Síða 1 af 1
Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 20.sep 2010, 11:38
frá garnett91
Jeep XJ '91
4.0L HO
bsk
millikassi
boddý keyrt um 150þús km á mæli (er á vitlausum hlutföllum þannig að keyrslan er minni), mótor um 80þús - mótor í topp standi - engin aukahljóð, rýkur í gang,
leður innrétting
rafmagn í rúðum
Prófíltengi að framan
Dráttarkúla
35" breyttur á gormum allan hringinn. Langar samt að koma 38" undir hann verður kannski gert á næstunni.
Nýlega gert fyrir bílinn:
Búið að taka boddíið algerlega í gegn... eina ryðið sem var fyrir var í gólfinu og nú er það allt í standi... (nokkrar suðu- og trebbabætur). Rúllumálað grænt.
Millikassi breyttur - jóki festur
Drifskaft í afturdrif með tvöföldum lið
Nýr OldManEmu stýrisdempari
Nýr vatnskassi
Nýleg kúpling
Nýir afturdemparar (ætla kaupa nýja eru alltof stýfir)
Ný vatnsdæla
Nýr vatnslás
Nýr kælivökvi



Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 21.sep 2010, 19:25
frá garnett91
var að setja glænýja KONI dempara að aftan í þennan
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 21.sep 2010, 21:14
frá einstef
hvað eru koni demparar ca að kosta í dag ?
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 21.sep 2010, 22:55
frá garnett91
þessir sem að ég keypti voru stillanlegir vökvademparar og kostuðu 26 þús stykkið soldið mikið en vel þess virði allt annað að keyra bílinn. var alltof stífur.
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 27.sep 2010, 00:02
frá garnett91
Nú vantar mig smá aðstoð. aðalljósin eru hætt að virka á jeppanum mínum þetta lýsir sér þannig að ljósin virka ekki þó að ég sé búinn að toga út flipann sem á að kveikja á þeim og háuljósin virka bara hef ég held inni stefnuljósa staunginni í staðin fyrir að þau festist inni. Ég er búinn að athuga öll öryggin í bílnum og á perunum og allt er í fínu lagi. Ég er einnig búinn að athuga hvort að perurnar fái straum úr tenginu sem fer aftaní ljósin og allt í góðu þar veit ekki hvort þetta sé einhverskonar relay eða tölva eða eitthvað vona að einhver geti hjálpað mér.
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 27.sep 2010, 09:24
frá atlifr
Sæll
Kemur straumur á perutengið í lága geislanum, ef svo er þá er ekkert sem getur verið farið nema perurnar.
Hinsvegar er mjög algengt að ljósarofinn fari í amerískum bílum eftir nokkra notkun, myndi byrja á að athuga hann.
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 27.sep 2010, 17:26
frá Krúsi
atlifr wrote:Hinsvegar er mjög algengt að ljósarofinn fari í amerískum bílum eftir nokkra notkun, myndi byrja á að athuga hann.
Ég hef lent í þessu sama, og rofinn var brunninn yfir.
kv.
Markús
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 27.sep 2010, 20:18
frá garnett91
ok hvar fæ ég þennan rofa ?
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 27.sep 2010, 21:47
frá Freyr
Sæll, þetta er rofinn sem ég benti þér á um daginn. Veðja á hann ódýrastan hjá H.Jónsson eða Bíljöfur og pottþétt til líka hjá N1.
Freyr
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 27.sep 2010, 22:00
frá garnett91
ok takk kíki á þetta
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 28.sep 2010, 16:50
frá Kiddi
Ég lenti í svipuðu með ljósarofann í Wranglernum og hreinlega opnaði hann og hreinsaði allt upp og hann virkar svona líka glimrandi á eftir!
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 28.sep 2010, 17:16
frá jeepson
Freyr wrote:Sæll, þetta er rofinn sem ég benti þér á um daginn. Veðja á hann ódýrastan hjá H.Jónsson eða Bíljöfur og pottþétt til líka hjá N1.
Freyr
Get alveg sagt þér að þú færð hann á dýrasta verðinu hjá H.Jónsson. Það er ekki eðlilegt hvað þeir eru dýrir. Hringir í IB bíla á selfossi og lætur þá redda þér honum. Allavega gefa þér sirka verð og gerðu svo verð samanburð við H.Jónsson. Ég hef sparað mikið í varahluta kostnað eftir að ég hætti að versla við þá.
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 28.sep 2010, 19:08
frá garnett91
ok takk fyrir mun hringja a nokkra stadi og athuga med verdin
Re: Cherokee XJ (marine edition)
Posted: 09.des 2014, 17:39
frá KjartanBÁ
Ekki lumarðu nokkuð á fleiri myndum? Hann virðist helvíti flottur svona mattgrænn