Chevrolet Suburban 46"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 17.okt 2013, 19:14

Dagurinn í dag fór í tiltekt í skúrnum, það verður að gera það líka. Ég skoðaði samt smá og spekuleraði.

Aldeilis flott rassgat fyrir millikassasmíði.
Image

Olíuverksmyndir, ég held að þessi pungur sé fyrir boost, allavega fer rörið úr honum í soggreinina þannig að fátt annað kemur til greina. Þarf að fræðast meira um þetta verk, ef einhver getur upplýst mig hér þá væri það líka mjög hjálplegt.
Image

Image

Image

Svo voru keyptir nýjir mælar, boost, vatnshiti og olíuþrýstingur. Svo á ég til EGT (pústhitamæli) sem fer í líka. Próbur bæði fyrir og eftir túrbínu í tilrauna og samanburðarskyni :)
Image


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 25.okt 2013, 20:06

Lítið að gerast í bili, margt annað sem þarf að gera heldur en að vera í skúrnum alla daga eins og Guðni (öfund) :)

Ég náði smá stund í gær til að græja kúplinspetala, stal honum beint úr dafinum og snikkaði hann aðeins til. Mér sýnist hann passa beint á hvalbakinn hjá mér ef ég hnika öryggjaboxinu aðeins. Þessi útbúnaður virkar mjög vel og gott að hafa þetta original og óbreytt :)

Image

Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá sonur » 25.okt 2013, 21:34

Fylgist spenntur með þessu.. gaman að þessu
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Hordursp
Innlegg: 12
Skráður: 22.maí 2011, 19:31
Fullt nafn: Hörður Snær Pétursson
Staðsetning: Eyjar

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hordursp » 29.okt 2013, 03:39

hrikalega skemmtilegur þráður! á sjálfur 77Suburban 44"breyttur með 6,2 og steikta th700, hef lengi verið að velta fyrir mér að koma fyrir cummings, svo ég fylgist klárlega með hér áfram;)
Suburban 1977, 44". L550

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 30.okt 2013, 19:19

Elli, þú þarft að snúa túrbinunni við og smíða nýjar lagnir að henni og return rör ef að þú ætlar að nota pústgreinina frá mér...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 30.okt 2013, 22:48

Hr.Cummins wrote:Elli, þú þarft að snúa túrbinunni við og smíða nýjar lagnir að henni og return rör ef að þú ætlar að nota pústgreinina frá mér...



Er ekki hægt að smíða nett millistykki milli pústgreinar og túrbinu þá? Það er ekki nokkurt einasta mál ef þetta snýr eitthvað vitlaust, til að hafa túrbínuna á svipuðum stað... Ef ég skil þig rétt.
Svo er allt í lagi að snúa henni við líka þannig að þetta sé eins og venjulega, ég mun henda rörinu milli túrbínu og soggreinar því ég set að sjálfsögðu intercooler og breyta þessu meira og minna.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 31.okt 2013, 02:30

ég á intercooler handa þér.... í orginal RAM stærð....

er búinn að vera að skoða þetta olíuverk aðeins fyrir þig, sýnist það vera flöskuháls...

Ef að þú hefur áhuga, þá myndi ég reyna að finna gamla Scaniu 6cyl, þær komu með P7100 verki...

spíssarnir sem að þú ert með eru samt ansi góðir, af partanúmerinu að dæma fengu þessir DAF sjóvélastimpla og spíssa og því ættir þú að vera með 390 hestöfl úr þessum mótor með réttu olíuverki í fullu swing án þess að hætta á að afgasið sé mjög heitt...

mergjað stuff, núna er bara að fá hjá mér RISA TURBO til að setja með þessum H1C ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 31.okt 2013, 17:30

Ég er alveg til í að skrúfa uppí 200-300hp en ég hef lítið við meira en það að gera, það þarf soldið að hafa þig á bremsunni Viktor þó ráðin frá þér séu góð og spennandi :) hehe

Ég veit um gamlar scaniur í sveitinni, ég fékk einmitt olíuskilvindu í smá brall úr gamalli scaniu. Passar þetta saman, bolt on? Þe p7100 af scaniu á cummins?
Hvað ætli ég komist langt með þessu lucas verki, án þess vera að gambla með draslið?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 31.okt 2013, 18:00

Hehe, ég er nú bara að atast í þér elsku kallinn minn :)

En í fljótu bragði lítur P7100 á Scaniunni alveg eins út og P7100 á Cummins...

Þú getur líka notað Holset túrbínurnar úr Scania... Compound turbo kerfi eru upprunalega hönnuð til þess að afkasta miklu togi frekar en hestöflum...

Það er enginn að segja að þú þurfir að vera með 1000hp compound... en ég held að 350-400hp sé mjög gott, sérstaklega þar sem að þú ert með industrial series 6BT...

Ég skora á þig að skrúfa túrbínuna af, og lesa innan í afgashúsið á henni... þar ætti að standa 14 / 16 eða 18... endilega láttu mig vita hvers þú verður vísari :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 31.okt 2013, 18:04

Ég skrúfa í sundur bráðlega og athuga hvort pústgreinin sé nothæf eða ekki, kíki þá á þessa tölu :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 31.okt 2013, 18:17

http://www.youtube.com/watch?v=iYFfMWh_nP8

Sést hérna @ 9:50 að þetta er nákvæmlega eins olíuverk...

Ef að þú getur orðið út um nokkur svona, held ég að 24ventla strákarnir verði mjög hressir !
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 01.nóv 2013, 02:29

Þetta bíður bara eftir því að vera framkvæmt ;)

Image
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá -Hjalti- » 01.nóv 2013, 09:40

jeepson wrote:Pant kaupa söbbann af þér þegar að hann verður klár með nýja hjartanu :D


ertu búinn að þroskast upp úr Ford blætinu ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2013, 21:28

Nú er byrjað að skrúfa í subbanum.

Sumardekkin sett undir.. :) Þægilegra að vinna við hann þegar hann er aðeins nær jörðinni.
Image

Image

Image

Fjölskyldusport... :)
Image

Aðeins búið að skrúfa, styttist í að vera tilbúið að hífa mótor uppúr.
Image

Svo gerist meira á morgun, hinn og hinn..!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Finnur » 02.nóv 2013, 23:28

Sæll

Þetta er virkilega fallegur bíll hjá þér Elli. Mér líst mjög vel á þetta vélar swap hjá þér.

kv
KFS

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2013, 23:40

Þakka þér fyrir Finnur. Vonandi jeppumst við saman einhverntíman :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 03.nóv 2013, 21:38

Hlutirnir gerast þegar maður kemst loksins í skúrinn.

Lengjan á leiðinni úr
Image

Svaka lengja :)
Image

Tómlegur á leið í þrif.
Image

Cummins 5.9, T5, NP203, NP205
Image

Búinn að þrífa
Image

Cummins mættur í vélarsalinn! En sennilega þarf ég skóhorn til að troða honum í ....
Image


Svo er svolítið skondið, það eru 4 gerðir af felguróm undir honum. Allir eru felguboltarnir nú jafn sverir, alveg fjandi sverir, ég gleymdi reyndar að mæla þá.
Hér sjást 3 gerðir
Image
Mig vantar svona rær, vill hafa þær allar eins og svo vantar mig líka 4 bolta þar sem 3 eru lausir í (þurfti að skera róna af á einni felgunni) og einn talsvert lengri með tilheyrandi toppa-dýptarskorti-veseni.
Hvar fæ ég svona alvöru dót?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá jeepson » 03.nóv 2013, 22:23

-Hjalti- wrote:
jeepson wrote:Pant kaupa söbbann af þér þegar að hann verður klár með nýja hjartanu :D


ertu búinn að þroskast upp úr Ford blætinu ?


Nei maður þroskast seint uppú því sem gott er.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá jeepcj7 » 03.nóv 2013, 22:32

Flottur gangur á þessu hjá þér,svakaleg lengja á milligír og kassa greinilega ekkert verið reynt til að stytta þetta enda svo sem nóg pláss í svona bíl.Felguboltarnir eru líklegast 9/16 ég gæti átt eitthvað til af þessu mældu lengd á bolta og lengd/ breidd á stýringunni og ég skal skoða hvað er til hjá mér á eitthvað af svona róm til líka.
Heilagur Henry rúlar öllu.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá juddi » 04.nóv 2013, 11:18

Já svakalega langt á milli millikassana
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Subbi » 04.nóv 2013, 13:05

flottur Subbi Elli :)

hitti á þig einhverntíman eftir að minn er klár fæ að mynda þá saman af sitthvorri kynslóðini :)
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2013, 15:31

juddi wrote:Já svakalega langt á milli millikassana



Enda passar það mjög vel, bæði sköftin eru alveg hæfilega löng og svipað löng að framan og aftan, þó ég hafi ekki mælt eða borið saman.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2013, 16:05

Holset h1c túrbína, ágæt til að byrja með.
Image

Pústgreinin er algjörlega ónýt af ryði.
Image

Þetta lítur ágætlega út, heddið er örlítið ryðbrunnið en í góðu lagi samt, annað en pústgreinin.
Image

Æjæj, fínu gírkassaeyrun þurfa að víkja.
Image

Gírkassinn á eftir að lyftast og framendinn að síga.
Image

Gírkassinn orðinn kollóttur.
Image

Hér þarf aðeins að snikka úr..
Image

Þetta potast.
Gott hefði verið að hafa eyrun á gírkassanum, þau hefðu verið mjög flottur burður á þessari þungu lengju, líka til að halda á móti snúningsvæginu á þessu, en þá hefði þurft að breyta boddyinu verulega og það fannst mér ófær leið. Frekar smíða ég eitthvað aftaná gírkassann, ef mér finnst þörf á auka burði. Mótorfestingarnar eru náttúrulega framaná mótornum og reikna ég með að hafa þær þar áfram þó það gæti svosem vel breyst, það eru festingar á blokkinni á "venjulega" staðnum líka. Ég á eftir að sjá hvernig þetta passar þegar mótorinn er kominn á réttan stað.
Ég þurfti líka að snúa pönnunni við, skemmtileg hönnun að það sé hægt að taka hana bara undan og snúa henni, sparar manni stórvinnu. Ég á bara eftir að breyta pickup rörinu.
http://www.jeppafelgur.is/


C-Rocky.
Innlegg: 18
Skráður: 13.mar 2013, 17:27
Fullt nafn: Starri Hjartarson
Bíltegund: C-Rocky

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá C-Rocky. » 04.nóv 2013, 17:11

Flott að fylgjast með þessu hjá þér. Sniðugt að hægt hafi verið að snúa pönnuni. Ég heyrði einhvertíman að ekki mætti bolta vélar í jeppa eins og gert er í vörubílum (4 mótorpúðar) Heldur þyrfti að vera með þrjá púða 2 á vél og einn á kassa. til að halda sveigjanleika grindarinar. Ertu búinn að hanna sæti fyrir konuna svo það fari vel um hana þegar hún er að skipta um gírana fyrir þig?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2013, 17:26

Já það getur verið að það sé þannig með mótorpúðana. Ef ég fer þá leið að nota bara öftustu festinguna (sem er á milli millikassa) þá held ég að það verði ofaná að hafa mótorpúðana fyrir miðri blokk eins og er yfirleitt á jeppum. Það þarf að smíða aðeins meira þá en það er nú ekki aðal vandamálið á þessum bænum.

Mér sýnist að gírstöngin passi beint upp í gegnum gólfið, að ég smíði þá gírstöng ofaná kassann og hafi skiptinn bara eins og hefðbundið er, beint upp úr kassa í gegnum gólfið.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Kiddi » 04.nóv 2013, 22:04

Já ég myndi ekki hafa fleiri mótorfestingar en þrjár. Átti Skát sem var með fimm festingar. Tvær á venjulegum stað á vél, tvær á kúplingshúsi og loks ein á venjulegum stað milli gír og millikassa. Þessar á kúplingshúsinu voru búnar að brjóta grindina beggja vegna.
Held það sé sniðugt að setja mótorfestingarnar á miðja vél, þá ættu ekki að vera eins miklir kraftar á ferðinni í kraminu sjálfu sem gæti gerst ef hafið á milli festinganna er of mikið.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2013, 22:16

Já sennilega er þetta rétt.
Takk fyrir góð ráð, þetta er ekki bara show off hjá mér heldur fær maður óteljandi ráð hér! :)
Endilega kommentið þið og setjið útá og segið ykkar skoðanir :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 14.nóv 2013, 15:19

Nú er aðeins að gerast. Búinn að stilla af og ákveða hvernig millistykkið milli gírkassa og low gírs á að vera, það verður 14cm langt sem er alveg svakalega mátulegt. Kristján rennismiður í Borgarnesi ætlar að smíða það saman fyrir mig og verður væntanlega klárt fyrir mánaðarmót.

Low gír og millikassi (fyrir þrif reyndar), getur verið að low gírinn sé ekki 203? Miðað við sjónminni þá er þetta eitthvað öðruvísi...
Image

Þarna er ég að mæla hvað millistykkið á að vera langt, 14cm. Afstaðan var reyndar ekki endanleg á þessari mynd.
Image

Sundurskrúfað og klárt að fara í smíði.
Image
Image


Svo fann ég þetta brot af endaslagslegu í pönnunni á cummins mótornum þegar ég reif hana undan, bara þetta brot, ekkert annað, sama og ekkert svarf í seglinum í pönnunni eða neitt, eru þær að hrækja þessum legum eitthvað?

Image

Í næsta fríi dunda ég mér svo að að ryðhreinsa mótorinn og mála og smíða mótorfestingar á blokkina og fleira. Hvaða lit ætti ég að hafa á þessu? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Snoopy
Innlegg: 113
Skráður: 28.maí 2010, 18:31
Fullt nafn: Karl Reynir Geirsson
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Snoopy » 14.nóv 2013, 16:10

Hafðu litin Fjólubláann eða bleikann..

en annars er þettað mjög fallega gert hjá þér.. hrikalega verður þetta mikill Maskína þegar að þú verður búinn ;)
1973, Suburban 44" 6.5 T - Lurkurinn - Seldur
1974 GMC 15hundred Sierra Grande - í Uppgerð

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá íbbi » 14.nóv 2013, 16:35

rauðann eða bláan,

annars eru kenningar um að besti liturinn á mótor sé matt svartur, upp á hita að gera
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 14.nóv 2013, 16:54

Mér líst fjandi vel á fjólubláan :)

Já svo gleymdi ég að minnast á að felgurnar eru tilbúnar hjá Kristjáni, ég lét hann breikka fyrir mig original 16" háar felgur í 14" breidd fyrir 41" irok "sumar"dekkin.
http://www.jeppafelgur.is/


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Dúddi » 15.nóv 2013, 09:55

Þetta er NP 203 logír

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 15.nóv 2013, 10:02

Dúddi wrote:Þetta er NP 203 logír


Já ég var að skoða gamlar myndir hjá mér í gærkvöldi, sá þá 203 kassa og þetta er fremri helmingurinn af honum, áttaði mig á því síðar :)
Get jafnvel hent upp þeirri mynd hér í kvöld öðrum til glöggvunar.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 18.nóv 2013, 18:06

Ég fékk breikkaðar felgur í dag fyrir litlu dekkin, þetta eru rúmlega 14" breiðar 16" háar felgur. Á eftir að bora fyrir auka ventli og krana og sjæna þær áður en 41" irokinn fer á þær :)

Image
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 18.nóv 2013, 18:13

Er Kristján með suðuróbot eða er hann ekkert skjálfhentur, flottar suður jafnar og beinar.
Ég ryðhreinsaði síðasta vetur 8 stk. felgur með Natrium Carbonat og síðan tengt við mig vélina mína og tók um 10 daga með þær allar. Þér nægir kanski að pússa þær virðist ekkert vera svakalega mikið ryð og þó ?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 18.nóv 2013, 18:41

Ég veit það ekki, en það getur eiginlega ekkert annað verið en að þetta sé robot.

Flott hugmynd með rafgreininguna, ertu með einhverjar góðar aðferðir á bakvið það? Hvar færðu sódann? Ég hef einhverntíman séð svona aðfarir og eflaust fullt af þessu til á gúggúl, en gaman að fá persónulegar sögur :)
Mér datt í hug að setja þetta í sýru og galv en þetta er bara svo þungt að það mun kosta tugi þúsunda, felgan er örugglega 20-25kg (tek baðviktina með mér í skúrinn við tækifæri) og mig minnir að það kosti einhvern 140kr+vsk kílóið. Einnig held ég að maður þurfi að sandblása fyrst því þeir vilja ekki sjá málningu, sýran nær henni ekki af og hún er til vandræða í galv pottinum, er þetta ekki rétt hjá mér?

Sennilega er best að rafgreina þetta og mála sjálfur.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá jeepcj7 » 18.nóv 2013, 19:04

Kristján stillir upp og þetta er á auto en ég hef trú á að það sé bara til að spara tíma svo hann geti gert annað á meðan ;O) hann er alveg súper snjall kallinn.
Heilagur Henry rúlar öllu.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 18.nóv 2013, 19:58

elliofur wrote:Ég veit það ekki, en það getur eiginlega ekkert annað verið en að þetta sé robot.

Flott hugmynd með rafgreininguna, ertu með einhverjar góðar aðferðir á bakvið það? Hvar færðu sódann? Ég hef einhverntíman séð svona aðfarir og eflaust fullt af þessu til á gúggúl, en gaman að fá persónulegar sögur :)
Mér datt í hug að setja þetta í sýru og galv en þetta er bara svo þungt að það mun kosta tugi þúsunda, felgan er örugglega 20-25kg (tek baðviktina með mér í skúrinn við tækifæri) og mig minnir að það kosti einhvern 140kr+vsk kílóið. Einnig held ég að maður þurfi að sandblása fyrst því þeir vilja ekki sjá málningu, sýran nær henni ekki af og hún er til vandræða í galv pottinum, er þetta ekki rétt hjá mér?

Sennilega er best að rafgreina þetta og mála sjálfur.

Rafgreining er góð að vissu marki t.d. yfirborðsryð í þynnra laginu, þykkt ryð og ryðpollamyndun þá er sandblástur bestur.
Sódann fékk ég hjá Skeljungi í 25 kg. poka. Málningu þarf alltaf að vinna niður með sandblæstri eða slípa fyrir húðun.
Það eru ansi mikklir öfgar það sem maður sér á netinu, oft er ekkert að marka það sem þessir vitleisingar eru að gera til að ná athygli. Eftir margar tilraunir með að setja mikinn straum á skautin þá fór loks að ganga hjá mér en tók samt mikklu lengri tíma en það sem ég hef séð á netinu. Best er að slípa eins og hægt er og þá fyrst er þess virði að rafgreina en ég mundi sandblása ef það eru komnir riðpollar sem maður veit ekki hvað eru djúpir því þá er það orðið of þykkt og tekur of langan tíma. Eins og ég sagði þunnt yfirborðsryð þá má rafgreina en mundi sleppa því ef það er þykkt og pollar. Kveðja!

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 22.nóv 2013, 17:55

Áfram með smjérið.
Á meðan kassarnir eru í samsmíði þá dundar maður sér í að sjæna, gera fínt og undirbúa mótorinn fyrir langtímalegu í húddinu á subbanum.
Ég ætlaði að sandblása mótorinn en hætti við þá vitleysu, það eru alltaf talsverðar líkur á að einhverstaðar fari sandkorn sem það á ekki að vera og það er eiginlega vonlaust að ætla að sandblása nema að rífa allt í spað, stimpla úr og þessháttar. Ég hef enga ástæðu til þess að gera það, enda mótorinn varla tilkeyrður. Ég mun þó skoða legur í kjallaranum og væntanlega skipta um þær, því ég þarf að fá nýjar endaslagslegur (því hann hrækti einum hálfmána niður í pönnu) og mér skilst að þær komi bara í setti með sveifarás og höfuðlegum. Enda fínt að vera með nýjar legur.

En ég lét nægja að hreinsa þetta með slípirokk með vírbustabolla
Image

Image

Síðan var bláu smellt á
Image

Image

Og silfurlitur á ventlalok og "aukahluti"
Image

Ég á eftir að mála fleira, framhliðina og pönnuna og einhverja smáhluti en þetta verður allt voða fint á endanum. Gírana ætla ég líka að mála, senniega set ég einhvern annan lit á þá.
Athyglisvert hvað allt er þungt í þessu, vatnsdælan er örugglega 10kg, hvor vatnsstútur milli 1-2kg osfrv. Pabbi sagði að þetta væri greinilega ekki smíðað í flugvélar :)

Svo er ég svolítið strand með pústgrein. Sá sem hélt að ætti brúhæfa grein komst síðan að því að hún væri sennilega ekkert mikið skárri en mín gamla svo kannski endar með því að ég smíði nýja grein. Það verður flott, flækjugrein í Cummins, getur það klikkað? :)
Ef einhver veit um grein handa mér má endilega láta mig vita.
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 22.nóv 2013, 18:02

Þetta er flott hjá þér þó finnst mér þú vera að hallast til hægri með bláa litnum.
Hefði verið magnað að blása af vélinni með þurrís veit reindar ekki hvort einhver er með þannig græjur, mundi þá örugglega kosta hönd og fót.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 77 gestir