Dodge Ramcharger 76.
Posted: 07.okt 2010, 17:35
Jæja. Er ekki um að gera að kynna sig á nýu spjalli með því sem að ég er að púsla saman um þessar mundir.
Bíllinn er, eins og búast má við af fyrirsögninni, 76 módelið af Dodge Ramcharger SE og versla ég hann um áramót '08/'09 af nálægum sveitabæ hér fyrir norðan. Þegar að ég versla hann er hann búinn að standa síðan síðustu aldamót og aldrei verið ræstur síðan. Það var því ekki mikil bjartsýni í eigandanum þegar að ég kom vopnaður litlu nema 5 lítrum af bensíni og gömlum rafgeymi. En hvað með það, prufum helvítið. Ekkert heyrist nema klikk í startaranum. í örvæntingu reyni ég að berja startarann með hamri og viti menn, rellan fera að snúast. Eftir að komist er að því að tankurinn í honum er gegnrotin af ryði komum við brúsanum fyrir á góðum stað undir húddinu og leyfum honum að hreinsa blöndunginn gróflega af aldamótabensíninu. Þá er húddinu lokað, viðskiptin handsöluð og vagninum ekið heim.
Við nánari yfirferð á tækinu kemur það í ljós að kramið er alls ekki svo slæmt, mild 318 með 360 milliheddi, 650 holley og cyclone flækjum NP 435 kassa og NP 203 læsanlegum millikassa. Hásingarnar voru samt það skemmtilegasta, 60 Dani fram og aftur með 8 bolta vörubíladeilingunni með einhverri tregðulæsingu að aftan.
Það sem að ég hef gert við hann hingað til er:
Ryðbæta allann bílinn frá A-Ö.
Skipta um stóla.
Grunna og mála allann bílinn að innan.
Renna lauslega yfir vélina, skipta í 600 carter og edilbrock álmillihedd.
Smíða mér sett af 15 tommu breiðum felgum
Setja undir hann gormafjöðrun að framan, og þarmeð hækka hann um 4 tommur ( framfjaðrirnar voru orðnar slappar og það var búið að lyfta honum aðeins að aftan)
Skera úr hjólskálunum og sjóða í innri bretti að framan og aftan til að koma fyrir 44 tommu ( skálar voru hvort sem var daprar vegna ryðs) .
Það sem að ég á eftir að gera við hann eins og staðan er í dag er að:
pússa niður og grunna og mála allan bílinn að utan.
rétta grillið og sprauta það.
Græja festingar fyrir spil.
Klára rörastuðara að framan og aftan.
Finna eða smíða einhverja fallega brettakanta.
og síðan sækja númerinn á hann upp í frumherja og fara að leika sér :)
Myndir koma síðar, er ekki með nettengingu sem að bíður uppá slíkann lúxus.
Bíllinn er, eins og búast má við af fyrirsögninni, 76 módelið af Dodge Ramcharger SE og versla ég hann um áramót '08/'09 af nálægum sveitabæ hér fyrir norðan. Þegar að ég versla hann er hann búinn að standa síðan síðustu aldamót og aldrei verið ræstur síðan. Það var því ekki mikil bjartsýni í eigandanum þegar að ég kom vopnaður litlu nema 5 lítrum af bensíni og gömlum rafgeymi. En hvað með það, prufum helvítið. Ekkert heyrist nema klikk í startaranum. í örvæntingu reyni ég að berja startarann með hamri og viti menn, rellan fera að snúast. Eftir að komist er að því að tankurinn í honum er gegnrotin af ryði komum við brúsanum fyrir á góðum stað undir húddinu og leyfum honum að hreinsa blöndunginn gróflega af aldamótabensíninu. Þá er húddinu lokað, viðskiptin handsöluð og vagninum ekið heim.
Við nánari yfirferð á tækinu kemur það í ljós að kramið er alls ekki svo slæmt, mild 318 með 360 milliheddi, 650 holley og cyclone flækjum NP 435 kassa og NP 203 læsanlegum millikassa. Hásingarnar voru samt það skemmtilegasta, 60 Dani fram og aftur með 8 bolta vörubíladeilingunni með einhverri tregðulæsingu að aftan.
Það sem að ég hef gert við hann hingað til er:
Ryðbæta allann bílinn frá A-Ö.
Skipta um stóla.
Grunna og mála allann bílinn að innan.
Renna lauslega yfir vélina, skipta í 600 carter og edilbrock álmillihedd.
Smíða mér sett af 15 tommu breiðum felgum
Setja undir hann gormafjöðrun að framan, og þarmeð hækka hann um 4 tommur ( framfjaðrirnar voru orðnar slappar og það var búið að lyfta honum aðeins að aftan)
Skera úr hjólskálunum og sjóða í innri bretti að framan og aftan til að koma fyrir 44 tommu ( skálar voru hvort sem var daprar vegna ryðs) .
Það sem að ég á eftir að gera við hann eins og staðan er í dag er að:
pússa niður og grunna og mála allan bílinn að utan.
rétta grillið og sprauta það.
Græja festingar fyrir spil.
Klára rörastuðara að framan og aftan.
Finna eða smíða einhverja fallega brettakanta.
og síðan sækja númerinn á hann upp í frumherja og fara að leika sér :)
Myndir koma síðar, er ekki með nettengingu sem að bíður uppá slíkann lúxus.