Gamall pick up


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Gamall pick up

Postfrá tommi3520 » 31.okt 2013, 00:14

Sælir

Ég fékk mér pick up fyrir nokkrum vikum, þetta er sýnist mér chevrolet d30 m1008 military version, hann er samt skráður chevrolet m1010 en það er eittgvað gruggugt við það.

6,2 diesel - th400 - np208 - 14 bolta aftan - dana 60 framan - 4.56 hlutföll.

Planið er að nota hann svona næsta árið, ditta að hinu og þessu og halda vel við, en þegar ég breyti honum er ég að hugsa um að breyta fyrir 46".

Það er kannski full mikil bjartsýni að ætla bara að skera til að koma 46" undir þannig það væri gaman að fá komment á hvort maður ætti að hækka uppoá boddy eða fjöðrum og hvaða stærð af klossum maður ætti að nota, ég vil nátturulega hækka sem minnst, en samt þannig að ég lendi ekki í tómu rugli við að skera og enda með að þurfa smíða upp gólfið eins og það leggur sig.

Hann er notaður daglega þessa dagana og virðist vera sanngjarn á eyðslu, en nú er ég nýr í diesel, hvaða sparnaðar ráð lumið þið á með svona bíla, nota steinolíu í bland eða hverig sem það var allt.

Tommi
Viðhengi
1381207_10201460942118299_690397714_n.jpg
1381207_10201460942118299_690397714_n.jpg (68.19 KiB) Viewed 8428 times



User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gamall pick up

Postfrá -Hjalti- » 31.okt 2013, 00:34

tommi3520 wrote:Sælir

Ég fékk mér pick up fyrir nokkrum vikum, þetta er sýnist mér chevrolet d30 m1008 military version, hann er samt skráður chevrolet m1010 en það er eittgvað gruggugt við það.

6,2 diesel - th400 - np208 - 14 bolta aftan - dana 60 framan - 4.56 hlutföll.

Planið er að nota hann svona næsta árið, ditta að hinu og þessu og halda vel við, en þegar ég breyti honum er ég að hugsa um að breyta fyrir 46".

Það er kannski full mikil bjartsýni að ætla bara að skera til að koma 46" undir þannig það væri gaman að fá komment á hvort maður ætti að hækka uppoá boddy eða fjöðrum og hvaða stærð af klossum maður ætti að nota, ég vil nátturulega hækka sem minnst, en samt þannig að ég lendi ekki í tómu rugli við að skera og enda með að þurfa smíða upp gólfið eins og það leggur sig.

Hann er notaður daglega þessa dagana og virðist vera sanngjarn á eyðslu, en nú er ég nýr í diesel, hvaða sparnaðar ráð lumið þið á með svona bíla, nota steinolíu í bland eða hverig sem það var allt.

Tommi



Láta steinolíuna alveg vera. hún rænir afli og eyðslan hækkar
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Gamall pick up

Postfrá Þorri » 31.okt 2013, 01:18

Kunningi minn á nákvæmlega eins bíl. Hann sagði að eiðslan hefði lækkað þegar hann var settur á stærri dekk.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Gamall pick up

Postfrá Hr.Cummins » 31.okt 2013, 03:07

Þorri wrote:Kunningi minn á nákvæmlega eins bíl. Hann sagði að eiðslan hefði lækkað þegar hann var settur á stærri dekk.


Það er allavega raunin með 6.5 hjá gamla, eyðslan hrapaði við að fara á 35"...

Hinsvegar er 46" komið út fyrir það að orginal hlutföllin dugi eyðslan hækkar við ákveðinn punkt...

44" eða 46" sleppur alveg með því að skera bara... myndi færa hásinguna framar að framan og aftar að aftan... þannig sleppuru með að skera bara fram og aftur....

Erum að gera þetta nákvæmlega svona á Suburban-inum hjá Pabba gamla, en það er þráður um það hérna einhverstaðar...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Gamall pick up

Postfrá Hjörturinn » 31.okt 2013, 08:31

Alltaf haft gaman af þessum herbílum :)
En í þínum sporum myndi ég eyða púðri í að skipa um mótor í þessu, það eru bara til svo margar hryllingssögur af 6.2 að ég myndi fyrir mitt leiti aldrei nenna að nota hana, fyrir utan að á 46" þá verður þetta álíka sprækur bíll og hilux.
cummins all the way :)

Með eyðsluna gildir það sama hér og allstaðar, lækka snúningshraða til að auka álagið á vélina, þannig ég skal alveg trúa að eyðslan lækki við aðeins hærri dekk, án þess að vera með einhverjar blöðrur, já og bílar eyða minna á radial dekkjum.
Dents are like tattoos but with better stories.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Gamall pick up

Postfrá juddi » 31.okt 2013, 09:59

Ég mundi halda að þessi sé með nýrri blokkini svo það ætti að vera óhætt að setja turbo kitt auk þess virðast army mótorarnir stundum hafa unnið mun betur.hlutföllin eru fín fyrir 38-44" með upphækkun væri möguleiki að færa fjaðrafestingar niður bora hnoðin úr grindinni og smíða svo styrkingu að neðan gætir séð þetta að aftanverðu á allflestum breyttum Econoline bifreiðum
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gamall pick up

Postfrá ellisnorra » 31.okt 2013, 17:18

Það er einn svona sem var skrúfaður á stærri dekk. Hann er kallaður Lilli.

Uppskriftin af Lilla var einföld.
1 stikki amerískur trukkur.
4 stikki 49" IROK. 2 Benz drifsköft.
1 auka millikassi og slatti af suðuvír.

viewtopic.php?f=13&t=129&start=0
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Gamall pick up

Postfrá Hr.Cummins » 31.okt 2013, 18:02

Lilli, top-gear stjarna :O)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Gamall pick up

Postfrá Hordursa » 31.okt 2013, 19:31

Til hamingju með gripinn,

þetta eru frábærir bílar, ég smíðaði Lilla hér um árið og var það mjög einföld aðgerð. Ég skar fjaðrabracketin af grindinni og þauð þau svo aftur á ca 20cm neðar. að framan færði ég fjaðrafestingar niður um 10cm og notað 3" lift fjaðrir. Helstu vandamálin í bílnum hafa verið grindin í kringum stýrismaskínuna, þetta þarf að styrkja og kaninn er búinn að leysa það sjá http://offroaddesign.com/catalog/steeringkit.htm
Annar eru þessir bílar bara hamingja.

baráttukveðjur Hörður

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gamall pick up

Postfrá Freyr » 31.okt 2013, 19:48

Ég hef keyrt Lilla lítillega og það var alveg hrikalega gaman, mjög svo öðruvísi jeppi.....

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gamall pick up

Postfrá ellisnorra » 31.okt 2013, 21:18

Svo eru dekkin klár fyrir þig hér viewtopic.php?f=30&t=20932 :)
http://www.jeppafelgur.is/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Gamall pick up

Postfrá lecter » 01.nóv 2013, 01:02

alla vega ekki hækka hann á boddy ,þvi það er algör óþarfi britur bara boddy ,,en usa styrkingin fyrir maskinuna er til áður en við fórum að nota stýristjakkinn og kanski ekki þörf á þvi ,, svo er bara að hækka fjaðrir snúa heingslum við ,, ef hann á að vera bara á fjödrum ,,, +eg á liklega lift fjaðrir að framan undan blazer sem var á 44" hann var 6,2 diesel

það eru 3 hp tölur fyrir 6,2 army er með mestu hp töluna og virkar best það eru til flækjur fyrir þessa vél og porta hedd millihedd lika saman virkar ótrúlega vel fyrir þessa vél

það er betra að hafa hann háan fyrir vatn og krapa ,,


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Gamall pick up

Postfrá tommi3520 » 01.nóv 2013, 03:12

Ég þakka skemmtilegar umræður félagar, Hörður áttu til einhverjar myndir frá breytingunni? það væir fróðlegt að sjá þær!

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Gamall pick up

Postfrá Hordursa » 01.nóv 2013, 08:02

Sæll, Tommi
Ég á því miður engar myndir af breytingunni, en þú gætir fengið að skoða bílinn með "leiðsögn" og taka þær myndir sem þú vilt.

Lecter, styrkingarnar fyrir stýrismaskínuna eru nauðsin, ég setti þær ekki í bílinn upphaflega og það er mesti feillinn í þessum bíl, bíllinn fékk strax stýristjakk hann var aldrei prufaður á 49" án hans.

kv Hörður


C-Rocky.
Innlegg: 18
Skráður: 13.mar 2013, 17:27
Fullt nafn: Starri Hjartarson
Bíltegund: C-Rocky

Re: Gamall pick up

Postfrá C-Rocky. » 01.nóv 2013, 16:41

Ég myndi ekki tíma að breyta þessum bíl. mér finnst alltof mikið gert að því að breyta fornbílum en í raun er til tölvert af fornjeppum sem var breytt áður en þeir komust á ellistyrk. En viljirðu breyta er best að hækka sem minnst og skera sem mest.

Breyttir picupar kosta bara meira viðhald, meira eldsneyti og notagildið minkar.(það er andskoti erfitt að setja draslið á pallinn þegar bíllinn er orðinn 44" eða meir)


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Gamall pick up

Postfrá tommi3520 » 04.nóv 2013, 20:15

Takk Hörður ég verð þá kannski í bandi einhvertímann.

C-rocky já ég hef aðeins pælt í hverskonar viðreynsla það verður að koma krossara eða sleða uppá 44-46" bílinn :)


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Gamall pick up

Postfrá Fordinn » 04.nóv 2013, 20:43

Bara lengri sliskjur og málið dautt.....


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Gamall pick up

Postfrá tommi3520 » 26.nóv 2013, 18:12

Hvern væri gott að tala við í samb. við vélamál í svona bíl. Er ekki einhverjir kallar svona á einhverjum verkstæðum sem kunna þetta fram og til baka. Er að hugsa um að kaupa nýja spíssa og glóðakerti, væri gaman að rúlla með bílinn og aðeins segja hæ og fá góðar ábendingar


Ofur Andrinn
Innlegg: 32
Skráður: 24.maí 2013, 20:39
Fullt nafn: Andri Hrafn Árnason
Bíltegund: FORD

Re: Gamall pick up

Postfrá Ofur Andrinn » 29.nóv 2013, 18:36

veit ekki hvort þú hefur séð þetta, en er þetta ekki allveg eins bíll og þinn?

http://www.youtube.com/watch?v=TSU2lvRW ... j_uohycX_P

http://www.youtube.com/watch?v=5jRUVBMa ... j_uohycX_P

http://www.youtube.com/watch?v=TYh4OAnC ... j_uohycX_P

http://www.youtube.com/watch?v=_EpLwnAy ... j_uohycX_P

allavegana er þetta ágætis skemtun að horfa á þó hann breyti honum ekki svona á íslenskan máta
1991 Ford Ranger STX 4.0 V6


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Gamall pick up

Postfrá tommi3520 » 30.nóv 2013, 14:55

Já ég var búinn að sjá allt nema síðasta þáttinn, ágætis skemmtun svosem!

Nú er ég búinn að skipta um olíur á öllu nema stýri og bremsum, seta nýtt bremsurör að aftan og bíllinn í fullri notkun, næsta mál er að panta spíssa, glóðakerti og return lines sem fæst í einum pakka á ebay, búið að setja spilara og type r 6x9 hátalara í hurðar, og led ljós inní hann, næsta mál er að sjóða smá varnargrind fyrir afturglugga og hús t,d, þegar maður er að flytja mjög langa hluti, sjóða eða festa fleiri tengipunkta fyrir strappa á pallinn síðan væntanlega verður bíllinn málaður.

Síðan mun ég fylgjast með 38" dekkjum á felgum undir bílinn til að hafa á malbikinu og 44-46" koma seinna.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir