Grand Cruiser

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 19:38

Daginn.

Er að fara leggja af stað í smá verkefni sem ég ætla að deila hérna eins og ég get, en áður þá væri ekki verra að fá smá feedback með hitt og þetta :)

Á sumsé Hj-61 sem ég hef átt í nú 6 ár og reynst mér vel, en boddýið er bara orðið svo lélegt af ryði að það heldur ekki lengur vatni og vindum og ég er með svæsið ryðbætingarofnæmi svo tekinn var svo ákvörðun að versla nýjan bíl og setja cruiser kramið eins og það leggur sig í.

Og hér er djásnið!
jeep.jpg
jeep.jpg (62.07 KiB) Viewed 52400 times


Fékk þennan á akureyri, nokkuð kominn til ára sinna en næstum ryðlaus með öllu og lítur bara þokkalega út.

Er að rífa cruiserinn sem stendur og í byrjun Nóv (eftir vinnuálagi) þá verður hafist handa við að setja saman.
Ætla að taka hitt og þetta í gegn í kraminu áður.

Fjöðrun:
Að framan ætla ég að nota Patrol arma og skástífu, þetta er búið að vera undir cruisernum og er ég mjög ánægður með þetta system, einfalt og gott, framhásing verður færð fram um sirka 13cm.
Að aftan ætla ég að framlengja orginal stífusystemið og síkka vasa, hásing færð aftur um 23cm.
Það verður skorið mjög rausnarlega úr og stefnan að hafa hann eins lágan og kostur er.

Þess má geta að cruiserinn og grandinn eru næstum nákvæmlega jafn breiðir, þannig hásingar ættu að falla vel að honum, einnig er cruiser vélinn ekki nema 2-3cm lengri en AMC línusexan, en kúplingshús mun stærra þannig eitthvað þarf að sannfæra það.

Unibodyið verður svo auðvitað styrkt hér og þar ss. við vélafestingar og stífuvasa, mögulega láta gírkassabita og framstífur í sömu festinguna.

Hann verður á 44" dekkjum.

Jæja læt þetta duga í bili :)


Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá -Hjalti- » 01.okt 2013, 20:11

En að setja bara Grandin á Crusier grindina ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 20:30

Aðallega til að halda þyngdinni niðri, svo yrði hann hærri en ella nema ég fari að breyta grindinni og það er bara óþarfa vinna :)
En það er svosem ennþá uppi á pallborðinu þannig séð.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Freyr » 01.okt 2013, 20:43

13cm fram og lítil hækkun, hvernig fara framljósin, verða þau bara skel til að halda útlitinu eða munu þau virka? Varðandi stífuvasana að aftan þá þarf að styrkja þá vel ef þú smíðar öflugri stífur. Orginal stífurnar eru svo sveigjanlegar að þær setja takmarkað álag á vasana m.v. hefðbundnar stífur úr röri eða prófíl.

Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 20:47

Ég geri ráð fyrir að ljósin hreinlega bara fari, ætla að sjá hvort þetta sleppi ekki, en til að sleppa við gólfið við hvalbakinn þá þarf að færa þetta töluvert þeas ef maður hækkar bara ekki þeim mun meira, sem ég er að rembast við að gera ekki.

Eru það ekki aðallega gúmmíin í þessu sem eru svona sveigjanleg? en jú þetta verður styrkt töluvert.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Freyr » 01.okt 2013, 21:48

Orginal stífurnar eru ekki það öflugar. Þær eru bara stönsuð/beygð plata og þ.a.l. þarf ekki mikið átak til að vinda upp á þær m.v. rör sem er stífara.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá juddi » 01.okt 2013, 22:08

er ekki málið að skera vel úr gólfi og hvalbak og smíða svo uppá nýtt eftir að vél og kassar eru komnir á sinn stað
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 22:13

er ekki málið að skera vel úr gólfi og hvalbak og smíða svo uppá nýtt eftir að vél og kassar eru komnir á sinn stað

Sker vel úr fyrir vélinni og kössunum, en vill fara sem minnst inn í gólfið, ekki mikið pláss þar til að byrja með, tala nú ekki um þegar maður er búinn að möndla kúplingspedala þar.

Veit einhver nokkuð um kúplings pedala úr svona bíl?
Dents are like tattoos but with better stories.


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Oskar K » 01.okt 2013, 23:35

Hjörturinn wrote:
er ekki málið að skera vel úr gólfi og hvalbak og smíða svo uppá nýtt eftir að vél og kassar eru komnir á sinn stað

Sker vel úr fyrir vélinni og kössunum, en vill fara sem minnst inn í gólfið, ekki mikið pláss þar til að byrja með, tala nú ekki um þegar maður er búinn að möndla kúplingspedala þar.

Veit einhver nokkuð um kúplings pedala úr svona bíl?


ég man nú bar4asta ekki eftir að hafa séð beinskiptann grand í fljótu bragði
1992 MMC Pajero SWB


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Grand Cruiser

Postfrá biturk » 01.okt 2013, 23:48

Hvaða árgerð er þessi cruiser
head over to IKEA and assemble a sense of humor


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá juddi » 02.okt 2013, 10:16

Ég gæti átt kúplingsdælurdælurnar úr XJ bíl en pedala dótið komið á haugana
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 02.okt 2013, 12:22

Cruiserinn er 87 módel HJ61.

Ætla að nota dæluna úr cruisernum en vantar aðallega bara pedalabracketið, ætli ég endi ekki á að smíða eitthvað fallegt þarna undir bara :)

Þeir eiga að vera til með AX-15 kassanum, örugglega mjög sjaldgæft samt.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 05.okt 2013, 17:39

Jæja nú er rifið komið á fullt, gamla boddýið komið af og bara eftir að slíta kram úr og skeina því aðeins áður en maður rúllar Grandinum inn í svipaða meðferð :)
20131005_143536.jpg
20131005_143536.jpg (123.79 KiB) Viewed 51509 times

20131005_143522.jpg
20131005_143522.jpg (171.85 KiB) Viewed 51509 times

20131005_143512.jpg
20131005_143512.jpg (148.14 KiB) Viewed 51509 times
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Grand Cruiser

Postfrá jhp » 05.okt 2013, 18:08

Hjörturinn wrote:Cruiserinn er 87 módel HJ61.

Ætla að nota dæluna úr cruisernum en vantar aðallega bara pedalabracketið, ætli ég endi ekki á að smíða eitthvað fallegt þarna undir bara :)

Þeir eiga að vera til með AX-15 kassanum, örugglega mjög sjaldgæft samt.

En hvað með að nota pedala úr Wrangler?
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 05.okt 2013, 18:12

Já það er svo auðvitað hugmynd, ætla að reyna að mixa cruiser pedalan í, mun nota dæluna úr honum þar sem hún er með vacuum hjálpara.

En það er kannsi lang einfaldast í þessu, finna pedala assembly úr wrangler..
Dents are like tattoos but with better stories.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Grand Cruiser

Postfrá villi58 » 05.okt 2013, 18:31

Það er alger svik að fara nota svona einnota drasl úr Wrangler.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá nobrks » 05.okt 2013, 19:32

Nú er ekki aftur snúið, þetta verður spennandi!!


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hrannifox » 05.okt 2013, 20:52

Þetta verður eitthvað spennó! Gangi þér vél
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 05.okt 2013, 21:52

Þetta er awesome :) Verður verklegur grand :)
http://www.jeppafelgur.is/


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá grimur » 05.okt 2013, 23:18

Alvöru kynbætur, það er að segja á Grandinum....vatnsheldar hásingar og mótor sem fer alltaf í gang!!!
(gaman að ýfa AMC mennina svolítið :-) )

Allavega skemmtilegt project, takk fyrir að deila þessu, rosalega gaman þegar menn nenna að taka myndir og setja inn :-)

kv
G

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Refur » 05.okt 2013, 23:21

Úff! Eru engin lög í landinu sem banna svona kynbætur???
Jæja, það verður þó gaman að sjá útkomuna :)

Kv. einn sanntrúaður....

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Grand Cruiser

Postfrá Stebbi » 06.okt 2013, 11:57

Ætli þetta verði ekki sparneytnasti og rólegasti Grand á landinu. 5 á hundraðið á 44" og aldrei yfir 80kmh. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Baikal
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 02:27
Fullt nafn: Jón Kristjánss
Bíltegund: Hilux

Re: Grand Cruiser

Postfrá Baikal » 06.okt 2013, 12:05

Sælir.
Verður þetta ekki meira svona Vala Grand þegar það er búið að troða þessu japanska drasli í alvöru bíl???
Lúkkar rétt en vantar rétta búnaðinn.
kv.
JK
AMC kall
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá AgnarBen » 06.okt 2013, 12:16

Refur wrote:Úff! Eru engin lög í landinu sem banna svona kynbætur???
Jæja, það verður þó gaman að sjá útkomuna :)

Kv. einn sanntrúaður....


Fyrir Toyotuna þá eru þetta vissulega kynbætur en fyrir Grandinn þá er þetta úrkynjun ;-)

En gaman að svona projectum og endilega pósta inn nóg af myndum !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá HaffiTopp » 06.okt 2013, 12:30

Taka boddyið af Grandinum og setja það ofaná Toyotugrindina og kramið.
Hvor má bera meira og hvor er með meiri leyfða heildarþyngd?

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 06.okt 2013, 12:56

Já við þekkjum allir orðatiltækið, "Jeep er ekki jeppi nema í honum sé Toyota" er það ekki? :)

Annars þá má grandinn bera alveg glettilega mikið, eða 730kg umfram stock vigt, eða 2.4 tonn, cruiserinn má fara í tæp 2.7, sé til hvar þetta endar og hvor skráningin verði notuð.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 06.okt 2013, 14:11

Haha Vala grand asískur blendingur, nú hló ég upphátt :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Freyr » 06.okt 2013, 14:47

HaffiTopp wrote:Taka boddyið af Grandinum og setja það ofaná Toyotugrindina og kramið.
Hvor má bera meira og hvor er með meiri leyfða heildarþyngd?


Til að fá þungann bíl sem samt er lítill??? Ekki spennandi samspil fyrir mína parta.... Mun skemmtilegri leið sem Hjörtur er að fara, koma kraminu sem hann er sáttur við í létta skel.

Kveðja, Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá AgnarBen » 06.okt 2013, 18:20

Freyr wrote:
HaffiTopp wrote:Taka boddyið af Grandinum og setja það ofaná Toyotugrindina og kramið.
Hvor má bera meira og hvor er með meiri leyfða heildarþyngd?


Til að fá þungann bíl sem samt er lítill??? Ekki spennandi samspil fyrir mína parta.... Mun skemmtilegri leið sem Hjörtur er að fara, koma kraminu sem hann er sáttur við í létta skel.

Kveðja, Freyr


Ég er sammála Frey, ef þú setur Grandinn ofan á HJ grindina þá ertu basicly cominn með ....... Y60 Patrol :-)
Hjörturinn er að fara rétta leið í þessu.....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 06.okt 2013, 20:32

Já með því að sleppa grindinni næst töluverð þyngdarlækkun, bara styrkja unibodyið þannig það þoli þessa auknu þyngd.

Ekki það að þetta sé einhver stjarnfræðileg breyting, held að vél + kassar sé ekki mikið meira en 150kg þyngra í cruiser en Grandinum, þessi AMC lína er alveg klettþung, svo eru kassarnir í toyotunni mjög nettir.

En við spyrjum að leikslokum, ætla vigta grandinn alveg tómann áður en ég slátra honum og svo aftur þegar kramið er komið í :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Grand Cruiser

Postfrá ellisnorra » 06.okt 2013, 20:56

Hvaða hlutföll eru í krúsernum? Læsingar?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 06.okt 2013, 21:06

4.88 og svo orginal lásar í hásingum.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Grand Cruiser

Postfrá Kiddi » 07.okt 2013, 00:03

Myndi skjóta á að Grandinn bæti á sig svonaaa 400 kg við þessa aðgerð. Þá á 38"

Þetta verður ábyggilega mjög töff og mér líst ferlega vel á að þú ætlir að halda honum lágum!

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 07.okt 2013, 14:14

Já 3-400kg er ekki ósennilegt, bara vélin er 150kg þyngri en orginal, en svo er þyngdarmunur á rest ekkert svo rosalegur, en 2100kg bíll á 44" með svona mótor er alveg eitthvað sem maður er tilbúinn að sætta sig við (þá er hann ekki nema 300kg léttari en forfaðirinn) :)
Dents are like tattoos but with better stories.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Grand Cruiser

Postfrá Þorri » 07.okt 2013, 14:56

Ég hugsa að þyngdarmunur á hásingum sé töluverður á milli þessara bíla. Skemmtileg verkefni hjá þér. Mig minnir að ég hafi rekist á það að einhver hafi sett svona kram í Cherokee xj. Man bara ekki hvar ég sá það.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 07.okt 2013, 15:39

Já hef talað við þann gæja, það ku hafa verið 2H (semsagt turbo laus), var mjög gott að frétta af því að þetta hafi einhverntíman verið gert svona áður en maður lætur vaða í þetta :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Grand Cruiser

Postfrá Hjörturinn » 20.okt 2013, 18:40

Jæja rifið er að mestu búið, bara eftir að skera af hásingunum og senda þær á blástur fyrir næsta fasa.

En ég er semsagt búinn að endurskoða vélarvalið í kaggann, úr fer gamla góða 12H og í fer LM7 (5.3 vortec), ætla halda honum beinskiptum, en það er hægt að fá kit til að koma LS mótorum á cruiser kassann.
5 gíra og V8, ekkert nema gaman :)

20131020_165537.jpg
skástífuturninn að framan að syngja sitt síðasta held ég
20131020_165537.jpg (169.78 KiB) Viewed 49779 times

20131020_165323.jpg
Hásingar komnar af
20131020_165323.jpg (131.46 KiB) Viewed 49779 times

20131016_194818.jpg
Mótorinn kominn úr
20131016_194818.jpg (147.15 KiB) Viewed 49779 times
Dents are like tattoos but with better stories.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Grand Cruiser

Postfrá Dúddi » 20.okt 2013, 21:41

Púff, það lagðiru sparneitinn diesel mótorinn á hilluna og fékkst þér seðlatætara í staðinn. Mín skoðun allavegna, nu verður allt brjálað :)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Grand Cruiser

Postfrá Freyr » 20.okt 2013, 22:39

Svakalega er ég ánægður með þessa ákvörðun Hjörtur, verður mikið skemmtilegra apparat eftir þessi skipti.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Grand Cruiser

Postfrá StefánDal » 20.okt 2013, 22:56

Dúddi wrote:Púff, það lagðiru sparneitinn diesel mótorinn á hilluna og fékkst þér seðlatætara í staðinn. Mín skoðun allavegna, nu verður allt brjálað :)


Þetta er náttúrulega bara sitthvor bíllinn. Léttur V8 mótor á eftir að sóma sér mun betur í þessum heldur en þungur sex cyl. diesel.
Ef ég man rétt þá er Hjörtur búinn að eiga Land Cruiserinn og ferðast á honum í dágóðan tíma og þá er um að gera að prufa eitthvað nýtt :)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir