Grand Cruiser

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Grand Cruiser

Postfrá Ingaling » 09.nóv 2013, 00:42

og beinskiptur svona 5.3 eyðir örugglega 5-7L/100km minna á 38" heldur en hann myndi gera með 5.2 og ssk...


Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 09.nóv 2013, 11:47

Sælir.

Ég verð held ég að ganga á bak orða minna, budgetið fyrir bílinn tók alveg rosalega dífu um daginn (konunni langar til Afríku) þannig toyotusleggjan verður látin síga í, einnig fannst mér lítill áhugi fyrir að kaupa svona mótor, eitthvað stærra kemur í húddið með tíð og tíma, alger óþarfi að gera allt í einu :)
Held maður verði samt alveg ánægður með þann mótor svona til að byrja með allavega, virkaði mjög vel í cruiser sem var örugglega rúmum 300 kg þyngri en þessi verður þannig það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út.
Ætla samt að sjá hvort ég geti ekki togað fleirri hestöfl út úr þeirri gömlu með einhverjum æfingum.
En tankarnir þurfa þá ekki að vera jafn stórir :D

Er búinn að vera fastur í Noregi núna að vinna og verð að miklu leiti fram að jólum en þá ætti eitthvað að fara hreyfast í þessu að viti.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

reynirh
Innlegg: 102
Skráður: 22.okt 2011, 00:15
Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
Bíltegund: Musso 39,5-44"
Staðsetning: Húsavík

Re: Grand Cruiser

Postfrá reynirh » 10.nóv 2013, 20:33

Hér er svipað dæmi í gangi og hjá þér bara svolítið lengra komið.
https://www.facebook.com/gunnarpalmi.pe ... 252&type=3
Reynir Hilmarsson Húsavík.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 10.nóv 2013, 21:40

Sé ekki myndirnar, en er þetta ekki bíllinn fyrir austan?
Megin munurinn verður grindaleysið og svo léttara kram, verða held ég ekki í sama flokki þó þeir deili skel.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Freyr » 10.nóv 2013, 22:36

Já þetta er sá á höfn. Þinn bíll verður mikið léttari og lægri, mun koma til með að virka mikklu betur fyrir mína parta.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 11.nóv 2013, 00:13

Freyr wrote:Já þetta er sá á höfn. Þinn bíll verður mikið léttari og lægri, mun koma til með að virka mikklu betur fyrir mína parta.


En hinn er með Cummins ;-)
http://www.jeppafelgur.is/


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: Grand Cruiser

Postfrá gráni » 11.nóv 2013, 00:22

Sæll Hjörtur, smá dekkjapæling, er menn ekkert svagir fyrir því að nota IROC 41 radial í staðinn fyrir 44 DC, miklu betri keyrsludekk og betri i flestum færum. Hefur þú séð eitthvað af bílum á 41 tommunni.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Grand Cruiser

Postfrá StefánDal » 11.nóv 2013, 00:22

elliofur wrote:
Freyr wrote:Já þetta er sá á höfn. Þinn bíll verður mikið léttari og lægri, mun koma til með að virka mikklu betur fyrir mína parta.


En hinn er með Cummins ;-)


Og þannig hljómar hið heilaga orð ;)


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Grand Cruiser

Postfrá lecter » 11.nóv 2013, 02:31

flott mynd af grand beinteingdur bensinstöð i byrjun flottur búnaður ,, þarf eingan auka tank ...

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 11.nóv 2013, 07:15

Fór í eina ferð með cruiserinn á 41" irok, var mjög hrifin af þeim úti á vegi, en fannst ekki nóg flot í þeim, færið var að vísu alveg hræðilegt í þessari ferð.
Eins er ég smeikur við þau sem snjódekk upp á að hliðarnar eiga það til að springa ef maður keyrir mikið á þessu úrhleyptu.
Aldrei að vita nema maður finni sér þannig gang í framtíðinni sem sumar/keyrsludekk.
Dents are like tattoos but with better stories.


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: Grand Cruiser

Postfrá gráni » 11.nóv 2013, 15:24

Sæll já ég skil, þetta er ekki nógu stór dekk á cruserinn en Grandinn er miklu léttari bíll.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 28.des 2013, 23:58

Hvernig ganga smíðar hér?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 29.jan 2014, 08:05

Hér er ofsalega lítið að gerast sökum vinnu og annarra anna.

En ég er búinn að smíða hann sirka 5 sinnum í hausnum á mér þannig það hlýtur að telja eitthvað :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Grand Cruiser

Postfrá Startarinn » 29.jan 2014, 09:35

Hjörturinn wrote:En ég er búinn að smíða hann sirka 5 sinnum í hausnum á mér þannig það hlýtur að telja eitthvað :)


Sparar það ekki hellings tíma þegar kemur loksins að smíðinni?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 29.jan 2014, 10:19

Jú það gerir það sjálfsagt.

Líka orðinn nokkuð smeikur á að byrja á þessu, er með svo mikla uppsafnaða breytingagreddu að ég á örugglega eftir að skera bílinn í spað á fyrsta degi, er held ég með alltof háleitar hugmyndir um hvað ég kem honum neðarlega á 44", framendinn meira eða minna af og skottið fer allt í hjólskálar og hækkaðann olíutank :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 29.jan 2014, 12:30

Mér líst vel á að hafa hann lágan, væri gaman að sjá bíl með brettanakantana uppá miðjar afturrúður :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Atttto
Innlegg: 122
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: Grand Cruiser

Postfrá Atttto » 03.feb 2014, 11:28

Það sem stoppaði mig aðalega í hversu lágt var hægt að hafa bílinn voru framljósin. hásingin fór um 13 cm fram og þurfti ég að skera um 5-6 cm inn í gólf.

Endanleg hækkun endaði í 17 cm á það var það minnsta sem ég gat sloppið með til að getað haldið framljósunum, en ef þú ert að hugsa um að fjarlægja þau, þá geturu sloppið mikið betur. gætir líklega sloppið með 5-10 cm hækkun.

eins að aftan ef þú ferð í hækkun á tankanum þá ert í fínum málum þar.

En svakalega gott val á verkefni

Bestu Breytingar Kveðjur Atli
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 04.feb 2014, 07:23

Er alvarlega að pæla að smíða mér ný bretti að framan, svipað þessu:
Image
Image

Þar sem mér hefur oft þótt innri kannturinn á brettaköntum takmarka hvað maður getur fjaðrað mikið saman (eða allavega einn af þeim þáttum sem stýrir því)

Með því að vera með bretti sem gleypir allt dekkið hefur maður úr töluvert meira plássi að ráða en ella.

ætla gera einhverjar tilraunir með þetta, sjáum hvernig til tekst :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 10.feb 2014, 07:56

Jæja, loksins gerðist eitthvað, fékk hann Finn til mín í heimsókn á Sunnudaginn og þá gerðust aldeilis hlutirnir, búið að skera allt af cruiserhásingunni, klippa fyrir allan peningin og koma hásingunni á sinn stað, bara eftir að hnoða í gormum, dempurum og stífum.... og kannski einhver blikkvinna :)
Image

Image

Image
Finnur sáttur við árangurinn

Image
Svo var skorið þangað til Finnur komst inn í bílinn, þá var þetta orðið þokkalegt

Image

Image
Ef vel er skoðað sjást stífuturnarnir

Image

Image

Image

Hálfnað verk þá hafið er :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 11.feb 2014, 10:09

oooog stífur

Image

Afturendinn fer vonandi að fara í hjólin, er að melta hvernig ég ætla að hafa gorma/dempara setup... rosalega freistandi að fara í coilover þegar það er svona lítið pláss.
En að aftan er pælingin að hafa sirka 14" svið, 15cm saman og 20cm í sundur.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

arniph
Innlegg: 95
Skráður: 02.okt 2011, 16:13
Fullt nafn: Árni Páll Haraldsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá arniph » 11.feb 2014, 11:06

Hvað með að lengja bara frammendan ?

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 12.feb 2014, 10:24

ég ef það svona á bakvið eyrað þegar ég ræðst á framendann, en ætla að draga það sem mest að lengja hann, enda feiknarlega mikil vinna.

En stífudótið er að taka á sig mynd að aftan.

Image
Agalega fínar stífur

Image
Notaði orginal vasana með smá breytingum

Image
Þarna sést glitta í hluta af gormalagernum, magnað hvað safnast af svona í gegnum árin hjá mönnum :)

Image
Pinjónshallinn er ekki svona asnalegur, það blekkir svolítið hvað hann er með rassinn útí loftið, stífurnar semsagt halla svolítið niðurávið frá grind.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Grand Cruiser

Postfrá hobo » 12.feb 2014, 10:47

Gaman að þessu, fylgist með.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 12.feb 2014, 19:01

Nú gerast hlutirnir :) Gaman að fylgjast með :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá HaffiTopp » 12.feb 2014, 21:10

Hvar fékkstu fóðringar og hólka? Má líka forvitnast um verð?
Synd að fara svona með Cherokeein miðað við hvað hann virkar heillegur og fallegur á mynd :D

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Grand Cruiser

Postfrá Finnur » 12.feb 2014, 21:25

Sælir

Haffi-
Það er ekki verið að fara illa með bílinn þegar skorið er úr boddýi til að gera pláss fyrir 44". Með góðum skurði er hægt að halda bílnum lágum með góða fjörðun. Mér finnst mun verra þegar menn eru ragir við að skera úr og láta boddí eða aðra hluti takmarka fjöðrun.

Bara mín skoðun.

En þetta verður flottur bíll.

kv
KFS

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Grand Cruiser

Postfrá Stebbi » 12.feb 2014, 21:27

HaffiTopp wrote:Hvar fékkstu fóðringar og hólka? Má líka forvitnast um verð?
Synd að fara svona með Cherokeein miðað við hvað hann virkar heillegur og fallegur á mynd :D


Svona bíll á ekkert annað skilið en að enda ævidagana sem útúrsteraður jeppi. Hann er búin að dreyma um það síðan hann rúllaði af færibandinu og í hendurnar á einhverjum akfeitum kalli sem bauð honum bara malbik og bílastæði.
Það ætti að vera í umferðalögum að allir JEEP eiga að fara á stór dekk ekki seinna en eftir 10 ára notkun, það eru þeirra mannréttindi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Grand Cruiser

Postfrá jeepcj7 » 12.feb 2014, 21:33

Góður Finnur og svo kemur þú bara ágætlega út á mynd þú verður að smella nokkrum svo eigandinn sjáist líka einhvern tímann eða er hann bara í myndatökunum? ;O) Keep it up.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá HaffiTopp » 12.feb 2014, 21:58

Sælir. Var ekki að setja útá hvað bíllinn er mikið skorinn til að dekkin komist almenninlega fyrir, enda er ég mjög hlynntur því að skera sem mest úr eins og þú nefnir Finnur. Ég var að tala um að ÞESSI bíll lendi undir skurðarhnífnum því hann virkar svo vel með farinn :) En eins og Stebbi minnist á þá eiga allir 10 ára Jeep að fá sinn skammt af stórum dekkjum.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 12.feb 2014, 23:02

Sælir.

Það var nú einmitt ástæðan fyrir að hann lenti í þessu blessaður hvað hann er heill, varla ryðblett að sjá á honum, virkilega gott eintak, þó svo að pústið sé farið og ein hurðin opnist ekki :)

En hólkarnir og stífugúmmíin eru frá ET, þetta kallast Bens stífugúmmí, kostuðu minnir mig einhvern 30 þús í 4 stífur, virkilega gott verð.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Grand Cruiser

Postfrá jeepcj7 » 12.feb 2014, 23:11

Það er alveg einstakt að einhverjum finnist að ekki eigi að breyta bílum sem eru heilir(óryðgaðir) ég persónulega myndi velja heilan og góðan bíl til breytinga ef ég gæti en ekki útlifað flak.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 13.feb 2014, 15:42

jeepcj7 wrote:Það er alveg einstakt að einhverjum finnist að ekki eigi að breyta bílum sem eru heilir(óryðgaðir) ég persónulega myndi velja heilan og góðan bíl til breytinga ef ég gæti en ekki útlifað flak.


Algjörlega x2! Afhverju að velja útjaskaða og ryðgaða bíla til að breyta? Fásinna.
http://www.jeppafelgur.is/


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Grand Cruiser

Postfrá Játi » 14.feb 2014, 00:12

elliofur wrote:
jeepcj7 wrote:Það er alveg einstakt að einhverjum finnist að ekki eigi að breyta bílum sem eru heilir(óryðgaðir) ég persónulega myndi velja heilan og góðan bíl til breytinga ef ég gæti en ekki útlifað flak.


Algjörlega x2! Afhverju að velja útjaskaða og ryðgaða bíla til að breyta? Fásinna.


Þá er oft hæt að fá á mun betra verði en ónýtir meiga þeir ekki vera. það getur verið ágætt að prútta niður verð útaf riðguðum hjólskálum og lekum pinjonpakkdósum og basicly getur verið mjög gott að fá bíl með öllu því biluðu sem maður þarf kvort eð er að eiga við.
Ég tildæmis keipti mér pajero með pínu riðgaða grind og náði að sannfæra konuna um að það væri svo lítið mál að breyta honum á 38"-42" fyrst það þurfti nú að eiga við þetta
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 14.feb 2014, 10:07

Jæja, þetta mjakast alltaf eitthvað.

Image
Snikkaði til orginal gormaskálarnar, þar sem gormarnir sem ég nota eru svipaðir, þarna má einnig sjá þverstífuna

Image
Svona á þetta sirka að vera, miðað við útreikninga og spár.

Image

Image
Þverstífann er full stutt en það ætti ekki að koma mikið að sök.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Refur » 14.feb 2014, 11:43

Þið eruð duglegir kallarnir!

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Grand Cruiser

Postfrá gislisveri » 14.feb 2014, 13:35

Töff að hafa prófíla í stífunum.
Hvaða efnisþykkt er í þessu?
-Gísli.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 14.feb 2014, 16:51

Þetta eru 40x40x2 prófílar.
40x60x3 prófíll í hliðarstífunni minnir mig.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Grand Cruiser

Postfrá Kiddi » 14.feb 2014, 19:39

Á að koma eldsneytistankur framan við hásingu?
Ef ekki, af hverju ekki A-stífu og losna við þessa stuttu þverstífu?

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 15.feb 2014, 20:50

A stífa væri ekki vitlaus, en þetta þurfti að klárast frekar hratt þannig ég gat ekkert verið að fara út frá orginal plani, bara taka í gikkinn, þegar maður fer að pæla of mikið þá gerist þetta svo hægt :P

En það var allt að gerast í dag, Finnur kíkti í heimsókn og þá gerast sko hlutirnir.

Image
Verið sjóða skástífufestingar.

Image
Mynd af eigandanum vegna eftirspurnar.

Image
"aðstoðar"maðurinn að grilla


Image
Vísir að skástífuturni

Image
Svo bara alltíeinu allir gormarnir!

Image
Efri gormaskálin hægramegin er ekki rétt, verður lagað í góðu tómi

Image
skástífuturn á heimsmælikvarða

Image
Voila!

Image

Image

Ekki slæmt á einni viku, en nú er ég farinn til Norge og tek aftur skurk í þessu eftir 2 vikur :)
Síðast breytt af Hjörturinn þann 15.feb 2014, 23:29, breytt 1 sinni samtals.
Dents are like tattoos but with better stories.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Grand Cruiser

Postfrá Dúddi » 15.feb 2014, 22:23

þu þarft nú ekki að klippa svona hátt að framan er það, það er allavegna mín reynsla að maður er meir að leita að fram aftur klippinu þar. Flott samt að halda bílnum lágum og verður magnaður með þessar hásingar og mótor


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir