Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 06.okt 2013, 22:52

nú ætla ég að fara í það að vélavæða Rangerinn hjá mér almennilega. ég hef ákveðið að fara annað hvort í vortec LM7 eða LQ9 og setja 4L80 skiptingu aftaná. eru einhverjir búnir að fara útí svipaðar breytingar og hvora vélina finnst mönnum að ég ætti að fara í. LM7 er 5.3L 280 hö og LQ9 er 6.0L 345 hö en aðeins dýrari og gæti eitt meira. og ef einhverjir hafa farið útí svipaðar aðgerðir eða hafa reynslu af þessum vélum þá endilega deila því


Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Stjáni Blái » 06.okt 2013, 23:07

Lq4/9 ekki spurning ! Þetta er stærri vél sem togar töluvert meira, og gæti þegar upp er staðið komið til með að eyða minna í þetta þungum bíl..

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Freyr » 07.okt 2013, 01:05

60-75 nm og 50-60 hp meira afl í 6 lítra vélinni, í mínum huga er þetta ekki nokkur spurning ef báðar eru í boði og verðmunur ekki til að tala um. Ef hinsvegar verðið er mun hagstæðara á 5,3 gæti borgað sig að taka hana og eyða nokkrum krónum í hana. Varðandi eyðsluna þá veðja ég á að það muni ekki svo nokkru nemi, þyngd bílsins og dekkin ásamt loftmótstöðu ráða þar mestu frekar en nokkrir cm3 til eða frá.

Freyr


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Heddportun » 08.okt 2013, 04:02

Best vaeri ad fara i Al blokk 5.3 eda 6.0(ls2) en staerri velin myndi vera ogn eyslugrennri

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hjörturinn » 08.okt 2013, 07:59

Best vaeri ad fara i Al blokk 5.3 eda 6.0(ls2) en staerri velin myndi vera ogn eyslugrennri


Hvernig færðu það út? nú er þumalputtareglan að eftir því sem bmep (brake mean effective pressure, eða álag) er hærra þá er nýtni hærri, vélar hafa sumsé betri nýtni þegar þær þurfa að erfiða svolítið.

Fyrir utan það að þá er stærri vél með meiri núningstöp og hærri pumping losses...
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 08.okt 2013, 10:48

LQ9 er bara svo mikið ódýrari en LS2. Ég er ekkert með of hátt budget á þessu hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Stjáni Blái » 08.okt 2013, 10:56

Hvað eru þessar vélar að kosta s.s. 5.3 og 6.0 ? (þetta er væntanlega eitthvað sem þú færð að utan) ?
Og ertu þá að fá hana með öllu utan á og skiptingu líka ?

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 08.okt 2013, 13:36

Ég tek þetta allt að utan. Var búin að skoða verð á 5.3 vél með breytri ECU tölvu svo hún verði stand alone og 4L80 skiptingu og það var á um 2000 usd saman. Sú vél var samt ekin 200þkm
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Kiddi » 08.okt 2013, 19:37

Sæll. Ég setti LQ4 Vortec 6.0 í minn Wrangler og er alsáttur með það. Ég ákvað að nota 4L60E skiptingu frekar en 4L80E af tveimur ástæðum. Annars vegar er hún léttari og styttri og hins vegar er skemmtilega lágt hlutfall í fyrsta gír í henni (ca 3:1) á meðan 4L80E er með ca 2.5:1 og þyngri að snúa. Held að það sé ekki þörf á 4L80E í svona ca 2ja tonna jeppum nema maður ætli að fara í turbo eða eitthvað því um líkt.
Aftan á skiptingunni er ég síðan með millistykki frá Advance Adapters og í því er hraðaskynjari sem tengist vélartölvunni. Menn fyrir westan vilja meina að það sé gríðarlega mikilvægt að hafa hraðaskynjarann tengdan svo tölvan "viti" hvenær bíllinn er á ferðinni og hvenær ekki. Ef þetta er ekki tengt getur vélin átt það til að drepa á sér. Aftan við þetta millistykki er ég síðan með NP231 millikassa úr Blazer S10 mixaðan saman við Wrangler millikassa þar sem ég vil hafa barkahraðamæli, S10 er með rafmagns.
Mér finnst þetta vinna mjög skemmtilega hjá mér. Nóg afl og tork og skiptingin er að mér finnst alltaf í réttum gír og mjög snögg að taka við sér. Lockupið kemur mjög fljótt inn og vélin er aldrei að hanga neitt á hærri snúning en þörf er á en er eins og ég segi mjög snögg að skipta sér niður (eða upp). Ég var að mæla eyðsluna innanbæjar sýnist hann vera eitthvað í kringum 22. Er að fara með ca 18 á langkeyrslu og ca 22 á hálendisskaki í sumar.

Þannig að ég myndi virkilega íhuga það að notast við 4L60E. GM gefur hana upp fyrir 488Nm. Síðan er til 4L65E sem er aðeins sterkari útfærsla og kom aftan við 5.3 í mörgum bílum, sú er gefin upp fyrir einhverja 532Nm minnir mig.
Ég keypti búnað frá HPTuners til að fikta í tölvunni og tók út þjófavörnina og setti inn tjún fyrir 4L60E skiptingu (vélin var við 4L80E skiptingu sem fylgdi ekki). Það kostar einhver leyfi að tengja þetta við annan bíl en það er alveg hægt að skoða það ef þig vantar að komast í svona. Mótorstilling hefur líka verið að græja þetta fyrir menn.

Þessar vélar eru algjörlega málið og ég efast um að 5.3 sé mikið síðri en 6.0. Mín vél er úr GMC Sierra 2500HD og ég er með allt reimakerfið úr þeim bíl fyrir utan A/C dæluna. Mín vél kom með rafmagnsinngjöf sem mér finnst snilldarbúnaður, ekkert barkavesen bara finna stað fyrir pedalann inní bíl.

Það eru síðan mjög góðar upplýsingar inn á síðu sem heitir lt1swap.com varðandi það að fiffa rafkerfið til.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Heddportun » 08.okt 2013, 22:23

Hjörturinn wrote:
Best vaeri ad fara i Al blokk 5.3 eda 6.0(ls2) en staerri velin myndi vera ogn eyslugrennri


Hvernig færðu það út? nú er þumalputtareglan að eftir því sem bmep (brake mean effective pressure, eða álag) er hærra þá er nýtni hærri, vélar hafa sumsé betri nýtni þegar þær þurfa að erfiða svolítið.

Fyrir utan það að þá er stærri vél með meiri núningstöp og hærri pumping losses...


Ja ef vid keppum a Dynobekk og i utreikningum ta vaeri Yaris motor malid en tar sem tu ert ad draga tyngd i drifras/nuningstap ect.. ta er meira afl(TQ) kostur tvi motorinn getur snuist a laegri snuning mv minni(aflminni motor) ad draga somu tyngd og load a motorinn

ef tu reiknar ut MBEP muninn a velinum og reiknar upp afl per CID ta er staerri motorinn ad skila meiru nytanlegu afli(pressure) a stimplilinn

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hjörturinn » 09.okt 2013, 09:47

Það er reyndar rétt að bmep á LQ9 er 5psi hærri en á LM7 við hámarksálag, en þetta er miðað við hámarks álag á vélina (325lbf á lm7 og 380lbf á lq9).
En í venjulegum akstri ætti LM7 að skila betri nýtni, fyrir utan að það þarf varla að anda á hana og þá er nú kominn í sömu afltölur og stock LQ9.

Ef maður ætlaði í svona umræður í alvöru þyrftum við að fá brake specific fuel consumption chart fyrir þessar vélar, leiðinlegt hvað framleiðendur eru nískir á þau, ekki að það er hægt að reikna sig í töluvert góð svona chört ef maður hefur tíma og nennu.

brake specific fuel consumption chart:
Image
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Freyr » 09.okt 2013, 20:05

LIKE. Meiri nördaskap takk, skortir því miður þekkingu til að koma með eitthvað input.....

User avatar

konradleo
Innlegg: 49
Skráður: 06.feb 2010, 17:33
Fullt nafn: Konráð Leó Jóhannsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá konradleo » 09.okt 2013, 20:29

Hjörturinn wrote:Það er reyndar rétt að bmep á LQ9 er 5psi hærri en á LM7 við hámarksálag, en þetta er miðað við hámarks álag á vélina (325lbf á lm7 og 380lbf á lq9).
En í venjulegum akstri ætti LM7 að skila betri nýtni, fyrir utan að það þarf varla að anda á hana og þá er nú kominn í sömu afltölur og stock LQ9.

Ef maður ætlaði í svona umræður í alvöru þyrftum við að fá brake specific fuel consumption chart fyrir þessar vélar, leiðinlegt hvað framleiðendur eru nískir á þau, ekki að það er hægt að reikna sig í töluvert góð svona chört ef maður hefur tíma og nennu.

brake specific fuel consumption chart:
Image



ER ÞETTA VEÐUR KORT AF HÆÐ EÐA LÆGÐ.
Læk á nördaskapinn. hahaha :)
Chevrolet Silverado Suburban 6.2 dísel 1982 á leið í uppgerð 35"og 36"
Gallopper intercoler durbo dísel 2,5 1997 32"og 33"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Stebbi » 09.okt 2013, 21:55

Er þetta spáin fyrir fimmtudag eða föstudag ??
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hjörturinn » 10.okt 2013, 09:46

hehe já þetta er kannski annað en menn eru vanir að sjá í svona umræðum, en þetta er það sem allir vélahönnuðir og bílaframleiðendur eru að rembast við að besta.

En eins og sést að þessu grafi þá er bsfc (brake specific fuel consumption) lægri eftir því sem bmep er hærra, en hæst þó á miðju álagi.

semsagt lítil vél sem þarf að rembast rosalega á háum snúning skv. þessu grafi er að nota 335grömm af eldsneyti til að búa til 1 kílówattstund, en stór vél sem hefur ekkert fyrir þessu er að nota um 600grömm.

bmep er reiknað út frá því togi sem þarf til að framkvæma það sem þú ert að gera (t.d. crúsa uppá jökli) deilt í rúmtak vélarinnar (með föstum stuðlum sem skipta ekki máli hér), út frá því sést auðveldlega að ef þú þarft 200 pundfet til að halda ferð, þá því minni sem vélin er, því betri verður nýtnin.

Best er svo auðvitað að vélin hafi hæfilega mikið fyrir lífinu og sé á milliálagi, en þessu má breyta með hönnun vélarinnar og gírhlutföllum, en flestir eru að reyna að fá þessu "eyju" þarna í miðjunni niður og til vinstri á grafinu, þannig þetta sé á því bili sem flestar vélar eru að vinna dags daglega.

En já, LM7 fær semsagt mitt atkvæði :)
Dents are like tattoos but with better stories.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Heddportun » 10.okt 2013, 22:42

Hjörturinn wrote:Það er reyndar rétt að bmep á LQ9 er 5psi hærri en á LM7 við hámarksálag, en þetta er miðað við hámarks álag á vélina (325lbf á lm7 og 380lbf á lq9).
En í venjulegum akstri ætti LM7 að skila betri nýtni, fyrir utan að það þarf varla að anda á hana og þá er nú kominn í sömu afltölur og stock LQ9.

Ef maður ætlaði í svona umræður í alvöru þyrftum við að fá brake specific fuel consumption chart fyrir þessar vélar, leiðinlegt hvað framleiðendur eru nískir á þau, ekki að það er hægt að reikna sig í töluvert góð svona chört ef maður hefur tíma og nennu.

brake specific fuel consumption chart:
Image


Hjörturinn wrote:hehe já þetta er kannski annað en menn eru vanir að sjá í svona umræðum, en þetta er það sem allir vélahönnuðir og bílaframleiðendur eru að rembast við að besta.

En eins og sést að þessu grafi þá er bsfc (brake specific fuel consumption) lægri eftir því sem bmep er hærra, en hæst þó á miðju álagi.

semsagt lítil vél sem þarf að rembast rosalega á háum snúning skv. þessu grafi er að nota 335grömm af eldsneyti til að búa til 1 kílówattstund, en stór vél sem hefur ekkert fyrir þessu er að nota um 600grömm.

bmep er reiknað út frá því togi sem þarf til að framkvæma það sem þú ert að gera (t.d. crúsa uppá jökli) deilt í rúmtak vélarinnar (með föstum stuðlum sem skipta ekki máli hér), út frá því sést auðveldlega að ef þú þarft 200 pundfet til að halda ferð, þá því minni sem vélin er, því betri verður nýtnin.




Etta eru flottar paelingar en tu ert ekki ad beita upplysingunum rett

BSFC er nytnin a bensininu er i vinnu en ekki hvernig hun mindi vera i bil undir beytilegu alagi bara constant a peak efficiency eda sem peak BMEP er(Tar sem TQ er haeds a dyno mappi) eda midju alagi eins og tu ordar tad

Minni vel getur aldrei verid sparneitnari tvi til ad fara somuvegalengd a tima undir alagi " (t.d. crúsa uppá jökli)" tarf hun ad snuast meira en staerri aflmeiri vel og tar med er allur agadi af minni vel farinn,Eg er ad skipta ut 5.3 velunum fyrir 6.0 i pikkupum og engin hefur komid til baka og sagt mer ad 5.3 eydi minna en 6.0 velin

Tar sem stroke er jafn a velunum 3.622" er eina breytan bore og fra 325g/kw i 600 g/kw er ekki rett reiknad ut fra 5.3 i 6.0

Taer eru badar a svipadri kveikju flytingu svo engin er munurinn tar

Ef hinsvegar tu ert ad keyra a jafnslettu a constant hrada ta veri hun betri en adeins ef hun er naegilega aflmikil til ad geta yfirstigid vind og friction motstoduna a bilnum
Svo i jeppabrall er hun verri i raun en odyrari i startkostnadi

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá ellisnorra » 10.okt 2013, 22:51

Flottar pælingar og algjörlega mér framandi en engu að síður áhugaverðar.

Nú spyr ég eins og fávís kona (feministabeljur, konur eru líka menn!), og beini spurningum inni einkum til Ara, ef stórt er gott og stærra betra, afhverju eru ekki fleiri með 500cid+ vélar eða jafnvel 800cid+ :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hjörturinn » 10.okt 2013, 23:39

Þetta dæmi sem ég tók áður var ekki 5.3 vs 6.0 heldur bara general útskýring á hvernig þetta virkar.

Ég get bara með engu móti verið sammála þessu að stærri vél eyði minna, dæmisögur manna sem hafa notað bæði 5.3 og 6.0 eru ekkert endillega markverðar þar sem notkun og aksturlag kann að hafa breyst, sem og aukabúnaður á vélunum (hvarfakútur tekinn og þar fram eftir götunum), svo er bara mannlegt að selja sjálfum sér að þetta sé æði, smbr. vetnsiruglið og það allt.

Þú segir að minni vél þurfi að snúast meira, jú það kann að vera ef við minnkum hana of mikið, en ef báðar vélar sem verið er að bera saman geta skilað því afli sem þarf, þá er sú minni alltaf eyðslugrennri.
ef við berum saman 5.3 og 6.0 sem eru báðar að snúast 2500RPM og gefa sirka 200 pundfet, þá er 5.3 að eyða minna, og skeytir þá engu hvort álagið sé að rokka milli 100-300 pundfet eða sé stöðugt.
Dents are like tattoos but with better stories.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Heddportun » 10.okt 2013, 23:46

elliofur wrote:Flottar pælingar og algjörlega mér framandi en engu að síður áhugaverðar.

Nú spyr ég eins og fávís kona (feministabeljur, konur eru líka menn!), og beini spurningum inni einkum til Ara, ef stórt er gott og stærra betra, afhverju eru ekki fleiri með 500cid+ vélar eða jafnvel 800cid+ :)


Tar sem vid erum med girkassa,millikassa og drifhlutfall er adeins torf a svo mikklu afli til ad skila skrodnum aframm ad allt auka afl er farid ad kosta umfram bensin tar sem vid margfoldum TQid sem velin skilar

Bensin getur adeins skilad svo miklum trysting per stimpilhrada vs brunahrada 400-1100psi
Ef vid erum med stora bore staerd missum vid mikid af trystingnum i friction svo allar storar velar skila litlu afli per CID og lelega nytni

Friction margfaldast tegar bore er staekkad svo allar 500-800cid velarnar eru med lelega nytni t.d. 502 er med 4.560" bore vs 454 er med 4.250" 366 er med 3.940 en allar misnunandi stroke ef vit taekjum 366 og notudum sveifarasinn ur 502 vaerum vid ad auka nytnina tar sem stroke er vogarafl x pressure og friction factorinn fellur med minna bore

Brunin tekur tima og tvi minna bore tvi haerri nytni(pressure) a stimpilin baedi peak og average uppreiknad

Velar hafa bara svo mikid pressure potential per bensinbruna og BTU svo ef cyllender er staekkadur i bori umfram tad sem tarf til ad fa loft inn a velina til ad fylla hana af mestu en stadsetning intaksventils hefur mikid um tad ad segja svo og er brunahradinn ad ta fer mikil % af trystingnum i friction i stad nytanlegrar vinnu BMEP

BBC-HEMI-Ford ect eru med moguleikan a mikklu poweri en bara med CID en eru med 35-50 kveikjuflytingu en neihved vinna fer fram med svo haegum brunahrada (fyrir TDC)

LS velarnar eru med ca 26-28 Flytingu-Nyju Hemi med 2 kertum er mjog godar 22-25Degree flyting


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Heddportun » 11.okt 2013, 00:06

Hjörturinn wrote:Þetta dæmi sem ég tók áður var ekki 5.3 vs 6.0 heldur bara general útskýring á hvernig þetta virkar.

Ég get bara með engu móti verið sammála þessu að stærri vél eyði minna, dæmisögur manna sem hafa notað bæði 5.3 og 6.0 eru ekkert endillega markverðar þar sem notkun og aksturlag kann að hafa breyst, sem og aukabúnaður á vélunum (hvarfakútur tekinn og þar fram eftir götunum), svo er bara mannlegt að selja sjálfum sér að þetta sé æði, smbr. vetnsiruglið og það allt.

Þú segir að minni vél þurfi að snúast meira, jú það kann að vera ef við minnkum hana of mikið, en ef báðar vélar sem verið er að bera saman geta skilað því afli sem þarf, þá er sú minni alltaf eyðslugrennri.
ef við berum saman 5.3 og 6.0 sem eru báðar að snúast 2500RPM og gefa sirka 200 pundfet, þá er 5.3 að eyða minna, og skeytir þá engu hvort álagið sé að rokka milli 100-300 pundfet eða sé stöðugt.


Vid erum ad taa um 5.3 vs 6.0 drop in replacement svo ekkert annad er gert og etta er i stock pickupum og daily driven i umferd

Vid erum ad bera saman 5.3 vs 6.0

Herna er svo TQ af LS velinum tar sem 6.0(ls2 reyndar) er med mest TQ svo minni velin tarf a snuast meira til ad vera med sama X pundfet per RPM

Best ad lata linkanafylgja hvadan menn fa upplysingarnar http://www.s10forum.com/forum/attachmen ... edium-.jpg

Meira Magn aflslaga(rpm) yfir tima = meira bensin eytt vid somu vinnu
Image


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Wrangler Ultimate » 11.okt 2013, 09:11

Sæll Andri,

Ef ég þekki þig rétt þá tekurðu 6.0.... og málið dautt.

Ég var í sömu pælingum í sumar og endaði á 6.0 sem þarf ekkert að gera við (ekinn 120þús)

Ég ætlaði að ná mér í ekna 5.3 og stroke kit í hana upp í 5.9+ lítra. Semsagt að gera hana upp eins og þarf oftast.

Þegar maður reiknar dæmið til enda er það miklu dýrara að kaupa sér 5.3 og gera hana upp heldur en að kaupa sér bara á 1000 dollara meira 100k ekna 6.0 sem er í fínu standi. Þá miða ég auðvitað við að heilvita maður kaupi stroker kit en ekki bara rebuild kit hehe :)

Auka = þessar vélar vikta það sama , taka sama plássið nema önnur gefur bara meira.

eyðslan mun kannski vera í 0.5 til 1 liter á hundraði munur.... ef þá það.

Ég kann því miður ekki að setja upp svona fínt graph.... en svona á nostalgiu nótum

THERES NO REPLACEMENT FOR DISPLACEMENT !!!!

Bíllinn þinn er það öflugur að þér veitir ekkert af 6.0 til að hræða þig smá :)

Ég gleymdi auðvitað aðalatriðinu... þegar þú þarft síðan að gera upp 6.0... þá auðvitað strókarðu hana í 6.6 eða 408CID.... :)

Síðan hefur 6.0 vélin mun meiri möguleika á heddum en 5.3. 6.0 vélin tekur t.d. nýju square port heddin á ls3 vélunum og reyndar líka cathedral portin frá 5.7 og 5.3. Það passar allt í 6.0 úr báðum vélaflokkum þannig að sú vél hefur möguleika á endalausum hestöflum.... ekki það að maður þurfi það endilega... 5.3 vélin getur bara notað cathedral head frá 6.0 sem er reyndar feiki nóg fyrir hana en þó er alltaf gaman að geta meira.

kv
Gunnar 6.0
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Finnur » 12.okt 2013, 19:03

Sæll Andri

Báðar þessar vélar munu uppfylla þau skilyrði sem þú setur. Þetta er bara spurning um mikið afl eða aðeins meira afl. LQ9 vélin er flottari á pappír, en eyðaslan er aðeins meiri en 5.3.

Til þess að bæta við umræðuna milli Hjartar og Ara þá hefur Hjörtur rétt fyrir sér. Ari er að bera saman aðstæður þar sem báðar vélar eru gefa fullt afl eða undir 100% loadi, undir þeim kringum stæðum þarf minni vélin að snúast aðeins meira. Þessar aðstæður eru mjög sjaldan notaðar á fjöllum. Á ferðalögum um jökla eða vegi hálendis eru vélar í þessari stærð oftast undir lágu álagi (load). En Loadið hefur mikið að segja um eyðslu véla eins og Hjörtur fór yfir. Eyðsla bensínvélar eykst þegar loadið minnkara, sjá kortið hér að ofan. Ein af ástæðum þess er að VE (volumetric efficiency) fellur með með minnkandi loadi, vegna hækkandi pumping loss. Viðnám eykst svo á móti með hækkandi RPM og þannig myndast þessi eyja á kortinu hér að ofan þar sem nýti og tork eru hæðst fyrir viðkomandi vél.

Val á milli þessara véla er bara smekksatriði, þær eru báðar mjög flottar í bílinn hjá þér. Það sem mælir frekar með 5.3 vélinni er að þær eru ódýrari og framleiddar í mun meira magni auðvelt að finna þér á partasölum úti. Varðandi upptekt þá skiptar það ekki máli hvor er, fer bara eftir ástandi á þeirri vél sem er keypt.

kv
Kristján Finnur

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Freyr » 12.okt 2013, 21:13

Meiri pælingar:

Áhugaverð ábending með að vél sem er slaglöng m.v. bore hafi betri nýtni en vél með minna stroke og stærra bore. Það gæti útskýrt af hverju menn sem stróka AMC 242 (4.0 ltr.) í 4,5 ltr. fá slatta aflaukningu en eyðslan breytist lítið eða jafnvel ekkert að því gefnu að bílnum sé ekið á sambærilegan hátt. Ef aflaukningin sem fylgir stærri vélinni er notuð eykst þó vissulega eyðslan þar sem til staðar er meira rúmtak og spíssar sem flæða meira.

Ein spurning til ykkar fræðinganna: Var eitt sinn að lesa um endurbætur og aflaukningu á 318 og sá þá að einhver hafði smíðað "square" mótor þar sem stroke og bore var það sama. Virtist sem með því hefði hann náð einhverjum góðum áfanga eða eftirsóttu takmarki án þess að fram hafi komið nokkur ástæða. Ég hef skilið þetta svo að slaglangar vélar m.v. bore séu "torkarar" en slagstyttri vélar þoli betur snúning og geti því skilað fleiri hestöflum. M.v. það væri "square" vél einfaldlega einhverskonar millilending án þess þó að vera "eitthvað sérstakt"????

Kv. Freyr


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Heddportun » 13.okt 2013, 00:32

Finnur wrote:Til þess að bæta við umræðuna milli Hjartar og Ara þá hefur Hjörtur rétt fyrir sér. Ari er að bera saman aðstæður þar sem báðar vélar eru gefa fullt afl eða undir 100% loadi, undir þeim kringum stæðum þarf minni vélin að snúast aðeins meira. Þessar aðstæður eru mjög sjaldan notaðar á fjöllum. Á ferðalögum um jökla eða vegi hálendis eru vélar í þessari stærð oftast undir lágu álagi (load). En Loadið hefur mikið að segja um eyðslu véla eins og Hjörtur fór yfir. Eyðsla bensínvélar eykst þegar loadið minnkara, sjá kortið hér að ofan. Ein af ástæðum þess er að VE (volumetric efficiency) fellur með með minnkandi loadi, vegna hækkandi pumping loss. Viðnám eykst svo á móti með hækkandi RPM og þannig myndast þessi eyja á kortinu hér að ofan þar sem nýti og tork eru hæðst fyrir viðkomandi vél.


Nei eg er ekki ad bera saman undir WOT

Velarnar eru ad snuast fra 2000-3500rpm ad ollu jofnu(mismunandi girun) a jokli og erfidu faeri eda upp brekkur ect.. undir Load,aldrei sem tu ert ad cuza a no load i faeri sem og med thungad drifbunad og bil nema a malbiki a jafnslettu(ekki til mikid ad tvi a islandi)

Ef tu skodar kortid er minnst eydsla a midri eyjunni undir peak power sem er a ekki svo miklum snuning sem 5.3 myndi nota vs aflmeiri 6.0 a minna rpm undir sama load

Load mun ekki breytast svo mikid fra 5.3 vs 6.0 tad er ekki svo mikill aflmunur

38" dekk,millikassi.4x4 drif eru motstada sem auka alagid sem velin tarf ad drifa bara a jafnslettu a constant hrada,mun erfidara(load) ad hrada teim upp eftir innjgof tar sem PE(power enrichment) dompar bensini tegar tu ferd yfir ahvedid % innjgof og tar er sem minni vel er ekki eydsluminni og tarf ad snuast meira

VE er lysing a nytni velar ad fylla cyllenter af loftinu en hefur ekki neitt ad gera med Eydsluna tvi hun er had ollum ytri adstaedum(dekk,Griun,Heildar aflsogum yfir tima,innjof ect.)

Vid erum ekki ad bera saman velarnar a tilraunastofu an ytri adstaedna


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Navigatoramadeus » 13.okt 2013, 10:06

skrýtið að rúmtaksnýtni hafi ekkert með eyðslu að gera, ef strokkurinn er að svelta á lofti hvernig á þá "fullkominn" bruni að eiga sér stað nema fyrir þær sakir að setja minna magn eldsneytis (halda A/F blöndunni á réttu róli) en þá verða töpin hlutfallslega meiri og eyðsla hækkar ?

"Peak torque occurs at the rpm the engine is most volumetrically efficient i.e. the engine speed at which the maximum volume of air is drawn (or forced) into the cylinders."

http://johnmaherracing.com/tech-talk/th ... gine-myth/


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Heddportun » 13.okt 2013, 23:16

Tad er rett ad hun hefur med eydsluna ad gera en tu skammtar bensin vid loftid sem er inni a strokknum hverju sinni til ad ja fa ideal A/F fyrir motorinn

Peak TQ er tar sem Peak Cyllender pressure og ja motorinn mun skila hagstaedastri BSFC tolu en hana er ekki haegt ad nota til ad ahveda hvor er betri fyrir eydsluna,ytri adstaedur hafa tar meira ad segja

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 14.okt 2013, 14:59

Ég sé að ég þarf bara að prófa báðar vélarnar til að fá niðurstöðu í þetta mál hehe. En ég hugsa að ég skelli mér á LQ9 ef ég finn sæmilega vél . Meira afl heillar mig bara meira, en ég er að spá hvort 4L60 skiptingin sé nógu sterk? Ég nenni ekki einhverjum vandamálum uppá fjöllum
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá jongud » 14.okt 2013, 17:40

andrib85 wrote:Ég sé að ég þarf bara að prófa báðar vélarnar til að fá niðurstöðu í þetta mál hehe. En ég hugsa að ég skelli mér á LQ9 ef ég finn sæmilega vél . Meira afl heillar mig bara meira, en ég er að spá hvort 4L60 skiptingin sé nógu sterk? Ég nenni ekki einhverjum vandamálum uppá fjöllum


4L60 ætti að vera nógu sterk fyrir jafn léttann jeppa og Ranger.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá jeepcj7 » 14.okt 2013, 18:58

Er rangerinn ss. léttari en camaro? það hefur nú gengið á ýmsu með þessar skiptingar í þeim.En eins og flest annað er örugglega hægt að preppa þær til svo þær haldi og 1 gírinn er lár og flottur.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hjörturinn » 15.okt 2013, 10:48

Held ég hvíli þessar umræður í bili, efni í annan þráð.

En er ekki nóg að kæla 4L60 bara nóg? ekki er það aflið sem er að fara með þær?
Dents are like tattoos but with better stories.


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Kárinn » 16.okt 2013, 00:13

sælir

félagar mínir eru með 4le60 og 4le80 aftaná LS1 í sitthvorum patrolnum

4le60 er farin að snuða annan gírinn.. sá bíll er Y61 á 44"... hitnaði svolítið við að draga 2 tonna bíl niður hálft fjallabak..

4le80 er búin með afturábakin, sá bíll á 46" þolir það víst ekki að hjakka mikið og vera að skipta á milli R og D á smá ferð.... þarf að vera allveg stopp þegar skipt er á milli... enn hitnar mikið síður í átökum

þannig þetta eru ekkert gallalausar skiptingar eins og flestir vita en

mæli með stærri skiptingunni... stórt er alltaf betra

kv. Kári

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 20.okt 2013, 23:43

jæja núna eftir mikla leit á Ebay og á veraldarvefnum þá er ég mjög heitur fyrir LY6 sem er nýjasta típan af LQ9. aðeins kraftmeiri og með VVT (variable valve timing) sem gerir það að verkum að eyðslan minkar til muna og torkið á lágum snúning verður alveg geggjað :)
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 24.okt 2013, 16:54

Er einhver hérna heima sem er klár í að forrita vélatölvuna sem fylgir vélinnj og gæti hjálpað mér með rafmagns hliðina í þessari vélavæðingu?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hr.Cummins » 24.okt 2013, 17:52

Kauptu þér EFI Live... þá skal ég græja þetta...

Þú ert samt í enn betri málum með LB7 en báða þessa mótora 8)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 24.okt 2013, 20:04

já ég veit nú ekki hvort hún komist fyrir hehe. en aflir yrði allavega nóg
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 24.okt 2013, 20:14

Hr.Cummins wrote:Kauptu þér EFI Live... þá skal ég græja þetta...

Þú ert samt í enn betri málum með LB7 en báða þessa mótora 8)

en hvernig er það. þarf ég að kaupa einhverja svona tölvu til að láta þetta vinna saman. málið er að ég er að panta LQ9 mótor og 4L80E skiptingu. LQ9 kemur með 4L65E skiptingu orginal og það þarf að breyta vélatölvunni þannig að hún virki með 4L80e skiptingunni. mig vantar semsagt einhvern hérna heima sem getur hjálpað mér með það. orginal tölvan fyrir vélina fylgir með ásamt öllu sem þarf til að nota vélina. svo langar mig langar líka að breyta tölvunni í standalone til að minka víraflækjuna.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Kiddi » 24.okt 2013, 20:48

Eins og ég nefndi hér fyrir ofan þá get ég gert þetta.
Ég gerði þetta sjálfur, en í hina áttina semsagt forritaði tölvu sem var forrituð fyrir 4L80E fyrir 4L60E. Ég á búnað frá HP Tuners, það kostar mig samt $100 að tengja hann við bíl (leyfi). Með svona skiptingarvesen þá þarf líka að senda tjúnið út til þeirra í HP Tuners og þeir græja þetta, þá er hægt að lesa það inn í tölvuna aftur.

Með rafkerfið þá nýttist þessi síða mér mjög vel http://lt1swap.com/wiringharness.htm og eins upplýsingar af Pirate4x4.com og svo keypti ég áskrift á alldatadiy.com fyrir bílinn sem vélin kom úr og þá hafði ég allar rafmagnsteikningar.

Ég á nú samt eftir að ganga betur frá rafkerfinu hjá mér, öryggjaboxið var ekki nógu vel hugsað hjá mér og ég á eftir að panta efni í það að utan. Það fæst ekkert af viti í svona bílarafkerfi hérna heima. Hef verið að skoða að panta frá waytekwire.com, þeir eru með búnað í svipuðum gæðaflokki og original bílarafmagnsdótið.

User avatar

fox
Innlegg: 22
Skráður: 09.okt 2011, 16:19
Fullt nafn: Þórir Kristmundsson
Bíltegund: sj 457

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá fox » 24.okt 2013, 23:48

Sæll Andri

Heyrðu bara í Einari Ásgeiri 8660734 hann er að gera þetta fyrir mig lq9 4l65e hann finnur einhverja töfralausn hann hefur gert þetta nokkrum sinnum áður og mjög vandaður í verki það skiptir miklu máli í svona jobbi

Kveðja Þórir

ps mitt atkvæði fær 4l65e miklu léttari og nettari bara kæla nóg

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hr.Cummins » 25.okt 2013, 02:52

4L65 er rosa góð skipting, ég myndi byrja á að nota hana bara...

Annars geturu fengið LQ9 með 4L80... kaupir hana þá úr 2500 Silverado... og gott ef að þær komu ekki þannig líka í Escalade ???
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá jongud » 25.okt 2013, 08:40

fox wrote:Sæll Andri

Heyrðu bara í Einari Ásgeiri 8660734 hann er að gera þetta fyrir mig lq9 4l65e hann finnur einhverja töfralausn hann hefur gert þetta nokkrum sinnum áður og mjög vandaður í verki það skiptir miklu máli í svona jobbi

Kveðja Þórir

ps mitt atkvæði fær 4l65e miklu léttari og nettari bara kæla nóg


Veist þú hvaða tölvur Einar Ásgeir getur tekið fyrir?
Er það bara Lx- tölvur eða getur hann líka forritað eldri GM tölvur eða Ford?


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 74 gestir