Síða 1 af 1
Ford Ranger 1992
Posted: 02.okt 2013, 19:30
frá Púmba Þ
Jæja langar að sýna ykkur minn fyrsta jeppa!
Um er að ræða 92 árgerð af Ford Ranger 4.0l V6.
Keypti bílinn í vor alveg orginal.

Um helgina var ráðist í breytingar á tækinu! Sem og að skipta út ónýtri blárri innréttingu fyrir heila og nokkuð flotta rauða innréttingu!
Þær breytingar telja:
4" liftkitt frá Rancho.
38" mudder.










Eftir að hafa fengið hurðar og innréttingu og eitt og annað úr varahlutabílnum var útkoman svona:




Nú þarf bara að klára að koma innréttingunni í hann aftur, skipta um framrúðu og gírkassa, þá ætti ég loksins að geta prufað hann!
Annars eru framtíðarplönin eitthvað á þennan veg:
V8 væðing
Skipta út hásingum
44" dekk
Læt þetta duga í bili, kem með meira af myndum næst þegar við félagarnir höfum tíma til að skrúfa eitthvað.
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 07.okt 2013, 19:43
frá sonur
Gaman að sjá hvað margir eru að kaupa gamla jeppa og breyta þeim
Eru þetta 10" eða 12" breyðar felgur?
hvað er offsettið á þeim?
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 07.okt 2013, 20:28
frá Freyr
Ætla að vera leiðinlegi gaurinn og minnast á stáltá;-) Annars gaman að þessu, svona bíll er bara lúmskt öflugur. Er í léttari kantinum, framþungur og með þokkalegan mótor...
Kv. Freyr
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 07.okt 2013, 23:29
frá Púmba Þ
sonur wrote:Gaman að sjá hvað margir eru að kaupa gamla jeppa og breyta þeim
Eru þetta 10" eða 12" breyðar felgur?
hvað er offsettið á þeim?
Það eru 10" breiðar felgur að framan, en 12" að aftan, fékk þessar felgur á klink þannig ég skellti mér á þær. Og svo liggja breiðar 15" felgur í litlu 5 gata ekkert á lausu heldur! Ég hef hinsvegar ekki hugmynd um offset á þeim ;)
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 07.okt 2013, 23:32
frá Púmba Þ
Freyr wrote:Ætla að vera leiðinlegi gaurinn og minnast á stáltá;-) Annars gaman að þessu, svona bíll er bara lúmskt öflugur. Er í léttari kantinum, framþungur og með þokkalegan mótor...
Kv. Freyr
Ég var sjálfur í stáltá, en ekki góðvinur minn sem var að hjálpa mér eins og sést!
En já þetta eru skemmtilegir bílar, hef fengið að prufa svona bíl á 39,5" irok á 4.56 hlutföllum, virkilega gaman að sprauta í brekkur á þessu! (Svo er viðmiðið alltaf það að drífa meira en patrol, þá er ég sáttur! ;) )
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 08.okt 2013, 00:54
frá Freyr
Þú drífur meira en patrol, engar áhyggjur....;-)
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 08.okt 2013, 08:54
frá jongud
Var ekkert pælt í að færa hásinguna aftar?
Þessir bílar eru fínir ef hún er færð um 12cm.
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 08.okt 2013, 12:23
frá Púmba Þ
jongud wrote:Var ekkert pælt í að færa hásinguna aftar?
Þessir bílar eru fínir ef hún er færð um 12cm.
ég skoða hásingafærslur þegar ég set hann á aðrar hásingar! þá færi ég líklega framhásingu aðeins framar til að hafa nóg pláss aftur fyrir 44". og eins ætla ég að skoða það að færa afturhásingu aðeins aftur.
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 21.okt 2013, 15:22
frá Púmba Þ
Jæja komst aðeins í þennan um helgina.
Tók framrúðufalsið og sandblés og málaði.


Einnig tók ég alla límmiða af hliðunum á honum, og setti "einkennis" merki mitt á hann. :D

Núna vantar bara að fá framrúðu í tækið, þá get ég loksins klárað að setja í hann innréttingu og gírkassa og farið að keyra sem fyrst!
Læt líka fljóta með eina mynd af mínum Ranger og Ranger frá góðum félaga mínum sem er að hjálpa mér að breyta.

Hrikalegur hjá honum!
Kveðja SPÞ
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 21.okt 2013, 17:55
frá kári þorleifss
frekar nettur svona rusty, mislitur, sjúskaður, kannta laus og ljótur. Redneck bragur yfir honum!
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 21.okt 2013, 19:04
frá sonur
Altaf fundist rangerar flottir á stórum dekkjum.
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 22.okt 2013, 09:54
frá Púmba Þ
kári þorleifss wrote:frekar nettur svona rusty, mislitur, sjúskaður, kannta laus og ljótur. Redneck bragur yfir honum!
enda er það líka akkurat lookið sem ég er að leita eftir, hann fær nú samt kanta úr blikki, svona til að friða lögregluna, en annars er stefnan að fá á hann pallgrind til að fullkomna redneck lookið, ásamt suðurríkjafána að sjálfsögðu!
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 27.okt 2013, 03:52
frá Púmba Þ
Jæja, þessi keyrði undir eigin vélarafli í fyrsta skipti í dag í minni eigu! eftir að hafa skipt um gírkassa var sett í gang og tækið kúplar og græjar og gerir! þvílík hamingja á þessum bænum!
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 28.okt 2013, 10:45
frá Púmba Þ
Jæja koma nokkrar myndir, ég var nú ekki duglegur á myndavélinni þessa helgina, var of upptekinn við að skrúfa!

Byrjuðum á því að skipta um milli- og gírkassa, þar sem að gamli kassinn var brotinn.

Svo skipti ég um aftasta krossinn í afturskaftinu, strákarnir vildu nú meina að ég gæti alveg keyrt á honum í vetur ef ég hefi bara smurt í hann...hóst hóst

Svo er það rauuuuða innréttingin!
það var tekinn rúntur í gærkvöldi, kom í ljós að það virkar ekkert í mælaborði og eitthvað svona, fullt af pilleríi eftir!
Kveðja
SPÞ
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 06.nóv 2013, 12:31
frá Púmba Þ
Jæja, það er nú ekkert búið að gerast í þessum!
En fór nú í gær og keypti mér 4 stykki Britax kastara með bláu gleri, flóðlýsi kastarar með díóðum í úthringum á glerinu!

Gæti ekki verið sáttari með þetta!
Núna er það bara að finna sér eitthvað af rörum, og smíða snyrtilegan rörastuðara framan á tækið, svona baja style stuðara með prófíltengi og drullutjakksskúffum.
M.B.K. Sævar Púmba Þ.
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 06.nóv 2013, 15:42
frá gaz69m
hvað er langt á milli hjóla á þessum orginal
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 06.nóv 2013, 15:55
frá Púmba Þ
gaz69m wrote:hvað er langt á milli hjóla á þessum orginal
Ég bara einfaldlega veit það ekki.
En ekki lumar einhver á svona kastara eins og ég var að kaupa, með brotnu gleri eða eitthvað tjónaður, gefins eða til sölu á lítinn pening? vantar eitt aumt stykki í svona kastara.
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 06.nóv 2013, 17:22
frá jongud
gaz69m wrote:hvað er langt á milli hjóla á þessum orginal
124.5 tommur eða 316cm
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 06.nóv 2013, 22:22
frá atligeysir
Flottur! Verður gaman að heyra af virkni á þessu á fjöllum.
Skemmtilegir bílar, á einn svona á 35" og annan í parta.
Gaman að sjá fleiri svona :D
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 07.nóv 2013, 18:16
frá Púmba Þ
Ooog meira af dóti...

3000k Xenon í tækið, það er alveg klárt mál að ég ætla sjá hvert ég er að fara í vetur!
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 16.des 2013, 01:06
frá Púmba Þ
Jæja.
Stefnan var nú sett á fyrstu ferð um næstu helgi, og það er svo sem alveg hægt að fara á tækinu ef ég tek mig til og tek eitt gott vinnukvöld í honum í vikunni, en ég nenni bara ekki á miðstöðvarlausum bíl í ferð. (Getur vel verið að það sé bara snobb í mér :P)
En allavega, það sem er að frétta af þessum!
Ég fór á Akureyri fyrir nokkrum vikum, og keypti mér 4:88 hlutföll úr því ég var þar.
Fór yfir allan ljósabúnað á honum, og fékk til að virka.
Reif afturbremsurnar, og sá að það var bókstaflega talað allt í kringum þær ónýtt, en er kominn með allt til að koma því saman aftur.
Og svo í kvöld var loksins henst í að koma framrúðu í hann, sem ég fékk loksins núna um helgina.

Svo er það bara eitthvað dund eftir, finna út úr rafmagni, tengja xenon og kastara, festa bílstórasæti og annað.
En þangað til næst,
Sævar Púmba Þ
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 16.des 2013, 01:11
frá alex-ford
flótur hjá þér kall
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 16.des 2013, 17:47
frá guðlaugsson
Á ekkert að henda blikkköntum á hann? Hann verður flottur hjá þér gamli
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 16.des 2013, 23:50
frá Púmba Þ
guðlaugsson wrote:Á ekkert að henda blikkköntum á hann? Hann verður flottur hjá þér gamli
Hann fær einhverja góða kanta þegar að því kemur.
En ég fór í kvöld, en komst ekki á lyftu, svo það var bara sett xenon í tækið, guð minn góður breytingin á lýsingunni á bílnum!
Ein mynd með:

Kveðja
Sævar Púmba Þ
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 05.jan 2014, 23:49
frá Púmba Þ
Jæja...
Ég er víst búinn að gefa það út að þessi eigi að vera kominn á númer fyrir afmælið mitt (18.jan), en það sleppur til ennþá, ég er ekki búinn að nefna ár! :P
En allavega, ég fór á milli jóla og nýárs og pantaði númer á hann, þar sem mér var sagt að ég þyrfti að koma með hann í skoðun til að fá númerin á hann þar sem það var klippt af honum fyrir...mörgum árum!

RF-426 er víst númerið á tækinu!
Svo úr því það var búið að panta númer, fékk ég eitthvað auka kick, sem varð til þess að ég fór í aftur bremsurnar á honum!
Það var skift um:
Skálar.
Dælur.
Gormasett.
Útíherslusett.
Handbremsubarka.
Rör á afturhásingu.
Ég á eftir að skipta um rörið frá höfuðdælu að afturhásingu, það er orðið helvíti dapurt líka!


Smávegins af dóti...
En í dag skaust ég í varahlutabílinn og náði mér loksins í framskapt í þennan og rúðuþurrkuarma.
Set inn fleirri myndir þegar boltinn fer að rúlla aftur!
Líf og fjör!
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 09.jan 2014, 09:33
frá tommi3520
Glæsilegt
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 09.jan 2014, 16:32
frá makker
sæsi drífa sig þurfum að fara í ferð
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 13.jan 2014, 01:09
frá Púmba Þ
Þessi fékk að prufa sinn fyrsta snjóskafl í dag, og líkaði bara virkilega vel við hann!
Ég fór loksins í það um helgina að henda framskafti undir hann, eftir að hafa skipt um pakkdós í millikassanum og kross í skaftinu.
Þannig að núna er það bara að pressa á að klára hann til að hægt sé að keyra um allt hálendið í vetur!

Ein af honum eftir leikaraskap dagsins!
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 13.jan 2014, 18:23
frá sonur
Þetta eru svo nettir jeppar þegar þeir eru komnir á stærri dekk!!!
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 15.jan 2014, 01:14
frá Púmba Þ
Jæja!
Bremsur: klárar!
Ljósabúnaður: klár!
Kerrutengill: klár!
Búinn að rissa upp lista með skoðunaratriðum, hann fer minnkandi...þessi fer alveg að fara sjá skoðunarstöð!

Læt fylgja af honum 2 myndir frá því í kvöld.


Þetta ökutæki er klárlega komið í topp 3 af þeim bílum sem ég hef átt!
Kveðja S. Púmba Þ.
Re: Ford Ranger 1992
Posted: 17.jan 2014, 13:43
frá Púmba Þ
Ákvað að gefa sjálfum mér smá afmælisgjöf í dag, og skellti tækinu í skoðun!
Fékk einhvern lista af athugasemdum:
Handbremsa óvirk.
Rúðuþurrkur óvirkar.
Ónýtt púst.
Ein spindilkúla.
Og svo brettakanta og drullusokka.
Þetta er ekkert miðað við það sem þessi bíll hefur verið notaður í seinustu ár!
Núna er það bara að laga fyrir skoðun, ditta að hinu og þessu sem ég veit að er að, og svo bara beint á fjöll!

Ein mynd af honum til gamans!
Þangað til næst, S. Púmba Þ.