Nissan Patrol Y60 — 38" breyttur
Posted: 02.okt 2013, 22:56
Jæja. Það kom að því — og þó fyrr hefði verið — að ég eignaðist jeppa. Svo allri rómantík og væmni sé hellt í þennan sögupott þá hefur þetta verið draumur minn síðan ég sá mynd Ferðaklúbbsins 4X4 „Vegir liggja til allra átta“ fyrst í kringum '94. Þessi draumur lagðist í dvala í mörg ár þar sem mér datt ekki hug að ég gæti eignast svona tæki fyrr en, tjah ... ég veit eiginlega ekki hvenær.
Það er að mörgu leiti þessum vef, jeppaspjall.is, að kenna/þakka að þessi draumur lifnaði við eftir að ég flutti heim á Skerið aftur 2010. Þvílíkur hafsjór af fróðleik og skoðanaglamri! Það var samt eiginlega ekki fyrr en síðasta vetur sem ég fór að sjá raunverulegan möguleika á því að komast í þennan takmarkaða hóp fólks sem hefur ánægju af akstri og ferðamennsku.
Ég var búinn að senda margar fyrirspurnir um marga mismunandi bíla og aldrei virtist dæmið ætla að ganga upp sbr. þrjá bíla sem ég „missti“ af í kaupkapphlaupinu. Á endanum óskaði ég eftir bíl hér á spjallinu með bjartsýnina að leiðarljósi og sparifé síðustu tveggja ára.
Í byrjun september var mér boðinn þessi bíll og gerðust hlutirnir alltof hratt. Hvatvísinn hefur gert mér óleik áður og eftri að hafa lesið talsvert af sorgarsögum hérna þá ætlaði ég að hafa vaðið fyrir neðan mig. Ég ákvað að taka sjensinn — einsog oft áður — og á endanum sömdum við um kaupverð sem ég hef bara milli mín og seljanda.
Burt með rómantíkina og inn með staðreyndirnar!

Þetta er semsagt 5 gíra 2.8 TD Nissan Patrol árgerð 1994 (skemmtileg tilviljun að hann er u.þ.b. jafngamall draumnum, fattaði það eftir á, lofa). Bíllinn stendur á 38" dekkjum, Mudder að framan og Ground Hawg að aftan. Þegar ég prófaði bílinn voru Mudderar undir honum að aftan líka en annað þeirra var tappað og seljandi setti annað dekk undir meðan ég útfyllti pappírana, kom þá í ljós þegar ég kom í borgina að það var helvíti slappt dekk sem fór undir hann í staðinn og ég fann þrjú ágæt GH dekk í staðinn sem ég setti undir hann. Betri dekk hafa sést en þessi duga í bili og ég á tvö varadekk ef allt fer í fokk. Þessari dekkjasögu lýkur ekki þar því felgan sem ónýta dekkið var á var með leiðinda rifu á og lak alltaf úr dekkinu. Það tók tvær tilraunir að laga það.
Ég fór með bílinn í smurningu og var tékkað á öllu í leiðinni og þar kom í ljós að bíllinn er í nokkuð góðu ásigkomulagi svona miðað við aldur og fyrri störf. Ég lofaði bílnum að ég skildi passa upp á smurþjónustu hans from now on.
Boddí var tekið af grind fyrir nokkrum árum síðan og skverað upp ásamt grindinni og er því merkilega lítið ryð (þangað til annað kemur í ljós) í bílnum sem var ein megin ástæðan fyrir kaupunum. Bíllinn er bara nokkuð þéttur og þægilegur í akstri og ég held að ég hafi hlunkast með aðra löppina í lukkupottinn.
Ókostirnir:
Þessi glæsivagn er ekinn ekki nema 303.000 þús á grind en skipt var um mótor fyrir einhverjum árum síðan — bara ekki vitað hvenær og hversu nákvæmlega mikið sá mótor er búinn að fara langt.
Sömu sögu er að segja um tímareimina — það er ekki til nein dokkúmentasjón um hversu nýleg hún er en það var skipt um hana fyrir ekki svo löngu síðan.
Engin smurbók eða pappírar komu með honum.
Einsog ég nefndi áður, dekkin, þau fá engin verðlaun.
Hraða- og snúningshraðamælir í ólagi.
Vacum í afturlás er með stæla (fróðari menn segja mér að hafa ekki áhyggjur af því í svona bíl)
Miðað við kaupverðið var ég tilbúinn að díla við þessa ókosti miðað við það.
Það er hitt og þetta sem þarf að gera fyrir hann blessaðann og eru öll ráð mjög vel þegin:
( ) Ath. olíusmit við vél (set inn mynd þegar ég er búinn að einangra vandann)
( ) Klára að ganga frá fóðringum við gírstöng
( ) Ath. afkastagetu rúðupiss, hún er engin
( ) Laga gluggalista á skotthlerum
( ) Laga hraðamæli og virkja snúningshraðamæli
( ) Fá slökkvitæki og sjúkrapúða
( ) Koma honum í gegnum skoðun hið snarasta
Svo er eitt og annað af aukahlutum sem mig langar að koma í og á.
Ég vil svona í lokin koma á framfæri smá takk-i til Bílabúð Benna, Magga hjá Felgur.is og Smurþjónustunni á Hyrjarhöfða — vel tekið á móti manni og vandamálin leyst með bros á vör! Jú og Hobo fyrir fullt af hlutum.
Hlakka til að komast á fjöll og í snjó, fjandakornið!
— Hvati
Það er að mörgu leiti þessum vef, jeppaspjall.is, að kenna/þakka að þessi draumur lifnaði við eftir að ég flutti heim á Skerið aftur 2010. Þvílíkur hafsjór af fróðleik og skoðanaglamri! Það var samt eiginlega ekki fyrr en síðasta vetur sem ég fór að sjá raunverulegan möguleika á því að komast í þennan takmarkaða hóp fólks sem hefur ánægju af akstri og ferðamennsku.
Ég var búinn að senda margar fyrirspurnir um marga mismunandi bíla og aldrei virtist dæmið ætla að ganga upp sbr. þrjá bíla sem ég „missti“ af í kaupkapphlaupinu. Á endanum óskaði ég eftir bíl hér á spjallinu með bjartsýnina að leiðarljósi og sparifé síðustu tveggja ára.
Í byrjun september var mér boðinn þessi bíll og gerðust hlutirnir alltof hratt. Hvatvísinn hefur gert mér óleik áður og eftri að hafa lesið talsvert af sorgarsögum hérna þá ætlaði ég að hafa vaðið fyrir neðan mig. Ég ákvað að taka sjensinn — einsog oft áður — og á endanum sömdum við um kaupverð sem ég hef bara milli mín og seljanda.
Burt með rómantíkina og inn með staðreyndirnar!
Þetta er semsagt 5 gíra 2.8 TD Nissan Patrol árgerð 1994 (skemmtileg tilviljun að hann er u.þ.b. jafngamall draumnum, fattaði það eftir á, lofa). Bíllinn stendur á 38" dekkjum, Mudder að framan og Ground Hawg að aftan. Þegar ég prófaði bílinn voru Mudderar undir honum að aftan líka en annað þeirra var tappað og seljandi setti annað dekk undir meðan ég útfyllti pappírana, kom þá í ljós þegar ég kom í borgina að það var helvíti slappt dekk sem fór undir hann í staðinn og ég fann þrjú ágæt GH dekk í staðinn sem ég setti undir hann. Betri dekk hafa sést en þessi duga í bili og ég á tvö varadekk ef allt fer í fokk. Þessari dekkjasögu lýkur ekki þar því felgan sem ónýta dekkið var á var með leiðinda rifu á og lak alltaf úr dekkinu. Það tók tvær tilraunir að laga það.
Ég fór með bílinn í smurningu og var tékkað á öllu í leiðinni og þar kom í ljós að bíllinn er í nokkuð góðu ásigkomulagi svona miðað við aldur og fyrri störf. Ég lofaði bílnum að ég skildi passa upp á smurþjónustu hans from now on.
Boddí var tekið af grind fyrir nokkrum árum síðan og skverað upp ásamt grindinni og er því merkilega lítið ryð (þangað til annað kemur í ljós) í bílnum sem var ein megin ástæðan fyrir kaupunum. Bíllinn er bara nokkuð þéttur og þægilegur í akstri og ég held að ég hafi hlunkast með aðra löppina í lukkupottinn.
Ókostirnir:
Þessi glæsivagn er ekinn ekki nema 303.000 þús á grind en skipt var um mótor fyrir einhverjum árum síðan — bara ekki vitað hvenær og hversu nákvæmlega mikið sá mótor er búinn að fara langt.
Sömu sögu er að segja um tímareimina — það er ekki til nein dokkúmentasjón um hversu nýleg hún er en það var skipt um hana fyrir ekki svo löngu síðan.
Engin smurbók eða pappírar komu með honum.
Einsog ég nefndi áður, dekkin, þau fá engin verðlaun.
Hraða- og snúningshraðamælir í ólagi.
Vacum í afturlás er með stæla (fróðari menn segja mér að hafa ekki áhyggjur af því í svona bíl)
Miðað við kaupverðið var ég tilbúinn að díla við þessa ókosti miðað við það.
Það er hitt og þetta sem þarf að gera fyrir hann blessaðann og eru öll ráð mjög vel þegin:
( ) Ath. olíusmit við vél (set inn mynd þegar ég er búinn að einangra vandann)
( ) Klára að ganga frá fóðringum við gírstöng
( ) Ath. afkastagetu rúðupiss, hún er engin
( ) Laga gluggalista á skotthlerum
( ) Laga hraðamæli og virkja snúningshraðamæli
( ) Fá slökkvitæki og sjúkrapúða
( ) Koma honum í gegnum skoðun hið snarasta
Svo er eitt og annað af aukahlutum sem mig langar að koma í og á.
Ég vil svona í lokin koma á framfæri smá takk-i til Bílabúð Benna, Magga hjá Felgur.is og Smurþjónustunni á Hyrjarhöfða — vel tekið á móti manni og vandamálin leyst með bros á vör! Jú og Hobo fyrir fullt af hlutum.
Hlakka til að komast á fjöll og í snjó, fjandakornið!
— Hvati