Síða 1 af 1

Daihatsu Feroza

Posted: 19.nóv 2013, 00:02
frá akandi
Keypti mér minn fyrsta jeppa og í raun minn fyrsta bíl síðast liðið haust. Ég hafði tekið eftir að bílinn stóð inní garði hjá eldri manni, númerslaus í dágóðann tíma. Eftir að ég safnaði kjarki í það bankaði ég uppá og fékk bílinn keyptann. Þegar að ég keypti bílinn var hann ekinn 96 þús km og voru nokkrir hlutir að hrjá hann, pústið hafði ryðgað í sundur, hjólalegur ónýtar, demparinn sprunginn og mikið um ryðbólur á sjálfu boddýinu. Þetta var allt lagað á fyrstu vikunni og er bíllinn búinn að vera algert æði síðan, ekki neitt búið að bila og eyðir voðalega litlu. Fyrir næsta sumar vill ég vera búinn að hækka bílinn, og setja 33" undir hann. Er búinn að fjárfesta í kastaragrind og tveimur kösturum og fer það líklegast á hann á komandi dögum :D

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Daihatsu Feroza

Posted: 19.nóv 2013, 10:21
frá Wrangler Ultimate
Þessi bíll er eins og nýr úr kassanum, haltu honum þannig og vandaðu breytingar ef þú ferð í þær :)

Kv
Gunnar

Re: Daihatsu Feroza

Posted: 19.nóv 2013, 10:27
frá Victor
Með betri Ferozum sem ég hef séð lengi,
til hamingju með þennan