Land Cruiser 90 '97 38"

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 22.des 2013, 00:29

Ég eignaðist þennan Cruiser í vikunni. Var búinn að leita að svona bíl í síðan í sumar en fann aldrei neitt sem mér leist almennilega á. Frekar lítið úrval og óspennandi (að mínu mati).
En þetta eintak þekki ég ágætlega þar sem að tengdaforeldrar mínir keyptu hann árið 2005 (um það leiti sem ég var að reyna við 15 ára dóttir þeirra) og breyttu honum sjálf. Tengdamamma var þá að vinna í Arctic Trucks og var honum breytt þar.
Fyrir mánuði síðan sló ég upp bílnúmerinu og fann eigandann. Fletti honum upp á facebook og spurði hann hvort hann vildi selja mér bílinn. Jújú það mætti skoða það. Á þriðjudagskvöldið var ég svo staddur í bænum og hringdi í annan Land Cruiser eiganda sem hafði meiri áhuga á því að auglýsa bílinn sinn en að selja hann. Ég bjallaði því í eigandann af þessum og sagði honum að ég væri í bænum og þyrfti að kaupa bíl til þess komast vestur sama kvöld. Ég fór og skoðaði, bauð í hann og klukkutíma síðar var ég á leiðinni vestur á þessum fína Cruiser :) Einstaklega lipur náungi og gott að eiga viðskipti við svona menn.

Þetta er '97 árgerð. Loftlás að framan og rafmagnslás að aftan. 4.88 hlutföll. Nýleg Arctic Trucks 38" dekk á að ég held 14" breiðum felgum. Loftdæla í húddi fyrir dekk og sér ARB dæla fyrir lásinn. Vinnuljós á topp og kastarar á ofsa fínni grind að framan.
Mikið endurnýjaður og vel við haldinn bíll. Enginn aukahljóð né brak. Sjálfskiptingin var tekin upp í vor og mikið dundað í honum undanfarið. Já og svo er í honum aukatankur en ég er ekki klár á stærðinni. Það getur kannski eitthver sagt mér hvað er algengasta stærðin af aukatönkum í svona bílum.
Þetta er svona það helsta. Ég er ekki með nein sérstök plön fyrir hann annað en að halda honum í toppstandi og bóna. Ætla að setja á hann aðra kastara að framan sem ég á til og láta negla dekkin. Já og svo vantar mig VHF stöð og GPS tæki. Allar lagnir og loftnet eru til staðar.

Hingað til er ég alveg hrikalega sáttur. Skemmtilegur og lipur bíll sem er ákkurat það sem ég var að leita að. Ég var ekki að leita að 44" fjallatrukk með hásingu að framan. Þetta er eini bíllinn á heimilinu og verðu notaður mikið í þjóðvegarakstri. Jómfrúarferðin verður farinn í Landmannalaugar í Janúar.

Hér eru nokkrar ómerkilegar myndir.
Image

Image

Image



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá jeepson » 22.des 2013, 01:42

Til lukku með jeppann :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá Brynjarp » 22.des 2013, 02:35

haha ég hefði alveg selt þér jeppann minn fyrir rétt verð.. :D en svona er þetta.En til hamingju með jeppan. lýtur bara vel út sýnist mér ;) Hrikalega skemmtilegir bílar.
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá -Hjalti- » 22.des 2013, 03:45

Flottur bíll og örugglega fjandi góður :)
Síðast breytt af -Hjalti- þann 24.des 2013, 12:17, breytt 1 sinni samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá joisnaer » 22.des 2013, 03:47

verklegur cruiser, finnst þessir bílar alltaf voðalega smekklegir á 38".
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá Doror » 22.des 2013, 03:48

Flottur, til hamingju með þennan.
Davíð Örn

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 22.des 2013, 08:42

Brynjarp wrote:haha ég hefði alveg selt þér jeppann minn fyrir rétt verð.. :D en svona er þetta.En til hamingju með jeppan. lýtur bara vel út sýnist mér ;) Hrikalega skemmtilegir bílar.


Já það er svo þetta með rétta verðið ;) Sá sem ég keypti var allavegana á réttu verði.

En ég þakka hólið. Er rosalega lukkulegur.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá hobo » 22.des 2013, 09:53

Til hamingju, laglegur og vel búinn bíll þarna á ferð.


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá Árni Braga » 22.des 2013, 10:00

Til lukku með hann.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá ellisnorra » 22.des 2013, 10:15

Til hamingju með glæsilegan bíl Stebbi. Nú getum við skotist eitthvað saman á fjöll :)

En með "rétt verð" og "lc90" í sömu setningunni passar bara engan veginn :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 22.des 2013, 10:42

elliofur wrote:Til hamingju með glæsilegan bíl Stebbi. Nú getum við skotist eitthvað saman á fjöll :)

En með "rétt verð" o90" í sömu setningunni passarg "lc bara engan veginn :)


Haha það er alveg hárrétt hjá þér!

En já, hlakka til að fara í ferð með þér og bera hann saman við Cummins monstertruckinn. Eigum við að stefna á aðra helgina í mars?

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 22.des 2013, 10:42

elliofur wrote:Til hamingju með glæsilegan bíl Stebbi. Nú getum við skotist eitthvað saman á fjöll :)

En með "rétt verð" o90" í sömu setningunni passarg "lc bara engan veginn :)


Haha það er alveg hárrétt hjá þér!

En já, hlakka til að fara í ferð með þér og bera hann saman við Cummins monstertruckinn. Eigum við að stefna á aðra helgina í mars?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá ellisnorra » 22.des 2013, 10:47

Ég er að vinna aðra helgina í mars, ég vinn tvær helgar í mánuði og er svo með tvær 5 daga fríhelgar í mánuði, ég er í fríi um páskana :)
Finnum tíma þegar trukkurinn hjá mér er kominn úr skúrnum (sú dagsetning er ókunn)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá íbbi » 24.des 2013, 04:00

til hamingju með þennan gamli, flottur bíll. ég hafði svona bíl til afnota fyrir stuttu (notaði hann bara innanbæjar) og var alveg hissa hvað hann keyrði vel. og hef síðan verið dáldið veikur fyrir því að eignast svona grip.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 24.des 2013, 13:37

íbbi wrote:til hamingju með þennan gamli, flottur bíll. ég hafði svona bíl til afnota fyrir stuttu (notaði hann bara innanbæjar) og var alveg hissa hvað hann keyrði vel. og hef síðan verið dáldið veikur fyrir því að eignast svona grip.


Takk fyrir það. Þessi verður einmitt notaður mestmegnis innanbæjar í Búðardal og í skreppiferðir suður. Eins og er veitir ekki af svona fjallatrukk í snattið ;)

Afturlásinn er að stríða mér. Ætla að fara í lofttjakk eftir áramót.
Er búinn með fyrsta olíutankinn og fyrsta mæling hljóðar upp á 13.8 l/100km. Mér finnst það bara í lagi.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá jeepson » 24.des 2013, 13:40

Já það ætti að nú vera ásættanleg eyðsla. Mældiru hann eftir km teljaranum eða gps?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 24.des 2013, 14:02

jeepson wrote:Já það ætti að nú vera ásættanleg eyðsla. Mældiru hann eftir km teljaranum eða gps?

Km teljara. Hann er alveg 100% nákvæmur. Sem er synd og skömm. Hann mætti telja hraðar svo ég gæti logið að sjálfum mér og fengið lægri tölu ;)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá jeepson » 24.des 2013, 17:12

StefánDal wrote:
jeepson wrote:Já það ætti að nú vera ásættanleg eyðsla. Mældiru hann eftir km teljaranum eða gps?

Km teljara. Hann er alveg 100% nákvæmur. Sem er synd og skömm. Hann mætti telja hraðar svo ég gæti logið að sjálfum mér og fengið lægri tölu ;)


Haha góður :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá -Hjalti- » 24.des 2013, 17:16

StefánDal wrote:
jeepson wrote:Já það ætti að nú vera ásættanleg eyðsla. Mældiru hann eftir km teljaranum eða gps?

Km teljara. Hann er alveg 100% nákvæmur. Sem er synd og skömm. Hann mætti telja hraðar svo ég gæti logið að sjálfum mér og fengið lægri tölu ;)


hendir bara undir hann 33" :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá Ingójp » 25.des 2013, 13:22

Til hamingju með bílinn, Ég hef líka verið að skoða þessa bíla á 38" enda þarf ég ekkert stærra

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 26.des 2013, 23:28

Þá er komin smá reynsla á hann hjá mér í snjó. Virkar mjög skemmtilega verð ég að segja. Ég á samt eftir að fá betri tilfinningu fyrir honum í þungu færi, hef aldrei áður átt sjálfskiftan dísel jeppa. Töluvert ólíkt því sem ég hef áður verið með.
Hugsa ég bæti afkastameiri loftdælu á óskalistann.

Image

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 31.des 2013, 15:03

Var aðeins að dunda mér í photoshop svona á meðan frúin dundar sér í eldhúsinu.
Er alls engin snillingur í photoshop en langaði að sjá hvernig Cruiserinn kæmi út samlitaður. Þetta gefur mér allavegana smá hugmynd :)
Viðhengi
20131218_1445591.jpg
Allur grænn
20131218_1445591.jpg (104.67 KiB) Viewed 4788 times


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá Árni Braga » 31.des 2013, 15:32

Er hann grænn hjá þer
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá StefánDal » 31.des 2013, 16:15

Hann er grænn að ofan grár að neðan. Var að gæla við að samlita hann, þá yrði hann grænn eins og þinn.


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Land Cruiser 90 '97 38"

Postfrá Árni Braga » 01.jan 2014, 15:09

það líst mér vel á
Viðhengi
photo 1.JPG
photo 1.JPG (115.22 KiB) Viewed 4629 times
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir