Wrangler YJ 1988 38“ verkefni - einhver óskast til að klára


Höfundur þráðar
Hjörture
Innlegg: 2
Skráður: 15.júl 2013, 18:40
Fullt nafn: Hjörtur Erlendsson
Bíltegund: Patról

Wrangler YJ 1988 38“ verkefni - einhver óskast til að klára

Postfrá Hjörture » 16.aug 2013, 00:46

Við feðgarnir erum með Wrangler YJ 1988 sem við keyptum fyrir nokkrum árum sem verkefni. Þá var búið að taka hann í sundur að miklu leyti og byrjað að undirbúa fyrir sprautun. Þegar byrjað var á sundurtektinni var hann í ágætis lagi en þarfnaðist yfirferðar og lagfæringa. Eðli málsins samkvæmt höfum við ekki keyrt hann og vitum ekki hvernig kramið var en að sögn seljanda var það fínt og engin ástæða til að rengja það enda keyptum við af prýðismanni.

Við héldum áfram að vinna við hann og komum honum í gegn um sprautun en síðan hefur okkur ekki gefist tími til að sinna honum mikið. Hinsvegar höfum við áhuga á að sjá hann samansettan og kláraðan. Wranglerinn er í bílskúrnum okkar og það er orðið frekar erfitt þvi við erum með aðra bíla sem þarf að sinna og gott væri að hafa þá bílskúrinn til þess.

Það eru vissulega nokkrir kostir í stöðunni; setja Wranglerinn í geymslu til að sinna honum seinna, selja hann eins og hann er eða semja við einhvern handlaginn og áhugasaman um að klára hann gegn greiðslu. Okkur finnst síðasti valkosturinn áhugaverðastur og viljum kanna þann möguleika til hlítar og þess vegna er þessi spjallþráður stofnaður til að finna aðila til að klára þetta verkefni. Viðkomandi þyrfti að hafa eigin aðstöðu til þess.

IMG_8786.JPG


Flestir hlutir eru tiltækir í Wranglerinn nema 38“ á felgum sem við freistuðumst til að setja undir Patról. Það verður sjálfsagt hægt að finna eitthvað gott undir Wranglerinn í staðinn en þetta voru stálfelgur 15“ og 14“ á breidd og brettakantarnir miðast við það.

Það er búið að gera upp vélina sem er V8 327 og það var Kistufell sem sá um það. Síðan keyptum við uppgerða 700R4 fjögurra þrepa sjálfskiptingu frá Akureyri til að setja aftanvið og urðum okkur úti um breytiflangsana við milligírinn ásamt mótorfestingunum.

Drifið og hásingarnar eru væntanlega í lagi en það er sprunga í afturkúlunni sem þarf að lagfæra til að koma í veg fyrir smit. Að framan er Dana 44 með TrueTrac og aftan Ford 9“ með NoSpin.

Boddíið er sprautað í skemmtilega björtum lit orange lit sem og okkur finnst fara honum afskaplega vel. Plastharðtoppurinn var slípaður til og sprautaður í mattsvörtum tón sem var valið vandlega við boddilitinn og sama má segja um brettakantana.

Sætin eru frá Recaro og í fínu standi. Það þarf að setja nýtt teppi og þessháttar inn í hann og fínisera eitthvað mælaborðið.

Það sem þarf að gera í grófum dráttum er að sjóða nýjar mótorfestingar á grindina og koma vélinni fyrir ásamt skiptingunni og tengja allt kramið. Lagfæra hásinguna að aftan og svo þarf að púsla boddíinu saman með öllu sem því fylgir og ganga frá honum að innan.

Kveðja,

Hjörtur og Elli



User avatar

Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: Wrangler YJ 1988 38“ verkefni - einhver óskast til að klára

Postfrá Skúri » 16.aug 2013, 18:02

Glæsilegur Wrangler hjá ykkur :-)

Ég mjög ánægður með litinn á honum hjá ykkur, ég hafði einmitt hugsað mér svipaða litasamsetningu á minn Willys þegar hann verður málaður ;-)
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 61 gestur