Daihatsu Feroza


Höfundur þráðar
akandi
Innlegg: 7
Skráður: 23.sep 2013, 03:30
Fullt nafn: Kristján Árni Ívarsson
Bíltegund: Feroza

Daihatsu Feroza

Postfrá akandi » 19.nóv 2013, 00:02

Keypti mér minn fyrsta jeppa og í raun minn fyrsta bíl síðast liðið haust. Ég hafði tekið eftir að bílinn stóð inní garði hjá eldri manni, númerslaus í dágóðann tíma. Eftir að ég safnaði kjarki í það bankaði ég uppá og fékk bílinn keyptann. Þegar að ég keypti bílinn var hann ekinn 96 þús km og voru nokkrir hlutir að hrjá hann, pústið hafði ryðgað í sundur, hjólalegur ónýtar, demparinn sprunginn og mikið um ryðbólur á sjálfu boddýinu. Þetta var allt lagað á fyrstu vikunni og er bíllinn búinn að vera algert æði síðan, ekki neitt búið að bila og eyðir voðalega litlu. Fyrir næsta sumar vill ég vera búinn að hækka bílinn, og setja 33" undir hann. Er búinn að fjárfesta í kastaragrind og tveimur kösturum og fer það líklegast á hann á komandi dögum :D

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image




Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Daihatsu Feroza

Postfrá Wrangler Ultimate » 19.nóv 2013, 10:21

Þessi bíll er eins og nýr úr kassanum, haltu honum þannig og vandaðu breytingar ef þú ferð í þær :)

Kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Victor
Innlegg: 91
Skráður: 20.sep 2010, 10:46
Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
Bíltegund: Range Rover Classic
Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn

Re: Daihatsu Feroza

Postfrá Victor » 19.nóv 2013, 10:27

Með betri Ferozum sem ég hef séð lengi,
til hamingju með þennan
Range Rover Classic 1982 38" tdi300


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 41 gestur