Ford Bronco '66


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Ford Bronco '66

Postfrá 66 Bronco » 10.feb 2010, 21:35

Sæl öll.

Má til með að kynna til sögunnar einn af öldnu höfðingjunum. Þennan er ég búinn að eiga í 9 eða 10 ár og breyta töluvert mikið þó ekki hafi hann verið óskorinn þegar ég eignaðist hann.
Þessi skartar 200 línusexu sem er orðin nokkuð spræk, flækjur, 2bbl Holley og Duraspark kveikja. 3ja gíra beinskiptur, Chevy diskabremsur og læsingar á vinnuborðinu, rata vonandi í fyrir páskaferð. Plasttoppur var settur á bílinn fljótlega eftir að ég eignast hann og hef ég mikinn hug á að halda áfram á þeirri braut, húdd, bretti, afturhleri etc.
Bílinn heilsprautaði ég fyrir nokkru og klæddi nýlega að innan í hólf og gólf en öll sú vinna var útfærð og unnin hér heima, sem og annað sem gert er á hans hlut.
Image
Image
Image
Image
Image

Bróðir minn segir hér í öðrum þræði að þetta sé ólæknandi. Þetta er ekki bara ólæknandi heldur smitandi.

Kveðja, Hjörleifur
Síðast breytt af 66 Bronco þann 10.feb 2010, 22:25, breytt 3 sinnum samtals.




Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ford Bronco '66

Postfrá 66 Bronco » 10.feb 2010, 21:38

Ekki koma myndirnar.. Hvað er ég að gera vitlaust..

H


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ford Bronco '66

Postfrá 66 Bronco » 10.feb 2010, 21:47

Ef ég hægri smelli og vel ,,sjá mynd" fer ég beina leið á myndina þar sem hún er hýst. Jæja. Tölvur og ég. Lítil samleið.

H

User avatar

Ingi
Innlegg: 71
Skráður: 31.jan 2010, 19:58
Fullt nafn: Ingvar Guðni Svavarsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Ford Bronco '66

Postfrá Ingi » 10.feb 2010, 22:08

já það eru einhver leiðindi með að setja inn myndir frá f4x4 því að linkarnir á þær enda ekki á .jpg

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Ford Bronco '66

Postfrá Einar » 10.feb 2010, 22:11

Þú hefur hugsamlega sett slóðin á síðunni með myndunum í staðin fyrir slóðina beint á myndina, þú sérð slóðina á myndina sjálfa ef þú t.d. hægrismellir á myndina og velur propeties, en hér eru myndirnar þínar (snyrtilegur Bronco hjá þér):
Image
Image
Image
Image
Image


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ford Bronco '66

Postfrá 66 Bronco » 10.feb 2010, 22:18

Miklar þakkir!

Hjörleifur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ford Bronco '66

Postfrá jeepson » 10.feb 2010, 22:57

Já þetta er sennilega ólæknandi og smitandi. Allavega langar mig að eignast svona bíl.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Ford Bronco '66

Postfrá gislisveri » 10.feb 2010, 23:49

Mjög fallegur Bronco.


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Ford Bronco '66

Postfrá beygla » 23.apr 2010, 21:04

hvar fekstu milli stikki fyrir blöntunginn


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ford Bronco '66

Postfrá Stjáni » 28.apr 2010, 13:38

hvar fær maður svona plasttop ? stáltoppurinn minn fýkur örugglega af í næstu hviðu hehe


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford Bronco '66

Postfrá JHG » 04.maí 2010, 12:09

Alltaf er gamli Broncoinn jafn fallegur og þetta virðist vera virkilega fallegt eintak :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ford Bronco '66

Postfrá 66 Bronco » 04.maí 2010, 22:14

Sælir.

Plasttoppinn fékk ég hér á landi, hann var steyptur fyrir fjölmörgum árum í bátasmiðju að ég tel og eitthvað notaður. Ég fann hann og verslaði og henti á fyrir nokkrum árum. Eitt þarf að hafa í huga þegar farið er í plasttopp, það kemur ekki nokkur hlutur til með að passa inn í hann aftur af því sem kom innan úr járntoppnum - nema auðvitað að plasttoppurinn sé nákvæm eftirlíking sem minn var ekki. Hvert einasta gluggastykki sérsmíðaði ég inn í hann hjá mér og vynilklæddi svo sjálfur. Í loftið fór svo tommuþykkur svampur og vynill. Þetta var mikil vinna fyrir vitleysing..

Adapterinn undir blöndunginn fékk ég á www.cliffordperformance.com, blöndunginn sjálfan og flækjurnar á Ebay.

Státa nú af læsingum í drifi, unaður. Mæli einnig mjög með diskabremsuvæðingu að framan fyrir þessa garma, það var feiknalegur munur!

Bestu kveðjur,

Hjörleifur.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Ford Bronco '66

Postfrá Einar » 05.maí 2010, 07:48

JHG wrote:Alltaf er gamli Broncoinn jafn fallegur og þetta virðist vera virkilega fallegt eintak :)

Bronco '66-'77 eru klárlega með fallegustu jeppum sem framleiddir hafa verið og hljóðin úr 289/302 V8 með mátulega opnu pústkerfi slá út hvaða tónlist sem er.

66 Bronco wrote:Mæli einnig mjög með diskabremsuvæðingu að framan fyrir þessa garma, það var feiknalegur munur!

Er ekki rétt munað hjá mér að árgerð '74 og yngri séu orginal með diska að framan?

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ford Bronco '66

Postfrá jeepcj7 » 05.maí 2010, 08:27

Diskar að framan koma í 76 modelið.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ford Bronco '66

Postfrá 66 Bronco » 16.apr 2013, 23:04

[youtube]U_f-XrkDgA0&feature=youtu.be[/youtube]

Þessir eru orðnir of fáir hér á landi tel ég.

Hverjir eru á Bronco hér á spjallinu?

Hjörleifur.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Ford Bronco '66

Postfrá lecter » 16.apr 2013, 23:31

eg á einn sem er i vinslu 72 original 6cyl 3 gira skiptur i stýri


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Ford Bronco '66

Postfrá Valdi B » 16.apr 2013, 23:40

ég keypti mér einn 68 módel fyrir stuttu sem ég ætla að skipta um boddy á ef ég finn heilla boddy á hann, hann er með 200ci línu og 3 gíra bsk, ég ætla að setja 302 í hann og c4 skiptingu, svo fer hann á 38" og verður málaður svartur, svo er draumurinn að smíða almennilegann mótor úr 351 windsor semég á niðrí kjallara, þótt þessi 302 sé ekki neitt original :) og coilover kerfi væri draumurinn

boddy er ónýtt en rest er góð hérna er mynd af honum, á undan mér er bara einn eigandi í rauninni, ég kaupi hann af dánarbúinu, sagður ekinn eitthvað yfir milljón ,

kaupi hann alveg eins og hann stendur þarna, það átti að vera búin kúplingin í honum en það var ekki rétt :) setti á hann benzín og nýjann rafgeymir og setti í gang og fór á rúntinn :) hann var á númerum síðast í kringum 2000 , þurfti ekki einu sinni að pumpa í dekkin hehe :)


Image
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Ford Bronco '66

Postfrá beygla » 17.apr 2013, 21:11

mins bronco


Valdi Alla
Innlegg: 29
Skráður: 03.feb 2010, 23:01
Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
Bíltegund: Bronco ´73

Re: Ford Bronco '66

Postfrá Valdi Alla » 24.apr 2013, 09:53

Hjölli, ég á við sama vandamál að stríða og þú, þegar kemur að tölvum, ekki neitt heitt vinasamband þar á milli. Einhver klókur getur eflaust sett myndina mína á þetta spjall hér. Myndin er á: download/file.php?id=4075&t=1 Þessi heitir "Hrossi" og er fæddur 1973
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Ford Bronco '66

Postfrá lecter » 24.apr 2013, 15:43

já ég á þennan 72árg 6cyl 3gira i stýrinu ,2 tanka hann var töluvert ryðgaður en i top standi að aka honum hef hafið endurbygginguna
og nokkra hluti er búið að sandblása

það stóð til að selja hann en það var ekki áhugi fyrir honum

en nú fer hann kanski á safn
Viðhengi
Image0023.jpg


haukson
Innlegg: 5
Skráður: 25.nóv 2012, 10:31
Fullt nafn: Haukur Unnar Þorkelsson
Bíltegund: strætó

Re: Ford Bronco '66

Postfrá haukson » 01.maí 2013, 10:54

Þessi bíll kemur frá hellu og var aldrei ekið uppfyrir 70km hraða, man eftir einu atviki þar sem fyrri eigandi keyrði á honum frá hellu til reykjavíkur á 1500 krónum sko árið sem bensínið kostaði 76kr. Man að það var alltaf hugsað vel um kramið í honum, hann átti annan alveg eins nema gulan og þó nokkuð af öðru dóti.
valdibenz wrote:ég keypti mér einn 68 módel fyrir stuttu sem ég ætla að skipta um boddy á ef ég finn heilla boddy á hann, hann er með 200ci línu og 3 gíra bsk, ég ætla að setja 302 í hann og c4 skiptingu, svo fer hann á 38" og verður málaður svartur, svo er draumurinn að smíða almennilegann mótor úr 351 windsor semég á niðrí kjallara, þótt þessi 302 sé ekki neitt original :) og coilover kerfi væri draumurinn

boddy er ónýtt en rest er góð hérna er mynd af honum, á undan mér er bara einn eigandi í rauninni, ég kaupi hann af dánarbúinu, sagður ekinn eitthvað yfir milljón ,

kaupi hann alveg eins og hann stendur þarna, það átti að vera búin kúplingin í honum en það var ekki rétt :) setti á hann benzín og nýjann rafgeymir og setti í gang og fór á rúntinn :) hann var á númerum síðast í kringum 2000 , þurfti ekki einu sinni að pumpa í dekkin hehe :)


Image


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Ford Bronco '66

Postfrá Valdi B » 01.maí 2013, 21:58

ja veit allt um það :) hann bjarnhéðinn átti gulann 74 sport sem er í uppgerð í bænum núna, og hann setti alltaf peugot dísel í þennan þegar hann var að nota hann, svo fór 6 cyl línan í þegar kom að skoðun
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 31 gestur