Er nýr hérna inná.
Fékk þennan fína Ford Ranger Supercab í skiptum.
1991 árgerðin.
Er með 2.9 V6 og beinskiptur.
4x4 auðvitað, hátt og lágt. Lokur að framan en ólæstur að aftan.
Skráður 4 manna þó ég vildi nú ekki þurfa að ferðast um aftur í honum, 2 dvergasæti sem koma niður úr hliðunum.
Heill bekkur frammí.
Hann er merkilega lítið ryðgaður og grindin virðist þokkalega heil.
Búið er að setja 2" boddýhækkun undir bílinn og síðan er stefnan að skera úr og setja hann á 35"
Datt svo niðrá varahlutabíl, nýtti úr honum elementið fyrir miðstöðina eflaust meira þegar þetta dót bilar.
Hann er 4 lítra V6 og sjálfskiptur. Supercap og pallhús.

Aðeins að prufa hvort fjórhjóladrifið virki ekki, kíkt upp í Haukadalsskóg.

Og þá datt stuðarinn nánast undan

Rendi inn Haukadalsheiði og tók línuveginn niðrá Kjöl. Við Ásbrandsá.

Síðan komst ég að því að það er MJÖG mikilvægt að hafa geyminn fastann. Tókst að ná upp í húdd og kveikti í sér

Var bara heppinn að hann skyldi ekki brenna allur og bílarnir í kring líka. Var búinn að standa fyrir utan í 2 tíma og þurfti bara fyrir algera tilviljun að ná í verkfæri í bílinn og tek þá eftir reyk undir húddinu.

Og þarna er 35" sem fer undir.

Síðan hrundi pústið undan og það verður græjað á einhvern skemmtilegan hátt :)