22
frá Rellinn
Þetta er flott Ásgeir, Hann er vígalegur svona. Er myndin tekin í Laxárdalnum?

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 24.mar 2016, 16:49
frá Ásgeir Þór
takk fyrir það, Bíllinn stendur á bökkum kringluvatns þarna, skrapp í smá dorgveiði ;)

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 03.apr 2016, 19:34
frá Magnús Þór
Ekkert update ? Er þetta bara eitthver skúradrottning sem er ekki notuð ?

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 16.apr 2016, 20:46
frá Ásgeir Þór
Þvílik skúradrottning rétt hjá þér Magnús... Lánaði bróðir mínum bílinn í smá jeppaferð með Húsavíkurdeild út á flateyjardal um daginn, læt nokkrar myndir fylgja af honum þaðan. Annars er ekkert annað í fréttum en að það er búið að panta stangarlegur og nýjar soggreinapakningar á landcrúser mótorinn sem verður settur ofaní í sumar. :)

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 21.júl 2016, 20:17
frá Ásgeir Þór
Jæja þá er sumarvinnan hafin í jeppanum og er á stefnuskránni að skipta út mótor.

Byrjaði um daginn að rífa allt upp úr og grisja það sem ekki þarf. Og svo hófust smá ryðbætingar við fremst boddy festingar og grindarfestingar. Ætla svo að reyna að vera virkur og henda inn í hvert sinn sem maður gerir eitthvað.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 07.aug 2016, 21:08
frá Ásgeir Þór
Jææja verkið þokast áfram en núna er ég að græja vélasalin áður en ég set vélina ofan í húddið þar sem það þurfti að færa nokkra hluti til svo að tengingar við þá passi betur. Loftsíuboxið þurfti að skipta um sæti við rúðupisstankinn og svo þurfti einnig að smíða stand fyrir hinn rafgeymin sem mun verða í húddinu.En þessar forfæringar eru aðalega gerðar svo að barkar eða tengingar muni ekki liggja út um allt í vélarýminu þegar að þetta verður klárt.

Einnig ætlaði ég mér að setja handbremsu skál af patrol millikassa aftan á millikassan úr landcruiser en það dæmi hreinlega virkaði ekki passaði engan vegin á millikassann. Þess í staðin var fundið frambremsudælur úr subaru 1800 87 árgerð og þær mixaðar að aftan sem var einfaldur leikur. Þær pössuðu hreinlega í patrol kjammana en það þurfti aðeins að snitta tvö göt og svo aðeins að slípa til bremsuklossana. Einnig þurfti að færa demparafestingar örlítið inn að miðju á hásingu vegna þess hve sverari dælurnar úr subaru eru vegna handbremsu dótsins.

Eins og staðan er núna er smá málningarvinna eftir í húddi og einnig að skipta um stanagarlegur í cruiser mótornum áður en vélinni verður slakað ofan í húddið en þetta frestaðist smá vegna þess að ég fékk vitlausar legur í mótorinn.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 23.aug 2016, 10:31
frá Luxarinn
Vígalegur hjá þér!

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 28.aug 2016, 12:37
frá Ásgeir Þór
Jææja verkefnið búið að seinka aðeins en stangarlegurnar sem ég fékk reyndust vera höfuðlegur þegar ég fór að skipta en fékk sendar réttar og skipti svo um og reyndust þær sem ég tók úr eins og nýjar svo mótorinn virðist betri en ég hélt. Fór í gær og tengdi skiptinguna við mótorinn og mátaði í og smíðaði festingar fyrir hann gleymdi þó að taka myndir þegar mótorinn var komin ofan í en læt nokkrar lélegar myndir af nýjum mótorfestingum og breyttum gírkassabita fylgja. næsta mánuð verður svo farið að tengja mótor og skiptingu við orginal patrol rafkerfið.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 28.aug 2016, 15:32
frá Sævar Örn
Þetta er flott verkefni og mér lýst vel á ganginn,

ég var að skoða myndir af bremsunum hjá þér að aftan og mér sýnist þú hafa víxlað dælunum vinstri hægri, loftnippillinn er neðst á dælunni en á að vera í efsta punkt svo loftið rati út

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 28.aug 2016, 18:01
frá Ásgeir Þór
Haha vel tekið eftir Sævar en vegna plássleysis fyrir handbremsu arminn á dælunni neyddist ég til að víxla þeim en annars hefði dæmið ekki gengið upp vona að það muní ekki hafá nein stórkostleg áhrif. Veit að það verður erfiðara að lofttæma en það vonandi reddast.

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Posted: 28.aug 2016, 18:04
frá Sævar Örn
Ég skil hvað þú átt við, hef gert svipað að vísu með skálabremsur á hilux hásingu lét dæluna snúa aftur, en ég einfaldlega lofttæmdi með öxulinn lausann þannig hann væri í réttri stöðu, þú gætir gert hið sama lofttæmt með dælurnar lausar og loftnippilinn upp

áfram í skúrnum!