Síða 1 af 1
Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nokkur video 19/2
Posted: 10.des 2013, 19:50
frá sverrir karls
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 20:00
frá sukkaturbo
Sæll þetta er alvöru viðgerð og bara flott kveðja guðni
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 20:02
frá jeepcj7
Flottur!
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 20:10
frá Big Red
Færð hrós fyrir dugnað, asskoti flott
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 20:22
frá ellisnorra
Já sæll, það þarf alvöru hreðjar í svona verkefni! Ótrúlega lítið af original járni í þessari skúffu :)
Til hamingju með flott verkefni, hvað varstu lengi að þessu?
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 20:33
frá biturk
Þetta er komið langt út fyrir að vera ryðbæting ....ekkert smá flott hjá þér
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 21:22
frá Tollinn
Má eiginlega segja að þú hafir bara skellt þér í að smíða súkku frá grunni, glæsilegt
Kv Tolli
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 21:23
frá íbbi
váá.. magnað alveg!
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 21:50
frá Big Red
mér finnst að það eigi að henda þessum í jeppi ársins virkilega snyrtilega og vel gert
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 22:12
frá Haffi
Gríðarlega vel gert! En er þetta ekki daihatsu mælaborð? ;)
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 22:12
frá Gunnar G
Sverrir vantar ekki myndir af líffæraflutningnum hjá þér. En geggjað flott hjá þér.
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 23:11
frá Startarinn
Þetta er metnaðarfullt verkefni og flottur árangur
Ekki lá þessi í skúr á Húsavík?
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 23:30
frá sverrir karls
sælir og blessaðir félagar. gaman að lesa svona jákvæð komment (ekki algild regla á íslenskum spjallborðum) ! :) Startari, jú ég keypti þessa þar sem hún var buin að liggja inni í skúr á húsavík í nokkur ár. Body á hliðinni við hliðina á grindinni. Elli ofur. ég var uþb 3 mánuði að smíða. með hléum. gerðist mest fyrsta mánuðinn svo var bara dagvinnan mín að tefja mig alveg djöfullega. ég byrjaði á henni um síðustu áramót og hún var komin út, fullsmíðuð og með fulla skoðun í apríl :) Og Haffi.. Hárrétt hjá þer ;) þetta er rocky mælaborð.. Strangt til tekið er þessi súkka svona ... 1985 suzuki body og grind.. Hásingar undan gömlum rocky (hásingarbíl fr og aft) 4:10 drif. Diskalás að aftan og "telwin" að framan. Toyota LC 80 afturgormar að framan. Heimasmíðaðar stífur. Artic trucks gormar að aftan og heimasm. stífur Ranco 5000 demparar hringinn. 6 punkta grindartengt veltibúr. 1995 Daihatsu rocky 2.8 TDI motor, kassi, millikassi. rafkerfi, eldsneytiskerfi, innrétting, oliutankur. Allt nýtt í báðum hásingum. legur, endar, fóðringar. Nýjir handbr. barkar. Rocky mælaborðið stytt þangað til það passaði inn í súkku :) allir mælar, forhitun og tilheyrandi virkar eins og það á að gera. hendi hér með videoi af fyrstu gangsetningu :) ath þetta er algerlega fyrsta prufa... aldei verið reynt að starta fyrr enþarna.
https://www.facebook.com/photo.php?v=10 ... =3&theater
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 10.des 2013, 23:38
frá sverrir karls
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 12.des 2013, 22:12
frá krummignys
Helvíti verkleg græja :)
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 13.des 2013, 23:16
frá sverrir karls
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 13.des 2013, 23:44
frá -Hjalti-
þú ert snillingur að smíða Sverrir :) leiðinlegt að hafa ekki getað kíkt þegar ég var þarna á Heimsenda í fyrra
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 13.des 2013, 23:51
frá sverrir karls
ávalt velkominn félagi hjalti. Þú bjallar bara og ég skal sýna þer allt gullið sem hefur týnst hér á hjara veraldar :) það leynist eitt og annað í kringum víkina ;) !
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 14.des 2013, 13:34
frá jongud
Það er aldeilis að menn nenna að ryðbæta.
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 14.des 2013, 22:54
frá Valdi 27
Sumir segjast taka hattinn ofanaf fyrir svona mönnum sem nenna að stanada í svona brasi. Ég persónulega væri til í að taka höfuðið ofan til að sína þakklæti mitt. Alveg hrikalega flott og falleg smíði.
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 15.des 2013, 14:28
frá fannarlogi
ég væri lveg til í að taka súkkuna mína svona, glæsileg vinnubrögð
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 20.des 2013, 03:24
frá sverrir karls
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 20.des 2013, 18:13
frá kári þorleifss
Þetta er fjandi töff, nú er bara passa gleyma ekki sólarv0rninni of sólbrillunum ;)
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 20.des 2013, 19:18
frá halli7
Hvernig ljós eru þetta sem lýsa upp hjólin? mun ekki steinkast frá dekkjunum eyðileggja þau?
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 21.des 2013, 01:14
frá sverrir karls
þetta eru vatns og höggvarðar díóður.. Þær EIGA að þola þetta... þangað til annað kemur í ljós. :)
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 14.jan 2014, 00:35
frá sverrir karls
jæja.. búinn að fara nokkrar ferðir undanfarnar vikur. Hefur gengið alltof vandræðalítið fyrir sig og síðustu 3 hafa verið vandræðalausar :) og ég er eiginlega alveg í vandræðum með mig, hún stendur bara klár úti á plani full af olíu og ég veit ekkert hvað ég á að skrúfa :( þannig að frekar en að gera ekki neitt þá sleit ég úr henni kassann áðan og hann er á leiðinni fram í árteig í vikunni og þeir ætla að smíða millistút og hulsur og skeita saman fyrir mig 2 kössum :)

Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum
Posted: 14.jan 2014, 07:33
frá gislisveri
Bölvað vesen að hann sé til frið, bíllinn.
Þetta hrjáir nú gjarnan Suzuki bifreiðar.
Súkkukveðja,
-Gísli.
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nýjar m. 7-feb
Posted: 07.feb 2014, 21:58
frá sverrir karls
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nýjar m. 7-feb
Posted: 08.feb 2014, 00:06
frá runar7
já sæll hægt fer hann þvílík snild tilhamingju með þetta gríðalega flott smíði hjá þér
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nýjar m. 7-feb
Posted: 20.feb 2014, 01:18
frá sverrir karls
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nokkur video 19/2
Posted: 23.feb 2014, 22:38
frá jhp
Það er alveg magnað hvað þú ert alltaf með mikinn nennara drengur,vel gert!
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nokkur video 19/2
Posted: 25.feb 2014, 23:37
frá sverrir karls
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nokkur video 19/2
Posted: 23.des 2014, 00:09
frá sverrir karls
jæja þá er súkkatið komið aftur inn í yfirhalningu :) svera út stýrisgang, skipta um maskínu, svera vatnskassa og færa, breita cooler lögnum, bæta einangrun í hvalbak, bæta við miðstöð , hækka að aftan, breita gírkössum og laga.. eitt og annað :)! myndir soon :p fullt djobb að eiga breittann jeppa fyrir þá sem vissu það ekki
Re: Súkkusmíði 101 MIkið af myndum nokkur video 19/2
Posted: 25.des 2014, 19:36
frá imlap88
gaman að sjá þegar menn leggja svona mikin metnað í þetta og fara alla leið og gott betur :) hrikalega flottur bíll og örugglega mjög skemmtilegur :)