Síða 1 af 1
Nissan Patrol 1995
Posted: 24.sep 2010, 12:09
frá RunarG
Jæja ætli maður komi ekki með smá þráð um bílinn sinn þar sem hann er nú í breytingu...
Þetta er Nissan Patrol, árgerð 1995
2.8 vél, keyrð um 300+ þús km..
38" dekk
orginal hlutföll
læstur fr og af
síðan tók við breytingaferli þar sem grindin í bílnum var orðin ónýt!
notað alvöru tæki til að taka body af.
fékk nýja grind frá Kidda á Selfossi, náði í hana á kerru, sandblés hana og málaði
smá hreyfð mynd en hér er búið að grunna
síkkaði gormafestingar niður til að losna við klossa undir gormana.
body-hækkaði um 3"
lengt afturhásingu um 7 cm
síkkað stífufestingar.
breytt svo að lógírinn komist í þegar hann á að fara í :)
það sem á eftir að gera er 24/9/2010 :
laga ryð í body, sílsar og bílstjóragólf
setja body aftur á.
tengja allt og lengja það sem þarf í húddi.
púsla öllu inní hann aftur.
fara svo út að keyra!
svo sem á eftir að fara á/í hann
lógír (næsta sumar sennilega)
snorkel (sem fyrst)
kastarar, IPF
og fl.
tek fleiri myndir þegar ég fer í skúrinn næst og kem með update ;)
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 24.sep 2010, 13:09
frá Tómas Þröstur
flott - gaman að fylgjast með þessu.
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 27.sep 2010, 01:47
frá RunarG
jæja kem með fleiri myndir á morgun..
setti vél,gírkassa, stýrisdælu, olíutank, aukatank, bremsurör, púst og svona sitt hvað fleira á í kvöld.
drullaði e'h tektíl drasli yfir hana í gær og svona þannig þetta er allt að koma.
body fer svo á vonandi í vikunni og þá verður ráðist í það að laga body, lengja kannta, breyta stigbrettum aðeins, festa allt í húddi og koma öllum rafmagni saman og e'h skemtilegt vesen!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 30.sep 2010, 19:33
frá gudlaugur
Endilega að setja með myndir ef þú getur, Alltaf gaman að lesa svoleiðis update ;)
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 10.jan 2011, 19:06
frá jeepson
Hvað er að frétta af myndum??
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 11.jan 2011, 15:59
frá RunarG
bodyhækkun uppá 3"-3 1/2"
lækkaði þetta til að koma lógír fyrir
þarna er verið að drulla tektíl yfir grindina
Fékk Völtru til að hífa vélina og kassann á grindina fyrir mig
og þá var grindin orðin tilbúinn þannig body fór næst í smá yfirhalningu
kominn með body inn
farðþegamegin, nokkuð góður þar bara, en það var sparslað og lagað
og svona var það bílstjóra megin, helvíti ljótt en það var tekið ryð i burtu og sett nýtt blikk þarna og sparslað yfir það,
hér er búið að skera sílsana í burtu og verið að koma öðrum þarna í staðinn!
nýju sílsarni komnir þarna í staðinn og tókst mjög vel!
vorum nú ekki mikið með myndavél á loft þegar body-ið fór á, en eins og sést þá var bara bundið í hann að aftan og um hurða póstana og spilað bodyið beint uppí loftið og rúllað grindinni svo bara beint undir og leyft body-inu að síga rólega niður og setja það á réttan stað
lógírinn kominn í, á bara eftir að klára gera stöngina fyrir hann
olíulokið áður en það var byrjað að færa það
svo var það skorið úr
stórt og flott gat eftir olíulokið
hér var byrjað að punkta það í
þarna átti eftir að sparsla yfir.
séð innan frá, þurfti aðeins að klippa úr.
svo var farið í það að hækka afturstuðarann í samræmi við bodyhækkunina
stuðarinn og prófíllinn kominn á
hér er búið að lengja og stytta drifsköftin
hér er hann svo lagstur á grindina!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 11.jan 2011, 16:10
frá Kiddi
Þetta er flott! Ég ber virðingu fyrir svona mönnum sem nenna að taka sér tíma í að gera hlutina almennilega fyrst það er verið að gera þá á annað borð!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 11.jan 2011, 16:30
frá RunarG
jæja búinn að gera eitthvern slatta síðan síðast. Ætlaði nú að reyna fara í ferð um helgina en fór nú bara á djúpavog á drossíunni minni og skildi hann eftir því ég vildi ekki halda áfram þaðan, vegna olíuleka af framdrifi og var farin að týna vökva af bremsum lika, svo ég hoppaði inní næsta bíl og fékk að fljóta með í ferðina.
Fórum yfir Öxi- Fljótsdal - Grjótdalsheiði? og niðrí Vaðbrekku og átum dýrindis saltkjöt þar og sváfum. Sunnudagurinn var farið svo inní Snæfell - Vatnajökulinn heim.
búið að skera svoldið meira úr
byrjað að raða inní hann
Ég helvíti einbeittur
Aðstoðarmaðurinn að dunda sér eitthvað
byrjað að lengja kantana
44" mátuð undir
smá prufu teygjuæfingar.
..
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 11.jan 2011, 18:58
frá jeepson
Frábært að sjá þetta hjá þér. Hann verður hellvíti myndalegur þegar hann verður orðinn tilbúinn. En segðu mér eitt. Keyptiru þennan bíl frá Hellu??
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 11.jan 2011, 21:04
frá arnisam
Hann er að verða helvíti flottur hjá þér.
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 12.jan 2011, 10:50
frá RunarG
jeepson wrote:Frábært að sjá þetta hjá þér. Hann verður hellvíti myndalegur þegar hann verður orðinn tilbúinn. En segðu mér eitt. Keyptiru þennan bíl frá Hellu??
já þetta dót er frá hellu!
en já þakka Kiddi.. menn eiga að gera þetta þannig, ekki að vera flýta sér svo mikið að ekkert verði í lagi og illa gert þegar á endanum stendur!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 12.jan 2011, 17:31
frá jeepson
Er það Arnór sem átti bílinn??
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 12.jan 2011, 17:42
frá arnarlogi15
Þennan bíl ætlaði ég mér að kaupa í sumar, leiðinlegt að hafa misst af honum!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 12.jan 2011, 18:02
frá RunarG
jeepson wrote:Er það Arnór sem átti bílinn??
Gæti passað
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 12.jan 2011, 18:04
frá jeepson
Datt það í hug um leið og ég sá skópin á honum.
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 13.mar 2011, 19:11
frá RunarG
jæja þá kemur maður með smá update..
fór nú í ferð núna síðustu helgi og gekk nú bara allt nokkuð vel þangað til ég hleypti honum Kára undir stýri (Kári litli), hann var undir stýri í svona 10 min og tókst að brjóta stýrisenda og þurfti ég að láta mér nægja að taka malbikið frá snæfelli heim, í stað að fara eyjabakkana og inná öxi,
en eins og ég sagði áðan þá gekk nokkuð vel, byrjuðum á að fara 3 bílum af stað uppá jökul, en var þá eitthvað bras á einum félaganum og þurftum við að snúa honum við og fara með hann heim í viðgerðarstopp, þannig við lögðum aftur af stað á 2 bílum upp jökulinn aftur og var þrusu væri þegar var komið inná breiðubungu, tókst mér að ná 99km/h á 5-6 pundum á gömlum patrol svo að það var gott færi norðan megin á jöklinum.
fór svo niðrí Snæfell og svaf þar á föstudeginum,
fórum svo af stað laugardagsmorgun, ég reyndar hálf túrbínulaus, intercooler hosan vildi ekki tolla á, en náði svo að laga það í eitthverju stoppinu, en þá var farið frá Snæfelli og var farið yfir í Sigurðarskála með tilheyrandi krókaleiðum. Keyrðum yfir hálslónið, inní grágæsadal, inní dreka og uppað víti og fulltfullt annað.
svo sunnudagurinn var keyrt aftur yfir hálslónið, og yfir í snæfell og splittaðist hópurinn þar, ég og félagi minn fórum malbikið með smávægilega bilaða bíla, stærri hluturinn af hópnum fór inn eyjabakkana og yfir á öxi, og svo var smá patrol hópur með vesen og fór malbikið eftir mér með misbilaða bíla.
en allt gekk þetta nokkuð vel og var stuð og stemmning þannig þetta var gott mál
en hérna koma örfáar myndir bæði úr ferðinni og svo 3 úr mátun á 46" :)
aftan
framan
ferðin/
hérna er verið að draga patrol niðru jökul
geggjað veður og færi norðan megin á jöklinum!
vélarvana 47" patrol
smá stærðarmunur!
forustusauðurinn!
Ls1 deildin
svona var svipurinn á Kára þegar við ætluðum að keyra yfir hálslón
komnir útá hálslón
svo varð fékk Kári að keyra og keyrði yfir hálslón og eitthvað þangað til hann braut stýrisendann!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 13.mar 2011, 21:21
frá Freyr
Afsakið "off topicið" en áttu fleiri myndir af 44" LS1 cherokee????
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 13.mar 2011, 21:25
frá -Hjalti-
arnarlogi15 wrote:Þennan bíl ætlaði ég mér að kaupa í sumar, leiðinlegt að hafa misst af honum!
Já er það ? Ertu búin að lesa þráðin ? Grindin í honum var ónýt
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 13.mar 2011, 21:33
frá LFS
djöfull er 46" patrol-inn rooosalegur ! virkilega snyrtilegur bíll !
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 14.mar 2011, 11:59
frá RunarG
49cm wrote:djöfull er 46" patrol-inn rooosalegur ! virkilega snyrtilegur bíll !
hann er ágætur já.. og virkar vel!
en já eins og þú segir Hjalti..
þá var þetta verkefni ekki fyrir alla og þurfti að hafa góða aðstöðu!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 14.mar 2011, 13:30
frá birgthor
Glæsilegur bíll hjá þér, en áttu fleirri myndir af lödunni hún lýtur vel út ;)
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 14.mar 2011, 14:44
frá LFS
eg sá að þu varst að mata 46" eru einhverjar pælingar að setja hana undir ?
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 14.mar 2011, 20:09
frá RunarG
49cm wrote:eg sá að þu varst að mata 46" eru einhverjar pælingar að setja hana undir ?
margt að verða tilbúið í það já..
framhásing framar og smá hækkun í viðbót þá er hann orðinn 46" hæfur!
en já það var orðið planið í restina, setja bara ásættanlega stærð undir þetta fyrst maður er að þessu!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 14.mar 2011, 20:11
frá RunarG
...
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 17.jan 2012, 23:44
frá jeepson
Er eitthvað að frétta héðan?
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 15.feb 2012, 19:09
frá kári þorleifss
já Rúnar hvernig er staðan?? 44" komin undir og svona fyrir þorraferðina?
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 15.feb 2012, 19:26
frá gislisveri
Aðdáunarverð jeppamenning þarna í Hornafirði finnst mér, menn óvenju duglegir við að breyta og ferðast. Miðað við höfðatölu sko.
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 15.feb 2012, 19:29
frá kári þorleifss
Enda eru þeir með þennan fína snjóskafl í bakgarðinum hjá sér :)
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 15.feb 2012, 21:02
frá LFS
það er einnig mjog margir breyttir bilar á siglufirði held að það se nokkuð hatt hlutfall en litil smiðavinna guðni er sa eini sem er i einhverji smiðavinnu ! en flott aðstaða rúlla bara patrol pikutroll i gegnum veiðarfæragerðina ?
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 16.feb 2012, 10:33
frá gislisveri
49cm wrote:það er einnig mjog margir breyttir bilar á siglufirði held að það se nokkuð hatt hlutfall en litil smiðavinna guðni er sa eini sem er i einhverji smiðavinnu ! en flott aðstaða rúlla bara patrol pikutroll i gegnum veiðarfæragerðina ?
Það eru nú fleiri en Guðni að brasa á Sigló, þó hann hafi nú líklega verið afkastamestur í gegnum tíðina.
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 16.feb 2012, 11:34
frá LFS
gislisveri wrote:49cm wrote:það er einnig mjog margir breyttir bilar á siglufirði held að það se nokkuð hatt hlutfall en litil smiðavinna guðni er sa eini sem er i einhverji smiðavinnu ! en flott aðstaða rúlla bara patrol pikutroll i gegnum veiðarfæragerðina ?
Það eru nú fleiri en Guðni að brasa á Sigló, þó hann hafi nú líklega verið afkastamestur í gegnum tíðina.
já það er einn bronco 2 i smiðum annað ekki !
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 16.feb 2012, 13:42
frá RunarG
Já Kári minn... 44" er kominn undir og var ég að panta í gær fyrir ca. 100 þús í hann frá bretlandinu.. þannig það er verið að fara á fullt aftur að græja og gera og reyna koma sér í ferð!
en kem með með myndir og nánara hvað er búið að gerast síðan fyrir hálfri öld eða hvenar sem ég skrifaði síðast hérna inn!
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 23.júl 2014, 22:00
frá RunarG
Gaman að renna í gegnum þennan gamla þráð, en það er nú búið að gerast svolítið meira síðan síðast var skrifað hér inn. Eitthverjar breytingar og betrum bætingar og jeppaferðir og allt í bland. En þar sem ég er búinn að vera í skóla í Reykjavík og bíllinn hefur verið á höfn meðan ég hef verið í skóla þá hefur nú ekki verið hreyft hann mikið en er búinn að nota hann í allt sumar og bara nokkuð ljúfur.
Það sem er búið að gera síðan síðasta póst er svo margt að ég ekki helminginn af því.
En það er allavega búið að rúlla bílinn svartan í flýti.
skipta um tímareim og vatnsdælu
skipta um pakkningar á vél.
smíða 3"púst afturúr.
breikka kannta.
komið honum í gegnum skoðun og breytingarskoðun á 44"
og eitt og annað sem fylgir þessu öllu í svona breytingum.
Það sem ég er búinn að gera í sumar:
Skipta um kúplingu.
Setja Land Cruiser 80 stífugúmí í skástífu að framan.
Setja útsláttar rofa á geymir.
Setja nýjar slöngur á gírkassa, millikassa og lógír fyrir öndun.
laga olíu og vatnsleka af vél.
setja boost mælir fyrir túrbínu.
nýjar hjólalegur báðu megin að framan.
Skipta um rúðuþurrkuarm.
og eitthvað fleira dundur..
læt fylgja nokkrar myndir.
Inn við kollumúlaskála.
Laumast til að setja þessa inn. Blái patrolinn datt niður að framan og þá ætlaði sá græni að fara hliðin á og sýna hvernig þetta væri gert. Endaði með að ég dró þá báða upp og leiddist það ekkert! :)
Þarna erum við að koma niður Fossárdal í Berufirði, á heimleið eftir góða þorrablótsferð.
Inná Hoffelsdal, horft niður í skyndidal.
Nóg er af snjó enþá í fjöllum hér í kring og var aðeins prufað snjóinn. Þarna var komið í ca 2 pund, fullæst og lógír og þá hafðist að keyra brekkurnar.
Pumpað í eftir góðan dag inná Hoffelsdal.
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 08.aug 2014, 17:19
frá kári þorleifss
Flottur hjá þér gamli! Ég þarf að fara komast í ferð með þér/ ykkur aftur sem fyrst ;)
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 29.sep 2014, 10:51
frá RunarG
Jæja bíllinn fór inn í port í geymslu um miðjan Ágúst, þar sem ég er kominn suður i höfuðborgina í skóla, og verður maður alveg veikur við það að skoða myndir og vitandi það að það er eitthvað farið að grána í fjöllum og þetta hvíta er að byrja láta sjá sig.
Er búinn að græja stigbretti á bifreiðina síðan í síðasta póst svo það er búið að gera eitthvað, en á eftir að klára að loka upp með brettaköntum og setja ljós í stigbrettin.
En við skruppum á fjórum bílum i Ágúst (helgina áður en gosið byrjaði) uppá jökul. Brunuð upp Skálafellsjökul og uppá Grímsfjall. Stoppað var þar eina nótt, skellt læri á grillið um miðnætti og farið í gufu eftir matinn. Laugardagurinn fór í það að þræða sig niður Tugnárjökulinn og tók það smá tíma þar sem hann var alveg ber og en það hafðist og var það virkilega gaman að fara þar niður að sumri til. Varð smá veiki með okkur í ferðinni sem einkenndist af því að þegar við vorum að þræða okkur niður þá brotnaði skástífufesting í Hilux sem var með okkur, og svo þegar við komum niður af jöklinum, bara alveg í jökulsporðinum þá brotnaði í Patrolnum hja mér skástífufesting líka. Þannig við komum niður í jökul heima í kringum kvöldmatar leytið á laugardegi og var sest þar niður og borðað og gist. Sunnudagurinn fór í það að koma "veiku" bílunum til byggða og sjóða skástífufestingarnar, þegar var búið að sjóða þær, þá var brunað af stað á fjallabak heim þá leiðina. Læt fylgja hér nokkrar myndir.
uppá Skálafellsjökli.
Hiluxinn fór að leka smá olíu.
hópurinn uppá Tugnárjökli að þræða sig niður.
Verið að sjóða saman skástífufestingar.
Re: Nissan Patrol 1995
Posted: 08.nóv 2015, 21:34
frá RunarG
Jæja langt síðan síðast!
Einhvað búið að gerast síðan í síðustu færslu, þar á meðal einhverjar jeppaferðir og svo meiri breytingar í gangi.
ætla henda inn nokkrum myndum síðan úr jeppaferð í mars og svo koma nokkrar úr nýjustu breytingunum.
Tankað í Hrauneyjum
Fórum á þessum 2 inní Gæsavötn, og þaðan yfir í Sigurðarskála og hittum Hornafjarðardeild 4x4 þar.
Þarna er ég kominn uppá jökulölduna og á leið yfir Dyngjujökul.
Uppá Dyngjujökli, horft yfir Kverkfjöllin.
Eftir æðislegt færi og geggjað veður á jökli, þá kom þetta þegar átti að fara finna sér leið yfir ánna fyrir neðan Sigurðarskála.
Litlar skemmdir, brotnaði örlítið uppúr brettakanti.
Verið að koma bílnum upp. Notuðum einn bíl í að hafa spottan stregtan í bílinn og annan til að kippa.
Tók gormana undan og athugaði hvað þurfti að gera til að geta komið þessu undir.
Framhásingin verður færð fram um 5cm
Hífður upp og byrjað að losa hásinguna undan.
Hásingin komin undan og byrjað að smíða nýjar stífufestingar, bæði síkkun og 5cm framar.
Svona stendur hann í dag einmanna inní porti meðan eigandinn er í skóla, hásingin komin 5cm framar, en á eftir að færa gormaskálarnar, breyta drifskapti og skera úr framstuðara. Verður farið í það í jólafríinu að klára koma þessu undir.