Síða 1 af 1

53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 05:00
frá hallurbald
476111_10151870512673448_180033626_o.jpg
476111_10151870512673448_180033626_o.jpg (366.9 KiB) Viewed 7807 times
Við mágur minn erum að gera upp eitt stykki dodge weapon 53arg, hann er orginal vökvastýrislaus en það er búið að koma fyrir tjakki sem gerir það lítið sem ekkert mál að beygja, það er dísel benz mótor í honum og við vitum ekki lítrastærð ne hestafla tölu, hann gengur eins og klukka og er virkilega heill miðað við 60 ára aldur allavega allt undir honum er ekkert til að gráta yfir, dekking eru 44" ground hawg næstum ókeyrð en þau eru skrautlega vel fúin, læt in updates reglulega af bílnum ;)

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 05:22
frá hallurbald
ég veit ekkert hvernig ég set inn myndir á þessu svo það koma myndir um leið og einhver kennir mer á þetta

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 07:01
frá eidur
hallurbald wrote:ég veit ekkert hvernig ég set inn myndir á þessu svo það koma myndir um leið og einhver kennir mer á þetta


Við bíðum spenntir eftir myndum.

Hér eru leiðbeiningar: viewtopic.php?f=12&t=19266

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 20:57
frá jeepson
Myndir takk :) Pabbi átti weapon einus inni með catepillar eða jcb mótor. Ég man vel eftir honum. Það eru sennilega 25-27 ár síðan að hann bílinn.

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 21:44
frá bjsam
Sæll get ég fengið að fylgjast með ykkur í þessari uppgerð og fengið myndir sendar á skbs@simnet.is ég er sjálfur að undirbúa uppgerð á Dodge Veapon. Mbkv.Bjarni

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 22:56
frá juddi
Magnað tæki og ótrúlegaheill verður gaman að fylgjast með þessu , mótorinn er lýklegast Benz 352

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 22:58
frá sukkaturbo
Sælir þessi var í fljótunum og þar áður hér á Sigló ef ég man rétt eða alla vega bíll sem var eins og þessi. kveðja guðni á SIgló

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 09.sep 2013, 23:04
frá hallurbald
sukkaturbo wrote:Sælir þessi var í fljótunum og þar áður hér á Sigló ef ég man rétt eða alla vega bíll sem var eins og þessi. kveðja guðni á SIgló

það passar einmitt guðni, þessi verður kominn á óló i vetur ;)

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 01:03
frá lecter
ja sæll mér sýnist þetta vera 4cyl bens vélin þar sem ´hun er svo stutt

ég átti liklega öflugasta vibon sem hefur verið til hér á landi hann var með 6cyl trader vél 5gíra og powerwagon 500 vörubila hásingum og 20" vörubila dekkjum þetta var sjúkrabill með hurðum að aftan og sjúkrabörum ,,og hafði varadekkið á grind utan á bilsjórahurðini en hann var siðan rifin hjá jeppapartasölu þórðar uppi á höfða þvi miður ,,,,,grátlegt ,, það var til mynd af þessum bil en hvar veit ég ekki mun leita

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 01:48
frá hallurbald
Ég fann þennan bíl á sveitabæ í eyjafirði sem faðir minn vinnur á og er það allra líkasta að kaupa þá jörð, maðurinn sem á átti þennan bíl í byrjun á jörðina núna og gaf mer og mági minum hann fyrir vinnu eftir margar grátbeðningar, það eru 4 aðrir weapon-ar á staðnum, 3 sundurtættir og 1 alveg stráheill. maðurinn sem á þann bíl vill nú ekki láta mig hafa hann en í honum er 6 cyl ford línuvél bensín, langar ekkert í vélina en hinsvegar væri alveg gaman að hirða nokkra umrædda hluti af honum hehe, en hann vill ekki láta hann, erum búnir að pússa okkar upp og alveg að detta í suðu, spasl og málun, ætluðum allavega að ná eitthvað af snjónum hérna á ólafsfirði í vetur en það verður bara að bíða og sjá.

-Hallur

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 02:09
frá lecter
ja frábært ég sé á myndum að þessi er með islensku húsi findu út söguna um hver bygði yfir hann ,,það er bara gaman að hafa hana með, ´það er svipað og jeep húsin voru 50-70

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 04:34
frá hallurbald
lecter wrote:ja frábært ég sé á myndum að þessi er með islensku húsi findu út söguna um hver bygði yfir hann ,,það er bara gaman að hafa hana með, ´það er svipað og jeep húsin voru 50-70


ég geri það

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 09:41
frá powerram
Skemmtilegt verkefni hér á ferð! Veistu hvað hann er þungur?

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 09:51
frá Valdi 27
Hérna eru menn greinilega með hreðjar. Ekkert Toyotu-Mitshubishi-Land Rover rugl í gangi ;) Gangi ykkur annars vel í þessarri uppgerð og endilega henda inn eeins mörgum myndum og hægt er

Kv Valdi.

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 15:53
frá hallurbald
powerram wrote:Skemmtilegt verkefni hér á ferð! Veistu hvað hann er þungur?


hann er í kringum 2.7 tonn

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 19:58
frá stebbiþ
Þið eruð heppnir, þetta er verkefni og bíll að mínu skapi.
Kv, Stebbi Þ.

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 20:04
frá Stebbi
hallurbald wrote:
powerram wrote:Skemmtilegt verkefni hér á ferð! Veistu hvað hann er þungur?


hann er í kringum 2.7 tonn


Þú verður að gera eitthvað í því, allir alvöru jeppar eru yfir 3 tonn. :)

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 20:44
frá jeepcj7
Smella í hann cummins þá fer hann vel á 4ða tonn.;O)

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 21:20
frá Stebbi
jeepcj7 wrote:Smella í hann cummins þá fer hann vel á 4ða tonn.;O)


Já og Bronco stýfur og gorma að framan, það vita það nefnilega allir sem hafa farið utanvegar að jeppar með Bronco stýfur drífa ALLTAF mest.

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 21:24
frá sukkaturbo
Sælir Bronco stífur ég er að rífa Bronco stífur úr bílnum hjá mér ef ykkar vantar og á líka auka sett af Unimog hásingum handa ykkur undir tækið. kveðja guðni

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 21:31
frá Stebbi
Ef þessi UniCruiser á eitthvað að drífa hjá þér Guðni þá borgar sig að setja Bronco stýfur að framan og aftan.

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 10.sep 2013, 22:07
frá sukkaturbo
Sæll veit það ekki er ekki búinn að prufa kveðja guðni

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 11.sep 2013, 08:55
frá jongud
Ég athugaði af forvitni hvernig öxlarnir eru í þessum bílum.
Sköftin eru ágætlega sver 1.37 tommur eða 34.8mm.
Hinsvegar eru þau aðeins 16 rillu og þeir í USA sem setja stærri vélar í þessa bíla hafa komist að því að efniviðurinn er hálf tyggjókenndur.
Drifhlutföllin eru oftast 5.83 og millikassinn líklegast Dana 200

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 17.sep 2013, 21:58
frá hallurbald
Jæjja nu bið eg um alit ykkar, gafa breytinguna á eða ekki, personulega finnst mer hann flottari án breytinganna en það er vist eitthvað sem bifreiðareftirlitið hefur ekki ahuga á. Myndir eru herna fyrir ofan af hvernig þetta var

Re: 53arg Dodge Weapon 44"

Posted: 17.sep 2013, 22:21
frá juddi
Er ekki komin hefð á þessa breytingu og hún orðin partur af söguni ?