Síða 1 af 2
Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 18.nóv 2013, 19:39
frá Doror
Var að fjárfesta mér í jeppa aftur eftir dágóða leit og ákvað að hafa þetta bara einfalt og fara aftur í svartan Cherokee. Reyndar Grand útgáfuna í þetta skiptið.
Bíllinn er semsagt Grand Cherokee limited 5.9, árgerð 1998. Þetta er einn af tæplega 15.000 bílum sem framleiddir voru með þessari magnum 5.9 lítra vél. Í þeim bílum kom líka stærri hásing að framan, d44 í stað d30. Í afturhásingunni kom svo original Trac lok læsing.
Þessi bíll er mjög heill og hefur greinilega verið haldið vel við. Það er komin loftlæsing í framdrif og dæla fyrir það. Hann er á mjög góðum 38" mudderum og tveggja ventla felgum.
Það sem er á dagskrá hjá mér er að breyta AC dælu í loftdælu fyrir dekk og útvega mér VHF talstöð til að tengja við loftnet sem þegar er til staðar. Svo má ditta örlítið að bílstjórahurð en að öðru leyti er bílinn bara tilbúin í snjóinn.
Stel hérna nokkrum myndum frá fyrri eiganda þar til að ég hef komist í að taka myndir af honum.

- 20131111223331_0.jpg (325.57 KiB) Viewed 19683 times
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 18.nóv 2013, 21:14
frá íbbi
þessi er flottur maður, verður ekki leiðinlegt að fræsa á þessu
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 18.nóv 2013, 21:43
frá StefánDal
Þessi er alveg svakalega flottur. Eru þeir margir til breyttir hérna heima með þessu krami?
Er hann falur? ;)
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 18.nóv 2013, 22:04
frá Doror
Veit ekki til að það séu margir svona breyttir. Veit þó af einum öðrum.
Keypti hann í dag þannig að nei hann er ekki falur strax allavega :)
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 18.nóv 2013, 22:58
frá kári þorleifss
hrikalega flottur, langar rosalega í svona bíl. Nennirðu samt að taka þessar ljósahlífar af afturljósunum og henda þeim, alveg afspyrnu ljótt dæmi
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 18.nóv 2013, 23:45
frá Hansi
Til einn 46" breyttur, hrikalega flottur!
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 19.nóv 2013, 00:03
frá Kiddi
Mikið ferlega er þetta myndarlegt ökutæki!
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 19.nóv 2013, 07:45
frá Doror
Takk fyrir það, ég er svolítið skotin í ljósahlífunum. Ætla að prófa að taka þær af við tækifæri og sjá muninn, finnst þær fitta ágætlega við ristarnar í húddinu.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 19.nóv 2013, 07:56
frá Gulli J
Þú ert svakalega heppin að hafa náð í þennan bíl, þekki þann sem breitti honum og átti í mörg ár, ef ég man rétt þá er allt nýtt í báðum drifum, það var ekkert sparað í þennan bíl.
Það eru 2x svona á 46" en með sterkari hásingum og ég er með annan þeirra.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 19.nóv 2013, 08:39
frá hobo
Verklegur þessi, þú ættir að geta "tekið það á ferðinni"
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 19.nóv 2013, 16:36
frá jakob huni
Ágætt
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 19.nóv 2013, 17:07
frá Magni
Hrikalega flottur jeppi btw. Hef alltaf verið hrifinn af þessum. Vinir mínir áttu 2 svona, reyndar með 5.2 og þetta var að virka!
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 19.nóv 2013, 17:38
frá Doror
Jæja þá er fyrstu viðgerðinni lokið á degi eitt. Tölva í þessum bílum á það til að gefa fölsk villuboð um að það vanti kælivökva þannig að ég reif hana úr. Lét svo einn í vinnunni lóða upp fyrir mig nokkrar lóðningar sem voru brotnar. Skellti henni svo aftur í og hann er hættur að pípa og blikka á mig. Í leiðinni hvarf líka check engine ljósið.

- Tilbúið til lóðningar
- 2013-11-19 15.59.13.jpg (154.51 KiB) Viewed 19085 times
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 20.nóv 2013, 10:07
frá Doror
Fær fínan félagsskap í bílakjallarnum.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.nóv 2013, 20:04
frá HAMAR-inn
Ertu viss um að þetta sé 5.9 ?
Það ætti þá að vera viður í kringum gírstöngina en ekki svart plast eins og er í 5.2
En stórglæsilegur Jeep hjá þér.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.nóv 2013, 21:06
frá Freyr
Útlit framendans stemmir við 5,9. Hann er líka skráður 5,9.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.nóv 2013, 21:20
frá Doror
Jú alveg viss um það. Ætli plastinu hafi ekki verið skipt út bara.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.nóv 2013, 21:59
frá HAMAR-inn
Ok gott að heyra, glæsilegur bíll, fannst þetta bara skrítið ⛽:-)
Er sjálfur á 5.2 og langar svo í viðinn í innréttinguna mína.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.nóv 2013, 22:41
frá Doror
Hann vinnur líka einsog 5.9 ;)
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.nóv 2013, 23:03
frá rattatti
Djöfull er þessi flottur. Gangi þér vel með hann.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 24.nóv 2013, 00:13
frá Atttto
Þessi er hrikalega verklegur og glæsilegt að vera nýbúinn að fá bílinn og strax byrjaður að ditta að honum.
til hamingju með kaupin.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 24.nóv 2013, 02:33
frá HAMAR-inn
Doror wrote:Hann vinnur líka einsog 5.9 ;)

Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 24.nóv 2013, 15:56
frá Doror
Komst á þessum í smá snjó í Kaldadalnum. Virkaði mjög vel og dekkin gripu ótrúlega vel í sleipu færi. Aflið er allavega feikinóg og verður gaman að taka á honum í meiri snjó og við betri aðstæður.
Á leiðinni til baka fór hins vegar að banka mjög leiðinlega í framhásingu, það lagaðist svo nokkru síðar að sjálfum sér og grunur leikur á lausum öxli í loftlæsingu. Þarf að opna og skoða það.
Eyðslan ekki óhófleg, en færið svosem létt og aldrei farið niður fyrir 6 pund.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 24.nóv 2013, 23:21
frá dragonking
Sæll flottur þessi,,, það eru nú til þrír 5.9 bílar á 46" og á ég einn af þeim :)
,, veit ekki hve margir á 38" en já,, allavega margir af þeim fáu hér á landi búið að breyta.... :)
en með framhásingu,,, komu þeir allir með d30 að framan og d44 að aftan,,, það er þá búið að skipta út hásingunni hjá þér út...
já til að vera viss um 5.9 þá stendur 360 á blokkinni ... (All Magnum engines are stamped either 360 or 318 on the driver’s side near the rear of the block)
Það er mjög auðvelt að breyta ac í loftdælu,,, það eru til nokkrir þræðir hér á spjallinu..
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 25.nóv 2013, 00:10
frá Doror
Sæll nafni og takk fyrir það.
Ég var eitthvað að misskilja með hásinguna, hélt þeir hefðu komið með D44 að framan. Þá hreinlega veit ég ekki betur en að það sé bara ennþá D30 hjá mér að framan. Sennilega er ég að ruglast þar sem að það stóð D44 hásingar í auglýsingunni fyrir bílinn.
Ég er kominn með allt í loftdælubreytinguna nema á komst ég að því að dælan virkar ekki. Þ.e. kúplingin tekur ekki við sér þó ég setji á hana spennu. Þarf að finna mér nýja dælu.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 25.nóv 2013, 08:32
frá jongud
Doror wrote:...
Ég er kominn með allt í loftdælubreytinguna nema á komst ég að því að dælan virkar ekki. Þ.e. kúplingin tekur ekki við sér þó ég setji á hana spennu. Þarf að finna mér nýja dælu.
Ég hef rekist á fleiri en eina síðu sem sýna hvenig svona segulkúplingar eru teknar í gegn. Það er hægt að fá allt til að gera við þær á Ebay.
En það er kannski spurning hvort það borgi sig ef þú nærð í heila dælu á lítinn pening.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 08.des 2013, 22:55
frá Doror
Smá skreppitúr í Sæluríki, bíllinn virkaði flott en helst þarf eigandinn að æfa sig í rólegheitaakstri og aukinni úrhleypingu.



[youtube]http://youtu.be/FxS2wGSls1c[/youtube]
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 13.des 2013, 19:46
frá Doror
[youtube]http://youtu.be/gVOn9OVuYO8[/youtube]
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 13.des 2013, 20:30
frá íbbi
ég fatta að þetta er bíllinnn sem gísli var með. þrusuflottur, fullorðið soundið í honum alveg
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 17.des 2013, 17:22
frá Doror
Fínasta rúnt veður í borginni í dag.

- 2013-12-17 15.34.39.jpg (114.27 KiB) Viewed 17421 time

- 2013-12-17 15.33.58.jpg (72.46 KiB) Viewed 17421 time
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 17.des 2013, 22:53
frá alex-ford
sá þig á shell i smáronum er að vinna þar heldi er hann flótur hjá þér kall :D
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 17.des 2013, 23:19
frá Doror
Takk takk, er ansi reglulega þar þar sem ég bý nálægt.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 18.des 2013, 02:47
frá StefánDal
Doror wrote:Takk takk, er ansi reglulega þar þar sem ég bý nálægt.
Og átt V8 Cherokee ;)
Hrikalega flottur hjá þér!
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 21.des 2013, 15:51
frá polarisman
StefánDal wrote:Doror wrote:Takk takk, er ansi reglulega þar þar sem ég bý nálægt.
Og átt V8 Cherokee ;)
Hrikalega flottur hjá þér!
Takk fyrir það, já hann hatar ekkert að kíkja á bensínstöðina :)
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 21.des 2013, 19:16
frá Stjáni Blái
polarisman wrote:StefánDal wrote:Doror wrote:Takk takk, er ansi reglulega þar þar sem ég bý nálægt.
Og átt V8 Cherokee ;)
Hrikalega flottur hjá þér!
Takk fyrir það, já hann hatar ekkert að kíkja á bensínstöðina :)
Nei það er ekki eðlilegt hvað það þarf að fylla reglulega á rúðupissið á þessum árstíma ! :)
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.des 2013, 20:39
frá Doror
Eyddi gærdeginum í að breyta Air condition kerfinu í loftdælu. Gekk nokkuð vel þó að smá frágagngur sé eftir á festingum. Ákvað að nota álrörin sem voru til staðar og vonandi kælist aðeins loftið í þeim áður en það kemur að hreinsiglasinu. Veit að menn hafa verið að lendi í veseni með glös og slöngur sem eru of nálægt dælunni sökum hita.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.des 2013, 20:48
frá jeepson
Mér hefur nú altaf þótt þetta boddý vera hálf ljótt. En þessi er bara þrusu flottur :) Til hamingju með gripinn.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.des 2013, 21:01
frá LFS
settirðu ser takka fyrir dæluna eða notarðirðu original ac takkan ? og til hvers er hreinsiglasið ? tekur þar raka og oliu ur loftinu eða ?
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.des 2013, 21:06
frá Doror
jeepson wrote:Mér hefur nú altaf þótt þetta boddý vera hálf ljótt. En þessi er bara þrusu flottur :) Til hamingju með gripinn.
Talk fyrir Thad. Thessir bilar snarfrikka vid staerri dekk of kanta.
Re: Jeep Grand Cherokee 5.9
Posted: 23.des 2013, 21:11
frá Doror
LFS wrote:settirðu ser takka fyrir dæluna eða notarðirðu original ac takkan ? og til hvers er hreinsiglasið ? tekur þar raka og oliu ur loftinu eða ?
Eg er med serrofa inni bil tengdan vid oryggi og relay. Hreinsiglasid tekur oliu og raka ja ur loftinu eftir ad Thad kemur ur daelunni.