Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 25.okt 2013, 11:13

Hr.Cummins wrote:4L65 er rosa góð skipting, ég myndi byrja á að nota hana bara...

Annars geturu fengið LQ9 með 4L80... kaupir hana þá úr 2500 Silverado... og gott ef að þær komu ekki þannig líka í Escalade ???

Málið er að 4l65e skiptingin sem var aftaná þessari vél sem ég er að spá í er seld. Ég er heldur ekki búin að finna neina 4l65e skiptingu á austurströndinni. Svo er ég nokkuð viss um að LQ9 hafi ekki komið með 4l80e skiptingu. Ég hef allavega ekki rekist á það hingað til.


Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hr.Cummins » 25.okt 2013, 12:40

andrib85 wrote:
Hr.Cummins wrote:4L65 er rosa góð skipting, ég myndi byrja á að nota hana bara...

Annars geturu fengið LQ9 með 4L80... kaupir hana þá úr 2500 Silverado... og gott ef að þær komu ekki þannig líka í Escalade ???

Málið er að 4l65e skiptingin sem var aftaná þessari vél sem ég er að spá í er seld. Ég er heldur ekki búin að finna neina 4l65e skiptingu á austurströndinni. Svo er ég nokkuð viss um að LQ9 hafi ekki komið með 4l80e skiptingu. Ég hef allavega ekki rekist á það hingað til.


PY246 kom með LQ9 og 4L80E, ég veit það sjálfur því að ég tók skiptinguna úr honum þegar að ég missti af henni allan vökva..
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 25.okt 2013, 12:43

Hr.Cummins wrote:
andrib85 wrote:
Hr.Cummins wrote:4L65 er rosa góð skipting, ég myndi byrja á að nota hana bara...

Annars geturu fengið LQ9 með 4L80... kaupir hana þá úr 2500 Silverado... og gott ef að þær komu ekki þannig líka í Escalade ???

Málið er að 4l65e skiptingin sem var aftaná þessari vél sem ég er að spá í er seld. Ég er heldur ekki búin að finna neina 4l65e skiptingu á austurströndinni. Svo er ég nokkuð viss um að LQ9 hafi ekki komið með 4l80e skiptingu. Ég hef allavega ekki rekist á það hingað til.
ok.

PY246 kom með LQ9 og 4L80E, ég veit það sjálfur því að ég tók skiptinguna úr honum þegar að ég missti af henni allan vökva..
ok. Hvernig bíll er það?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá jongud » 25.okt 2013, 13:59

andrib85 wrote:Málið er að 4l65e skiptingin sem var aftaná þessari vél sem ég er að spá í er seld. Ég er heldur ekki búin að finna neina 4l65e skiptingu á austurströndinni. Svo er ég nokkuð viss um að LQ9 hafi ekki komið með 4l80e skiptingu. Ég hef allavega ekki rekist á það hingað til.


ertu búinn að prófa lsx4u.com?
þeir eru á austurströndinni ca 100km norðan við Boston

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 25.okt 2013, 14:40

jongud wrote:
andrib85 wrote:Málið er að 4l65e skiptingin sem var aftaná þessari vél sem ég er að spá í er seld. Ég er heldur ekki búin að finna neina 4l65e skiptingu á austurströndinni. Svo er ég nokkuð viss um að LQ9 hafi ekki komið með 4l80e skiptingu. Ég hef allavega ekki rekist á það hingað til.


ertu búinn að prófa lsx4u.com?
þeir eru á austurströndinni ca 100km norðan við Boston

já ég er búin að tala við þá. ég var einmitt búin að finna 4L80 skiptinguna hjá þeim.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá jongud » 25.okt 2013, 14:56

Það er líka á síðunni hjá þeim (lsx4u) leiðbeiningar þar sem á að duga að svissa tveimur vírum til að nota 4L80E skiptingu í stað 4L60E/4L65E skiptingar

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá jeepcj7 » 25.okt 2013, 17:14

Skráningarnúmer: PY246
Fastanúmer: PY246
Verksmiðjunúmer: 1GTHK29U64E222792
Tegund: GMC
Undirtegund: SIERRA 2500
Litur: Svartur
Fyrst skráður: 01.01.2004
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.06.2014
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 2910
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 25.okt 2013, 17:27

eru menn alveg vissir um að 4L60e-4L65e séu nógu öflugar sjálfskiptingar fyrir 44" bíl sem vigtar 2700kg og tilbúin á fjöll með 345hö mótor og er ekið grimmt í þúngu færi? þetta þarf að vera alveg solid. mér finnst ekki þess virði að spara 35kg ef ég þarf svo að fara hafa áhyggur af því að skiptingin hjá mér sé að hitna og svona!!!
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 25.okt 2013, 17:29

jeepcj7 wrote:Skráningarnúmer: PY246
Fastanúmer: PY246
Verksmiðjunúmer: 1GTHK29U64E222792
Tegund: GMC
Undirtegund: SIERRA 2500
Litur: Svartur
Fyrst skráður: 01.01.2004
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.06.2014
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 2910

þessi bíll er örugglega með LQ4. lQ9 kom bara í Cadillac og einhverjum sport útgáfum af GMC og Chevy
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Kiddi » 25.okt 2013, 23:34

jongud wrote:Það er líka á síðunni hjá þeim (lsx4u) leiðbeiningar þar sem á að duga að svissa tveimur vírum til að nota 4L80E skiptingu í stað 4L60E/4L65E skiptingar


Það þarf líka að skipta um forrit í vélartölvunni... sem er svosem ekkert stórmál.


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Wrangler Ultimate » 25.okt 2013, 23:40

sæll andri

4l60E er selt á ebay fyrir allt að 750hp-1000hp sumar hverjar fyrir 2000$

skiptingagæji hérna heima varaði mig við 4l80 útaf varahlutum í henni sem kostuðu 100kalla og færu grimmt í þeim

hann tók mína 4l60E og boðar bros á mitt andlit með 450hp 46" og 2100kg fullbúinn með 200 lítrum.

félagi minn búinn að nota 4l60E í 5 ár núna með 400hp ls mótor 38" XJ og hann hlífir henni ekki.

kv Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Stjáni Blái » 26.okt 2013, 00:01

Hvað heitir þessi maður sem er að græja til skiptinguna fyrir þig Gunnar ?

User avatar

fox
Innlegg: 22
Skráður: 09.okt 2011, 16:19
Fullt nafn: Þórir Kristmundsson
Bíltegund: sj 457

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá fox » 26.okt 2013, 00:30

Sæll Andri

Þetta er aðallega það að steikja ekki skifinguna í þungu færi þess vegna færði ég hraðaskynjarann sem var í millikassanum í millistykkið þannig að skiftingin veit ekki hvort maður er í lága eða háa og ætla að setja lockupið á rofa þannig að maður getur læst að vild og minnkað þannig hitamyndun mjög mikið.

Kveðja Þórir
go for it

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hr.Cummins » 26.okt 2013, 14:08

RPO miðinn í hanskahólfinu sagði LQ9...

GMC Sierra "TruckMaster" og "VortecMax" komu með LQ9...

Ekki að ég nenni að vera að rífast yfir því...

Ég mæli allavega frekar með 4L60/65E fyrir bensínbíl vegna gírunar í þeim...

1gírinn er óheyrilega langur í 4L80, var frekar hvimleitt í þessum bíl...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 26.okt 2013, 17:52

Hr.Cummins wrote:RPO miðinn í hanskahólfinu sagði LQ9...

GMC Sierra "TruckMaster" og "VortecMax" komu með LQ9...

Ekki að ég nenni að vera að rífast yfir því...

Ég mæli allavega frekar með 4L60/65E fyrir bensínbíl vegna gírunar í þeim...

1gírinn er óheyrilega langur í 4L80, var frekar hvimleitt í þessum bíl...

Ok. Ég vissi þá ekki betur: ) en já ég hugsa að êgnoti þá freka 4l60e skiptingu sem er búið að styrkja eithvað. Takk fyrir gôðar ábendingar
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Wrangler Ultimate » 27.okt 2013, 11:23

Maðurinn sem styrkti skiptinguna mína(tók hana upp og setti fullt af sterkara dóti í hana) heitir Ómar, og sá um skiptinguna fyrir félaga minn líka fyrir 5 árum síðan.


KV
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Kiddi » 27.okt 2013, 19:28

Ef þetta er Ómar í Qvissbang þá vann hann líka í minni skiptingu og ég get alls ekki kvartað. Hún virkar frábærlega og hann var mjög sanngjarn.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 06.nóv 2013, 10:46

Jæja. Núna er ég búin að festa kaup á LQ9 mótor úr Cadilac escalade og 4L65e skiptingu . Ég panntaði líka shift kitt til að styrkja skiptinguna. þannig núna er bara að bíða og vonandi get ég farið að henta þessu í um jólin: ) 4 lítra V sexan sem er í fordinum núna er því til sölu og skiptingin líka á sanngjörnu verði. Vél og skipting ekin 100þkm
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

fox
Innlegg: 22
Skráður: 09.okt 2011, 16:19
Fullt nafn: Þórir Kristmundsson
Bíltegund: sj 457

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá fox » 06.nóv 2013, 12:15

Sæll Andri

Til hamingju með kaupin þetta eru flottar vélar. Ég er byrjaður að keyra minn með sama stuffi þvílík hamingja maður hættir bara ekki að brosa :-)

Ps Einar er kominn í fína æfingu í rafmagninu eftir minn

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 06.nóv 2013, 16:16

Takk fyrir það og gott að heyra að þetta virki vel. Hvað varstu lengi að græja þetta?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá kjartanbj » 06.nóv 2013, 16:18

Verður að lofa að skilja svo okkur hina ekki eftir í ferðum :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 06.nóv 2013, 18:06

kjartanbj wrote:Verður að lofa að skilja svo okkur hina ekki eftir í ferðum :)

ég lofa engu hehe. en ég get örugglega ekki borið auka eldsneyti fyrir ykkur hina. verð í fulla fangi með mitt eigið ;)
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá kjartanbj » 06.nóv 2013, 18:16

HAHA, ég þarf ekki neinn til að bera eldsneyti fyrir mig, það er bara Frikki sem er að eyða svona miklu og þarf birgðarstöð með sér :D
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá AgnarBen » 06.nóv 2013, 23:01

kjartanbj wrote:HAHA, ég þarf ekki neinn til að bera eldsneyti fyrir mig, það er bara Frikki sem er að eyða svona miklu og þarf birgðarstöð með sér :D


He he, menn sem af einhverjum ástæðum velja að flytja hátt í þrjú tonn af járni þvers og kruss yfir hálendið í hverri ferð þeir verða að borga fyrir það ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hr.Cummins » 06.nóv 2013, 23:48

nú er bara að kaupa sér blásara...

http://www.youtube.com/watch?v=C2Kd0_W38oc
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá kjartanbj » 06.nóv 2013, 23:51

Helgarrúnturinn Hrafntinnusker - Landmannalaugar- Strútur- Hvanngil - Rvk voru svona 140lítrar hjá mér :) í þungu færi og að ryðja stóran hluta , þannig ég þarf ekki að vera bera með mér miklar birgðir, hinsvegar er Frikki með bensínmótorinn að eyða töluvert á fjöllum, en eru í svipaðri eyðslu á langkeyrslu , verður svo gaman að sjá hvað Andri mun þurfa taka með sér á fjöll af bensíni á pallinum :) hann hinsvegar fær mikla skemmtun fyrir líterinn :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 07.nóv 2013, 00:24

Já það verður gaman að sjá eiðslutölur hjá mér eftir breytingu. Ég er ekkert alltof viss um að bíllin hjá mér egi eftir að eiða mikið meira en hann gerir núna uppá fjöllum. Ég þarf alltaf að vera á svo háum snúning í þúngu færi en með nýju vélinni ætti það að breytast
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hr.Cummins » 07.nóv 2013, 01:06

andrib85 wrote:Já það verður gaman að sjá eiðslutölur hjá mér eftir breytingu. Ég er ekkert alltof viss um að bíllin hjá mér egi eftir að eiða mikið meira en hann gerir núna uppá fjöllum. Ég þarf alltaf að vera á svo háum snúning í þúngu færi en með nýju vélinni ætti það að breytast


Það fer nú allt eftir hlutföllum í gírkassa/skiptingu og drifum... eða ertu að tala um að þú hefðir alltaf þurft að vera í það lágum gír á sullinu til að halda ferð ??

Mín reynsla af bæði LQ4 og LQ9 er að þetta hefur ekki mikið low end... powerið er mjög ofarlega á powerbandinu... sbr LS2...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 07.nóv 2013, 10:16

Ég þarf alltaf að vera í lága drifinu í þúngu færi. Er að vonast til að geta verið meira í háa drifinu þegar nýja vélin er komin í. Ég er sa t með lægri hlutföll. Þau lægstu sem hægt er að fá í patrol hásingarnar
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá baldur » 07.nóv 2013, 16:49

Hjörturinn wrote:Það er reyndar rétt að bmep á LQ9 er 5psi hærri en á LM7 við hámarksálag, en þetta er miðað við hámarks álag á vélina (325lbf á lm7 og 380lbf á lq9).
En í venjulegum akstri ætti LM7 að skila betri nýtni, fyrir utan að það þarf varla að anda á hana og þá er nú kominn í sömu afltölur og stock LQ9.

Ef maður ætlaði í svona umræður í alvöru þyrftum við að fá brake specific fuel consumption chart fyrir þessar vélar, leiðinlegt hvað framleiðendur eru nískir á þau, ekki að það er hægt að reikna sig í töluvert góð svona chört ef maður hefur tíma og nennu.

brake specific fuel consumption chart:
Image


Ég veit við erum búnir með þessa umræðu en ég bara verð að bæta einu við.
Til þess að svona graf gagnist þér til þess að bera saman tvær vélar í sama bíl þarftu eiginlega að vita nokkrunvegin hve mikið afl þú ert að nota td í þjóðvegaakstri.
Það afl geturðu teiknað sem línu í gegnum þetta rpm vs load graf, þar sem vélin getur framleitt sama aflið við margar mismunandi aðstæður. Með þær upplýsingar að vopni geturðu séð hvaða gírhlutfall hentar vélinni best, það er hlutfallið sem staðsetur hana á þann stað á línunni þar sem BSFC er lægst. Þannig geturðu einnig séð hvor vélin nær lægra BSFC gildi á þeirri línu. Ágætt að plotta nokkrar línur fyrir mismunandi aflgildi og finna gírhlutfall sem gefur besta meðalgildið yfir td 3 línur.
Almennt er BSFC lægra á meira álagi en það eru fleiri hlutir sem spila inn í. Á mjög lágum snúningi vantar turbulance í brunahólfið og bruninn verður hægur með tilheyrandi varmatapi. Á lágum snúningi eru einnig kjöraðstæður fyrir knock sem veldur því að ekki er hægt að flýta kveikjunni á þann stað sem hún þarf að vera á til þess að vega á móti hluta af tapinu af völdum hægs bruna. Svo á mesta álagi getur vélin þurft "power enrichment" eins og Ari nefndi, og þá fer BSFC einnig beinustu leið upp.
Svo til gamans, þá er hér tilraun sem ég keyrði á bekknum um daginn, með olíutankinn standandi á vigt til að meta eyðsluna.
http://youtu.be/KIGKFZD8NBA


einarak
Innlegg: 4
Skráður: 24.apr 2011, 14:06
Fullt nafn: Einar Ásgeir Kristjánsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá einarak » 16.nóv 2013, 12:41

Hr.Cummins wrote:
andrib85 wrote:Já það verður gaman að sjá eiðslutölur hjá mér eftir breytingu. Ég er ekkert alltof viss um að bíllin hjá mér egi eftir að eiða mikið meira en hann gerir núna uppá fjöllum. Ég þarf alltaf að vera á svo háum snúning í þúngu færi en með nýju vélinni ætti það að breytast


Það fer nú allt eftir hlutföllum í gírkassa/skiptingu og drifum... eða ertu að tala um að þú hefðir alltaf þurft að vera í það lágum gír á sullinu til að halda ferð ??

Mín reynsla af bæði LQ4 og LQ9 er að þetta hefur ekki mikið low end... powerið er mjög ofarlega á powerbandinu... sbr LS2...


Það er nú ekki hægt að bera saman LQ4(LQ9) við LS2, eina sem er sameiginlegt með þeim er að þær eru báðar 6.0l, það er t.d. töluvert heitari ás í LS2 og allt önnur hedd = hærri þjappa, inntak sem er töluvert hressara uppi osf...

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hr.Cummins » 17.nóv 2013, 12:16

einarak wrote:
Hr.Cummins wrote:
andrib85 wrote:Já það verður gaman að sjá eiðslutölur hjá mér eftir breytingu. Ég er ekkert alltof viss um að bíllin hjá mér egi eftir að eiða mikið meira en hann gerir núna uppá fjöllum. Ég þarf alltaf að vera á svo háum snúning í þúngu færi en með nýju vélinni ætti það að breytast


Það fer nú allt eftir hlutföllum í gírkassa/skiptingu og drifum... eða ertu að tala um að þú hefðir alltaf þurft að vera í það lágum gír á sullinu til að halda ferð ??

Mín reynsla af bæði LQ4 og LQ9 er að þetta hefur ekki mikið low end... powerið er mjög ofarlega á powerbandinu... sbr LS2...


Það er nú ekki hægt að bera saman LQ4(LQ9) við LS2, eina sem er sameiginlegt með þeim er að þær eru báðar 6.0l, það er t.d. töluvert heitari ás í LS2 og allt önnur hedd = hærri þjappa, inntak sem er töluvert hressara uppi osf...


LQ9 er með mildari ás, 317 hedd sem að skapa lægri þjöppu en þau eiga að flæða það sama og 243 heddin og trukka-inntak, sem að hefur verið sannreynt að flæðir og virkar alveg jafn vel og LS2 inntakið ;)

Það eru í raun heddin og ásinn... en stimplarnir eru t.d. þeir nákvæmlega sömu... munar 55hp á þeim, að öðru leyti lítur tog/hestaflakúrvan nánast eins út, nema hún stekkur aðeins við 3700rpm... sama low-endið ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 18.nóv 2013, 12:55

Hvernig er það. Fæ ég skoðun á bílinn ef ég læt pústið hjá mér koma út fyrir framan afturdekkið farþegamegin?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá kjartanbj » 18.nóv 2013, 13:48

ja þú færð skoðun þannig, svoleiðis er það hja Mér og Hansa og við erum báðir nýkomnir úr skoðun og engin vandamál
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá Hjörturinn » 18.nóv 2013, 15:28

Bara láta pústið taka beygju niður á endanum, þá er þetta ekkert vesen, vilja agnúast útí það ef rörið kemur beint út.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá andrib85 » 18.nóv 2013, 17:32

Ok flott. Gott að vita það. Vél og skipting kemur 10 des: ) get ekki beðið. Ég panntaði svo líka höfuð og stangarlegur, ágætt að skipta um það á meðan maður er með þetta í höndunum
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Chevrolet LM7 eða LQ9 í fordin hjá mér?

Postfrá nobrks » 23.nóv 2013, 20:12

Hjörturinn wrote:Bara láta pústið taka beygju niður á endanum, þá er þetta ekkert vesen, vilja agnúast útí það ef rörið kemur beint út.


Það er víst búið að breyta reglunum nýlega svo pústið má blása út hægra megin.

Ég var einmitt að vandræðast með að láta það blása niður, þegar skoðunarmaðurinn bennti mér á breytinguna.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir