Chevrolet Suburban 46"

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Subbi » 16.mar 2014, 14:53

Elli flott og vörubílasoundið er ekta :)

til að linka vidóum beint inn hér án þess að þurfa að fara á youtube veljið þá Deila undir myndbandinu og copy kóðan þar og setjið undir youtube formerkin í þræðinum ykkar er bæði þægilegra að sjá þau beint hér og snyrtilegra en að þurfa að fá youtube popup til að sjá vídeó meðlima

þeas veljið [youtube] svo setjið þið kóðan hér á milli sem þið fáið með að velja deila undir vídeó á youtube og svo endið þið á [/youtube] :)

[youtube]http://youtu.be/JQGHCKzR4TI[/youtube]


Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 16.mar 2014, 21:19

Takk fyrir þetta Guðmundur. Ég var einmitt að velta því fyrir mér til hvers og hvernig þetta youtube link dót virkaði :)

Ég náði góðri törn núna, nokkrum tímum á fimmtudag og föstudag og svo öll helgin, frá kl 7 og fram á kvöld og árangurinn af því var að ég gat keyrt út úr skúrnum. Við erum fleiri um þennan skúr þannig að ég get ekki teppt plássið þegar ég er á vinnutörn.
Ég keyrði að vísu bara mjög stutt, ég er ekki með vatnskassa tengdan ennþá þannig að maður hefur ekki í gangi mikið lengur en hálfa mín max undir engu álagi í einu.
Allt undir bílnum er klárt, drifsköft, olíur á öllu, hraðamælir, kúpling og allt klárt. Eftir er rafkerfisvinna og púsla framendanum á, örlítil grindarstyrking fyrir framan vél og einhver smáatriði sem samt taka öll óratíma.
Ég vona, þó það geti brugðið til beggja átta, að komast uppá Langjökul í skreppitúr um páskana.

Að lokum annað stutt video af honum í gangi eftir að hann kom út í dag.
Að vísu er hljóðið reyndar eitthvað svakaleg funky...

[youtube]http://youtu.be/UR97tsasEck[/youtube]
http://www.jeppafelgur.is/


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá olafur f johannsson » 16.mar 2014, 21:47

Magnað að sjá þetta :)
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 16.mar 2014, 22:28

Ein ljósmynd með.
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Startarinn » 16.mar 2014, 22:53

Magnað, tekuru svo ekki loftkerfið úr vörubílnum og heldur þessu lofthvissi alltaf þegar kútarnir eru fullir ;)
Ekta trukka hljóð
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá AgnarBen » 16.mar 2014, 22:58

Skemmtilegt verkefni Elli og gaman að fá að fylgjast með þessu hjá þér. En geturðu lokað húddinu án þess að rekast í vélina :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 17.mar 2014, 06:51

Loftkerfið verður allt notað úr vörubílnum, er jafnvel að gæla við að nota loft handbremsuna líka, það er kútur sem dregur vírana út, myndi alveg smellpassa og væri ógeðslega kúl :) Ekki alveg viss samt, hefur þann galla að þurfa að bíða eftir loftinu til að fara af stað :)
Kúplingin hjá mér notar til dæmis hjálparloft.

Já húddið lokast alveg :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Hr.Cummins » 17.mar 2014, 09:27

haha, þvílíkur TRUKKUR... færð semsagt "katissss..." þegar að þú kúplar ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 17.mar 2014, 09:50

Hr.Cummins wrote:haha, þvílíkur TRUKKUR... færð semsagt "katissss..." þegar að þú kúplar ?


Nei bara hjálparloft, virkar svipað og hjálparloft á bremsum á flestum bílum (vaacum). Hjá mér eru bremsurnar reyndar með glussa sem booster.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Startarinn » 17.mar 2014, 14:51

elliofur wrote:Loftkerfið verður allt notað úr vörubílnum, er jafnvel að gæla við að nota loft handbremsuna líka, það er kútur sem dregur vírana út, myndi alveg smellpassa og væri ógeðslega kúl :)


STÓRT FEITT LIKE á þetta Elli

Er svo ekki málið að hafa loftkerfi til staðar til að geta hengt vagn aftan í með loftbremsum, t.d. voru Unimog bílarnir með glussabremsur en stýriloka yfir í loft til að hengja kerru aftaní
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 17.mar 2014, 17:11

Já ég veit ekki með trailer útbúnað alveg strax haha :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 22.mar 2014, 22:32

"Örlítið" skakkur í skónum þarna. Var að leita af leið fyrir pústið, þá setur maður stóru dekkin undir og beyjir dekkinu alveg upp að grind og þá fann ég góðan stað fyrir pústið.

Image

Skemmtilega mikill munur á þessum dekkjum... :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá sonur » 23.mar 2014, 09:39

Þetta er svo töff hjá þér :D vantar alveg like takkann!!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Valdi B » 23.mar 2014, 16:11

ætlarðu að setja intercooler í hann ? ef svo er, kemurðu honum fyrir framan vatnskassann eða verðurðu að hafa top mount ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá gislisveri » 23.mar 2014, 16:16

sonur wrote:Þetta er svo töff hjá þér :D vantar alveg like takkann!!


Nei góði, hann vantar ekki :)

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 23.mar 2014, 18:50

Valdi B wrote:ætlarðu að setja intercooler í hann ? ef svo er, kemurðu honum fyrir framan vatnskassann eða verðurðu að hafa top mount ?



Já það er stefnan að setja cooler í hann, ég á alveg eftir að sjá hvernig það fer, mér finnst mjög líklegt að það verði pláss fyrir framan vatnskassa fyrir vel stóran cooler, svo er líka hugmynd að hafa tvo minni og hliðtengja þá þannig að loftið deilist "jafnt" á tvo. Þannig getur maður haft minni og ódýrari coolera heldur en finna dýran (og sjaldgæfan) cooler sem er með uþb 3" stútum til að þetta flæði eitthvað.
Þetta eru bara hugmyndir sem ég á eftir að sjá hvernig fer. Til að byrja með ætla ég að hafa mótorinn alveg stock eins og hann var í vörubílnum og uppfæra svo frá því með tímanum.

Í dag var ég að sjæna loftkerfið og það virkar núna, eða ætti að gera það. Ég náttúrulega er ekki að setja í gang til að prufa svona vatnskassalaus en þetta er allt tengt og ætti að virka.
Svo byrjaði ég á pústinu, ég vona að ég nái að klára það í þessu fríi, fer að vinna aftur á miðvikudaginn. Þá er framendinn eiginlega bara næst á dagskrá. Spenningur.

Þessi túrbína verður frekar ræfilsleg með 4" rör sér við hlið. 4" fyrstu metrana og svo 3" pústið sem var í bílnum í rest, það var mjög nýlegt þannig að það fær að halda sér um sinn.
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 24.mar 2014, 17:00

Smá dundað í dag. Frumraun mín í rennismíði, ég fékk að fara í bekkinn hjá pabba til að renna suðufláns á túrbínuna. Tókst mjög vel og pústsmíðin er komin vel á veg.

Þarna er flánsinn með gamla stykkinu. Það var ekki nokkur leið að nota það eins og það er og ekki einusinni til að nota sem efni þar sem það er pottjárn í þessu.
Image

Flánsinn kominn á túrbínuna
Image

Pústið tengt við túrbínu og eins og það verður út úr hesthúsinu.
Image

Þarf að fara frumlega leið með pústið, önnur leið er ekki fær nema að taka svakalega úr gólfinu, það er ekki heillandi. Ég set svo hitahlíf svo demparagúmmíið bráðni ekki.
Image
http://www.jeppafelgur.is/


ÓskarÓlafs
Innlegg: 46
Skráður: 12.feb 2011, 14:49
Fullt nafn: Óskar Ólafsson
Bíltegund: Hilux '04

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ÓskarÓlafs » 24.mar 2014, 19:15

elliofur wrote:Þarf að fara frumlega leið með pústið, önnur leið er ekki fær nema að taka svakalega úr gólfinu, það er ekki heillandi. Ég set svo hitahlíf svo demparagúmmíið bráðni ekki.
Image


lookar bara helvíti vel hjá þér, frábært að fylgjast með þessu projecti :D
kv. Óskar

97' LC90 35" - Blámi - Seldur -
04' Hilux 31" - Gullvagninn

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 25.mar 2014, 19:48

Takk fyrir það Óskar. Ítarlegir smíðaþræðir eru lang skemmtilegustu þræðirnir og ég er að reyna að gefa til baka eftir að fylgjast með öðrum :)

Síðasti dagurinn í skúrnum í bili, nú er 5 daga vinnutörn framundan. Fjandans vinna að slíta hobby tímann svona í sundur. Ég er langt kominn með pústið, aðal flækjan búin. Hring í kringum grindina og aftur með drifskaftinu, svo vantar bara smá stubb til að fara í gamla rörið. Það var nýlegt 3" púst í bílnum og ég skar það í sundur þar sem það kom saman í eitt rör. Semsé 4 tommur fyrstu tvo metrana og 3" í rest.

Image
http://www.jeppafelgur.is/


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Valdi B » 26.mar 2014, 21:24

vel gert! líst vel á þetta hjá þér :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 09.apr 2014, 05:38

Búinn að sjóða svolítið í pústinu, fremsti leggurinn er svo til tilbúinn og svo er smá stubbur eftir yfir í gamla 3" pústið sem var í bílnum. Klára það og koma fyrir lofthreinsara og þá er komið að því að smella framendanum á. Gaman gaman.

Felgurnar eru svo til klárar, galvaninseraðar, verða málaðar svartar með tveimur traktoraventlum, krana og festingum fyrir spöng fyrir úrhleypibúnað.
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 11.apr 2014, 17:29

Helvítis pústið að verða búið, þetta er búið að vera ótrúlega mikil vinna, sennilega farnir talsvert yfir 20 tímar í þennan fjára. Skil núna afhverju sverari púst eru talsvert dýrari en grennri. Ég er 2 daga að setja púst undir hilux en helmingi lengur með þetta, þó smíðaði ég bara undir hálfan bílinn! En ég er þó nokkuð sáttur við það, 4" fyrstu 2 metrana og 3" eftir það.

Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Subbi » 11.apr 2014, 18:07

Flottur Elli

Image
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 11.apr 2014, 18:35

Takk Guðmundur :)

Þetta er frekar flókin leið, fyrsta flækjan fer útfyrir grindina og svo innfyrir aftur og endar (hægra megin) við kúplingshúsið, næsta rör fer afturfyrir gírkassann og þvert til komast vinstra megin framhjá millikassanum og fer svo aftur þvert yfir (gamla pústið) og þar eru samskeyti rétt fyrir aftan millikassann og svo er aftasti hlutinn sem fer rest...
http://www.jeppafelgur.is/


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Offari » 11.apr 2014, 19:04

Þú átti bara að hafa þetta tvöfalt sílsapúst. Það er nefnilega gott að hafa stigbrettin upphituð.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 12.apr 2014, 20:39

Ég styrkti grindina í dag, var búinn að skera úr þarna áður fyrir vélinni og það þurfti bót. Mjög ánægður með þessa lausn. Ég vildi ekki sjóða styrkinguna alla leið út í grind, heldur styrkti ég einungis þverbitann, ætla að láta hnoðin taka restina, þau leyfa líka örlítinn vinding í grindinni. Þessar grindur eru ekkert allt of sterkar fyrir svona misnotkun (þyngri mótor og öðruvísi fjöðrunarkerfi, allt annað álag á grind) og því eru þær oft að brjóta sig. Vonandi verður þetta gott, en í framtíðinni mun ég fylgjast vel með grindinni, hún er sennilega veikasti hlekkurinn í bílnum núna.
Image

Málað og fínt. Líka komin festing fyrir bremsudeilinn sem var hinumegin við þennan bita, þar sem ég skar úr.
Image

Pústið er líka klárt og komið undir bíl og fullfrágengið, mikil hamingja með það. Ég zink grunnaði það og málaði svo með einhverju grill spreyi, málning sem á að þola 425gráðu hita. Vonandi hjálpar það aðeins, þó hitinn sé vissulega miklu meiri fremst í pústinu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá Startarinn » 12.apr 2014, 23:32

Ég er ekki hissa á að það sé auðvelt að snúa uppá grindina, það hefði ekki veitt af því að loka henni að innanverðu. En það er náttúrulega alveg gríðarleg vinna ef vel á að vera
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

pallibj
Innlegg: 5
Skráður: 06.sep 2013, 16:51
Fullt nafn: Páll Sigurður Björnsson
Bíltegund: Chevrolet Suburban
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá pallibj » 13.apr 2014, 18:42

Þetta er alveg magnað hjá þér Elli.
Ég hlakka til þegar ég fer í að breyta mínum, sem þú sérð væntanlega hér til hægri á síðunni.
1979 árgerð með L, 1, 2, 3, trukkagírikassanum.
Fyrrverandi sjúkrabíll á Húsavík.

Eru menn á því að loftpúðafjöðrun sé "betri" en gormafjöðrun?
Myndu framgormar undan Range Rover ekki gera ágæta hluti að framan undir svona bíl?
Og þá aftur gormar unda RR að aftan?

Pældirðu ekkert í því að setja í han LS1 eða LS3 mótor Elli?

En flott verkefni og örugglega mjög skemmtilegt.
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson
Chevrolet Suburban 1979

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 13.apr 2014, 18:50

Framendinn kominn á. Svona var hann keyrður út í dag. Nú fer þetta að styttast. Búinn að greiða út bremsuröraflækjunni og festa þeim við grindina. Stefnan er sett á að fara á honum á torfæruna á Hellu 17. maí. Mikið er ég spenntur að fara út að keyra, næ því vonandi í næsta fríi, að setja vatnskassann og lofthreinsarann í. Nú er framundan vinnutörn.

Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 13.apr 2014, 19:24

pallibj wrote:Þetta er alveg magnað hjá þér Elli.
Ég hlakka til þegar ég fer í að breyta mínum, sem þú sérð væntanlega hér til hægri á síðunni.
1979 árgerð með L, 1, 2, 3, trukkagírikassanum.
Fyrrverandi sjúkrabíll á Húsavík.

Eru menn á því að loftpúðafjöðrun sé "betri" en gormafjöðrun?
Myndu framgormar undan Range Rover ekki gera ágæta hluti að framan undir svona bíl?
Og þá aftur gormar unda RR að aftan?

Pældirðu ekkert í því að setja í han LS1 eða LS3 mótor Elli?

En flott verkefni og örugglega mjög skemmtilegt.


Þakka þér fyrir.
Verður mjög spennandi að fylgjast með þínum, SM465 trukkaboxið eru sterkir kasssar, er hann þokkalega þjáll hjá þér?
Loftpúðar vs. gormar, þetta er vinsælt umræðuefni og sitt sýnist hverjum. Mér finnst fjöðrunin í mínum bíl mjög skemmtileg, ég hef þó ekki mikla reynslu af henni þar sem að ég var bara búinn að eiga bílinn í ca 3 vikur þegar skiptingin fór, þar af eina viku í ferðalagi :) Þessir púðar eru þó ekkert svo svakalega dýrir, stykkið kostar 25þúsund í Landvélum. Vertu velkominn í bíltúr þegar hann verður klár, ef þú vilt finna hvernig þetta virkar.
Ég átti 350 mótor keyrðan 32þúsund sem ég ætlaði að setja í bíl af þessari stærðargráðu, ég átti dodge áður en ég fékk þennan upp í hendurnar sem átti að vera stór og sterkur. Gallinn við bensínið að maður þarf að kaupa það á dælu og hann mun eyða helling með þannig vél, hvað sem hún heitir. Dísel vél brennir nánast hvaða sulli sem er og það er pælingin hjá mér. Meira um það síðar. Út af þessu seldi ég bensínmótorinn og náði mér í þennan mótor, sem á líka að geta skilað hellings afli og svakalegu togi.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá jeepson » 13.apr 2014, 20:02

Þetta er flott hjá þér. Elli þessi vél á eftir að skila honum ágætlega áfram.
Síðast breytt af jeepson þann 22.apr 2014, 15:32, breytt 1 sinni samtals.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá juddi » 13.apr 2014, 23:35

Þetta er allt að koma til hjá þér
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 19.apr 2014, 01:12

Litlu dekkin komin á felgur, vel límd.
Image

Ánægður með þetta, svo verður afgangs kíttið skorið af þegar það verður orðið hart.
Image

Ég notaði svona ventla
Image

Mér finnst þeir snilld, maður getur skrúfað pílustykkið úr (ekki bara píluna) og þá er maður kominn með ca 10mm (hef ekki mælt það) gat úr felgunni.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá svarti sambo » 19.apr 2014, 02:34

Image

Flott verkefni hjá þér.
Eru þetta ventlar úr manitou skotbómulyftara eða hvað. Hvar fékkstu þessa.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 19.apr 2014, 09:54

Þetta eru hefðbundnir traktoraventlar, færð þá fyrir okur prís á næsta dekkjaverkstæði sem umfelgar stór dekk. Ég keypti þá frá bretlandi á 550kr stykkið.
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá villi58 » 19.apr 2014, 16:47

Fer maður ekki að sjá myndir af tröllinu, hvað þú ert kominn langt ?


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá sukkaturbo » 19.apr 2014, 16:51

Sæll Elli þetta eru flottir ventlar erum með svona í Hulkinum og það er satt þeir kosta helling og virka vel. kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 19.apr 2014, 19:28

villi58 wrote:Fer maður ekki að sjá myndir af tröllinu, hvað þú ert kominn langt ?


Takk fyrir strákar.
Staðan er nákvæmlega eins og myndirnar sýna, blessuð vinnan slítur skúratímann í sundur, ég er í vaktavinnu og vinn í törnum, 4-5 daga í vinnu og svo 4-5 daga í frí. Er í fríi núna en páskahelgin er meiri fjölskylutími svo það gerist sjálfast lítið í skúrnum. Næ kannski einum degi á þriðjudaginn, sjáum til. Ég held þræðinum vel uppfærðum og læt vita um leið og eitthvað breytist :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá ellisnorra » 19.apr 2014, 22:07

Fann þetta á netsíðurápi, er ekki flott að græja svona á minn? :)

Image
http://www.jeppafelgur.is/


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Chevrolet Suburban 46"

Postfrá stebbi1 » 19.apr 2014, 22:19

Klárlega:D
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir