Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jongud » 03.nóv 2013, 11:04

elliofur wrote:Þú gætir sloppið við að setja hana í willysinn með því að semja við Baldur nokkurn Gíslason, hann var að smíða dynobekk fyrir mótor... Hann þekkir megasquirt líka aðeins :)


Elli, ég er viss um að það væru margir sem vildu fá síma og heimilisfang hjá Baldri.
En það er spurning hvort hann yrði kæfður í símtölum.



User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jhp » 05.nóv 2013, 02:19

Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 17.feb 2014, 21:58

Sælir

Jæja það er kominn tími á uppfærslu. Þó svo að bíllinn sé ekki kominn á götuna þá hefur ýmislegt verið brallað.

Ég setti Megasquirt tölvuna í bílinn með TBI innspýtingu á AMC vélina. Eftir nokkuð föndur og fikt fór mótorinn að ganga fínt. Virkilaga gaman að fikta í þessu enda hægt að skoða „log“ línurit yfir alla skynjara á vélinni
Ég breytti líka bensíntanknum til að búa til pláss fyrir meiri samslátt að aftan.
En það sem helst ber að nefna er að ég kláraði að lengja frambrettin og kom þeim í sprautun. Hér er mynd af brettunum í upphafi.

Image
Image

Til þess að búa til pláss fyrir 44“ dekk ákvað ég að breyta brettunum að framan, auk þess hefur mér aldrei líkað hvað þau koma bratt niður að framan. Ég skar tvær raufar þvert yfir brettið og bretti það upp að framan. Sjá myndir hér að neðan.
Image
Image
Image

Ég trebbaði í rifuna og gekk frá þessu með styrkingum. Því næst breikkaði ég brettin um helling, eða þar til þau ná yfir 44“ á full size hásingu. Þetta var nokkuð standard breikkun.
Image

Að lokum þurfi ég að lengja þessi sömu bretti um 25 cm eins og húddið. Ég bjó mér til mót úr blikki og steypti í það. Brettin voru svo stífuð af með styrkingum og sparsl vinna hófst.
Image
Image

Image
Image

Eftir endalausa sparsl og pússunarvinnu voru brettin klár í sprautun.
Image
Image
Image
Image

Jói fálagi minn og snillingur með meiru tók við framendanum hjá mér á föstudegi og var búinn á sunnudags kveldi. Útkoman er frábær og ég er himinlifandi með þetta. Alveg glansandi fínt. Hér eru nokkrar myndir frá því í dag.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Kv
Kristján Finnur

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Járni » 17.feb 2014, 22:52

Flott touch þessar strípur, það er ekki nóg af strípum í dag.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 17.feb 2014, 23:00

Vá hvað þessi willys er að verða fokkíng geðveikur hjá þér Finnur! Svakalega mikið flott alltasaman :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Hjörturinn » 18.feb 2014, 07:01

Orðið svona líka flott, verður að drífa þig með þetta svo þú hafir meiri tíma til að hjálpa mér með grandinn! :P
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá heidar69 » 18.feb 2014, 08:29

Glæsilegt hjá þér flottur bíll... Skemtilegt að sjá myndbandið væri gaman ef fleirri settu inn myndbönd sem síndu hverninn bílarnir þeirra virkuðu.... Ég var að spá fyrir nokkrum árum í 44dc undir léttum bílum hverninn væri gott að fá betra grip úr þeim... Hef verið að skoða kverninn rússinn gerir þetta... Það eru nokkrir framleiðendur sem gera láþristing dekk.. Þeir virðast eiga það sameigilegt að takkarnir eru um 2-2.5 sentimetra háir og bilið milli þeirra er yfirleitt rúmlega takkinn og jafnvel 2 takkar.. Þetta virðis virka rosa vel... skera hálfan takkann í burtu ekki bara fina rauf .. ég meina fjarlægja helminginn af stærð tökkunum jafnvel meira... munstrið á dekjunum er ekki svo djúpt að þau eiga ekki eftir að grafa sig... þíngdinn á kubbana sem eftir eru er sú sama á 1.5t bil og 3t bil eftir að helmingur munstursins væri fjarlægður... Mín reinsla er sú að 3t bíll hefur mun betra grip í brekkum en 2t ... Einnig myndu dekinn mykjast við þetta og myndu hreinsa munstrið algjörlega sem þíðir mun meira grip án þess að billinn fari að grafa sig niður... slitið á dekjunum yrði bara svipað og á 3t bil sami þúngi á fersentimeter.. Væri gaman ef einkver tímdi að gera þessa tilraun...

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jeepcj7 » 18.feb 2014, 10:18

Þetta er alveg þrælflott hjá þér að verða fín málunin hjá Jóa líka.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 18.feb 2014, 20:13

Já, ég er mjög sáttur við þetta. Þessar renndur á húddinu eru búnar að vera lengi að gerjast hjá mér. Rendurnar brjóta upp formið á húddinu og gefa smá "custom" útlit í leiðinni. En það tókst að fela vel hvar bíllinn er lengdur og þetta lítur nokkuð eðlilega út.


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá kári þorleifss » 18.feb 2014, 21:27

þetta lita combo er bara flott!
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 25.feb 2014, 22:35

Í sumar keypti ég gang af trxus fyrir 15" felgur.

Eins og bílasalinn segir, Frúin brosir á betri dekkjum
Image

Til þess að reyna mýkja dekkin upp fyrir léttan bíl skar ég þau töluvert til. Maður finnur mikinn mun á mýkt á óskornu dekki og þessum skornu. Þessi skornu munu vonandi bæði gefa meira grip og leggjast betur.

Image

Image



En brettakantar að aftan sem smell passa fyrir DC 44" rúma ekki SS trxus. Trexusinn stendur hærra, er breiðari og ekki með þessum rúningi á hliðum sem henta vel fyrir kanta. Ég verð því að auka plássið undir afturköntunum áður en þessi dekk fara undir.

Image

Image

Image


En hver er reynsla manna af trxus (44"x15") hvað varðar felgur. Eru þau laus á felgu? Er soðinn kantur nóg eða munu þau snúast.

kv
KFS


ursus
Innlegg: 42
Skráður: 17.jan 2011, 18:57
Fullt nafn: Sæmundur Oddsteinsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ursus » 25.feb 2014, 22:51

Og keyft rauðvin handa frúnni :-)


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Kárinn » 26.feb 2014, 14:06

búin að vera með svona undir patrol og þau eru að snúast svolítið á felgunni, var með soðin kannt og allt límt í druslur en samt snérist þetta þannig það er bedlock eða sleppa þessu hehe

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 27.feb 2014, 21:16

Takk fyrir þetta Kári.

Þá fer maður bara beint í bedlock felgurnar. Ég á til sett þarf bara sjóða það á felgur.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 27.feb 2014, 21:39

Afhverju trxus vörubíladekk í staðinn fyrir mjúka gleðigúmmíið?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 27.feb 2014, 22:03

Sæll Elli

Þetta er góð spurning. En svarið er að ég á gang að DC gleðigúmíi og ég er ekkert voða hrifin af þeim, og langaði að prufa eitthvað annað. Trxusinn er mjög mjúkur eftir dekkjaskurð, mun mýkri en ég þorði að vona. Gripið eftir skurð ætti líka að vera meira. Þetta eru dekk sem eru hönnuð fyrir akstur í sandi og ég tel þau vera nokkuð vanmetin. En aðalega er þetta löngun í að prufa nýja dekkjategund.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 27.feb 2014, 22:49

Já ég held að þau muni grípa mjög vel svona skorin og líst mjög vel á þau. Ég hélt bara, þó ég hafi ekkert kynnt mér það umfram sögusagnir, að þetta séu stíf og burðarmikil dekk sem henti þá betur undir þyngri bíla.
Gleðigúmmíið og eiginleika þess undir léttum og jafnvel aðeins þungum bílum þekkja flestir.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 07.mar 2014, 18:41

Hér er samanburðarmynd af trxus og DC 44" á eins felgu, en hæðin á DC er ekki rétt þar sem hann stendur í hjólið. En frístandandi munar um 1-2" á hæð.

Image


En að öðru. Nú er bíllinn að skríða saman og styttis í að hann fari í skoðun.

Gamli altenatorinn hrundi í prufukeyrslu um daginn. Ég pantaði því Powermaster 120 ampera tor hjá Summitracing, honum var hent í og virkar fínt.

Image


Ég lét loks verða að því að rífa stýrismaskinuna og bora hana fyrir tjakk.

Image

Image

Image

Hún var svo þrifin rækilega og fékk grunn og lakk.

Image

Við skoðun sá ég að þéttingar og pakkdósir í henni voru ónýtar. Ég ætlaði bara kaupa upptektar sett út í búð en eftir mikla leit var niðurstaðan að þetta fæst ekki á klakanum. Þetta var því pantað frá Ameríku eins og flest allt í bílinn, áætlað að settið komi í byrjun næstu viku.

Endar voru soðnir á tjakkinn, brekket og festingar smíðaðar á hásingu og millibils stöng.

Image


Image

Image

Ég fékk svo Smára í skerpu til að renna fyrir mig ryðfría pinna í báða enda þar sem augun eru 15 mm.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 14.mar 2014, 11:20

´Sælir

Stór dagur í dag, náði þeim áfanga að keyra í vinnuna á Willys. Það var tekið áhlaup í þessari viku, Hjörtur hefur verið duglegur að hjálpa mér í vikunni og nú er komið að því að fara í skoðun. VE Mappið er orðið nokkuð gott á lægri snúning en nú þarf að mappa hærri RPM. Stefnan er svo tekin á jeppaferð um helgina. Bara gaaman:)

Image
Image
Image
Image

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 14.mar 2014, 14:58

Glæsilegt! En á ekki að sýna okkur undir húddið líka? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 20.mar 2014, 21:47

Sælir

Elli ég hef ekki uppfært neitt í húddinu ennþá en það verður vonandi gert í náinni framtíð.

En hér eru nokkrar myndir frá síðustu helgi. Skruppum í fína jeppaferð upp hrunamannaafrétt, gistum í Leppistunguskála og komum niður kjöl. Flott ferð með góðum félögum, ég átti við hitavandamál að stríða í ferðinni, en nýji skriðgírinn kom mjög vel út og bíllinn drífur mjög vel enda léttur.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Hjörturinn » 20.mar 2014, 22:11

Má til með að skella inn nokkrum af kagganum :)
Viðhengi
DSC01998.JPG
DSC01998.JPG (34.21 KiB) Viewed 10003 times
DSC01887.JPG
DSC01887.JPG (101.84 KiB) Viewed 10003 times
DSC01899.JPG
DSC01899.JPG (120.48 KiB) Viewed 10003 times
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá jeepson » 20.mar 2014, 22:41

Flottur er hann :) Hvernig var örninn að standa sig í ferðinni. Hann sagði mér ða hann hafði rutt fyrir hópin nánast alla leið. Hann nefndi nú aldrei þessa festu þarna sem er á myndinni. :p
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


hlynur96
Innlegg: 19
Skráður: 25.nóv 2013, 20:11
Fullt nafn: Hlynur Snær Sæmundsson
Bíltegund: Patrol 89" 2.8

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá hlynur96 » 31.mar 2014, 02:38

það er sko aldelis ekki amalegt að eiga þennan mann sem bróður!

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Hjörturinn » 02.apr 2014, 21:56

Flottur er hann :) Hvernig var örninn að standa sig í ferðinni. Hann sagði mér ða hann hafði rutt fyrir hópin nánast alla leið. Hann nefndi nú aldrei þessa festu þarna sem er á myndinni. :p


Aldrei ætti góð saga að gjalda sannleikans :P
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 26.jan 2015, 22:58

Jæja kominn tími á uppfærslu. Bíllinn var í dvala allt síðasta ár eftir vorferðina af nokkrum ástæðum. Ég eignaðist mitt fyrsta barn síðasta vor og eðlilega er annað sett á hakann.

Nú er að lifna yfir þessu aftur, um áramótin ákvað ég eitt kvöldið að láta slag standa og skipta um mótor í bílnum. LQ9 mótorinn var farinn að safnaða full miklu ryki og því kominn tími á að prufa hann.

Ég reif AMC mótorinn úr á einu kvöldi. Eftir lengingu og með frambrettin af er mjög gott að komast að öllu.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er AMC 360 mótorinn til sölu fyrir sanngjarnt gjald.

Image
Image
Image


Af ýmsum ástæðum ákvað ég að halda 727 skiptingunni og nýsmíðuðum skriðgír í bílnum og smíða milliplötu á milli vélar og skiptingar. Milliplötuna teiknaði ég upp í inventor upp úr bolt pattern teikningum fyrir báðar vélar. Platan verður svo fræst út í CNC fræs.

Stóra vandamálið við LQ9 mótorinn er víraflækjan fyrir vélina. Í stað þess að kaupa stand-alone harness, ákvað ég að breyta þessu sjálfur og þekkja þannig alla víra á mótornum ef eitthvað þarf að lagfæra seinna. Eftir nokkur kvöld í víraflækjunni með rafmagnsteikningar er ég búinn að hreinsa burtu alla víra sem ég nota ekki og merkja þá sem tengjast við rafkerfi í bílnum. Ég skil reyndar eftir loomið fyrir 4l60 skiptingu fyrir framtíðar möguleika á annari skiptingu. Framundan er að setja upp rafkerfi í bílinn fyrir mótorinn og aukarafkerfið.

Image

Hér að neðan er víraflækjan EFTIR að ég fjarlægði haug af vírum sem ekki eru notaðir. Svo er bara hreinsa þetta og gera sætt.
Image

kv
Kristján Finnur

User avatar

andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá andrib85 » 26.jan 2015, 23:57

Til hamingju með góða ákvörðun :) ég skil ekkk hvað þú ert búinn að geta horft lengi á mótorin útí skúr ónotaðan hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 28.jan 2015, 20:14

Já þetta er búið að vera löng fæðing en það hjálpaði mikið til að sjá þig henda þínum mótor í á met tíma. Það var sparkið sem maður þurfti:)


Magnús Þór
Innlegg: 121
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Magnús Þór » 28.jan 2015, 22:24

Þetta er ekkert nema flott. Hvar fékstu LQ9 ?

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 28.jan 2015, 22:32

Takk fyrir það. LQ9 var keypt af partasala á Ebay. Það vantaði nokkra hluti á hana þegar ég keypti hana. Það vantaði tölvuna og allt víra loomið, einnig vantaði MAF skynjara, inngjöfina og rafkerfið með henni, sem ég keypti allt seinna á ebay. En mótorinn lítur mjög vel út og er ekinn um 100 þús km ef ég man rétt.

kv
KFS

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 28.jan 2015, 22:46

Má spyrja hvað hún kostaði með þessu öllu heim komin? Dóra er örugglega ekki að skoða jeppaspjallið :) haha
http://www.jeppafelgur.is/


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Stjáni Blái » 28.jan 2015, 22:57

Opnaru Chevrolet vélina áður en þú setur hana í bílinn ?

Annars verður fróðlegt að heyra hver munurinn á nýju vélinni og Amc vélinni verður :)
Og hvernig þetta kemur til með að virka með 727 skiptinguni..

User avatar

andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá andrib85 » 29.jan 2015, 09:28

Stjáni Blái wrote:Opnaru Chevrolet vélina áður en þú setur hana í bílinn ?

Annars verður fróðlegt að heyra hver munurinn á nýju vélinni og Amc vélinni verður :)
Og hvernig þetta kemur til með að virka með 727 skiptinguni..

Ég opnaði vélina hjá mér. tók allt í sundur nema ég tók ekki heddin af, heddpakkningar og heddboltar kosta svo djöfulli mikið. Vélin hjá mér er ekin 160þkm og það var ekkert sjáanlegt slit nema á tímagírnum. það var komið heldur mikið slag í tímagírinn. Ég keipti tvöfaldan tímagír á summit og kostaði hann ekki mikið. Þann gír var hægt að stilla 4 gráður til baka og 8 gráður framm, með því móti var hægt að stilla vélina alveg nákvæmlega inn á réttan tíma, þær eru oft ekkert 100% rèttar orginal. Èg mældi endaslag í sveifarás og mældist ekkert slit og fannst mér þá ekki ástæða til þess að skipta um höfuðlegur. Èg skoðaði alla sílendra og voru allar þverrákir enn til staðar. Þreif svo alla olíubrák sem ég gat komist að. Skipti svo um allar pakkningar á soghlið til að útiloka að vélin væri að sjúga falskt loft.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 29.jan 2015, 20:07

Sælir

Kaupverðið er ekki gefið upp :) en menn geta reiknað það út ef þeir vilja. Vélin kostar úti $2000 og flutningur var 85 þús. Dótið sem vantaði á vélina kostaði svo um $500 á ebay. En það er hægt að fá þetta mun ódýrara með því að kaupa 5.3 mótorinn sem er mun algengari og fæst á $1000 með öllu.

Ég aðeins búinn að opna mótorinn en á eftir að kíkja á kjallarann. Eins og Andri þá set ég aðeins fyrir mig að rífa heddin af. Best væri auðvitað að taka allann mótorinn upp en ég mun byrja á þessu svona.

kv
KFS

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá nobrks » 30.jan 2015, 06:55

Þetta verður heldur betur spennandi að sjá í action :)

User avatar

atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá atligeysir » 30.jan 2015, 13:42

Geðveikt verkefni.
Verður gaman að heyra hvernig virknin á eftir að vera þegar LQ9 er komin ofaní. Endilega vertu duglegur að setja inn myndir.

Skil ekki að menn eru ekki meira að leita í þessa mótora. Þetta er að seljast á 2000$ og hægt er að fá LQ4 á 1400-1500. Og menn hafa verið að blása þessa mótora án þess að gera nokkuð við innvolsið og ná góðu afli úr þessum mótorum.
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Óttar » 30.jan 2015, 14:09

Flottur þessi :) Prófaðir þú hann eitthvað á trixus dekkjunum? forvitnilegt að vita hvernig þau koma út, ansi spennandi munstur og ekki verra að skera þau eins og þú gerðir

KV Óttar

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 30.jan 2015, 18:28

Afhverju notaru ekki megasquirt áfram? Opnar marga möguleika, ma. á poweradderum sem ég hugsa að sé frekar klemmt á original tölvunni, þó ég hafi svosem ekki mikið vit á því.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá Finnur » 31.jan 2015, 11:05

Sælir

Nafni ég er líka mjög spenntur að sjá útkomuna. Ég ætla líka að smíða upp 4 linkið að aftan. Markmiðið er að enda með slanglanga fjöðrun að aftan 40-50 cm. Er alvarlega að skoða Fox coilover, er ekki búinn að ákveða mig.

Óttar, Varðandi Trexus þá er ég ekki búinn að prufa þau, Ég á eftir að smíða beadlock á felgurnar.

Elli, Megasquirt fór upp í hillu af praktískum ástæðum. Ég keypti tölvu að utan sem er standalone og með verksmiðju tune, mótorinn á að fara í gang í fyrsta starti og ég þarf ekki að eyða neinum tíma í tune. Þegar farið verður í power adders verður megasquirt dregin aftur fram. Reyndar er lítið mál að vera með nítrókerfi með orginal tölvunni.

kv
Kristján Finnur

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Postfrá ellisnorra » 31.jan 2015, 12:23

Finnur wrote: Þegar farið verður í power adders verður megasquirt dregin aftur fram.


Mér líkar hvernig þú hugsar :)
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir