Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995
Posted: 22.sep 2013, 23:20
Góðan dag.
Ég fjárfesti mér í þessum eðalvagni um daginn. Þetta er 1995 módel af Mitsubishi Pajero 2,8 diesel sjálfskiptur.
Bíllinn er nokkuð heillegur, auðvitað komnar ryðbólur hér og þar í boddýið eins og gengur og gerist í þetta gömlum bílnum og búið að sjóða í grindina á honum eins og mörgum svona eðalvögnum.
Að innan er bíllinn þó flottur, sæti órifin og flott en mætti þó kannski strjúka af teppunum í honum.
Bíllinn er keyrður rétt tæplega 550.000 km sem virðist þó bara vera tilkeyrsla miðað við hvað bíllinn er þéttur og flottur, en bíllinn hefur fengið topp viðhald. Í hanskahólfinu fannst smurbók sem nær aftur a.m.k 10 ár og sýnir hún allt sem hefur verið gert fyrir bílinn á þessum tíma, og að hann hefur verið smurður á 5000 km fresti allan þennan tíma!
Allur rafmagnsbúnaður í bílnum er líka í góðu lagi, allar rúður virka og speglarnir. Þá er hann með cruise control sem að sjálfsögðu virkar.
Svo sést á myndunum hér fyrir neðan að það er búið að skella forláta ljósum á framstuðarann, en þetta virðast vera þokuljós, og ekki hefur veitt af þar sem bíllinn hefur verið á austurlandi nánast alla tíð.
Ég er nú svosem ekki með nein stór plön á döfinni, en hafði þó hugsað mér að fara aðeins í lakkið á bílnum og reyna að fríska upp á hann. Mér finnst ekki við hæfi að vera að breyta bíl sem er þetta mikið keyrður enda er ég ekki mikið í erfiðum jeppaferðum :)
Það sem þarf að gera fyrir bílinn núna er að skipta um balancestangar gúmmí og spindla.
Einnig þyrfti ég að finna mér ný dekk undir greyið.
En þetta er fyrsti Pajeroinn minn og ég er meira en sáttur með gripinn!
Ég fjárfesti mér í þessum eðalvagni um daginn. Þetta er 1995 módel af Mitsubishi Pajero 2,8 diesel sjálfskiptur.
Bíllinn er nokkuð heillegur, auðvitað komnar ryðbólur hér og þar í boddýið eins og gengur og gerist í þetta gömlum bílnum og búið að sjóða í grindina á honum eins og mörgum svona eðalvögnum.
Að innan er bíllinn þó flottur, sæti órifin og flott en mætti þó kannski strjúka af teppunum í honum.
Bíllinn er keyrður rétt tæplega 550.000 km sem virðist þó bara vera tilkeyrsla miðað við hvað bíllinn er þéttur og flottur, en bíllinn hefur fengið topp viðhald. Í hanskahólfinu fannst smurbók sem nær aftur a.m.k 10 ár og sýnir hún allt sem hefur verið gert fyrir bílinn á þessum tíma, og að hann hefur verið smurður á 5000 km fresti allan þennan tíma!
Allur rafmagnsbúnaður í bílnum er líka í góðu lagi, allar rúður virka og speglarnir. Þá er hann með cruise control sem að sjálfsögðu virkar.
Svo sést á myndunum hér fyrir neðan að það er búið að skella forláta ljósum á framstuðarann, en þetta virðast vera þokuljós, og ekki hefur veitt af þar sem bíllinn hefur verið á austurlandi nánast alla tíð.
Ég er nú svosem ekki með nein stór plön á döfinni, en hafði þó hugsað mér að fara aðeins í lakkið á bílnum og reyna að fríska upp á hann. Mér finnst ekki við hæfi að vera að breyta bíl sem er þetta mikið keyrður enda er ég ekki mikið í erfiðum jeppaferðum :)
Það sem þarf að gera fyrir bílinn núna er að skipta um balancestangar gúmmí og spindla.
Einnig þyrfti ég að finna mér ný dekk undir greyið.
En þetta er fyrsti Pajeroinn minn og ég er meira en sáttur með gripinn!