76 ford custom


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

76 ford custom

Postfrá Sævar Páll » 10.nóv 2013, 22:20

Sælir.
Mig langaði aðeins að gera smá þráð um gamla Fordinn hjá okkur feðgunum, það er semsagt 76 Ford Custom ( econoline 150). Custom nafnið finnst mér vel við hæfi þar sem fátt í þessum bíl kemur orginal í honum.
Hásingarnar eru heyrist mér dana 60 aftan og dana 44 framan úr annað hvort scout eða wagooner, gírkassin held ég að sé dana 20 mixaður úr gömlum bronco, vél og gírkassi eru ættuð úr Benz o309d kálf, og túrbínan er fengin af einhverjum mið 90's 2.5 pajero.

Þegar við kaupum hann í desember 2011 er hann með om 314 úr gömlum benz kálf sem bankaði svo svakalega að maður kunni ekki við að ræsa hann kaldann fyrir kl 10 á virkum morgnum til að halda friðinn við nágrannana. Það hafði verið sett í hann túrbína úr renault mascot eða einhverjum djöflinum svoleiðis sem að er með VVT tækninni, en það var búið að rífa allan stýribúnað af henni svo að það var einfaldlega stöng sem að stífuð var til með einu dragbandi sem stillti hvenær túrbínan kom inn. Við þessa dásemd var svo einhver hrikalega væskilslegur wastegate ventill sem hleipti út í andrúmsloftið, uþb feti frá hægra hné bílstjórans, með tilheyrandi hávaða og látum.
Þessi rella tolldi saman uþb eitt ár eftir að við versluðum hann, og leystist svo upp í hvítann reyk og olíupolla þegar hún loks gafst upp.
Vegna tímaskorts og aðstöðuleysis var ákveðið að kaupa eins vél í hann aftur, nema bara túrbínulausa, til að koma honum aftur í brúk.
Skemmst er frá því að segja að við komumst að þeirri niðurstöðu að dísilvélar án öndunaraðstoðar væru einungis nothæfar sem landfylling og því var farið í að smíða túrbínu við greyið svo að hægt væri að malla upp víkurskarðið á meira en 40 km hraða.
Fyrir valinu var túrbína og intercooler úr 2.5 pajero sem virkar svona snilldarlega á mótor sem er nánast 50 prósent stærri heldur en upprunalega ( 2.5 vs 3.8), en það felst trúlega aðalega í því að OM314 er með hámarkssnúning uppá 3100sn/min ( sem orsakast aðalega af gríðarlegri slaglengd, já og 45 ára gamalli hönnun) top mount intercoolerinn var svo settur sem front mount bak við grillið, og þar sem hann er með innvortis wastegate heldur hann bara fínum 7 pundum hérumbil allann snúningsskalann.

Búið er að prufa hérumbil allar dekkjastærðir undir honum, en nú er hann á 40 tommu mödder og líkar það bara alveg bærilega.

Læt fylgja hér eina mynd af honum úr jómfrúarferðinni út á flateyjardal, Súkkan hans gamla er þarna á 40 tommu og markaði varla í snjóinn á leiðinniImage

Kv Sævar P



Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur