Chevrolet Suburban 46"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 22.apr 2014, 15:28

Örlítið mjakast þetta.
Ég átti eftir að setja inn mynd af pústinu fullbúnu og máluðu með grillspreyi. Pústhitamælir eftir túrbínu, á eftir að setja annan skynjara fyrir túrbínu. Ætla að hafa tvo í tilraunaskyni.
Image

Vatnskassaviftur komnar á sinn stað, á bara eftir að mála. Ég notaði hluta af grindinni sem fylgdi viftunni sem er úr saab, hitt smíðaði ég. Tvær svona, alveg eins, önnur framaná kassanum og hin aftaná.
Image

Vinstri viftan hér, hún er fyrir aftan kassann.
Image

Hægri viftan er hér, hún er fyrir framan vatnskassa. Plássið er að verða af skornum skammti.
Image

Ekki er mikið pláss í afgang.
Image

Flottur er hann úti í sólinni, kominn á stór dekk að aftan.
Image


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá LFS » 22.apr 2014, 15:54

ertu buin að taka sma hring elli ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 22.apr 2014, 16:24

Nei ekki ennþá, ég ætla að klára að ganga frá öllu í kringum vatnskassa og loftinntak fyrst :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Startarinn » 22.apr 2014, 19:12

Líst vel á þetta hjá þér

Varðandi afgasnema, þá finnst mér nemi fyrir túrbínu mun mikilvægari en eftir túrbínu.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 22.apr 2014, 19:45

Já það er almennt talað um það að hann sé "réttari". En hvað er rétt? Er ekki bara best að vita sín mörk? Ég var með próbuna eftir túrbínu á hiluxnum og maður ákvað bara einhver mörk, 100-150 gráðum neðar heldur en fyrir túrbínu sem talað er um. Maður hefur heyrt að 800-850 sé hámark fyrir túrbínu, einhverjir sem vilja commenta og rökræða/leiðrétta? Ég setti mér að fara aldrei yfir 700 gráður eftir túrbínu á luxanum.
En núna ætla ég að gera tilraun. Maður hefur heyrt að hitafallið yfir túrbínu geti farið um og yfir 200 gráður. Nú er bara kominn tími á að gera samanburðarmælingu. Ég ætla líka að koma fyrir hitasensorum á skolloftinu, bæði fyrir og eftir intercooler (sem kemur seinna) og verð svo bara með einn mæli inn í bíl og 12 póla snúningsrofa til að skipta á milli próba. In the name of sience :)
Ég stakk próbu í skolloftið strax eftir túrbínu á hiluxnum og þá fór hitinn mest þar í 116 gráður. Skemmtilegar spekuleringar.

Mælirinn hjá mér er svona.
Image

Ég var með alveg eins mæli í hiluxnum og þetta bara virkar, type K thermocouple próbar og mjög nettur og passar víða í mælaborðið, var hægra megin við hazard takkann fyrir ofan miðstöðvarstokkinn í miðjunni á hiluxnum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Startarinn » 22.apr 2014, 21:35

Þetta er sniðugt, það er örugglega mismunandi milli véla hvað hitinn má vera hár.

Nú hef ég ekki mikla reynslu af þessum hitatölum í bílvélum, en ef afgashitinn á aðalvélinni hjá mér fór yfir 500°C var eitthvað meiriháttar að. Þar voru nemarnir á hverju heddi og svo annar eftir túrbínu sem ég leit nánast aldrei á (hann var á næstu síðu í viðvörunarkerfinu).

Á hámarks álagi sá ég mest túrbó þrýsting uppá 2,1 bar, og afgashiti þá í kringum 460-480°C, eyðsla rétt undir 500 ltr á tímann.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá baldur » 23.apr 2014, 16:45

Startarinn wrote:Þetta er sniðugt, það er örugglega mismunandi milli véla hvað hitinn má vera hár.

Nú hef ég ekki mikla reynslu af þessum hitatölum í bílvélum, en ef afgashitinn á aðalvélinni hjá mér fór yfir 500°C var eitthvað meiriháttar að. Þar voru nemarnir á hverju heddi og svo annar eftir túrbínu sem ég leit nánast aldrei á (hann var á næstu síðu í viðvörunarkerfinu).

Á hámarks álagi sá ég mest túrbó þrýsting uppá 2,1 bar, og afgashiti þá í kringum 460-480°C, eyðsla rétt undir 500 ltr á tímann.


Hvað átti slík vél að skila miklu afli undir fullu álagi? 2500-3000hp?

Afgashitinn segir manni ýmislegt, meðal annars um nýtni vélarinnar. Það er svo misjafnt milli véla, og veltur á stærð afgasventla og svona, hversu hátt hitastig vélin þolir til lengdar. Það er hinsvegar mjög gott að vita hver hitinn á að vera undir venjulegum kringumstæðum til þess að geta greint vandamál ef hitinn verður óvenjulega hár. Þeas, ef hitinn hækkar án þess að álagið hafi breyst þá er ástæða til þess að kanna hvað veldur, getur verið boost leki eða spíssavesen eða túrbínuvesen. Þá er þó best að fylgjast með hitanum fyrir túrbínu þar sem boost leki td veldur hærra hitatapi yfir túrbínuna og því óvíst að hitinn eftir túrbínu hækki mikið þó að hitinn fyrir túrbínu geri það.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 23.apr 2014, 17:59

Svo skiptir öllu máli að lofthreinsarinn sé hreinn, um leið og einhver tregða er í síu þá ríkur afgashitinn upp.
Þetta er það sem margir klikka á og eru að spara síukaup.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Startarinn » 23.apr 2014, 21:27

baldur wrote:
Startarinn wrote:Þetta er sniðugt, það er örugglega mismunandi milli véla hvað hitinn má vera hár.

Nú hef ég ekki mikla reynslu af þessum hitatölum í bílvélum, en ef afgashitinn á aðalvélinni hjá mér fór yfir 500°C var eitthvað meiriháttar að. Þar voru nemarnir á hverju heddi og svo annar eftir túrbínu sem ég leit nánast aldrei á (hann var á næstu síðu í viðvörunarkerfinu).

Á hámarks álagi sá ég mest túrbó þrýsting uppá 2,1 bar, og afgashiti þá í kringum 460-480°C, eyðsla rétt undir 500 ltr á tímann.


Hvað átti slík vél að skila miklu afli undir fullu álagi? 2500-3000hp?


3000 (2200 KW)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Þráinn » 23.apr 2014, 22:13

smá info á hitamæla takk fyrir :)

hvaða skjár er þetta og hvaða próba ertu með á hverjum stað?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 23.apr 2014, 22:49

Ebay linkur á mælinn
http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=am ... e&_sacat=0

Próbarnir eru bara góðir type k thermocouple sem þolir 1200°C
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Þráinn » 23.apr 2014, 23:12

elliofur wrote:Ebay linkur á mælinn
http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=am ... e&_sacat=0

Próbarnir eru bara góðir type k thermocouple sem þolir 1200°C


http://www.ebay.com/itm/DIGITAL-EGT-THE ... 2ea52dda8e

97$ er með ódýrari mælum í þessum gæðaflokki verð ég að segja!

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá svarti sambo » 24.apr 2014, 03:11

elliofur wrote:Já það er almennt talað um það að hann sé "réttari". En hvað er rétt? Er ekki bara best að vita sín mörk? Ég var með próbuna eftir túrbínu á hiluxnum og maður ákvað bara einhver mörk, 100-150 gráðum neðar heldur en fyrir túrbínu sem talað er um. Maður hefur heyrt að 800-850 sé hámark fyrir túrbínu, einhverjir sem vilja commenta og rökræða/leiðrétta? Ég setti mér að fara aldrei yfir 700 gráður eftir túrbínu á luxanum.
En núna ætla ég að gera tilraun. Maður hefur heyrt að hitafallið yfir túrbínu geti farið um og yfir 200 gráður. Nú er bara kominn tími á að gera samanburðarmælingu. Ég ætla líka að koma fyrir hitasensorum á skolloftinu, bæði fyrir og eftir intercooler (sem kemur seinna) og verð svo bara með einn mæli inn í bíl og 12 póla snúningsrofa til að skipta á milli próba. In the name of sience :)
Ég stakk próbu í skolloftið strax eftir túrbínu á hiluxnum og þá fór hitinn mest þar í 116 gráður. Skemmtilegar spekuleringar.


Manni var kennt það í vélskólanum á sínum tíma að afgashiti fyrir túrbínu ætti aldrei að fara yfir 450° helst að vera á milli 400-420°, þá væri vélin á 75% álagi og allt fyrir ofan 450° stytti líftíma vélarinnar hratt og örugglega.
Síðan í seinni tíð hafa menn verið að reita vélarnar hærra og þá hækkar afgasið í réttu hlutfalli miðað við það. Sem sagt fá fleiri hestöfl á móti kverju kg. af járni.
En alvöru sleggja ætti að vera í þessum tölum. Og með skolloftshita í kringum 20°minnir mig og helst ekki neðar en 15°. Við 10° ferðu að skemma olíuhimnuna á slífunum. Og túrbínuþrýstinginn er ca: 1,6 -2 bar á fullu álagi en það er mismunandi eftir vélum og umhverfis hita.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 24.apr 2014, 03:22

pifff... 1900°F í greininni hjá mér eitt skiptið hehe... og enn er allt í góðu...

En það var bara þetta eina skipti með allt á yfirsnúning í e'h spyrnulátum upp brekku að prófa draslið :D

EN..

Það er almennt talað um með þessa Cummins mótora að vera í 900'F í greininni sé nokkuð eðlilegt á Cruise speed... og að þetta sé að hoppa í 1200'F í látum... sé í lagi í lengri tíma 1400°f sé algjört hámark og aldrei lengi...

þekki ekki celcius, hef alltaf notast við fahrenheit... :$+

Annars er ég tvisvar búinn að reyna að ná í Jóa vin þinn Elli.. og hann svarar aldrei..
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá svarti sambo » 24.apr 2014, 04:04

Hr.Cummins wrote:pifff... 1900°F í greininni hjá mér eitt skiptið hehe... og enn er allt í góðu...

En það var bara þetta eina skipti með allt á yfirsnúning í e'h spyrnulátum upp brekku að prófa draslið :D

EN..

Það er almennt talað um með þessa Cummins mótora að vera í 900'F í greininni sé nokkuð eðlilegt á Cruise speed... og að þetta sé að hoppa í 1200'F í látum... sé í lagi í lengri tíma 1400°f sé algjört hámark og aldrei lengi...

þekki ekki celcius, hef alltaf notast við fahrenheit... :$+

Annars er ég tvisvar búinn að reyna að ná í Jóa vin þinn Elli.. og hann svarar aldrei..


900°F = 482°C
1200°F = 648°C
1400°F = 760°C
1900°F = 1038°C

Þetta er ákkúrat það sem er að gerast í dag. Það er verið að selja tóma póny hesta, en ekki alvöru hesta.
Og ef ég man rétt, þá er Cummins í dag, ekki sami Cummins og hann var fyrir ca: 20 árum. þetta eru orðnar kínavélar í dag.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 24.apr 2014, 08:01

Flott umræða hér, athyglisverðar pælingar.
Kínadót getur alveg verið hágæða vara, eða algjört drasl, rétt eins og USA dótið :-)

Viktor, haltu áfram að reyna, Jói er nýkominn úr útlandinu sem gæti skýrt afhverju hann svarar ekki ókunnugum númerum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 24.apr 2014, 12:51

Höfum þetta alveg á hreinu...

Chongqing Cummins Engine Company Ltd. í Chongqing í Kína, framleiða vélar í rútur og búnað sem að er framleiddur á austanslóðum.

Columbus Engine Plant í Columbus, Indiana er ennþá aðsetur til framleiðslu véla fyrir Peterbilt, Kenworth, Mack, Dodge og fleiri.

Þó heyrði ég talað um að nýju DAF væru með "Kína Cummins" en gæðin eru ekki af verri endanum þaðan, því að þeir virðast vera að reyna að stimpla sig inn og eru t.d. slívarnar í "Kína Cummins" með krómstál slívar meðan að Mexíkó framleiðslan er með Nikasil/Alusil blöndu.

Ég er svo heppinn að eiga Columbus mótor, en það breytir því ekki að þetta kínadót þarf ekki að vera verra.

Þess fyrir utan stórefa ég að samsteypa á borð við Cummins myndi setja sitt merki á vöru sem að hefur ekki undirgengist gæðaprófanir á þeirra mælikvarða.
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá svarti sambo » 25.apr 2014, 06:01

Hr.Cummins wrote:Höfum þetta alveg á hreinu...

Chongqing Cummins Engine Company Ltd. í Chongqing í Kína, framleiða vélar í rútur og búnað sem að er framleiddur á austanslóðum.

Columbus Engine Plant í Columbus, Indiana er ennþá aðsetur til framleiðslu véla fyrir Peterbilt, Kenworth, Mack, Dodge og fleiri.

Þó heyrði ég talað um að nýju DAF væru með "Kína Cummins" en gæðin eru ekki af verri endanum þaðan, því að þeir virðast vera að reyna að stimpla sig inn og eru t.d. slívarnar í "Kína Cummins" með krómstál slívar meðan að Mexíkó framleiðslan er með Nikasil/Alusil blöndu.

Ég er svo heppinn að eiga Columbus mótor, en það breytir því ekki að þetta kínadót þarf ekki að vera verra.

Þess fyrir utan stórefa ég að samsteypa á borð við Cummins myndi setja sitt merki á vöru sem að hefur ekki undirgengist gæðaprófanir á þeirra mælikvarða.


Ég vona að ég hafi ekki verið að móðga neinn Cummins Fan. En nokkrir sem ég þekki og elska Cummins, eru svektir yfir þessar Kínasamsetningu og þessi dómur kemur frá þeim. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hef aldrei verið Cummins maður og finnst þær bara eyða full miklu fyrir minn smekk. Og þá er ég að tala um marine útgáfuna.
Vissulega þarf þetta Kínadót ekkert að vera verra, en hvað annað, Þar sem að margir framleiðendur láta setja vöruna sína saman þar, sökum ódýrs vinnuafls.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 29.apr 2014, 17:19

Nokkuð stór áfangi í dag. Ég fór út að keyra! Vatnskassi kominn á sinn stað ásamt rörum og tengingum við hann. Einnig kominn nýr mun stærri alternator, 145 amper. Gamli var 65 amper svo hleðslugetan eykst talsvert :)

Nokkrar myndir af vélasalnum eins og hann er núna.
Image

Image

Image

Image

Næst á dagskrá er að tengja svolítið rafmagn og koma lofthreinsara fyrir.

En hér er stutt klippa af reynsluakstri í dag.
[youtube]http://youtu.be/0CSon55Y3IQ[/youtube]

Hann er alveg haug latur reyndar, ég tengdi svo boost mælinn í ferð nr 2 og hann sýndi voðalega lítið, ca 3-4psi eða svo. Ég veit ekki alveg hverju það sætir, skoðast betur seinna. Mér sýnist það geta verið raunhæft að stenfa á að mæta á torfærukeppni á Hellu 17. maí á honum, þó það geti alltaf eitthvað komið uppá sem hindrar það. Ég fer að sjálfsögðu ekki á bílnum nema ég treysti honum í það.
Svo þarf ég að fara að heyra í honum Viktori og fá sérfræðing í að smala nokkrum hrossum með mér :)
http://www.jeppafelgur.is/


Gunnar G
Innlegg: 116
Skráður: 29.aug 2011, 17:36
Fullt nafn: Gunnar Guðjónsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Gunnar G » 29.apr 2014, 22:08

djöfull er hann að verða flottur hjá þér


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá kjartanbj » 30.apr 2014, 22:09

á þetta ekki að blása eitthvað í kringum 20 Psi orginal?
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 30.apr 2014, 23:22

Jú ég held það. Smá spurning hvort mælirinn sé að lesa rétt, dreg það samt tæplega í efa þar sem hann er voðalega máttlaus :)
Gæti verið að afgashúsið sé orðið það ryðgað að það sé ónýtt, mér finnst það alveg möguleiki, þar sem pústgreinin var ónýt og afgashúsið er augljóslega eitthvað orðið "léttara" td í kringum boltagöt þar sem það boltast við greinina. Túrbínan virðist vera þokkaleg á legum. Svo gæti þetta verið eitthvað allt annað. Rörið frá túrbínu að vél er náttúrulega svolítið saman kramið, það er bara dót sem til var og var bara sett þarna til bráðabirgða, en það ætti nú alveg að duga vel í þetta. Ekki veit ég svosem í fljótu bragði hvað fleira gæti verið, en ég ætla að klára að ganga frá í húddinu, setja rafkerfi og lofthreinsara og fleira og svo er hægt að fara að skoða þetta betur.
Kannski að maður versli sér bara nýtt afgashús, það kostar ekki stóra peninga.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá svarti sambo » 01.maí 2014, 15:16

Er nokkuð að blása út með gati eða hosu á lögnunum frá túrbínu að soggrein. Eða bara soggreininni sjálfri. Þægilegt að sjá það með 50/50 blönduðum uppþvottarlög. Svo er spurning hvað þessi þrenging á sogrörinu er að gera. Er sogrörið ekki með sama þvermál og túrbínan og soggreinin. Finnst rörið á soggreininni vera sverara á myndinni. Kemur svartur reykur, þegar að þú gefur í. Ef það gerir það. þá er hún að svelta á lofti miðað við olíumagnið sem hún fær.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá sigurdurk » 01.maí 2014, 15:39

Hljómar líka svipað og þegar eitthvað er að lögnini sem ýtir á membruna sem eykur olíumagnið þegar að túrbínan byrjar að blása það myndi líka passa við lítin sem engan reyk. En nú þekki ég ekki olíuverkin á þessu eða hvort það er yfirhöfuð einhver membra á því.
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"

User avatar

ingi árna
Innlegg: 101
Skráður: 19.jan 2011, 12:35
Fullt nafn: Ingólfur Árnason
Bíltegund: HJ-61 "88

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ingi árna » 01.maí 2014, 16:02

Gæti ekki lika verið að wastegateið a túrbínunni sé fast opið?


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Offari » 01.maí 2014, 20:08

Þetta er ábyggilega handónýt vél sem þér var seld því ráðlegg ég þér bara að slíta vélina upp úr og skila henni aftur til þess sem plataði þessu í þig.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 01.maí 2014, 21:45

Starri ekki vera að gera þér neinar vonir um að fá þennan mótor aftur, reyndu frekar að græja dodge! :)

Ég fór á smá rúnt í dag. Túrbínan gerir sama og ekki neitt. Ég prufaði að snúa kramda rörinu sem er frá túrbínu að loftinntaki við, í því skyni að athuga hvort kremjan/beyglan á rörinu hafi einhver áhrif. Mælirinn var tengdur rétt við loftinntak (eftir kremju) en er núna rétt við túrbínu (fyrir kremju) og munurinn er enginn, sem ég bjóst svosem við. Bara gert til að útiloka þetta.
Það er ekkert wastegate á þessari túrbínu, boostinu er bara stýrt af olíumagni. Alltaf hámarks boost sem túrbínan ræður við.
Næsta mál á dagskrá er að setja hitamæli í pústið fyrir túrbínu og sjá hvað er að gerast þar, ef það er skítkalt þá fær hann enga olíu og ef það er nógu heitt er túrbínan ónýt. Er eitthvað fleira sem gæti komið til greina ef pústið er nógu heitt?
Nú er framundan vinnutörn þannig að ég fikta ekkert í þessu alveg strax.

Ein mynd úr sólinni í dag, 31 tomma að framan og 46 tomma að aftan :)
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá svarti sambo » 02.maí 2014, 00:23

sigurdurk wrote:Hljómar líka svipað og þegar eitthvað er að lögnini sem ýtir á membruna sem eykur olíumagnið þegar að túrbínan byrjar að blása það myndi líka passa við lítin sem engan reyk. En nú þekki ég ekki olíuverkin á þessu eða hvort það er yfirhöfuð einhver membra á því.


Spurning hvort að lögnin sem stjórnar olíumagninu eftir loftþrýstingnum í soggrein sé stífluð eða lek.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 08.maí 2014, 14:45

Jæja.


Image
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 08.maí 2014, 15:07

Í hverju ert þú Ofur Elli, segir konan það ? :)

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 08.maí 2014, 15:18

villi58 wrote:Í hverju ert þú Ofur Elli, segir konan það ? :)


Afhverju langar þig að vita það? :)
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 08.maí 2014, 16:35

elliofur wrote:
villi58 wrote:Í hverju ert þú Ofur Elli, segir konan það ? :)


Afhverju langar þig að vita það? :)

Ég fór að hugsa um hvaðan nafnið er dregið, það límist stundum á menn ýmislegt sem menn hafa afrekað.
Ekki að ég sé neitt ósáttur við þetta bara forvitni og ekkert annað. Kveðja! VR

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 08.maí 2014, 16:49

villi58 wrote:
elliofur wrote:
villi58 wrote:Í hverju ert þú Ofur Elli, segir konan það ? :)


Afhverju langar þig að vita það? :)

Ég fór að hugsa um hvaðan nafnið er dregið, það límist stundum á menn ýmislegt sem menn hafa afrekað.
Ekki að ég sé neitt ósáttur við þetta bara forvitni og ekkert annað. Kveðja! VR


Hehe smá útúrsnúningur hjá mér á móti :)

Þetta kom upp í kringum smíði á þessum dásamlegu farartækjum hér
Image

Image

Image

Ég man ekki nákvæmlega hver fann uppá þessu, minnir að það hafi verið á live2cruize síðunni, ég kunni ágætlega við það og tók það bara upp :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 09.maí 2014, 21:20

Verklok nálgast, þó maður spurji sig hvenær verklok séu í svona bíl...

Image
http://www.jeppafelgur.is/


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá sukkaturbo » 09.maí 2014, 21:57

Sæll Elli það lang lang besta við það að smíða sér sinn eigin bíl (jeppa) er að því líkur aldrei. kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 10.maí 2014, 18:50

Byrjaður að möndla nýtt gólf, á eftir að taka verulegum breytingum engu að síður.
Image

Framendinn alveg kominn saman. Hann er nú frekar sætur, ef maður horfir fram hjá litlu dekkjunum.
Image
http://www.jeppafelgur.is/


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá sukkaturbo » 10.maí 2014, 19:19

Sælir já þetta eru fallegir bílar slá öllum konum við í fegurð finnst mér því líkar línur

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 11.maí 2014, 21:01

Svona var umhorfs eftir lætin að troða vélinni í, vörubílakúplingshúsið talsvert stærra og gírkassinn hærri og þurfti gólfið að víkja.
Image

Þarna er ég búinn að loka gatinu, sníða blikk í og sjóða og kítta. Á eftir að setja nýtt teppi og ganga frá loftlögnum.
Image

Kominn á stóru dekkin, númer og "look klár", eitt og annað eftir samt.
Image

Image

Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá svarti sambo » 11.maí 2014, 22:09

Vígalegur bíll.
Þetta er sannkölluð svarta maría, bara laus við svörtu hettumávana.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Svenni30 » 11.maí 2014, 23:08

Flottur hjá þér Elli, til lukku með þetta allt. Hann ber líka þetta númer vel
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 88 gestir