Síða 1 af 1

Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 19:50
frá SævarM
langaði að sýna mönnum aðeins það sem er að ské í skúrnum hjá mér núna
eftir að hafa endað sumarið full djúpt
Image

Þurfti að fara í smá endurbætingar og viðgerðir á bílnum. Það var svosum ekki mikið að fyrir þessa ferð á botninn á full djúpum poll annað enn brotið mismunadrif og boginn skástífa, enn þar sem maður á erfitt með að breyta bara litlu var farið í smá framkvæmdir..
byrjaði á að undirbúa fyrir vatn á næsta ári
Image

byrjaði á að rífa mótor skiptingu og millikassa úr bílnum
Image

Reif svo mótorinn í spað og þreif og yfirfór og setti nýjar legur og skellti í hann svona fínum stöngum
Image

Svo fór hann bara út í horn og bíður eftir betri tíð
Image

Þá kom upp smá bið á meðan var verið að plana og versla smá dót.. þar sem ég á góða og flinka vini mun fara í hann innspýting samsett
af dóti frá F.A.S.T og Vems og nokkrum öðrum aðilum þannig að það verður ekkert msd né venjuleg kveikja
Image

Svo tók við eitt kvöld af teikningu.. Fékk með mér 2 snillinga við það
Image

Svo var bara að rífa draslið
Image
Image

Svo fékk svona fína mynd frá frænda mínum í Geislatækni í HFJ snillingar þar á ferð
Image

Þá var að sjóða eitthvað af þessu saman og fékk ég hann vin minn Sveinn finnur Helgason hérna á spjallinu til að hjálpa mér aðeins
( átti inni greiða :) )
Image

Image

Svo var ekkert annað enn að mæla smá og svo kippa bara slípirokknum í gang og ráðast á bílinn :)
Image

Svo nokkrum tímum síðar var þetta farið að líta betur út

Image

Svo var þetta allt soðið saman og þá var farið í að koma stífuvösum á grindina
Image

:angað er þetta svona um það bil komið núna reyndar búin að sjóða þetta allt saman og koma stýrismaskínunni fyrir aftur og smíða mótorfestingar enn það á eftir að ákveða hvar þær verða nákvæmlega.. núna þarf ég bara að fara og ná í auka framhæasinguna mína og fara að raða á hana og sjá hvernig hún verður þarna undir áður enn ég held áfram að full sjóða hluti

vonandi finnst mönnum þetta áhugavert

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 19:55
frá Heiðar Brodda
flott smíði og mjög áhugaverð kv Heiðar Brodda

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 20:40
frá ellisnorra
Æðislega gaman að skoða svona smíðamyndir. Það verður gaman að fá að fylgjast með, endilega vera duglegur að uppfæra!

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 20:40
frá jeepcj7
Bara flott hvaða efni ertu að nota í þetta? Er einhver létting í gangi líka?
Það verður örugglega ljúft að vera kominn með alvöru innspítingu í brekkunum líka.
Alltaf gaman að sjá smíðar

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 20:57
frá SævarM
Þetta er nú bara allt úr 4mm svörtu og já grindarnefið sem ég smíðaði er 20 kg léttara enn gamla þökk sé snillingum í að leggja flatjárn ofan og neðan á grindina til að styrkja hana sem jú er alveg tilgangslaus styrking. svo lagaði ég smá mynda rugling :)

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 21:10
frá Elmar Þór
Þetta er frábært hjá þér, fátt skemmtilegra en að skoða smíðamyndir :)

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 21:21
frá Startarinn
Plús 1 á þráðinn, það er alltaf gaman að sjá hvað er að gerast í öðrum skúrum ;)

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 21:26
frá sukkaturbo
Sælir bara flott og vertu duglegur að setja inn gott að eiga söguna síðar. kveðja frá Sigló

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 08.des 2013, 22:22
frá firebird400
Agalega töff hjá þér Sævar.

Gaman að sjá myndir frá þér.

Er Turbocrew að brillera í fræðunum ;-)

Keep up the good work

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 09.des 2013, 00:46
frá jhp
Þetta er flott og svo er bara að enda þetta með stæl og fá réttu afturljósin :)

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 09.des 2013, 07:52
frá firebird400
Sævar er fyrsti spimpillinn vinstra megin á myndinni einhvað skemmdur?
Lítur út fyrir að það vanti í brúnina á honum

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 09.des 2013, 09:11
frá jongud
firebird400 wrote:Sævar er fyrsti spimpillinn vinstra megin á myndinni einhvað skemmdur?
Lítur út fyrir að það vanti í brúnina á honum


Er ekki bara tekið úr fyrir ventlinum?

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 09.des 2013, 10:44
frá SævarM
Hann er bara drullugur þarna eftir vatnsflauminn þeir voru allir 110 %

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 09.des 2013, 17:53
frá SævarM
Svo í fyrstu keppninni í sumar í eyjum tók ég helst til stórt stökk með vondri lendingu sem endaði með keng bogni hásingu... enn sem betur fer var til önnur á lager og var hún gerð klár undir bílinn

var svo heppilega laus við allar festingar fyrir
Image

Svo var enn og aftur hringt í eðal menn og öllu reddað og vil ég þakka Geislatækni fyrir það
Image

og allt saman brennt á
Image
Image

græjaði einnig diska á hásinguna í stað skálbremsanna enn á lítið af myndum af því þar sem það var stutt í næstu keppni og maður þurfti bara að koma draslinu í stand
enn hér er ein með öllu undirkomnu

Image

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 09.des 2013, 18:41
frá Trudurinn
Þetta er flott hjá þér,og gaman að létta lika i leiðini.

kv GG

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 10.des 2013, 23:32
frá SævarM
Image

Meistarinn Gunni Gunn mætti með þessi í skúrinn til mín svo menn geta farið að anda rólegar :)

Image

Var að spá hvort þetta væri ekki bara fínn spindilhalli :)

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 11.des 2013, 00:26
frá ellisnorra
Flottur spindilhallli ef þú ætlar að bakka :)

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 25.des 2013, 16:58
frá SævarM
Image
Verið að koma festingum fyrir dempara í rétta hæð til að smíða festingar

Image
búið að koma rörum á festingarnar og í rétta hæð og halla

Image

búið að sjóða eitthvað og saga gömlu stífunna í burtu og setja styrkingu niður í grind

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 03.jan 2014, 22:09
frá SævarM
jæja þá var komið að því að koma mótornum fyrir í húddinu og færðist hann 13 cm aftar enn hann var áður
Image

kominn í mótorfestinguna semég smíðaði
Image

hér sést hve aftarlega hann er miðað við hásingu
Image

Svo breytti ég aðeins flækjunum til að koma stýrisstönginni fyrir þar sem hún fór áður í gegnum flækjurnar
Image

Svo kom ég fyrir vatnskassanum aftur fram í húddi var aftur í skotti áður vegna skorts á plássi, var of breiður til að passa
Image
Image
Image

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 03.jan 2014, 22:57
frá firebird400
Segðu mér Sævar, þyrfti skástífan við framfjöðrunina ekki að vera nær festingunni að ofan.

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 04.jan 2014, 08:36
frá PalliP
Ótrúlega flott hjá þér Sævar, ég vona að þú uppskerir í sumar. Það er kominn tími á þig! Ég fæ bara smíðadellu á að skoða þetta :)

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 04.jan 2014, 18:29
frá SævarM
Takk palli

ég er ekki alveg að skilja þig Aggi

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 05.jan 2014, 20:30
frá SævarM
verið að lækka að aftan líka

Image
Image
Image

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 06.jan 2014, 01:12
frá dazy crazy
SævarM wrote:Þetta er nú bara allt úr 4mm svörtu og já grindarnefið sem ég smíðaði er 20 kg léttara enn gamla þökk sé snillingum í að leggja flatjárn ofan og neðan á grindina til að styrkja hana sem jú er alveg tilgangslaus styrking. svo lagaði ég smá mynda rugling :)


Er það alveg tilgangslaus styrking sbr. I-bita sem hafa mestan stirkinn í flatjárnunum sitthvoru megin á stilknum?

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 06.jan 2014, 01:45
frá grimur
Ég hnaut einmitt um þetta sama. Það er nefninlega alveg ótrúlega mikil styrkaukning í því að leggja flatjárn ofan og neðan á grind. Ég skildi þetta ekki alveg þegar ég sá þetta fyrst fyrir mörgum árum og hafði ekkert lært í burðarþoli. Núna er ég búinn að greina þetta dálítið í burðarþols greiningu í SolidWorks og skoða mismunandi útfærslur. Það er engin tilviljun að tvöfaldar C bita grindur eru algengar, þar sem efnisþykktin efst og neðst er tvöfölduð vegna skörunarinnar...það er einfaldlega mikið sterkara en t.d. prófíll sem er jafn veggþykkur allan hringinn.
Þessu tilfelli hefði líklega verið töluvert sterkara en svipað að þyngd að taka veggina úr 3mm plötu og ofan/neðan renningana úr 6mm kaldvölsuðu flatjárni.
Þetta er hins vegar flott smíði, það vantar ekki, og stórt LÆK á að setja inn myndir af ferlinu!
Kv
Grímur burðarþolsnöddi

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 06.jan 2014, 09:58
frá SævarM
Helsti gallinn við I bita er þeir hafa mjög lítinn vindustyrk og það er það sem maður er oftast að berjast við í grindum í willysum.. og svo þarf maður mun hærri i bita til að fá sama styrk og í prófíl í x hæð.. svo er þetta allt eftir útfærslum og flatjárn sem er lagt ofan og neðan á grind sem er opin öðrumegin og punktsoðið með jöfnu millibili er ekki að virka eins og menn vilja.

Re: Willys torfærutæki (Bruce Willys)

Posted: 19.jan 2014, 19:37
frá SævarM
jæja maður er alltaf eitthvað að vinna í þessum þó að það sé ekki allt voðalega myndrænt og skemmtilegt..

búið að mála framhásinguna og raða saman, fékk aðstoðarmann í það verk
Image

Svo var framendinn málaður og hásingin sett undir og dekk og komið honu á jörðina og í fullan samslátt
Image

Svo var ráðist inn í bílinn og rifið ýmislegt í burtu og stólinn lækkaður um 7.5 cm
Image

Svo var framendinn tekinn og fært til brettakanntana á brettunnum eins hátt og hægt var til að koma fyrir öllum þessum samslætti
Image

Svo var fótaplássið aðeins aukið þar sem maður er nú himinhár líklega góðir 175 cm
Image

Nú fer að koma að meiri uppbyggingu og hægt vonandi að fara að koma hlutum í til frambúðar og ganga frá.
Er að bíða eftir að sjálfskiptingin sem fer í hann núna komi úr upptekt sem verður vonandi í næstu viku og þá verður hægt að setja mótor og skiptungu ásamt millikassa í og fara að föndra í kringum það..