Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 02.feb 2015, 00:36

Ég náði ágætum tíma í þetta verkefni um helgina. Kláraði að fara í gegnum rafkerfið og lóðaði saman þá víra sem verða saman á öryggi. Allir spíssar saman á öryggi, öll 8 háspennukeflin saman á öryggi, nokkrir skynjarar saman o.s.frv. Þetta er að mestu eftir uppskrift þessarar vefsíðu http://www.lt1swap.com/2000harness.htm sem menn vitna mikið í.Hér eru nokkrar myndir.
Image
Image

Því næst ákvað ég að kíkja á kjallarann. Þar var allt í standi. Ég þreif pönnuna vel og skoðaði o-hringinn í pick-up rörinu. Hann var í lagi og því var öllu lokað og gert klárt fyrir Start. Ég tók öll kertin úr, fyllti allt af rándýrri mótorolíu og snéri mótornum með startara til að sjá hvort hún næði upp olíuþrýsting. Það gerði hún ekki.
Eftir miklar bollaleggingar ákvað ég að rífa pönnuna aftur undan og drekkja o-hringnum í koppafeiti og dæla eins og ég gat af olíu upp í dælu. Í þetta skiptið náði hún upp olíu og allt klárt fyrir start. Þessi o-hringur er víst vandræða gripur í þessum vélum.Nokkrar myndir. Image
Image
Image
Image

Því næst tengdi ég bráðabirgða útgáfu af bensín- og rafkerfi og prufaði að stara. Vitir menn hún datt í gang í fyrsta starti þessi elska. Hún gengur reyndar bara í nokkrar sek. og depur svo á sér en það gæti verið vegna þess að ég er ekki búin að tengja pedalann. Það kemur í ljós seinna. En þetta var virkilega ánægjulegur áfangi og fargi af mér létt.Image
Image



En þetta er svona alvöru standalone kerfi þegar vélin er ein útá gólfi og fer í gang á 4 vírum tengda við 12 volt. :)
Image

kv
Kristján Finnur



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jongud » 02.feb 2015, 09:05

Gengur í nokkrar sekúndur og drepur svo á sér?
Þetta hljómar eins og þjófavörnin sem sumir hér á spjallinu hafa verið í veseni með.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Freyr » 02.feb 2015, 09:49

Tek undir þetta með þjófavörnina, það er hægt að forrita hana úr orginal tölvunum.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 02.feb 2015, 10:19

Já ég var líka farin að gruna það, en þessi tölva var keypt sérstaklega vegna þess að hún átti að vera forrituð fyrir standalone LQ9 mótor, með þjófavörnina fjarlægða. Kemur í ljós.

KV
KFS

User avatar

andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá andrib85 » 02.feb 2015, 14:40

Vel gert. Ég að ég lendi ekki í veseni með þennan o-hring þegar ég fer að setja í gang
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jhp » 07.feb 2015, 23:56

Like á vélavalið,það eru komnir nokkrir LQ9 í svona bíla núna.
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 11.feb 2015, 21:32

Sælir

Ég er viss um að LQ9 mun standa undir væntingum.

En smá uppfærsla á þetta verkefni.

Ég kláraði að teikna milliplötuna og lét vatnskera hana út úr 15 mm álplötu. Útkoman er ljómandi fín og ég held að þetta komi vel út. Næst þarf ég að renna út millihólk sem miðjusetur converter og sveifarás saman. Á milliplötunni eru göt fyrir stýripinna bæði fyrir mótor og skiptingu.

Image

Á sama tíma og þessi vélaskipti standa yfir ákvað ég að smíða upp alla afturfjöðrunina. Teiknaði allt upp í Inventor og geri ráð fyrir slanglangri fjöðrun. Allir turnar voru svo skornir út eftir teikningum. Nýjar fóðringar og hólkar frá ET í allt.

Image

Image

Framundan er því að skera burt allt gamalt og stilla nýju upp. Ég þarf trúlega að breyta köntum að aftan til að geta fullnýtt samsláttinn auk þess sem bensíntankurinn þvælist fyrir mér og þarf að breytast.

kv
KFS


Magnús Þór
Innlegg: 121
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Magnús Þór » 11.feb 2015, 23:41

Vel gert, bara metnaður .


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá villi58 » 12.feb 2015, 11:52

Hvaða gúmmí notar þú í stífurnar og hvar fæst það ? Lítur virkilega vel út hjá þér, greinilega metnaður að gera þetta vel. Hvað þykkt efni ert þú að nota í stífuvasana (festingarnar)?

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 12.feb 2015, 20:40

Takk

Ég er að nota stífugúmmí frá ET ( http://www.et.is/user/cat/14), þeir eiga líka til stálhólkana. Stífuvasar eru allir úr 5 mm efnisþykkt.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 16.feb 2015, 23:05

Kvöldið

Ég eyddi smá tíma um helgina í þetta verkefni.
Milliplatan er tilbúin, ég boraði út fyrir undirsink boltum sem festa hana við skiptinguna.
Image

Flex platan var boruð fyrir aðra gerð af converter.

EFtir miklar vangaveltur milli rafmagnsviftu og mekaniskar viftu ákvað ég að fara öruggu leiðina. Keypti heavy duty kúplingu og stóran spaða ásamt push rafmagnsviftu. Þetta ásamt góðri trekt ætti að tryggja kælingu á góðum kassa.
Image

Mótorinn var mátaður í vélarsalinn og viti menn hann passaði eins og "´biíbb" í feita vinnukonu. Nóg pláss og engir augljósir árekstrar. Reyndar verður pústið nálægt grindinni en allt vill lagið hafa. (Ekki að tala um vinnukonuna :))

Image
Image
Image

Mótorinn er á sýnum endanlega stað og ég kláraði að smíða aðra mótorfestinguna.

Þetta potast hægt og rólega.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Hjörturinn » 17.feb 2015, 13:54

Alltaf jafn yndislegt að komast að hlutunum í þessum willysum, tala nú ekki um þegar búið er að lengja framendann :)

verður gaman að heyra í þessum þegar hann vaknar til lífsins :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 21.des 2015, 00:00

Jæja það er kominn tími á uppfærslu. Verkefnið var í dvala frá vormánuðum og fram á haust. En nú í haust er það búið að þokast áfram og eru verklok áætluð í janúar 2016.

Ég er búinn að ganga frá mörgum endum sem fylgja svona verkefnum.
Allt rafmagn fyrir mótorinn, öryggi og relay eru tengd og frágengin.
Image
Ég smíðaði nýtt 3" sílsapúst undir bilinn.
Image
Image
Nýtt kælikerfi fyrir mótorinn var sett í bílinn. Keyptur var nýr koparkassi, Steam port frá heddum LQ9 voru tengd inn á þar til gerðan "skiljukút" sem á að auka kælingu á heddum til muna. Skiljukúturinn er svo tengdur við vatnskassa með fittings og hitaþolinni slöngu með pressuðum endum.
Image
Image

Ég breytti skiptinum á Dana 300 kassanum í twin-stick.

Drifskaft að aftan og tvöfaldi liðurinn fengu upptekt.

Ég teiknaði nýja viftuhlíf og fékk félaga mína Hilmar og Steinar Pál til að smíða fyrir mig út ryðfríu, miklir snillingar báðir tveir.
Image

Image
Image

Kantar að aftan voru lengdir um 8 cm.

Ég kláraði að smíða upp alla fjöðrunina að aftan. Loftpúða fjöðrun endaði í 36 cm travel sem takmarkast á púðunum. En ég smíðaði allt miðað við 50 cm svið sem kemur kannski seinna.
Image

Ég víraði upp ljós og aukarafmagn í bílinn. Ég er sérstaklega spennur yfir "Zombie lights".
Image

Prufukeyrsla á nýja mótornum leiddi í ljós að spíss var ónýtur og annar lélegur. Ég skipti því um alla spíssa og nú er nóg af afli.

Ryðfrír aukatankur er í smíðum. Þegar ég er búinn með tankamálin og annað smálegt þá er bíllinn klár á götuna eftir vélaskiptin.
Síðast breytt af Finnur þann 07.jan 2016, 09:30, breytt 6 sinnum samtals.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 21.des 2015, 10:34

Þvílík fegurð. Þetta er geggjað hjá þér Finnur. Hvenær og hvert verður vígslutúrinn?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 21.des 2015, 11:05

Takk fyrir það Elli.

Ætli maður byrji ekki á léttum "spóla í brekku túr" á Nesjavallaleið í Jan. til þess að prófa alla nýsmíðina. Svo er stefnan tekin á alvöru helgarferð í febrúar.

kv
KFS


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Stjáni Blái » 21.des 2015, 12:20

Ég sé engar myndir..

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jeepcj7 » 21.des 2015, 14:15

Geggjað flott orðið hjá þér Finnur ertu kominn með bumpstop í fjöðrunina eða ertu með púða?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 21.des 2015, 15:46

Ég er með púða en Bumpstop er klárlega á óskalistanum :)


Einar Hlöðver
Innlegg: 11
Skráður: 19.mar 2014, 17:41
Fullt nafn: Einar Hlöðver Erlingsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Einar Hlöðver » 22.des 2015, 11:00

Flottur lítur vel út, verður gaman að sjá hvernig allt á eftir að virka :)
Einar Hlöðver
Jeep Grand Cherokee 4.7 V8 '05
Isuzu D-max 3.0 dísel '07 35" seldur
Toyota 4runner 3.0 TDI '95 38" seldur
Toyota 4runner 3.0 V6 '94 33" seldur


Jonasj
Innlegg: 71
Skráður: 01.feb 2014, 22:05
Fullt nafn: Jónas Jónatansson
Bíltegund: Willys CJ7

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Jonasj » 22.des 2015, 17:07

Flott Project hjá þér. Tókstu eldgreinina í sundur til að koma pósti ut fyrir grind? Ef svo er hvernig gekk að sjóða hana?

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 23.des 2015, 11:40

Já ég skar greinarnar í sundur og sneri flangsinum til þess að koma pústinu útfyrir grind. Þær stefndu beint ofan í grind. Ég fékk færan suðumann Gulla JÚl til að sjóða þetta saman fyrir mig. Það er erfitt að sjóða þetta en það tókst.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Sævar Örn » 23.des 2015, 17:53

Eg se ekki nýjustu myndirnar??!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Dannyp
Innlegg: 74
Skráður: 01.okt 2011, 21:22
Fullt nafn: Daníel Þór Pétursson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Dannyp » 23.des 2015, 19:28

Myndirnar sjást bara í Google Chrome

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Járni » 23.des 2015, 21:43

Kristján Finnur, ég sé að þú ert að linka í albúm hjá Google. Það væri æææðislegt ef þú myndir setja myndirnar beint hingað inn á síðuna. Það kemur alveg í veg fyrir að þær annað hvort birtast ekki öllum eða hverfi í framtíðinni.

Eins og þetta er núna virðist notandi þurfa að vera skráður inn hjá Google til að myndirnar sjáist.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 06.jan 2016, 17:09

Ég gerði smá mistök með myndirnar notaði ekki rétta slóð. En nú ættu allir að sjá myndirnar:)

kv
KFS

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Óttar » 06.jan 2016, 20:51

Snildar verkefni hér á ferð. Og ekki laust við að það taki sig upp gömul willys veiki þegar maður skoðar þennan þráð :)

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 07.jan 2016, 09:33

Takk fyrir það Óttar. Skilyrði fyrir svona verkefnum er að menn hafi gaman af því að smíða þetta þvi smíðin er ansi stór hluti af þessu hobbýi :)

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 10.jan 2016, 22:02

Í siðustu viku dundaði ég mér við að sjóða saman nýjan ryðfrían tank í Wyllis. Þessi verður aðal tankurinn en hinir tveir tankarnir dæla yfir í hann. Hann er úr 1,5 mm 316 ryðfríu stáli. Ætlunin var að TIG sjóða hann en ég ákvað að pinnasjóða því það er eina suðuvélin sem ég er með í skúrnum ásamt því að vera skemmtileg áskorun. Það gekk ljómandi vel með 1,6 mm vír. Hér eru snapchat myndir.
Image
Image

Mynd af nýju fjöðruninni að aftan.
Image

Fer að verða klár á fjöll
Image

Við Hlynur bróðir skelltum okkur á rúntinn til þess að meta niðurstöðuna. Við erum sáttir. Mótorinn er algjörlega frábær.

Image


Nú er maður orðinn spenntur fyrir næstu ferð :)
kv
KFS


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Stjáni Blái » 10.jan 2016, 22:26

Þrælflott !
Hvernig er vinnslan í samanburði við gömlu 360 vélina ?

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 11.jan 2016, 23:12

Takk Stjáni.

Það var fyrir fram vitað að vinnslan væri mun betri í LQ9 en 74 módel af AMC 360, en AMCinn var þó að virka mjög vel upp á snúning þegar allt var í lagi , ég hef ekki náð að botna nýju vélina svo ég er ekki með góðan samanburð. En mesti munurinn hingað til er á mid og low rpm. Þar er himin og haf á milli þessara mótora. LQ9 togar rosalega skemmtilega og er frábær í umgengni. Mallar hægaganginn á 600 rpm heitur og er með rosalega gott viðbragð. Aflið er meira en ég get komið til jarðar við þessar aðstæður í borginni. Ég mun ekki geta reynt á mótorinn fyrr en á fjöllum. Virkilega hrifin af þessum mótor og hann stendur vel undir nafni.

kv
Kristján Finnur


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Heiðar Brodda » 11.jan 2016, 23:27

Hvernig gengur

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 12.jan 2016, 00:06

Vel :)

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 23.jan 2016, 00:42

Smá uppfærsla

Föstudagurinn fyrir viku síðan var góður dagur, því ég fór með willys í skoðun og að sjálfsögðu fékk hann fulla skoðun. :)

Til þess að halda uppá áfangann hringdi ég í Steinar félaga minn á Grand Cherokee 38 og plataði hann með mér í smá skrepp upp Nesjavalla leið.

Með í hópinn slógust svo Héðinn og Gulli á LC 120 38 og Hilmar á Patrol 35.

Þetta var hin mesta skemmtun. Mikill nýfallinn snjór var á svæðinu og færið nokkuð þungt. Við náðum allir að festa okkur eitthvað og höfðum gaman af. Ég var hrikalega ánægður með nýja mótorinn, en hann vinnur fyrir allan peninginn og er frábær jeppa mótor.

Image

Image

Image

Þessi ferð var líka prufukeyrsla á nýrri afturfjöðrun. Ég var mjög ánægður með útkomana eftir að demparar voru stilltir á stífustu stillingu.
Image

Í ferðinni reyndi einnig á nýja kælikerfið en það stóð fyllilega undir væntingum. Þrátt fyrir að hafa tekið vel á mótornum þá fór hitamælirinn aldrei upp fyrir 90°C. Góður sigur að vera laus við hitavandamál.

Þessi ferð gekk þó ekki alveg átakalaust hjá mér því í seinnihluta ferðar fór stýrismaskínan að mótmæla sem endaði með því að hún nánast festist. það tók verulega á að beygja og koma bílnum heim. En heim fórum við án hjálpar og maskían var rifin úr daginn eftir. Maskína úr grand er á leiðinni í bílinn og verður vonandi eins og ný.


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Valdi B » 23.jan 2016, 01:50

flott hjá þér þetta er orðin alvöru græja :)

hvaða skiptingu ertu með aftan á lq ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 24.jan 2016, 23:45

Takk fyrir það.

Ég er með 727 trukka skiptingu í honum. Var áður með 998(904) sem var alltof lítil í þessa notkun. 727 hentar ágætlega í þetta því hún er stutt en á sama tíma er hún hraust.

kv
KFS

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 26.feb 2016, 00:48

Sælir

Við skelltum okkur nokkrir saman á fjöll helgina 12-14 feb. Willysinn stóðst prófið með mikilli príði og er ég virkilega ánægður með bílinn. Mótorinn er frábær og eyðslan kom þægilega á óvart. Hér að neðan er myndband sem ég klippti saman úr ferðinni.

https://www.youtube.com/watch?v=LRkLHE3fv4A&feature=youtu.be



kv
Kristján Finnur
Viðhengi
20160214_152738 (1).jpg
20160214_152738 (1).jpg (316.39 KiB) Viewed 9675 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jongud » 26.feb 2016, 08:23

Bíddu við?
Er powerstroke í hvíta Patrolnum?

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 26.feb 2016, 12:35

Já Númi er með 6.0 Powerstroke. Hann er nýbúinn að klára þetta swap. Kemur virkilega vel út hjá honum.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá olei » 26.feb 2016, 22:30

Ég fæ léttan streng í diesel-fótinn, sem var einu sinni bensínfótur, við að sjá þessa græju hjá þér Finnur. Mjög verklegt tæki og vel smíðað.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jongud » 27.feb 2016, 10:21

Finnur wrote:Já Númi er með 6.0 Powerstroke. Hann er nýbúinn að klára þetta swap. Kemur virkilega vel út hjá honum.


Það þarf að fá myndaþráð um þessi líffæraskipti hérna á spjallið !!


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir