Síða 1 af 1

Toyota hilux "Shark attack" Turbó pælingar.

Posted: 15.nóv 2013, 18:54
frá Bawse
Sælir langaði að deila með ykkur Hilux sem ég keyfti nýlega af föður mínum Guðna Sveins "Tilla" hér á spjallinu.

Annars er þetta Toyota hilux DC sem kallinn keyfti alveg orginal frá ólafsfirði og þar var hann notaður sem bryggjubíll og notaður tilþess að ferðast á milli með hákarla og fékk viðurnefnið Shark attack.

árgerð.1991
keyrður 300.xxþúskm
læsing að aftan,diskalás að framan,

margt sem kallinn gerði í honum áður en ég kaupi hann.

tókum fljótt eftir þvi að vetrarfræðin var ekki gera sig á lélegri 31" þannig gamli fór í að græja á 35" sem hann var þangað til ég kaupi.

myndir:
svona var hann.
Image
Image

svo var byrjað fengið 2 lánuð hjá félaga á meðan ég var að leita af dekkjagangi. græjað undir ánþess að hækka á boddyi.
Image
Image
Image
Image
Image

svo þar sem maður er bara 19 ára þá verður að vera þetta helsta.
græjað spilara og keilu :P
Image
Image
Xenon komið í ásamt led í stöðuljós og númeraljós
Image
prufaði að filma..örrglega það leiðinlegasta sem ég hef gert..
Image


Ein úr skólanum pallgrindinn hálfsamsett.
Image

Update- 26/11/2013

Pallgrindin klár svo snögglega eftir að þessi mynd er tekinn fjaðrabrotnar hann bílstjórameginn, keyftar voru fjaðrir í hvelli sem urðu svo fjaðrir úr bensínbíl þannig þær voru græjaðar og eru bara betri ef eitthvað er.
Image

Svo voru afturkanntarnir settir á og smá andlitsupplyfting keyft Krómstuðari,krómgrill-stöðuljós,krómhandföng sem ég á eftir að setja á samt.
Image

Plan:
hlutföll - langar í 5:29 ef einhver veit um má sá láta mig vita í PM.
turbó-ef einhver veit um turbógrein sem passar á 2l má hann láta mig vita í PM.
kastarar - verða græjaðir á fljótlega.
krómstuðara að framan(X), rörastuðara að aftan(búin að fá, þarf bara að pússa og mála)
krómdót(x)

Kv.Guðni

Re: Toyota hilux "Shark attack"

Posted: 15.nóv 2013, 19:37
frá villi58
Til lukku með gripinn! hvaða stærð tókst þú af xenon ?.

Re: Toyota hilux "Shark attack"

Posted: 15.nóv 2013, 19:38
frá Bawse
villi58 wrote:Til lukku með gripinn! hvaða stærð tókst þú af xenon ?.

Takk ég er með 8000k ;)

Re: Toyota hilux "Shark attack"

Posted: 15.nóv 2013, 21:59
frá Geir-H
Menn á rúntinum inní fiskmarkaðinum

Re: Toyota hilux "Shark attack"

Posted: 26.nóv 2013, 18:34
frá Bawse
Geir-H wrote:Menn á rúntinum inní fiskmarkaðinum

rosa rúntur en nei ég fékk að stinga mér inntil þess að purfa þessar filmur ;)

Re: Toyota hilux "Shark attack" smá update 26/11

Posted: 26.nóv 2013, 21:51
frá Haukur litli
Varðandi turbo grein, þá er lítið mál að sjóða grein með 2stk 90° suðubeygjum, 2stk T-um og nóg af 12mm plötu til að græja báða flangsa. Ekki lengi gert og þá getur þú haft túrbínuna upp, niður eða til hliðar, eins og þér hentar. Með svona þykka plötu er nóg af efni til að plana eftir suðuna, þetta vindur sig alltaf eitthvað.

Þú ert þá kominn með grein sem er með rúnuðum beygjum og enga steypuhryggi eða slíkt sem hefta flæði. Best að TIG sjóða kverksuðu til að hafa þetta alveg þétt og rörveggina slétta að innan, og renna svo yfir með MIG eða Maxeta pinna.

Flangsana er auðvelt að smíða bara eftir pakkningum, og svo eru beygjurnar og T-in bara söguð til eins og hentar. Afskaplega auðvelt. Þetta þarf ekki að vera svona ryðfrítt og fínt eins og á myndinni, þyngdar munurinn skiptir litlu á 38" Hilux, en verðmunurinn vegur meira.

Image

Re: Toyota hilux "Shark attack" smá update 26/11

Posted: 26.nóv 2013, 23:30
frá Bawse
Haukur litli wrote:Varðandi turbo grein, þá er lítið mál að sjóða grein með 2stk 90° suðubeygjum, 2stk T-um og nóg af 12mm plötu til að græja báða flangsa. Ekki lengi gert og þá getur þú haft túrbínuna upp, niður eða til hliðar, eins og þér hentar. Með svona þykka plötu er nóg af efni til að plana eftir suðuna, þetta vindur sig alltaf eitthvað.

Þú ert þá kominn með grein sem er með rúnuðum beygjum og enga steypuhryggi eða slíkt sem hefta flæði. Best að TIG sjóða kverksuðu til að hafa þetta alveg þétt og rörveggina slétta að innan, og renna svo yfir með MIG eða Maxeta pinna.

Flangsana er auðvelt að smíða bara eftir pakkningum, og svo eru beygjurnar og T-in bara söguð til eins og hentar. Afskaplega auðvelt. Þetta þarf ekki að vera svona ryðfrítt og fínt eins og á myndinni, þyngdar munurinn skiptir litlu á 38" Hilux, en verðmunurinn vegur meira.

Image


jáá það er spurning að gera þetta bara sjálfur..hvar fæ ég efni í þetta?

kv.guðni

Re: Toyota hilux "Shark attack" smá update 26/11

Posted: 27.nóv 2013, 04:53
frá Haukur litli
Plötuna má pottthétt finna í brotajárni eda afgöngum næstu stálsmidju, færd hana jafnvel gefins thetta er svo lítid. Beygjurnar og T-in færdu t.d. í Ferro Zink eda Slippnum. Beygjurnar og T-in eru til í mismunandi thykktum. Thar sem thetta er ekki sjórör thá tharftu ekki mjög thykkt í thetta. Mig minnir ad mesta thykkt sé 6,3 mm, sem er mjög overkill.

Re: Toyota hilux "Shark attack" smá update 26/11

Posted: 27.nóv 2013, 08:35
frá Bawse
Haukur litli wrote:Plötuna má pottthétt finna í brotajárni eda afgöngum næstu stálsmidju, færd hana jafnvel gefins thetta er svo lítid. Beygjurnar og T-in færdu t.d. í Ferro Zink eda Slippnum. Beygjurnar og T-in eru til í mismunandi thykktum. Thar sem thetta er ekki sjórör thá tharftu ekki mjög thykkt í thetta. Mig minnir ad mesta thykkt sé 6,3 mm, sem er mjög overkill.


okei ég verð að skoða þetta

Re: Toyota hilux "Shark attack" Turbó pælingar.

Posted: 08.des 2013, 13:20
frá Bawse
jæja það er kominn smá turbó hugur í mig og er ég aðeins búin að vera skoða þetta, það er hilux hérna á siglufirði sem er turbóvæddur og fór ég og prufaði hann og skoðaði þá var turbógreininn þannig að það var búið að snúa orginal pústgreininni í 180° þannig að pústflangsinn snéri upp og var búið að græja millistykki á pústflagnsann og túrbínar. en ég er að spá hvort ég ætti að fara finna mér trooper túrbínu eða eitthvað annað sat í hilux með trooper turbínu og hann mok vann miðað við hilux.

kv.guðni