Þetta hefur af einhverjum óskyljanlegum ástæðum verið drauma jeppin og ég eignaðist hann loksins fyrir skömmu síðan.
Veit lítið um forsögu bílsins. Veit að Fyrsti Eigandi var Landhelgisgæslan.
Maður að Nafni Gísli Jónsson breitir honm uppúr aldamótum að mér skilst
Þannig að ef einhver á einhverja upplýsingar um hann þá eru þær allar vel þegnar.
Bíllinn
Tegund. GMC
Undirgerð. Suburban
Vél. 6.5 TD Peninsular báta vél
Skifting. NP205. 4 gíra beinskiftur trukkakassi þar sem 1 gír er low gír
Millikassi. Orginal brucer 435 eða munsie 435
Hásingar. Aftan 14 bolta Gm Full Floater
Framan Dana 60
Fjöðrun. Fjaðrir að framan og aftan
Það er loftæla í honum og kútur en það er ótengt og ófrágengið
Breyting. 44 – 46 Tommur
( er ekki alveg viss. Það er ekki svo mikill munur á fynst mér )
Fastnúmer. BA884
Lýsing. 2 x stórir kastara á toppi,
Leitarljós á toppi.
Vinnuljós allan hringin
2 x L.E.D litlir kastarar á framstuðaranum.
2 x Kassalaga hella á framstuðaranum
Dekk. 44” trexus 16 og hálftomma
Felgur. 16.5 x 19
Jæja. Þá kemur listin yfir það sem að mig langar að gera.
Setja í hann VHF
Bæta við hann intercooler
Setja spil á hann að framan ( helst 12000 Punda )
Setja í hann olíu fýringu
Fourlink að aftan og loftpúðar.
Loftlæsingar í fram hásingar
NoSpin ( Detroit Locker ) að aftan
Skifta afturskálunum út fyrir diska
Gorma að framan ( veit ekki hvor að ég eigi að setja fourlink að framan eða einhverja aðra týpu af fjöðrun, allar ábendingar og reynslu sögur eru vel þegnar )
Taka boddý af upphækunar klossum og skera úr fyrir 46”
Færa afturhásingu aftur um 10 Cm
Setja hann á 16” felgur
En það sem er næst á dagskrá er að laga svona litla smá hluti. Eins og að ganga frá rafmagni uppá nýtt. ( virðist oft loða við marga bílaáhuga menn að frágangur á rafmagni er ekki þeirra sterkasta hlið. )
Ganga frá rofum og talstöðvum inní bíl.
Útbúa nýjan mæla hatt.
Bæta við tachometer þar sem að bíllinn er orðinn beinskiftur.
en já hér er ein mynd af honum svona með :)

subbi by Kalli - Eon - Krlz, on Flickr