Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995


Höfundur þráðar
emilth
Innlegg: 34
Skráður: 02.nóv 2012, 19:25
Fullt nafn: Emil Þórsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee

Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá emilth » 22.sep 2013, 23:20

Góðan dag.

Ég fjárfesti mér í þessum eðalvagni um daginn. Þetta er 1995 módel af Mitsubishi Pajero 2,8 diesel sjálfskiptur.
Bíllinn er nokkuð heillegur, auðvitað komnar ryðbólur hér og þar í boddýið eins og gengur og gerist í þetta gömlum bílnum og búið að sjóða í grindina á honum eins og mörgum svona eðalvögnum.
Að innan er bíllinn þó flottur, sæti órifin og flott en mætti þó kannski strjúka af teppunum í honum.

Bíllinn er keyrður rétt tæplega 550.000 km sem virðist þó bara vera tilkeyrsla miðað við hvað bíllinn er þéttur og flottur, en bíllinn hefur fengið topp viðhald. Í hanskahólfinu fannst smurbók sem nær aftur a.m.k 10 ár og sýnir hún allt sem hefur verið gert fyrir bílinn á þessum tíma, og að hann hefur verið smurður á 5000 km fresti allan þennan tíma!
Allur rafmagnsbúnaður í bílnum er líka í góðu lagi, allar rúður virka og speglarnir. Þá er hann með cruise control sem að sjálfsögðu virkar.
Svo sést á myndunum hér fyrir neðan að það er búið að skella forláta ljósum á framstuðarann, en þetta virðast vera þokuljós, og ekki hefur veitt af þar sem bíllinn hefur verið á austurlandi nánast alla tíð.

Ég er nú svosem ekki með nein stór plön á döfinni, en hafði þó hugsað mér að fara aðeins í lakkið á bílnum og reyna að fríska upp á hann. Mér finnst ekki við hæfi að vera að breyta bíl sem er þetta mikið keyrður enda er ég ekki mikið í erfiðum jeppaferðum :)
Það sem þarf að gera fyrir bílinn núna er að skipta um balancestangar gúmmí og spindla.
Einnig þyrfti ég að finna mér ný dekk undir greyið.

En þetta er fyrsti Pajeroinn minn og ég er meira en sáttur með gripinn!

DSC06584.JPG
DSC06584.JPG (240.93 KiB) Viewed 3143 times

DSC06586.JPG
DSC06586.JPG (232.67 KiB) Viewed 3143 times

DSC06588.JPG
DSC06588.JPG (180.59 KiB) Viewed 3143 times

DSC06589.JPG
DSC06589.JPG (217.38 KiB) Viewed 3143 times

DSC06591.JPG
DSC06591.JPG (225.55 KiB) Viewed 3143 times

DSC06592.JPG
DSC06592.JPG (173.97 KiB) Viewed 3143 times

DSC06593.JPG
DSC06593.JPG (179.91 KiB) Viewed 3143 times

DSC06596.JPG
DSC06596.JPG (157.42 KiB) Viewed 3143 times

DSC06600.JPG
DSC06600.JPG (146.54 KiB) Viewed 3143 times

DSC06606.JPG
DSC06606.JPG (72.86 KiB) Viewed 3143 times


2004 Jeep Grand Cherokee 4,7 L Bensín/Metan
1999 Hyundai Galloper 2,5 D - Seldur
1995 Mitsubishi Pajero 2,8 TDI - Dáinn


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá Aparass » 22.sep 2013, 23:55

Til hamingju með þennann eðalvagn!
Alveg dásamleg farartæki þessir pajero bílar og virðast virka forever nánast.
Held þú ættir líka að byrja á því að láta hjólastilla hann því hann virðist vera vel innskeifur hjá þér að framan.
Mæli með honum Sigga upp á höfða, fljótur og ódýr.
5874955 er síminn hjá honum.
kv.


Höfundur þráðar
emilth
Innlegg: 34
Skráður: 02.nóv 2012, 19:25
Fullt nafn: Emil Þórsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee

Re: Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá emilth » 23.sep 2013, 08:43

Frábært! takk kærlega fyrir þetta, ég kíki á að láta hjólastilla hann!
2004 Jeep Grand Cherokee 4,7 L Bensín/Metan
1999 Hyundai Galloper 2,5 D - Seldur
1995 Mitsubishi Pajero 2,8 TDI - Dáinn

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá muggur » 23.sep 2013, 09:51

Til hamingju og velkominn í Pajero hópinn.

Já þetta eru eðalbílar. Eitt smá bögg við þessa bíla er afturhlerinn, þolinmóðanir í hjörunum eiga það til að eyðast og jafnvel brotna. Hægt er að skipta um þá ef þú færð smiðju til að búa til tein fyrir þig. Annars kosta hjarirnar komplett í heklu álíka og bíllinn. Svo er það opnarinn fyrir hlerann, gott að smyrja hann reglulega annars á hann það til að festast. Gott að taka klæðninguna af fyrir veturinn og smyrja vel í þetta.

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
emilth
Innlegg: 34
Skráður: 02.nóv 2012, 19:25
Fullt nafn: Emil Þórsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee

Re: Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá emilth » 23.sep 2013, 14:41

muggur wrote:Til hamingju og velkominn í Pajero hópinn.

Já þetta eru eðalbílar. Eitt smá bögg við þessa bíla er afturhlerinn, þolinmóðanir í hjörunum eiga það til að eyðast og jafnvel brotna. Hægt er að skipta um þá ef þú færð smiðju til að búa til tein fyrir þig. Annars kosta hjarirnar komplett í heklu álíka og bíllinn. Svo er það opnarinn fyrir hlerann, gott að smyrja hann reglulega annars á hann það til að festast. Gott að taka klæðninguna af fyrir veturinn og smyrja vel í þetta.

kv. Muggur



Þakka þér kærlega fyrir þessi ráð! þetta verður tekið til greina. Hlerinn á bílnum virðist vera mjög góður, ekkert slag eða neitt svoleiðis og ég vil endilega halda því svoleiðis.
Ég er alltaf að verða ánægðari og ánægðari með þessi kaup, auðvitað mætti hann vera beinskiptur greyið, en sjálfskiptingin skilar þó sínu :)
2004 Jeep Grand Cherokee 4,7 L Bensín/Metan
1999 Hyundai Galloper 2,5 D - Seldur
1995 Mitsubishi Pajero 2,8 TDI - Dáinn

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá sonur » 25.sep 2013, 10:17

Ég á fin 33" dekk handa þér undan pajero viewtopic.php?f=30&t=19923

En til hamingju með Pajero-inn, eitt sem ég vildi spyrja að ertu búinn að hringja í einhverja af
fyrrum eigendum og spyrja utí viðhald bílsins t.d. skiptinguna og mótor?

þætta gaman að vita hvað er búið að fara í mótor og hvort þetta sé
orginal skiptingin bara svona miðað við þessa mikklu keyrslu, maður
hefur verið að sjá þessa bíla allt uppí 900.000km akstur útí löndum
og ennþá á orginal skiptingu eða gírkassa en ekkert talað um mótor í því tilviki.

Þetta eru sterkbyggðir bílar og æðislegir í akstri!! hef ekkert nema gott að segja um þá
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá Hrannifox » 25.sep 2013, 22:56

Til hamingju með eðalvagninn

Þetta eru mjög skemmtilegir bílar og þar af hélst góðir ferðabílar, hafa þó sína galla einsog allir bílar, búið að telja upp það helsta hérna
eyðslan er bara fín á þessum bílum ekkert til að kvarta yfir.

verð að vera sammála Ella núna væir gamann að vita hvort það hefur verið farið í mótor og skiftingu á öllum þessum kílómetrum
og góð smurþjónusta tryggir betri endingu á mótor, svo kæmi mér ekkert á óvart þótt ekkert stórt hafi verið gert.

ég er með einn sem er ekinn 277 þúsund og mallar einsog fínstilltur köttur.

Kv, Hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Höfundur þráðar
emilth
Innlegg: 34
Skráður: 02.nóv 2012, 19:25
Fullt nafn: Emil Þórsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee

Re: Mitsubishi Pajero 2,8 TDI 1995

Postfrá emilth » 02.okt 2013, 14:59

sonur wrote:Ég á fin 33" dekk handa þér undan pajero viewtopic.php?f=30&t=19923

En til hamingju með Pajero-inn, eitt sem ég vildi spyrja að ertu búinn að hringja í einhverja af
fyrrum eigendum og spyrja utí viðhald bílsins t.d. skiptinguna og mótor?

þætta gaman að vita hvað er búið að fara í mótor og hvort þetta sé
orginal skiptingin bara svona miðað við þessa mikklu keyrslu, maður
hefur verið að sjá þessa bíla allt uppí 900.000km akstur útí löndum
og ennþá á orginal skiptingu eða gírkassa en ekkert talað um mótor í því tilviki.

Þetta eru sterkbyggðir bílar og æðislegir í akstri!! hef ekkert nema gott að segja um þá


Sæll og þakka þér fyrir :)

Með bílnum fylgdi smurbók sem nær amk 10 ár aftur í tímann og þar er að finna flest eða allt sem búið er að gera fyrir bílinn á þeim tíma. M.a fann ég í fljótu bragði tímakeðju og fleira, en ég er þó ekki búinn að renna nema hratt yfir bókina.
Bíllinn hefur verið smurður á 5000 km fresti allan þennan tíma, og mér skildist á eigandanum sem er búinn að eiga hann síðustu 10 ár að það hafi líka verið gert hjá fyrsta eiganda bílsins.
Þetta er allt saman fullorðið fólk sem hefur átt þennan bíl og hann er alveg virkilega þéttur!
Sömu sögu er að segja um skiptingu, það hefur verið skipt um allt það sem hefur þurft eins og síur og auðvitað olíu mjög reglulega á skiptingunni.
Ég ætla mér að sjálfsögðu að halda áfram að halda bílnum við og hafa hann góðann. og vonandi mun þessi bíll endast mér eins vel og hann hefur enst fyrri eigendum.
2004 Jeep Grand Cherokee 4,7 L Bensín/Metan
1999 Hyundai Galloper 2,5 D - Seldur
1995 Mitsubishi Pajero 2,8 TDI - Dáinn


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir