Síða 4 af 6

Re: Grand Cruiser

Posted: 17.jún 2014, 21:37
frá ellisnorra
Vá hvað þetta er framarlega :)
Það verður spennandi að sjá hvernig þetta endar! :)

Re: Grand Cruiser

Posted: 17.jún 2014, 23:21
frá Freyr
Þetta er rosalgega áhugavert og skemmtilegt verkefni að fylgjast með.

Re: Grand Cruiser

Posted: 18.jún 2014, 13:56
frá Hjörturinn
Þakka hlý orð, já það verður gaman að sjá hvar þetta endar eiginlega :)

Er að gæla við að steypa bara framstæðu á hann, framendinn er hvort eð er farinn í hundana

Re: Grand Cruiser

Posted: 20.jún 2014, 09:37
frá Hjörturinn
Nokkrar myndir af honum undir berum himni, þá sér maður betur hvað þetta er orðið rosalega teygt, ætti að tracka skemtilega :)
Svo sitja bílstjóri og farþegi núna eiginlega mitt á milli hjólanna þannig það ætti að vera þægilegt að sitja í honum í ójöfnum
20140619_192741.jpg
20140619_192741.jpg (147.43 KiB) Viewed 21261 time

20140619_192728.jpg
20140619_192728.jpg (115.79 KiB) Viewed 21261 time

20140619_192716.jpg
20140619_192716.jpg (115.67 KiB) Viewed 21261 time

Re: Grand Cruiser

Posted: 20.jún 2014, 10:56
frá Járni
Þetta er alveg stórkostlega furðulegt... Vel gert!

Re: Grand Cruiser

Posted: 22.jún 2014, 23:35
frá Bjarni Ben
Ég á auka willys grill handa þér og húdd til að smíða framaná hann:D
Það er eina leiðin fyrir þig að setja svoleiðis ef þú ætlar ekki að lengja framendann:)

Re: Grand Cruiser

Posted: 27.jún 2014, 15:14
frá kári þorleifss
Bjarni Ben wrote:Ég á auka willys grill handa þér og húdd til að smíða framaná hann:D
Það er eina leiðin fyrir þig að setja svoleiðis ef þú ætlar ekki að lengja framendann:)


Vá hvað ég hugsaði það sama þegar hann nefndi heila framstæðu. Bara Willys framstæðu á draslið og þá er góður ;)

Re: Grand Cruiser

Posted: 27.jún 2014, 18:15
frá sukkaturbo
Sæll flott verkefni. ´Ég mundi mæla með að finnan önnur frambretti og vélarlok og skera það þannig að bíllinn verði 35 cm lengri eða hvað hann þarf til að halda ljósum og öllu orginal eins og ég gerði við hulkinn. bara ein suða og þægilegt að vinna þetta þannig. Færð mikið fallegri bíl. kveðja guðni

Re: Grand Cruiser

Posted: 27.jún 2014, 22:23
frá Óttar
Shit hvað það væri töff að vera með willys framenda, vá hvað það væri góð blanda!

Re: Grand Cruiser

Posted: 27.jún 2014, 22:39
frá ellisnorra
Þessi willys hugmynd er nú ekki svo galin, einhver sem nennir að photoshopa það? :)

Re: Grand Cruiser

Posted: 28.jún 2014, 00:19
frá Bjarni Ben
Allar hugmyndir sem tengjast willys á einhvern hátt eru góðar hugmyndir Elli!;) Fyrir nú utan að þetta er alflottasti framendi sem hefur nokkurntímann verið hannaður á bíl!

Re: Grand Cruiser

Posted: 28.jún 2014, 17:54
frá villi58
Lengja hann með orginal hlutum.

Re: Grand Cruiser

Posted: 11.aug 2014, 15:12
frá Hjörturinn
Jæja þá er kagginn loksins kominn inn aftur eftir mánaðar útiveru, varð ekkert alvarlega meint af því held ég.

Kominn með lausn á stýrishausverknum þannig núna er bara að fara klára að smíða framfjöðrun.

En varðandi að lengja hann þá finnst mér hann bara svo skratti flottur svona að mér dettur það ekki einusinni í hug :)
20140808_165216.jpg
20140808_165216.jpg (139.26 KiB) Viewed 20257 times


Þetta er kannski bara keis af hverjum þykir sinn fugl fagur :)

Re: Grand Cruiser

Posted: 25.aug 2014, 14:35
frá Hjörturinn
Jæja það dró til tiðinda um helgina, þverstífann reddý og gormafestingar gott sem komnar.
Hækkaði líka mótorinn um 3.5 centimetra og smíðaði hraustari bita á milli festingana sem sleppur við kúluna á hásingunni, einhverjir 13cm á milli og ég stefni á að vera með 10cm í samslátt (með púða)
20140824_185548.jpg
20140824_185548.jpg (146.15 KiB) Viewed 19950 times

Þverstífan góða

20140824_185538.jpg
20140824_185538.jpg (130.92 KiB) Viewed 19950 times

Festing

20140824_185531.jpg
20140824_185531.jpg (137.93 KiB) Viewed 19950 times

og önnur til, verð svo með bita frá þessari yfir í grindina hinumegin

20140824_185507.jpg
20140824_185507.jpg (164.9 KiB) Viewed 19950 times

Gormur

20140824_185454.jpg
20140824_185454.jpg (137.9 KiB) Viewed 19950 times

Annar gormur
hallinn á þeim er ekki eins mikill og myndin sýnir þar sem bíllinn er með nefið útí loftið, en það er samt sem áður smá halli á þeim sem á ekki að koma að sök.
Eins eru þetta ekki réttir gormar en vildi svo skemtilega til að þeir eru jafn háir og hinir þegar bíllinn hvílir á þeim, notaði þá sem mát.
Var svo að pæla að festa demparana í stífuna sjálfa, hafa menn eitthvað verið að bolta dót í þessar patrol stífur?

Manni bara farið að hlakka til að fara í jólatúrinn :P

Re: Grand Cruiser

Posted: 25.aug 2014, 18:44
frá gislisveri
Ég braut einu sinni svona patrol stífu í djöfulgangi. Strax á eftir skoðaði ég sárið á brotinu og sá að helmingur þess var ryðgaður, þ.e. að líklegast hefur verið sprunga þarna fyrir. Mér finnst svona steypt stál ekki nógu traust til að setja vogarafl á það, en svo má vera að það hafi verið gert og sé í himnalagi. Væri bara óþægilegt ef þetta brotnar á 90kmh.
Kv.
Gísli.

Re: Grand Cruiser

Posted: 25.aug 2014, 19:02
frá jeepcj7
Ég veit ekki hvað er rétt gæti bara verið saga en mér var sagt að einhver hefði misst patrol stífu í gólfið og hún brotnað alveg ótrúlegt ef satt er því að td.bronco og range rover stífur er hægt að beygja nánast í vinkil og rétta svo bara aftur ekkert mál,þær virðast samt eiga auðvelt með að bogna aftur á sama stað eftir réttingu.
Bronco stífan er með dempara festingu boltaða/hnoðaða fyrir aftan hásingu og þolir það vel veit ekki með patrol.
Drulluflottur jeppi að verða.

Re: Grand Cruiser

Posted: 26.aug 2014, 11:16
frá Hjörturinn
Já mér þykir það aumt ef þetta má ekki detta í gólfið, auðvitað frekar stökkt í þessu steypta dóti oft, en það er þá spurning hvort sú stífa hafi ekki verið kominn með einhverja spennu í sig, sem hefði samt alveg átt að vera í lagi.

Það er nefnilega lúmskt mikið álag sem fylgir svona dempara, og rosalegt duty cycle á þessu, alltaf að hamast á stífunni upp og niður...

Spurning að smíða bara stífu eftir þessum... get þá jafnvel komið hásingunni enn framar! :D

Re: Grand Cruiser

Posted: 26.aug 2014, 12:33
frá jongud
Hjörturinn wrote:...
Spurning að smíða bara stífu eftir þessum... get þá jafnvel komið hásingunni enn framar! :D


Fáðu Gunnar Inga til að smíða þær úr áli...

Re: Grand Cruiser

Posted: 22.sep 2014, 08:58
frá Hjörturinn
Jæja loksins einhverjar hreyfinar, var búinn að smíða gormasystemið 2svar og hugsa þetta fram og til bara, svo kemur bara að því að maður segir "fokkit" og grillar þetta bara saman :) kom þokkalega út.

Hérna er hásingin í fullum samslætti, þokkalegt bil í allar áttir
20140912_181303.jpg
20140912_181303.jpg (174.01 KiB) Viewed 19578 times


Hérna situr hann á gormunum, komin 41" undir hann, situr 3.5 cm hærra en áætlað var en mun setjast töluvert við frekari búnað, eins á ég 1.5" upphækkunarklossa sem ég get notað ef hann sest of langt
20140920_162356.jpg
20140920_162356.jpg (135.15 KiB) Viewed 19578 times

20140920_162426.jpg
20140920_162426.jpg (136.81 KiB) Viewed 19578 times


Tók því miður ekki nógu góðar myndir af gormunum sjálfum, en það kemur seinna, næst er að smíða demparafestingar og stuðpúðafestingar, rífa þetta allt aftur í sundir og heilsjóða og grunna.

Er ekkert alltof framstæður þannig séð þegar maður sér hann á 41", sem er sirka jafn há og 44"dc.

Re: Grand Cruiser

Posted: 22.sep 2014, 10:09
frá sonur
Þetta er alveg svakalegt tæki orðið, verður gaman vita hvernig hann verður í action :D

Re: Grand Cruiser

Posted: 01.okt 2014, 13:11
frá Hjörturinn
Já manni er virkilega farið að hlakka til að hreyfa hann :)

Ein mynd í viðbót af öðrum gorminum að framan, vorum 60cm á álags, eru komnir í sirka 48, þetta eru gormar ætlaðir í cherokee og eiga að gefa 8 tommu lift.
20140930_202726.jpg
20140930_202726.jpg (141.1 KiB) Viewed 19342 times

Re: Grand Cruiser

Posted: 08.okt 2014, 13:49
frá Bjarni Ben
Ertu eitthvað byrjaður að velta fyrir þér hvernig þú ætlar að útbúa framendann á honum? Ætlaru að reyna að gera eitthvað flott eða bara hafa hann "röff" með dekkin svona langt framfyrir?

Og hefurðu engar áhyggjur af því að hann verði afturþungur, kominn með nánast alla þyngd fyrir aftan framhásingu? :)

Re: Grand Cruiser

Posted: 08.okt 2014, 15:08
frá Hjörturinn
Hef í raun littlar áhyggjur að hann verði afturþungur, þetta sama kram í 60 cruiser endaði í of framþungum bíl og þar var afturhásingin undir miðjum bíl, svo getur maður leikið sér svolítið með þyngdirnar sem eiga eftir að koma, tanka, rafgeyma og þessháttar, hlakka til að fara skella honum á viktina.
vélin liggur svo til beint á gormunum og gírkassabitinn er töluvert fyrir framan miðjan bíl þannig ætli afturhásingin er ekki að sjá mikið af þeirri þyngd, sem er langtum stærsti þyngdarliðurinn

Dekkin verða aldrei mjög langt framfyrir, þetta verður skárra en flestir willysar sýnist mér allavega, það á eftir að koma stuðari framaná hann og hann skagar örugglega 10-15cm framfyrir bitann og þá er þetta í þokkalegu flútti.
Ekki ennþá búinn að hugsa framendann endanlega, nenni ekki að vera að teikna þetta upp, bara láta sleggju ráða kasti þegar þar að kemur :)

Re: Grand Cruiser

Posted: 08.nóv 2014, 22:56
frá Hjörturinn
Jæja ég held ég sé kominn með look fyrir brettakanntana :)
Image

Re: Grand Cruiser

Posted: 09.nóv 2014, 21:12
frá Hjörturinn
Jæja, loksins gerist eitthvað, græja stuðpúðana, sem eru að vísu frekar bjartsýnir, skar úr fyrir 44" og snurfusaði allt blikkið, get vonandi farið að loka þessu og gera sætt.
myndir:
1.jpg
Í samslætti
1.jpg (74.07 KiB) Viewed 18458 times

2.jpg
2.jpg (76.73 KiB) Viewed 18458 times

3.jpg
í samslætti
3.jpg (78.09 KiB) Viewed 18458 times

4.jpg
Ride Height sirka
4.jpg (72.81 KiB) Viewed 18458 times

5.jpg
5.jpg (79.47 KiB) Viewed 18458 times

6.jpg
Stuðpúðinn á staurnum, ekki alveg viss með þetta fyrirkomulag
6.jpg (74.3 KiB) Viewed 18458 times

7.jpg
..og varð að klessu ojbara..
7.jpg (80.4 KiB) Viewed 18458 times

Re: Grand Cruiser

Posted: 09.nóv 2014, 22:11
frá Magni
Það vantar rör utanum púðann sem er 3-4cm á hæð, stýring fyrir púðann þegar hann leggst svona saman

Re: Grand Cruiser

Posted: 10.nóv 2014, 09:09
frá Hjörturinn
Já var að spá í einhverju þannig, málið er bara að ég rétt kem gormunum í eins og þetta var, verður eitthvað hafarí að koma þeim í ef ég hækka þetta þarna að neðan, en held það verði að vera, var líka að spá að hafa kúptan bolla í staðin fyrir bara rörbút, ef séð þannig éta svona púða svo illa ef þeir rekast í kanntinn í samslagi

Re: Grand Cruiser

Posted: 10.nóv 2014, 12:14
frá Magni
Hjörturinn wrote:Já var að spá í einhverju þannig, málið er bara að ég rétt kem gormunum í eins og þetta var, verður eitthvað hafarí að koma þeim í ef ég hækka þetta þarna að neðan, en held það verði að vera, var líka að spá að hafa kúptan bolla í staðin fyrir bara rörbút, ef séð þannig éta svona púða svo illa ef þeir rekast í kanntinn í samslagi


Svona er þetta í lc80 að framan, það er bolli með mjúkri brún. Ég held það sé mjög mikilvægt að þú hafir þessa stýringu.

Re: Grand Cruiser

Posted: 10.nóv 2014, 12:32
frá Hjörturinn
Já þú meinar að ofan, já það gæti bjargað slatta, græja klárlega svona.
Hélt þú værir að meina að neðan þar sem púðinn lendir á hásingunni, menn hafa stundum verð með rörbút þar og ef púðinn lendir ekki rétt þar þá fer brúnin frekar illa með hann

Re: Grand Cruiser

Posted: 10.nóv 2014, 23:34
frá Freyr
Hjörturinn wrote:Já var að spá í einhverju þannig, málið er bara að ég rétt kem gormunum í eins og þetta var, verður eitthvað hafarí að koma þeim í ef ég hækka þetta þarna að neðan, en held það verði að vera, var líka að spá að hafa kúptan bolla í staðin fyrir bara rörbút, ef séð þannig éta svona púða svo illa ef þeir rekast í kanntinn í samslagi


Sæll

Ég hef græjað svona með því að setja skrúfaða upphækkun á neðra planið, hef gert þetta +i nokkrum bílum og aldrei verið til vandræða.

Image

Re: Grand Cruiser

Posted: 11.nóv 2014, 10:06
frá Hjörturinn
Já ég þarf að hafa stuðpúðann lausan inní gorminum þegar ég set hann í og skrúfa svo í, gæti verið með eitthvað svipað að neðan, úr hvernig efni er þessi upphækkun sem er á myndinni? (lookar eins og plast)

Re: Grand Cruiser

Posted: 17.nóv 2014, 09:55
frá Hjörturinn
Smá hreyfing um helgina, snikkaði þverstífu þverstífuna, svo þetta skelfi ekki allt og nötri.
1606949_10152894918162959_5793837797543243053_n.jpg
1606949_10152894918162959_5793837797543243053_n.jpg (68.35 KiB) Viewed 19073 times

Afstaðan sést kannski ekki almennilega, en brotið er í lárétta planinu en ekki lóðrétta, þetta var til að sleppa framhjá trissuhjólinu og vatnskassanum, frekar þröngt þarna í kringum þetta og svo varð að vera hægt að losa þetta úr til að ná mótornum úr, 2x14mm boltar á hvorum enda sem halda þessu.

...svo er bara að fara smyrja nestið fyrir jólatúrinn :P

Re: Grand Cruiser

Posted: 17.nóv 2014, 13:22
frá Hjörturinn
Svo fékk ég þá flugu í hausinn fyrst ég næ honum ekki lægri að breyta honum bara á 46", mun samt fara í 44" fyrst en það er spurning hvort það væri sterkur leikur að skera betur úr og hafa hann þannig að maður geti allavega farið í 46" í framtíðinni ef manni langar.

Finnst samt alltaf eitthvað asnalegt að sjá bíla á minni dekkjum en þeir eru ætlaðir á... ekki að ég keyrði á 44" breyttum 60 cruiser á 38" í mörg ár :P

Re: Grand Cruiser

Posted: 17.nóv 2014, 14:07
frá gislisveri
Ekki spurning að skera úr fyrir 46", þá verður nennan meiri til að vanda frágang (ef 46" flugan er á sveimi í hausnum).
Svo held ég að það sé ekki jafn kjánalegur munur á 46-44" og á 38-44". Sérstaklega ekki ef hæðin er hófleg eins og hún virðist ætla að verða hjá þér.
Kv.
Gísli.

Re: Grand Cruiser

Posted: 17.nóv 2014, 15:18
frá Hjörturinn
Jú það er satt, 44" er svo miklumeiri blaðra en 38", ekki jafn mikill munur á 44" og 46", Breiddinn kannski meiri á 46" en á móti þá er mjög gott að vera með of breiða kannta, man að cruiserinn hjá mér drullaði aldrei uppá sig, því kanntarnir voru töluvert breiðari en dekkin, sem er kostur þegar maður nennir aldrei að þrífa bílinn :)

Óska þá hér með að fá lánað 46" dekk á 6 gata felgu til mátunar, bjór í boði :)

Re: Grand Cruiser

Posted: 17.nóv 2014, 23:08
frá Freyr
Hjörturinn wrote:Já ég þarf að hafa stuðpúðann lausan inní gorminum þegar ég set hann í og skrúfa svo í, gæti verið með eitthvað svipað að neðan, úr hvernig efni er þessi upphækkun sem er á myndinni? (lookar eins og plast)


Þetta er PE plastöxull úr Málmtækni. Ég hef bæði fest svona með því að snitta gat í klossann neðanverðan og líma svo með tonnataki pinnbolta í gatið og einnig með því að bora gat í gegn og rýma það svo að ofanverðu til að hausin á bolta með innansexkanti falli ofaní, bæði virkaði fínt. Svo er snittað í planið undir klossanum.

Kv. Freyr

Re: Grand Cruiser

Posted: 18.nóv 2014, 07:26
frá sukkaturbo
Sæll flott hjá þér. Fáðu þér glussa stödda í staðin fyrir stuðpúðana

Re: Grand Cruiser

Posted: 10.des 2014, 10:35
frá Hjörturinn
Jæja þá er maður búinn að flytja og fékk smá tíma í kaggann.

Er að möndla kúplinguna í, komst að því mér til mikillar gleði að það er gert ráð fyrir kúplingu í hvalbaknum á þessum bílum, nema þeir hjá jeep voru búnir að fela það nokkuð vel með vírum og relayum.
20141207_174012.jpg
20141207_174012.jpg (102.09 KiB) Viewed 18609 times

Kúplingsboosterinn að gægjast inn
20141207_174023.jpg
20141207_174023.jpg (106.65 KiB) Viewed 18609 times

Þetta rétt sleppur meðfram bremsuboosternum, nokkuð feginn að vera kominn með framhjólinn á nefið, hefði verið frekar þröngt á þingi þarna ef þau væru á orginal staðnum.

jæja svo er það að mála íbúðina um helgina og þá fær maður vonandi einhvern tíma (og nennu) í þetta dóterí :)

Re: Grand Cruiser

Posted: 19.jan 2015, 10:56
frá Hjörturinn
Ætli það sé ekki kominn tími á smá update :)

Búinn að spaða allt í sundur, heilsjóða, grunna og mála að framan, tengja stýrið og mixa XJ kúplingspedala við ZJ bremsupedala bracketið, þannig þetta er allt í áttina.

20150101_141439.jpg
Hásingin skveruð til
20150101_141439.jpg (134.55 KiB) Viewed 18367 times

Búið að sjóða og grunna, gerði smá vörn fyrir kúluna, var búið að berja aðeins á henni í gegnum tíðina

20150103_225243.jpg
Máluð og fín
20150103_225243.jpg (112 KiB) Viewed 18367 times

Ofsa fínt

20150103_225217.jpg
stífuvasar
20150103_225217.jpg (86.58 KiB) Viewed 18367 times

Stífuvasarnir, fóru nokkrir metrar af suðu í þetta dót

20150103_225144.jpg
Máta stýrið í
20150103_225144.jpg (103.15 KiB) Viewed 18367 times

máta stýrið

20150117_135024.jpg
Cherokke örðumegin og cruiser hinumegin
20150117_135024.jpg (166.48 KiB) Viewed 18367 times

liðurinn fíni

20150117_134859.jpg
kúpling
20150117_134859.jpg (128.09 KiB) Viewed 18367 times

Hérna er kominn kúplingspedali á ZJ bremsubracketið, svo er stífing frá því í götin sem halda kúplingsdælunni.

Næst er svo að smíða innribrettin og svo skella sér í að skvera afturendann og tankinn.

Re: Grand Cruiser

Posted: 20.jan 2015, 12:14
frá Finnur
Þetta lítur vel út hjá þér. Nú er bara endaspretturinn fyrir ferðina í Mars.

kv
Finnur