Síða 1 af 1

Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 16:45
frá ladan
Jæja ætli sé ekki kominn tími á að ég geri smá þráð um þetta ökutæki mitt.

Um er að ræða 1994 árgerð af Lada Niva sem breytt hefur verið lítilsháttar.

Helsti búnaður er eftirfarandi:

1997 árgerð af 4,3 vortec með spýtingu
4l60e skipting
Np 24* lowgír man ekki alveg hvað hann hét
Hilux topp skiptur millikassi
8" loftlæstar Hilux hásingar með 4,56 hlutföllum
Gríðargóðir Lada afturgormar að framan og aftan
120 lítra tankur í stað þess upphaflega sem var um 40 lítrar
Miðstöð sem færir til loft en það var ekki staðalbúnaður í þessum bifreiðum.
Ýmsikonar annar munaður svo sem veltibúr, velti og vökvastýri, þó að mikil eftirsjá hafi verið
af "léttstýrinu" sem upphaflega kom í bílnum...

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:00
frá sigurdurk
Eigum við ekki að smella inn mynd af honum á 44" hehe

Image

Image

Image

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:05
frá ladan
Jú líst vel á þetta hjá þér Siggi. Hendi hér einni upphaflegri líka.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:08
frá ladan
Ein hér eins og hún er í dag á sínum eigin dekkjum

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:08
frá Sævar Örn
ég er rosa ánægður með þig, hvað er hún þung með fullan tank á 44" dekkjum? slétt 2 tonn? undir því kannski?

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:12
frá ladan
Er ekki með það á hreinu hún hefur aldrei verið notuð neitt á 44" þau komast bara undir
en það vantar að búa til smá pláss t.d. með því að skera framljósin í burtu og færa þau...

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:44
frá sukkaturbo
Sæll þetta er bíll sem mér finnst flottur og væri til í að fikta í. Hann er ekki meira en 1500kg sýnist mér á 38" og 1550kg á 44".kveðja Guðni á Sigló

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:44
frá hrollur
Kemur þessi ekki öruglega á síninguna í Fífunni ? Það vantar einmitt svona tæki.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:45
frá Bjarni Ben
Hrikalega flott!

Settirðu hana ekki á grind?

kv.Bjarni

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 17:46
frá silli525
LIKE!!

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 18:11
frá hobo
Til hamingju með þessa, hún hlýtur að vera öflug í ófærðinni.
Ertu með hana á 38" eða stærra?
Gaman væri að heyra vigtunartölur.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 18:16
frá Luxarinn
FLottur þessi hjá þér.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 19:05
frá ladan
Takk fyrir commentin félagar, það er svo langt síðan ég viktaði hana síðast að ég get alls ekki munað hvað hún var ...

Hún er dags daglega á 38" mudder og er grindarlaus og er því skráð sem Lada.

Nei held að þessi sé ekki á leið á sýninguna finnst hún ekki alveg eiga heima þar
innan um allar bóntíkurnar :)

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 19:22
frá atligeysir
Þetta er bara flott tæki !

Væri gaman að sjá þetta í action upp á fjöllum.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 19:54
frá Járni
Geðveikt

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 19:58
frá Ýktur
ladan wrote:Nei held að þessi sé ekki á leið á sýninguna finnst hún ekki alveg eiga heima þar
innan um allar bóntíkurnar :)


Við viljum endilega fá þennan á sýninguna. Ég veit að hinir strákarnir í bílavalsnefndinni voru búnir að tala við þig en veit ekki hvort þú varst búinn að svara. Hvað segið þið hinir hérna á spjallinu, viljið þið ekki fá tækifæri til að skoða þennan bíl?

Bjarni G.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 20:02
frá jeepcj7
Ekki spurning svona gripi þarf maður að skoða betur sem eru aðeins öðruvísi endilega á sýninguna með græjuna.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 20:03
frá Hordursa
góðan daginn,

Þessi bíll á fullt erindi á sýninguna að mínu mati, þetta er bíll sem sýnir hvað menn geta gert sjálfir til að græja sinn eigin sérstaka jeppa.

kv Hörður

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 20:26
frá Hjörturinn
Vill miklu frekar skoða svona kagga heldur en enn einn 44" 80 cruiserinn :)

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 20:30
frá hobo
Já já já, svona bíll á heima á sýningunni.

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 21:10
frá jeepson
Hann á klárlega heima á sýninguni. Skiptir engu máli hvort að hann sé bóntík eða ekki :)

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 21:29
frá Villingurinn
Finnur þú skellir honum á sýninguna,ekki annað hægt.Er nokkur önnur Lada sem fer þangað?

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 21:53
frá ellisnorra
Þessi er æðislegur :) Þessi á heima á sýningunni! Hinir verða nú tæplega allir bónaðir hvort sem er :)

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 22:52
frá juddi
Hver nennir að skoða nýbónaða Patrola og Krúsera í röðum þar sem eini munurinn er liturinn svo þarf ég lýka að heilsa uppá gamla mótorinn minn þessi snild á einmitt heima á sýningu hitt dótið er hægt að skoða á næstu bílasölu

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 22:53
frá Bskati
þessi verður að vera á sýningunni! Ég veit að það verða ekki bara bóntíkur þar, amk hugsa ég að minn verði ekkert bónaður :)

Re: Chevrolet Niva

Posted: 03.sep 2013, 23:10
frá AgnarBen
Skemmtilegur gripur og forvitnilegur, endilega að koma með hann á sýninguna, ekki spurning !

Re: Chevrolet Niva

Posted: 04.sep 2013, 10:11
frá Skúri
Ég veit ekki alveg hvað þarf að sannfæra þig meira, komdu með bílinn á sýninguna og ekkert múður :-)

Við viljum sjá jeppa á sýningunni sem við sjáum ekki á hverjum degi á Miklubrautinni.

Ég get alveg lofað því að á þessari sýningu verða ekki eingöngu bóntíkur (ég er nú sjálfur búinn að eiga handmálaðan jeppa í 23 ár ) , en það verða 80 Cruiser-ar og Patrol-ar þarna enda ekki annað hægt og á þessari sýningu verður innan við 10% af bílum sem voru á síðustu sýningu og við erum komnir nú þegar með 110 bíla staðfesta á sýninguna :-)

En við viljum klárlega fá þessa Lödu á sýningunna !!!!!!

Re: Chevrolet Niva

Posted: 04.sep 2013, 10:30
frá Tollinn
Ég segi fyrir mitt leyti að minn áhugi liggur ekki síður í að skoða eitthvað frumlegt og óbónað. Allir þessir fínu flottu rándýru risajeppar eru auðvitað sumir hverjir augnakonfekt en mér finnst þeir ekki endilega gefa rétta mynd af sportinu, þ.e. að maður þurfir að vera á forstjóralaunum til að geta stundað þetta. Mér finnst það skylda klúbbsins að vera með sýnishorn úr allri flórunni.

Þessi á klárlega heima á sýningunni

kv Tolli

Re: Chevrolet Niva

Posted: 04.sep 2013, 18:24
frá Stebbi
Ef að Ladan verður ekki á sýninguni ætla ég ekki að mæta. :)

Re: Chevrolet Niva

Posted: 04.sep 2013, 21:14
frá Bjarni Ben
Auðvitað mætir hann með græjuna á sýninguna.

En ég verð að viðurkenna að þegar ég sá hausinn á þráðnum þá hélt ég að þetta væri svona bíll:
Image

Image

Þannig að þú gætir kannski bara öpgreidað í 2013 árgerð af Chevrolet Niva, og mætt með hann stífbónaðann á sýninguna :D

Færð svoleiðis hér: http://gm-avtovaz.ru/en/company/chevrol ... f_success/

kv.Bjarni

Re: Chevrolet Niva

Posted: 04.sep 2013, 21:20
frá Bjarni Ben
Lada Niva virðist því ekki lengur vera til, en eitthvað kannast ég við lúkkið á þessum sem heitir Lada 4x4, og er nú hægt að fá svona:
Image

Re: Chevrolet Niva

Posted: 04.sep 2013, 22:35
frá Lada
Geeeerðu það Finnur, settu hann á sýninguna (segir hann á hnjánum með tárin í augunum :)



Bjarni Ben wrote:Lada Niva virðist því ekki lengur vera til, en eitthvað kannast ég við lúkkið á þessum sem heitir Lada 4x4, og er nú hægt að fá svona:



Þriggja dyra Lada Niva, (eða Sport eins og Íslendingar þekkja hana) er ennþá framleidd og seld í Rússlandi.

Kv.
Ásgeir

Re: Chevrolet Niva

Posted: 04.sep 2013, 23:22
frá Bjarni Ben
Já það er rétt að hún er ennþá framleidd 3gja dyra eins við þekkjum þær, en skv síðunni þá heita þær ekki lengur Lada Niva, heldur Lada 4x4:)

http://www.lada.ru/cgi-bin/models.pl?mo ... branch=tth

kv.Bjarni

Re: Chevrolet Niva

Posted: 05.sep 2013, 00:14
frá Svenni30
Flott hjá þér Finnur, Þið bræður verið að koma með ykkar græjur á sýningunna

Re: Chevrolet Niva

Posted: 05.sep 2013, 00:53
frá biturk
Flottur frændi. Ef þú verður góður máttu hjálpa mér við rósuna

Re: Chevrolet Niva

Posted: 06.sep 2013, 14:49
frá Magnús Þór
hvaða umtalaða sýning er þetta

Re: Chevrolet Niva

Posted: 06.sep 2013, 17:14
frá olafur f johannsson
Magnús Þór wrote:hvaða umtalaða sýning er þetta

30 ára afmælissýning ferðaklúbbsins 4x4 í fífunni kópavogi 13-15 september 2013

Re: Chevrolet Niva

Posted: 09.sep 2013, 16:19
frá íbbi
æðislegur bíll. gaman að skoða svona

skil nú samt vel að þú sért ekki að fara keyra frá reyðarfirði til þess að sýna hann