Má til með að kynna til sögunnar einn af öldnu höfðingjunum. Þennan er ég búinn að eiga í 9 eða 10 ár og breyta töluvert mikið þó ekki hafi hann verið óskorinn þegar ég eignaðist hann.
Þessi skartar 200 línusexu sem er orðin nokkuð spræk, flækjur, 2bbl Holley og Duraspark kveikja. 3ja gíra beinskiptur, Chevy diskabremsur og læsingar á vinnuborðinu, rata vonandi í fyrir páskaferð. Plasttoppur var settur á bílinn fljótlega eftir að ég eignast hann og hef ég mikinn hug á að halda áfram á þeirri braut, húdd, bretti, afturhleri etc.
Bílinn heilsprautaði ég fyrir nokkru og klæddi nýlega að innan í hólf og gólf en öll sú vinna var útfærð og unnin hér heima, sem og annað sem gert er á hans hlut.
Bróðir minn segir hér í öðrum þræði að þetta sé ólæknandi. Þetta er ekki bara ólæknandi heldur smitandi.
Kveðja, Hjörleifur