Dodge Ramcharger 76.


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 07.okt 2010, 17:35

Jæja. Er ekki um að gera að kynna sig á nýu spjalli með því sem að ég er að púsla saman um þessar mundir.
Bíllinn er, eins og búast má við af fyrirsögninni, 76 módelið af Dodge Ramcharger SE og versla ég hann um áramót '08/'09 af nálægum sveitabæ hér fyrir norðan. Þegar að ég versla hann er hann búinn að standa síðan síðustu aldamót og aldrei verið ræstur síðan. Það var því ekki mikil bjartsýni í eigandanum þegar að ég kom vopnaður litlu nema 5 lítrum af bensíni og gömlum rafgeymi. En hvað með það, prufum helvítið. Ekkert heyrist nema klikk í startaranum. í örvæntingu reyni ég að berja startarann með hamri og viti menn, rellan fera að snúast. Eftir að komist er að því að tankurinn í honum er gegnrotin af ryði komum við brúsanum fyrir á góðum stað undir húddinu og leyfum honum að hreinsa blöndunginn gróflega af aldamótabensíninu. Þá er húddinu lokað, viðskiptin handsöluð og vagninum ekið heim.
Við nánari yfirferð á tækinu kemur það í ljós að kramið er alls ekki svo slæmt, mild 318 með 360 milliheddi, 650 holley og cyclone flækjum NP 435 kassa og NP 203 læsanlegum millikassa. Hásingarnar voru samt það skemmtilegasta, 60 Dani fram og aftur með 8 bolta vörubíladeilingunni með einhverri tregðulæsingu að aftan.

Það sem að ég hef gert við hann hingað til er:
Ryðbæta allann bílinn frá A-Ö.
Skipta um stóla.
Grunna og mála allann bílinn að innan.
Renna lauslega yfir vélina, skipta í 600 carter og edilbrock álmillihedd.
Smíða mér sett af 15 tommu breiðum felgum
Setja undir hann gormafjöðrun að framan, og þarmeð hækka hann um 4 tommur ( framfjaðrirnar voru orðnar slappar og það var búið að lyfta honum aðeins að aftan)
Skera úr hjólskálunum og sjóða í innri bretti að framan og aftan til að koma fyrir 44 tommu ( skálar voru hvort sem var daprar vegna ryðs) .

Það sem að ég á eftir að gera við hann eins og staðan er í dag er að:
pússa niður og grunna og mála allan bílinn að utan.
rétta grillið og sprauta það.
Græja festingar fyrir spil.
Klára rörastuðara að framan og aftan.
Finna eða smíða einhverja fallega brettakanta.
og síðan sækja númerinn á hann upp í frumherja og fara að leika sér :)

Myndir koma síðar, er ekki með nettengingu sem að bíður uppá slíkann lúxus.




Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Valdi 27 » 11.okt 2010, 20:44

Hvenær getur þú græjað myndir Palli minn??

Kv. Valdi á Car-X


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 11.okt 2010, 21:31

Um leið og ég kemst í almennilega nettengingu. Annars er alltaf velkomið að kíkja við einhverja helgina í kaffi og skoðunarferð.


Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Valdi 27 » 16.okt 2010, 12:09

Já það væri magnað að kíkja við einhverja helgina. Þarf að fara að finna mér tíma;)


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 05.des 2010, 12:55

jæja, náði að snara nokkrum myndum inna alnetið, reyndar mjög gömlum, fyrir hækkun á framan og grunnun á innréttingu. og það skal tekið fram að það eru ekki þessir stólar í honum í dag, þessu var bara skellt um borð til að taka einn rúnt í sólinni :)Image

Image

User avatar

powerram
Innlegg: 46
Skráður: 27.nóv 2010, 10:12
Fullt nafn: Gunnar Þormar Þorsteinsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá powerram » 11.des 2010, 19:14

moparinn stendur alltaf fyrir sínu! þessi á eftir að verða flottur hjá þér.
Dodge power ram 250 91' á 44"
cummins 5,9 TDI 518 skipting og NP205
Dana 60 og 70 með 4,56 og arb lásum
4link með púðum að aftan og hellingur
að flatjárnum að framan ;)


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 29.jan 2011, 18:02

Þetta er nýjasta myndin af honum Image


Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Valdi 27 » 29.jan 2011, 20:42

Klárinn hann batnar alltaf.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Offari » 29.jan 2011, 23:23

Ertu þá hættur við Cometinn?


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 30.jan 2011, 11:59

Ónei starri það er sko ekki aldeilis svoleiðis. maður getur nú haft puttana í fleiri bílum en einum :) neinei, ég ætla að fara að púsla saman hreyflinum í hann þegar nær dregur sumri og vonandi að gefa yfir hann seinni part sumars. Ætlaði bara að klára þennann á númer fyrst


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá tommi3520 » 30.jan 2011, 20:49

Nice flottur bíll og saga! þetta verður flott


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 05.apr 2011, 18:26

jæja, lítið hefur nú breyst í boddymálum síðan þessar myndir voru teknar, en ég er samt búinn aðeins að dútla í honum. Er að klára að stilla sjálfstæða innspýtingu í hann, 670cfm ProJection frá Holley, sem að virðist ætla að virka alveg furðuvel, þrátt fyrir að tjúnningum sé ekki lokið. Er búinn að taka nokkra hringi á honum með henni og það er allt annað að keyra þetta. mildur gangur, instant viðbragð þegar maður snertir gjöfina auk stærsta kostsins, það skiptir engu máli í hvaða stöðu þú ert á honum því að þessar innspýtingar hafa verið þekktar fyrir að ganga jafnvel á hvolfi og á réttunni. Báðir blöndungarnir sem ég hef verið með, 650 holley 4175 og 600 Carter voru leiðinlegir með það að ef að maður var eitthvað að þjösnast á honum missti hann afl og koðnaði niður, einkum ergjandi þegar maður er hálfnaður upp bratta brekku..
Nýar myndir koma svo þegar að það verður eitthvað til að mynda :)

User avatar

powerram
Innlegg: 46
Skráður: 27.nóv 2010, 10:12
Fullt nafn: Gunnar Þormar Þorsteinsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá powerram » 22.okt 2011, 20:25

Sæll Sævar var að velta fyrir mér hvernig þú tókst þurkuarmana af. Þarf að taka þá af hjá mér og nenni ekki að fara að skemma þá ;) Á maður bara að nauðga þeim af ?
Dodge power ram 250 91' á 44"
cummins 5,9 TDI 518 skipting og NP205
Dana 60 og 70 með 4,56 og arb lásum
4link með púðum að aftan og hellingur
að flatjárnum að framan ;)


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 23.okt 2011, 19:20

heyrðu það voru ábyggilega smá typpi sem gengu inní rílastykkið. það er smá dund að fá þau frá en ef þú nærð þeim þá eru armarnir samt svolítið stífir á. mæli með nettu skrúfjárni og mjúkum gúmmíhamri. halda typpinu frá,toga arminn upp með annari og klappa svo lauslega á arminn með hamrinum. Ef að það gengur ekki geturu prufað að nudda til arminum á stykkinu fram og til baka þar til hann fer að rótast.

User avatar

powerram
Innlegg: 46
Skráður: 27.nóv 2010, 10:12
Fullt nafn: Gunnar Þormar Þorsteinsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá powerram » 25.okt 2011, 09:11

Takk fyrir þetta! Náði þeim af með smá nauðgun ;)
Dodge power ram 250 91' á 44"
cummins 5,9 TDI 518 skipting og NP205
Dana 60 og 70 með 4,56 og arb lásum
4link með púðum að aftan og hellingur
að flatjárnum að framan ;)


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 12.sep 2013, 22:01

loksins kom að því að maður gluðaði lakki á moparinn, ætla að láta flakka eina eftir grunnun, langar að ná betri mynd af honum með lit :)

Image


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá biturk » 14.sep 2013, 15:38

myndirnar sjást ekki hjá þér vinur

ekki er verið að tala um cometininn sem við réðumst á hjérna um árið?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 14.sep 2013, 23:00

núnú myndin ( síðasta amk) sést á báðum tölvunum mínum. Hinar eru trúlega orðnar það gamlar að það er búið að eyða þeim út af photobucket.

En nei þetta er ekki rauði cometinn, hann datt eiginlega sundur af ryði nokkrum mánuðum eftir að við fórum í hann. Eg er núna með þennan í pípunum
http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=26925.0


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá biturk » 14.sep 2013, 23:11

Ahh núna sést þetta

Ég þarf að kíkja í kaffibolla í sveitina til þín greinilega
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 12.okt 2013, 22:04

Jæja þá kom að því að taka fyrsta rúntinnn með nýa lakkinu, og þetta gæti barasta alveg vanist :)
Image
Image
Image

Svo er að rétta grillið og pólíhúða, klappa toppnum aðeins, og klára kanta, þá fer þetta mjög að nálgast ;)

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá -Hjalti- » 12.okt 2013, 23:12

Svakalega flottur hjá þér :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá íbbi » 17.okt 2013, 21:52

skemmtilega ruddalegur
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 08.sep 2014, 21:58

kominn á plötur, er reyndar búinn að skutla undir hann 38 tommu superswamper til þæginda í sumar, stefnir í skoðunImage


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 25.jan 2015, 20:41

Smá uppfærsla, kominn full skoðun, brettakantar díagonal mödderar og veltibogi. og stórt bros á eigandann
Image


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 15.mar 2015, 21:54

Loksins telst bíllinn lokaður, og hægt að nota hann í einhverju öðru en sól og sumaryl. Mikið gríðarlega er milill munur á að keyra hann svona lokaðann, það syngur svo í mödderunum að það mætti halda að maður væri staddur inní þotuhreyfli þegar hann er kominn uppí þjóðvegahraða.
Má til gamans geta að þessi bíll er ekkert lyftur hvorki á boddy eða fjöðrun ( dróg í land með fjöðrunina sem ég var byrjaður að smíða) , og þurfti ekki breytingarskoðun fyrir 38 tommuna sem hann var skoðaður á
Viðhengi
IMG_20150315_190037.jpg
IMG_20150315_190037.jpg (161.31 KiB) Viewed 9539 times


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá sukkaturbo » 16.mar 2015, 08:11

Sæll þessi bíll er glæsilegur hjá þér


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá tommi3520 » 17.mar 2015, 00:24

Nice!

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá sonur » 18.mar 2015, 18:22

Þessi er flottur!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá draugsii » 18.mar 2015, 19:49

sér maður þennan á fjöllum um páskana?
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Dodge Ramcharger 76.

Postfrá Sævar Páll » 18.mar 2015, 22:54

Nei því miður, verð fastur á flatlendinu um páskana


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 43 gestir